Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ LANDIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 13 Morgunblaðið/Líney Sigurðardóttir ÓLI Ægir Þorsteinsson gamalreyndur smábáta- sjómaður landar lVi tonni ór Litlanesinu. Agæt veiði hjá handfærabátum á Þórshöfn Fiskurinn fluttur til vinnslu á Bakkafirði Þórshöfn - Nokkuð góð veiði hefur verið hjá handfærabátum síðustu daga en milli 25 og 30 trillur gera út frá Þórshöfn nú í sumar og er meiri hlutinn aðkomubátar, víðs vegar af landinu. Handfærafiskurinn frá þessum bátum er þó ekki allur unninn hér á Þórshöfn heldur á Bakkafirði þar sem hærra verð er greitt fyrir fisk- inn. Að sögn sjómanna er það um einn fjórði af trillunum sem leggur upp hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar, hinir selja á Bakkafjörð. Það er fyrirtækið Gunnólfur hf. sem kaup- ir fiskinn en framkvæmdastjóri þar er Kristinn Pétursson. Að sögn trillukarla hér á Þórshöfn fæst sjö krónum hærra verð fyrir kílóið af málfiski á Bakkafirði og sér Gunn- ólfur hf. um akstur á aflanum til Bakkafjarðar en þar fer fiskurinn allur í salt. Flytur 25-30 tonn á viku Fréttaritari ræddi við Jónas Lárusson sem var að lesta flutn- ingabíl sinn á bryggjunni og sagð- ist hann flytja að meðaltali 25-30 tonn af fiski á viku frá Þórshöfn til Bakkafjarðar en milli 7 og 10 tonn á viku frá Raufarhöfn. Hjá Hraðfrystistöð Þórshafnar hefur verið nægilegt hráefni til vinnslu þrátt fyrir að fiskurinn frá smábátunum skili sér ekki þangað. Um miðjan mánuðinn var innsti hluti Þistilfjarðar, Lónafjörður frá Grenjanesi að Laxártanga, opnaður fyrir dragnót og þar hafa fímm bátar verið á veiðurh. Fyrstu dag- ana var góður afli af kola og ýsu en eitthvað minna síðar. Skólafólk fer vel fjáð Skólafólk hættir nú innan skamms vinnu í Hraðfrystistöðinni en Gunnlaugur Karl framleiðslu- stjóri sagðist þó ekki kvíða því þar sem á móti kæmi fastráðið físk- vinnslufólk aftur inn eftir sumarfrí svo staðan yrði svipuð. Samfelld vinna hefur verið hjá HÞ í sumar utan nokkurra daga frí í kringum verslunarmannahelgina svo skóla- fólkið héðan fer þokkalega vel fjáð í burtu til að takast á við ný verk- efni sem bíður þess í skólunum. Hundadagahá- tíð Torgara Húsavík - Hundadagagleði átthagafélags Torgara á Húsavík fór fram samkvæmt áætlun hinn 19. ágúst og í hinu fegursta veðri eins og ákveðið! hafði verið og stóð hátiðin frá kl. 17.00 og fram á nótt. Hátíðarhöldin hófust með þyí að safnast var saman við elsta hús Torgsins, Arholt, sem byggt var 1891, og farið þaðan í skrúðgöngu um götur torgsins, Brávelli, Iðavelli og Sólvelli og gengið á hátíðarsvæðið sem var í rjóðri í Skrúðgarðinum við Kvíabekk, sem er fornt býli. Þorkell Björns- son, liðsforingi Torgara, ávarpaði viðstadda og bauð hinn fjölmenna hóp velkominn og þá sérstak- lega þá, sem lengst voru að komnir. Siðan skírði séra Magnús Gamalíel Gunnarsson tvo drengi, sem um leið og þeir voru teknir í krist- inna manna tölu, voru teknir sem fullgildir Torgar- ar. Síðan voru ávörp flutt og þar á meðal voru þjóðþekktir menn úr flokki fæddra Torgara, svo sem Hilmir Jóhannesson, hagyrðingur og leikrita- skáld, nú búsettur á Sauðárkróki, og Sigurður Hallmarsson, fjöllistamaður, en af hálfu nýbyggja talaði Haukur Gunnarsson, kennari, og mikið var sungið og dansað með undirleik hljómsveitar Torg- ara. Morgunblaðið/Silli SR. Magnús Gamalíel Gunnarsson skírði tvo drengi sem teknir sem fullgildir Torgarar. Keppt var í ýmsum greinum, en mesti spenning- urinn var slagboltakeppni milli Torgara og Brekkusnigla, en slagboltinn var einn aðalleikur unglinga þá Torgið var að myndast. Lauk þeirri keppni með sigri Torgara í bráðabana. Þetta er önnur hátíðin, sem Torgarar halda, og hún tókst eins vel og sú fyrri, svo ákveðið var að ekki síðar en að 5 árum liðnum yrði efnt til næstu hátíðar, því eins og í óði Torgara segir,, já, hér á þessu Torgi, ég ól mín æskuár og aldrei því ég nokkru sinni gleymi." Silli. TORGARA-hátiðin tókst vel enda hið fegursta veður. BORGARKRINGLAN OPIÐ VIRKA DAGA 10-1830 LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 Hár er hö Döwur og Herrar MikiS úrval af hárkollum- (Ðprýá V BOf FATAPRWI Bommmium, l.HÆÐ.SÍMI 553 2341 BLOM, UNDIR STIGANUM ‘fáiqdct c Utvenccncc! í BORGARKRINGLUNNI SÍMI 581 1825 25% afsláttur af öllum buxum H6RRARÍKI Borgarkringlunni, sími 581 2050, TILBOÐ 3ja mánaða kort áður kr. 3^SÖÖ, nú kr. 2.500. ' Sólbaðsstofan Sólin Borgarkringlunni, Norðurturni, 4. hæð, sími 568 7030. 5 lita varalitabox 9 gerðir Yerb kr. 2.900. Hfilie UP FOft EVEZ-UJi,- beuR Bækurnar sem allir biðu eftir nú fáanlegar hjá okkun/ THE CURE FORALL CANCERS THE CURE FOR HIV ANDAIDS Borgarknnglunni. sími 581 1380 - Tölvulands-keppni í NBA LIVE '95 Verið viðbúin, verið tilbúin fyrir tölvuleikjahátíð ársins í Borgarkringlunni 25.-26. ágúst Keppt verður í tölvuleiknum sívinsaela NBA LIVE og eru vegleg verðlaun í boði. Allir geta gerst þátttakendur. Uppl. í síma 568 8819.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.