Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 41

Morgunblaðið - 25.08.1995, Blaðsíða 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 25. ÁGÚST 1995 41 BRÉF TIL BLAÐSINS heljum Frá Ragnari Tómassyni: ENN EITT Reykjavíkurmaraþonið er að baki. Þúsundir mættu til leiks. Það var íslenskt sumarveður. Er- lendir gestir með áratuga keppnis- reynslu að baki höfðu aldrei lent í öðru eins. Margir þeirra steyptu yfir sig gulglærum plastpokum þar sem klippt hafði verið úr fyrir hendur og haus. íslendingar báru sig vel: „Þetta er gott fyrir gróðurinn". Já, það er oft gott að vera gróður á Islandi. Sjálfur lét ég 10 km duga í þetta sinnið, hygg á lengri leiðir með haustinu. Eftir hlaupið lagði ég bíl mínum við Skúlagötuna til þess að fylgjast með kepjjendum í heilu og hálfu maraþoni. Aður hafði ég fylgst nokkuð með 10 km - þ.e. þeim sem komu í mark á eftir mér! Þessi stund reyndist mér algört ævintýri. Það var glæsilegt að sjá flugið á þeim spretthörðustu. Hlaupadrottningin okkar, hún Martha Ernstdóttir, hreinlega sveif eftir götunni. Hvílíkt afreksfólk. En það voru ekki síður hetjurnar þijú þúsund sem gripu hug minn. Ungir og gamlir, konur og karlar, byijendur og gamalgrónir, ungir og léttir, litlir og stórir. Hver með sitt hlaupalag. Hver með sitt markmið. Hver að stefna að sínum eigin sigri - sigri á sjálfum sér - sigri á erfið- leikum og mótiæti. Þarna var prest- urinn hugljúfi að austan, kominn úr hempunni í hlírabolinn. Útvarps- maðurinn kappsfulli, búinn að losa sig við 20 kíló á 2-3 árum. Héraðs- dómarinn stælti á fullri ferð fram hjá dómhúsinu. Gamli júdókappinn á sjötugsaldri með þrek og þol sem tvítugir mættu miklast af. Við- skiptafræðingur á sextugsajdri sem ákvað að breyta um lífsstíl. íturvax- in langamma, hætt að passa barna- barnabörnin og farin að hlaupa. íþróttaleiðtoginn- glæsilegi sem gleymir að eldast. Frægur hlaup- - kjarni malsins ari, nú bundinn hjólastól og þátttak- andi í Reykjavíkurmaraþoni. Bankastjórinn að vestan og útgerð- arforstjórinn að norðan láta sig ekki vanta frekar en áður. Þetta voru mínar hetjur. Þeta er fólkið sem lætur sér ekki dagdrauma nægja. Um 260.000 manns sem sátu heima hefðu vel getað hugsað sér að vera í þeirra sporum. En þeir eru aðeins fáir sem ná að kom- ast á rásmarkið - að heíja hlaupið. Það eitt er stórkostlegur áfangi. Að ljúka síðan keppni í sinni vega- lengd er sigur. Til hvers að leggja allt þetta á sig. Því fylgir þreyta og sársauki, sviti, angist og verkir. Síðar kemur slökun og vellíðan. Dásamleg sigurtilfinning. Þeir skilja það sem reynt hafa. Almenn- ingshlaup eru góð leið til að kynn- ast sjálfum sér. Þeim fylgir ögun og áreynsla. Þreytan segir þér að hætta þó enn sé spölur í mark. Hér reynir á líkamsþrek og sálarstyrk. Þú deilir reynslu þinni með hinum. Hver og einn er örðum hvatning. ShMadasar Mú bjóðum við frábært verð i nokkra daga Af hlaupandi Þú ert hluti af sérstæðu samfélagi fólks sem hefur að einkunnarorð- um: Ég vil, ég get, ég skal. Þú sem lest þetta, hreyfir þú þig eitthvað? Ef ekki, hristu þá af þér slenið. Þín bíður skemmtilegur tími, dýrmæt reynsla, betra líf. RAGNAR TÓMASSON lögmaður og áhugamaður um líkamsrækt skráning í síma ~. * cimtiam eitt númer fyrir allt landid konurog ■ ■ ■ w _i nf^vo LancSssöfnun 1 IV/ Y W Landssöíiiun Rauða Kt oss isíanos börri 3. september 1995 RAUÐt KSCSS :SLA\'.r? RAUÐt'KSCSS IStANSS Orstutt stórútsala . . . t i 1 s u n n u d a Jj&y^ BORGARLJOS HF. Ármúli 15, Reykjavík, sími 581 2660 Úrval veggljósa á kr. 850, loftljós frá kr. 900, borðlampar frá kr. 1.200, vinnugólflampar frá kr. 1.900, brauðristar frá kr. 900, kaffíkönnur frá kr. 1.900, rafmagnsþiiofnar og margt fleira. Og svo erþað500króna deildin. Opnunartími: föstudagur 09 - 19, laugardagur 10 - 16, sunnudagur 10 - 14. ENDIR.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.