Morgunblaðið - 30.08.1995, Síða 7

Morgunblaðið - 30.08.1995, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 30. ÁGÚST 1995 7 Landbúnaðarráðherra boðar endur- skoðun á viðverureglum sótthreinsi- fulltrúa í Leifsstöð Málið tekið upp í samvinnu við hagsmunaaðila Guðmundur Bjarnason landbúnað- arráðherra telur óhjákvæmilegt, í ljósi síðustu atburða í Elliðaánum og Laxeldisstöð Ríkisins í Kolla- firði, að endurskoða ákvörðun ráðuneytisins frá því í vor þar sem skertur er viðverutími sótthreinsi- fulltrúa í tollgæslunni í Leifsstöð. Hafa all margir veiðiréttareigend- ur og leigutakar laxveiðiáa borið í samtölum við Morgunblaðið að alvarlegur misbrestur hafi í kjöl- farið orðið á því að erlendum stangaveiðimönnum hafi verið gert að sótthreinsa tæki sín við komuna til landsins, eða að sýna gjaldgengt vottorð um að það hafi verið gert erlendis. Jón G. Baldvinsson formaður Landssambands stangaveiðifélaga sagði í samtali við Morgunblaðið að álit sitt á þessu máli væri að illa hefði tekist til. Stangaveiðifélög vilja leggja sitt af mörkum „Okkur var gert að dreifa því í allar áttir að best væri að sótt- hreinsun færi fram erlendis vegna breytingana hér. Útkoman er bölv- að klúður og vesen._ Ein stúlka á að sjá um þetta og ef hún er ekki við þá er hún ekki kölluð út. Við- verutímarnir hennar eru stilltir inn á einhverjar flugvélakomur og stundum hrein hending hvort að menn hitta á hana. Ef það er mat manna að raunveruleg sýkingar- hætta sé á ferðinni með veiðibún- aði erlendra veiðimanna þá verður að taka á málum af festu og ég tel eðlilegt að yfirvald, ríkið eða einhver stofnun á þess snærum, sjái um framkvæmd mála. Ég geri ráð fyrir því að þessi reglu- breyting hafi verið gerð til að spara peninga. Ef það er það eina sem stendur í veginum fyrir hert- um öryggisaðgerðum þá skal ekki standa á Landssambandi stanga- veiðifélaga að koma að því máli og leggja sitt af mörkunum. Og ég minni á, að það er ekki bara Leifsstöð, útlendir ferðamenn sem koma með Austtjarðarferjunni eru æ fleiri með stangir í farangri sín- um og renna fyrir silung víða um land,“ sagði Jón. Tekið upp í ráðuneytinu Guðmundur Bjarnason sagðist ekki þekkja mál þetta nægilega vel, en bréf ráðuneytisins er dag- sett 23. mai og undirritað f.h. ráðuneytisins af Sveinbirni Ey- jólfssyni. „En hafi orðið þessi brestur í framkvæmdinni sem af er látið, þá er þetta ekki gott mál og ég tel að það verði að taka málið upp í ráðuneytinu í haust í ljósi atburða sumarsins og á ég þá við sýkinguna í Elliðaánum og Kollafirði. Þessi reglubreyting hef- ur sjálfsagt verið gerð í anda sparnaðar og hagræðingar, það er jú alltaf verið að freista þess að draga saman seglin í ríkisút- gjöldum. En þetta mál þarf að skoða betur og þá í samvinnu við framkvæmdar- og hagsmunaað- ila,“ sagði Guðmundur Bjarnason. Veiddi lax með torkennileg sár KRISTINN Baldursson veiddi í fyrradag fjögurra punda lax í Stóru-Laxá í Hreppum sem var með torkennileg graftarsár. Fiskurinn er nú í rannsókn hjá fisksjúkdómafræðingum á Keld- um. Kristinn segir að laxinn hafi ekki verið sprækur. Hann sagði að op hefði verið við kjálka lax- ins og blætt þar úr. Auk þess hafi verið stórir graftarblettir á honum og hann verið ljótur að sjá. Atta laxar veiddust í Stóru- Laxá í fyrradag en Kristinn sagði að aðeins þessi fiskur hefði verið með þessum sárum. Hann sagði að sér hefði ekki dottið í hug að snæða þennan fisk. A Guðmundur Oskar hættir í Neskirkju GUÐMUNDUR Óskar Ólafsson sóknarprest- ur í Neskirkju lætur af störfum um mán- aðamótin. Guðmundur Óskar er kominn á eftirlaunaaldur en hyggst breyta til og hefja störf sem prest- ur á Elliheimilinu Grund. Guðmundur Óskar hefur verið sóknar- prestur í Neskirkju í 20 ár og opinber starfsmaður í 40 ár, þar af sem kennari í GUÐMUNDUR Óskar Ólafsson. mörg ár. Hann sagði að nýja starfið legðist vel í sig en þar verður hann í hlutastarfi. Hann sagði að helgi- hald hefði verið á Grund í marga áratugi og messað hvern ein- asta sunnudag. „Ég kem til með að verða þar heimilisprestur og messa um það bil einu sinni í mánuði. Ég verð þarna líka á morgnana og spjalla v'ið gamla fólkið,“ sagði Guð- mundur. FRÉTTIR Læknaráð Landspítala og Borgarspítala vara við niðurskurði Vilja nefnd sem raði í forgangsröð LÆKNARÁÐ Landspítala og Borgarspítala ítreka í sameigin- legri yfirlýsingu sem þau hafa sent frá sér að „frekari niður- skurður á sjúkrahúsunum í. Reykjavík mun ekki skila árangri. Álag á starfsfólk mun einfaldlega aukast sem aftur mun leiða til verri þjónustu. Með markvissri forgangsröðun verður því að leita leiða til að nýta betur það fjár- magn sem veitt er til heilbrigðis- mála,“ segir í yfirlýsingunni. Læknaráðin vilja að sett verði á stofn óháð nefnd á vegum Al- þingis sem geri tillögur um for- gangsröðun í heilbrigðismálum, með það að markmiði að „ná þjóð- arsátt í þessum málaflokki.“ Læknaráðin hafa þegar sent heilbrigðis- og tryggingamála- nefnd Alþingis erindi þess efnis og telja að í slíkri nefnd eiga að sitja stjórnmálamenn, siðfræðing- ar, læknar og aðrir heilbrigðis- starfsmenn. „Markmið slíkrar nefndar væri að færa umræðuna um forgangs- röðun inn á brautir sem leiða til skynsamlegrar og sanngjarnrnar niðurstöðu," segir í yfirlýsingunni. Offjárfesting utan Reykjavíkur „Vegna aðhaldaðgerðar á sjúkrahúsunum í Reykjavík hefur endurnýjun tækjakosts setið á hakanum, fyrirhugaðar bygginga- framkvæmdir hafa verið stöðvaðar og þrengt hefur verið að starfs- fólki. Fjárveitingum hefur þó verið misskipt og í grein sem birtist í Morgunblaðinu 7. júlí sl. bendir landlæknir á að fjárfest hafi verið verulega umfram þarfir í sjúkra- húsum, hjúkrunarheimilum og heilsugæslustöðvum utan Reykja- víkur, en samtímis hafi skort fjár- magn til nauðsynlegrar bráðaþjón- ustu. Ofíjárfestingin utan Reykjavík- ur heldur áfram þrátt fyrir að til séu skýrslur unnar af heilbrigðis- °g tryggingamálaráðuneytinu, sem staðfesta ábendingar land- læknis. Svo virðist sem heildar- stefnu skorti og á meðan virðast geðþóttaákvarðanir oft ráða fjár- veitingum," segja læknaráðin og ítreka að frekari niðurskurður á rekstrarfjármagni Landspítalans og Borgarspítalans, sem virðist yfirvofandi, muni leiða til verri þjónustu sem bitni á bráðveikum sjúklingum og sjúklingum með ýmsa langvinna sjúkdóma. r úr S „_J5 potti Úr Safnkortspottinum komu eftirtaldir vinningar: Ferð fyrir tvo tii Dyflinnar með Samvinnuferðum-Landsýn að verömæti 60.000 kr. Áslaug Bára Loftsdóttir, Tjamargötu 9, 245 Sandgerði * Veiðiútbúnaður frá Útilífi að verðmæti 20.000 kr. Guðrún Amarsdóttir, Háaleitisbraut 119, 108 Reykjavík Gunnar H. Þórarinsson, Stuðlaseli 46, 109 Reykjavík Panasonic RX DS15 ferðakassettutæki frá Japis að verðmæti 20.000 kr. Hreinn Þorvaldsson, Skagfirðingabraut 49, 550 Sauðárkrókur Sölvi Páll Jónsson, Réttarholtsvegi 67, 108 Reykjavík Geisladiskur með Sniglabandinu að verðmæti 1.790 kr. Angantýr Einarsson, Gerði, 650 Laugar Brynja Þorvaldsdóttir, Fagrahvammi 6, 220 Hafnarfjörður Eyjólfur Egilsson, Hverahlíð 13, 810 Hveragerði Friðjón Valdór Friðmarsson, Tungu 2, 750 Fáskrúðsfjörður Guðmundur Kjartan Jónasson, Þórólfsgötu 17a, 310 Borgames Haukur Svarfdal Jónsson, Álfaskeiði 90, 220 Hafnarfjörður Ólafur Amgrímsson, Stórutjamarskóla húsi 4, 641 Húsavík Snorri J. Benediktsson, Stekkjartröð 10, 700 Egilsstaðir Viðai' Arason, Hjallagötu 4, 245 Sandgerði Viðskipti vinningshafa áttu sér stað á eftirtöldum afgreiðslustöðum: Bensínafgreiðslunum- Ártúnshöfða, Geirsgötu, Skógarseli, Stóragerði, Stórahjalla, Lækjargötu Hafnarfirði, Hveragerði, Leiruvegi á Akureyri, Nesjum og Olíuafgreiðslunni á Egilsstöðum. Einnig Aðalstöðinni Keflavík, Ábæ, Hyrnunni Borgamesi og Þórshöfn. Til hamingju með vinninginn I SAFNK0RT ESS0 - enginn kostnaður, aðeins ávinningur!

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.