Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 4
4 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
SÁLNAHIRÐIR
ÓBYGGDANNA
fagnað hér á Akureyri?
„O-nei. Ég hefði betur far-
ið eftir minni upphaflegu til-
fínningu og fundið mér býli
úti í sveit. En ég ákvað að
setjast að hér á Akureyri.
Þetta er næststærsti bærinn
á landinu og mér datt sísvona
í hug að hann gæti því verið
óformlegri en Reykjavík,
andrúmsloftið afslappaðra og
opnara. En Akureyri er aldr-
ei neitt af þessu.“
En hvers vegna hélstu
það?
„Fáfræði. Ekkert annað.
. Ég vissi ekkert um ísland.
Hélt að hér byggju einhverjar
milljónir og varð undr^ndi
þegar ég komst að þv'í að
stærsti bærinn er á við svo
lítið þorp í Bandaríkjunum
að það kæmist varla á kort,
sá næststærsti á við eina
götu eða lítið úthverfí. En
ég sé ekki eftir að hafa kom-
ið. Þetta hefur verið ákaflega
mikil lífsreynsla."
Og nú ertu að fara frá
Akureyri.
„Já, ég er búinn að kaupa
býlið sem mig dreymdi um
og er að byija að pakka nið-
ur til að flytja.
Hér á Akureyri
er fólk of per-
sónulegt. Það er
lokað, formlegt
og hrætt við allt
sem það hefur
ekki alist upp
við. Þeir sem
flytjast hingað
eru óvinir inn-
fæddra - strax.
Það er litið á þá
sem eitthvert
innrásarlið. Hér
verður maður því
mjög einmana.
Það tryggir
manni þó ekki næði og frið-
helgi einkalífs, vegna þess
að Akureyringar eru með
nefið niðri í hvers manns
koppi, skipta sér af öllu og
búa til undarlegustu sögur
um fólk sem þeir þekkja ekki
neitt.“
Mér er sagt aö
þaóþýói lítió
fyrir þá sem
ekki eru fædd-
ir og uppaldir á
Akureyri aó
reyna aó set j-
ast hér aó. Allir
eru óvelkomn-
ir. Þetta er
frumstætt og
óvingjarnlegt
bæjarfélag.
Hundraó ag
tultugu peysur
Þeir segja að þú hirðir
úr ruslagámum.
„Það er líka alveg rétt. Ég
hélt að við Bandaríkjamenn
ættum heimsmet í sóun.
Þangað til ég kom hingað.
Það er hreint ótrúlegt hverju
íslendingar henda.
En það er nú einu sinni
svo að ég var bláfátækur þar
til faðir minn dó. Ég hafði
aldrei efni á að kaupa mér
húsgögn eða annað en áttaði
mig á því að fólk henti heilum
hlutum og vel nýtanlegum.
Svo ég hirti þá og notaði
árum saman í stað þess að
leggja á mig aukavinnu til
að kaupa nákvæmlega sama
hlut. En þegar ég kom hing-
að gekk fyrst fram af mér.
Hér hef ég verið í fáeina
mánuði og nú þegar er þetta
risastóra hús fullt af fatnaði,
skótaui, húsgögnum og raf-
magnstækjum sem Akur-
eyringar hafa hent.“ Og nú
leiðir biskupinn gestinn um
húsið sem er á tveimur hæð-
um með einum tíu herbergj-
um, eða svo, og allt fullt. I
einu herbergi eru 120 peys-
ur, margar hveijar hafa aldr-
ei verið notaðar, fundust í
plastpokunum. En hvað ætl-
ar maðurinn að gera við allt
þetta dót?
„Kannski held ég flóa-
markað eða bílskúrssölu áður
en ég fer héðan,“ segir bisk-
up sallarólegur. „En ætli góð-
gerðastofnanir hafi ekki not
fyrir þetta,“ bætir hann við
og gesti er létt; getur ekki
séð fyrir sér þann Akureyring
sem mundi fara á flóamarkað
til að kaupa aftur ruslið sjálfs
síns. Heyrir biskupinn segja:
„Það er svo mikið til af fá-
tæku fólki í heiminum. Og
það þarf fatnað, húsgögn,
rafmagnstæki, skó og vatns-
stígvél. Og þið sem hafíð svo
mikið af öllu, ættuð að hugsa
til þeirra í stað þess að fleygja
því sem þið ekki viljið og láta
það grotna. Þetta eru hlýjar
peysur og kannski þarf ein-
hver, einhvers staðar í heim-
inum, og ekki á skjól, á þeim
að halda. Gæti lifað af harðan
vetur.“
Orkan og óbyggóirnar
Á Kvennahóli, skammt frá
Búðardal, hefur biskupinn
Michael fest kaup á býli, þar
sem hann hyggst byggja upp
sinn griðastað. Þangað er
hann nú að flytja og þann
1. október næstkomandi opn-
ar hann andlegu miðstöðina
sína, þar sem fólk getur dval-
ið frá þremur mánuðum upp
í eitt ár, við andlega iðkun.
En hvers vegna ætlar hann
að halda út í fásinnið? Af-
hveiju fer hann ekki aftur
heim til sín?
Ég er fluttur hingað. Hér
á ég heima. En ég þarf að
hafa lifandi náttúru í kring-
um mig; fugla, hunda, ketti,
hesta. Það er óskaplega fal-
leg og mikil orka í landinu
og ég veit þið montið ykkur
af henni. En ef íslendingar
nota hana ekki rétt og vinna
með hana, er hún lítils virði
fyrir ykkur. Heimurinn er að
minnka og hann er líka að
spillast. Það er ekki langt
þangað til umheimurinn áttar
sig á hreinleikanum hér og
þið verðið að byija að und-
irbúa ykkur fyrir það. Annars
missið þið þetta allt út úr
höndunum.
Þið verðið að breyta við-
horfi ykkar til landsins og
raunverulegra gæða. Núna í
sumar h'afa 37 skemmti-
ferðaskip komið hingað inn á
Pollinn og bara eitt banda-
rískt. Það veit enginn í
Bandaríkjunum af ykkur í
augnablikinu. En þegar
Bandaríkjamenn átta sig á
hreina vatninu og tæra loft-
inu . . ., þá koma hingað
miklir peningar. Þá verðið þið
að vera búin undir það að
taka á móti fólki sem ekki
er borið hér og barnfætt.
Þau viðbrögð sem ég hef
fundið fyrir hér á Akureyri
eru bernsk og bera vott um
heimóttarskap; nánast fá-
fræði - á móti ótrúlegum
skammti af dómhörku. Það
getur ekki verið farsælt fyrir
ykkur að halda huga ykkar
og hjörtum svo lokuðum. En
ég held ég sé ekki einn um
þetta. Mér er sagt að það
þýði lítið fyrir þá sem ekki
eru fæddir og uppaldir á
Akureyri að reyna að setjast
hér að. Allir eru óvelkomnir.
Þetta er frumstætt og óvin-
gjamlegt bæjarfélag.
Eru Akureyringar að
hrekja þig útí óbyggðir?
„Nei. Ég átti mér draum
um að eignast fallegt býli á
kyrrlátum stað. Ég hef fund-
ið hann og ætla þar að byggja
upp minn griðastað, þar sem
fólk getur notið kyrrðarinnar,
fengið andlega leiðsögn og
kennslu í hugleiðslu. Það sem
þið kallið óbyggðir er bara
spurning um landafræði.
Einu óbyggðirnar sem
mannssálin getur þekkt eru
einsemdin, tómleikinn sem
fylgir brengluðu gildismati
sem svo oft verður til í bæjum
og borgum. Þar verður fólk
lúið og orkutæmt. Þessvegna
leitar það út í óbyggðir, til
fjalla - burt í kyrrðina; til
að hlaða sig orku.“
GAMLIR félaga á Þremur skyttum — f.v. Richard Boone, Ed Thigpen og Art Farmer sem minnst
þess enn hversu kaffið á íslandi var vont.
Af djassmðnnum,
gardholum og salvíu
ÞETTA danska djasssumar hlaðið
ángan blóma, hitabylgja eða
gróðraskúr og svo bjór, djasshátíðir
og djassklúbbar allt um kring.
„Djasshátíðirnar eru að ganga af
djassinum dauðum hér í Danmörku,"
segir saxófónmeistarinn Jesper
Thilo. „Bolir, blöðrur, bæklingar og
borðar eru í fyrsta sæti og músíkin
í öðru. Allt á að vera svo festlígt
og folkelígt. Músíkantarnir koma
hlaupandi á senuna og blása nokkur
lög og svo koma aðrir og áfram
endalaust. Sem flest nöfn og minnst
músík og svo eru djassklúbbarnir svo
blankir að hátíðunum loknum að
þeir hafa varla efni á að borga djass-
leikurum kaup það sem eftir er árs-
ins,“.
Þetta var inntakið í mikilli ræðu
sem Jesper hélt á pallborðsfundi eft-
ir Árhusardjasshátíðina í sumar.
Stóðu þær í klukkutíma og komust
djasssérfræðingar varla að, svo mik-
ill var eldmóður saxófónleikarans.
Hann hefur lengi verið mælskastur
danskra djassmanna ásamt Niels-
Henning og ekki fer hann minna
þegar á sviðið er komið og áaxófónn
í hendi.
Það er mikil gleði að hann skuli
loksins koma til íslands og í dag
klukkan fímm opnar hann RúRek-
hátíðina ásamt dönskíslenskum
kvintetti sínum og Bent Jædigs svo
og Stórsveit Reykjavíkur. Þeir spila
þijú eða fjögur lög við opnunina en
um kvöldið verða þeir í Leikhúskjall-
aranum og þá verður heldur en ekki
gefíð í og vonandi verður yfírbragð-
ið annað á RúRek en þeim hátíðum
er mest fóru í taugarnar á Jesper
Thilo í sumar.
Svo er B_ent Jædig kominn enn
og aftur til íslands og honum fylgir
Arnbitter, garðilmur, og ekta
bíbopp.
Ég kynntist Bent 1973 en íslend-
ingum hafði hann kynnst áður. Hann
var ungur í danska sjóhernum og lá
skip hans í Reykjavíkurhöfn í þijá
mánuði. Þá kunni hann á klarinett
og leitaði fljótt uppi íslenska djass-
leikara og kynntist vel Gunnari
heitnum Ormslev. Gunnar var
danskur að faðerni og fluttist ungl-
ingur til lands móður sinnar með
altósaxófón í farangrinum og ætlaði
að læra tannsmíði. Minna varð úr
tannsmíðum Gunnars en saxófón-
ieik, íslenskri tónmenningu til heilla.
Hjá Gunnari lærði Bent undirstöðu-
atriði saxófónblásturs og síðan hefur
hann blásið um víða veröld. Bjó lengi
í Þýskalandi en flutti heim til Dan-
merkur 1969 og hefur gert út þaðan
síðan.
Hann kom á fyrstu RúRek-hátíð-
ina 1991 og nú kemur hann aftur á
fimm ára afmælið og leikur með
tveimur af þeim sem hann hefur
stjórnað kvintettum með: Jesper
DÖNSKU djassfrömuðimir, Bent Jædigs og
Jesper Thilo, blása í dag til RúRek í Ráð-
húsi og Leikhúskjallara og á morgnn fagna
Bent o g Richard Boone tuttugu ára afmæli
Jazzvakningar í mikilli sveifluveislu á Ömmu
Lú. Vemharður Linnet er eldri en tvævet-
ur í djassheiminum og segir hér frá fyrri
kynnum af þessum meisturum sveiflunnar.
GREINARHÖFUNDUR með salvíuna góðu sem Bent Jædig rækt-
ar í garðholu sinni.
Thilo og Richard Boone. Rikki kom
hingað á aðra RúRek-djasshátíðina
1992 og með honum léku þá Kjartan
Valdimarsson, Þórður Högnason og
Pétur Grétarsson. í Kaupmannahöfn
syngur Richard með kvennatríóinu
The Sophisticated Ladies og hann
nefndi íslenska tríóið sitt The Darl-
ings og Pétur bætti um betur og
nefndi þá fjórmenninga Dick and the
Darlings. Það verður gaman að hitta
þessa kappa í dag og fagna með
þeim fimm ára afmæli RúRek-djass-
hátíðarinnar og tuttugu ára afmæli
Jazzvakningar, sem hefur staðið fyr-
ir tónleikum kappa á borð við Dizzy
Gillespies, Lionels Hamptons og Art
Blakeys á íslandi.
Það var einn heitan ágústdag í
Kaupmannahöfn að við Bent höfðum
mælt okkur mót að morgni dags á
krá í Kristjánshöfn á Amákri. Bent
er með garðholu og skúr úti á Am-
ákri, fínan „kóloníhave". Ætlunin
var að skoða garðinn, sem er stolt
Bents, en fyrst varð að koma við í
Vennelyst - mikilli garðnýlendu þar
sem einn frægasti dixílandspilari
Evrópu býr á sumrin, Arne Bue Jens-
en. Hann er betur þekktur sem Papa
Bue og stjórnar Víkinga-djassband-
inu. Ég var með sambýliskonu minni
og syni og okkur dvaldist lengur en
ætlað var í garðinum hjá Arne.
Þangað þyrptust nágrannarnir og
ungur piltur sagði okkur gamansög-
ur milli þess sem Arne sendi hann
eftir bjór.
„Þá er best að fara að sýna íslend-
ingunum garðinn," sagði Bent eftir
hvern umgang og Arne svaraði að
bragði: „Ekkert liggur á, fáum okk-
ur einn kaldan í viðbót," og pilturinn
ungi hljóp af stað. „Það er sældarlíf
hér í Vennelyst," sagði Arne. „Sér
í lagi eftir að ég fékk hann þenn-
an.“ Hann sýndi okkur friðþjóf sinn
og sagði: „Maður þarf ekki lengur
að hanga yfír símanum heima ef von
er á feitu djobbi. Friðþjófurinn pípir
og maður sér símanúmerið og ef það
er ekki það rétta slekkur maður
bara á honum og fær sér einn bjór
í viðbót.“ Kannski er Arne kominn
með GSM-síma núna og þó - þá
þarf hann að svara alls konar sím-
tölum sem tefja hann frá lyftingum
dagsins, í stað þess að velja þau
mikilvægu af friðþjófinum. Síðast
hitti ég Arne í Soffíukjallaranum á
Kristjánshöfn, krá sem flestir íslend-
ingar þekkja sem dvalið hafa í Höfn.
Þar var verið að leika nútímadjass
og til að sýna álit sitt á þeirri músík