Morgunblaðið - 03.09.1995, Blaðsíða 22
ATVINNU/RAÐ-
OG SMÁAUGLÝSINGAR
Æskulýðs- og tóm-
stundafulltrúi
Hveragerðisbær óskar eftir að ráða æsku-
lýðs- og tómstundafulltrúa.
Starfið felst í að annast alla starfsemi í fé-
lagsmiðstöð Hveragerðis og vinna að félags-
málastarfi í grunnskólanum og stuðningi við
nemendur.
Æskilegt er að viðkomandi hafi háskóla-
menntun og reynslu af störfum með ungling-
um. í boði er skemmtileg og fjölbreytt starf
við krefjandi verkefni. Viðkomandi þarf að
geta hafið störf eigi síðar en 2. október nk.
I Hveragerði búa um 1.700 manns og í grunn-
skólanum er u.þ.b. 350 börn. Lögð hefur
verið áhersla á að byggja upp fjölbreytt og
gott unglingastarf í Hveragerði.
Náriari upplýsingar veita skrifstofustjóri og
bæjarstjóri í síma 483 4000. Umsóknarfrest-
ur er til 20. september nk.
Bæjarstjórinn í Hveragerði.
Ifl
Leikskólar Reykjavíkurborgar
Óskum að ráða leikskólakennara eða annað
uppeldismenntað starfsfólk í neðangreinda
leikskóla:
Bakkaborg v/Blöndubakka.
Upplýsingar gefur Kristjana Stefánsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 557 1240.
Hlíðaborg v/Eskilhlíð.
Upplýsingar gefur Kristbjörg Lóa Árnadóttir,
leikskólastjóri, í síma 552 0096.
Jöklaborg v/Jöklasel.
Upplýsingar gefur Ingigerður Heiðarsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 557 1099.
Rofaborg v/Skólabæ.
Upplýsingar gefur Þórunn Gyða Björnsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 567 2290.
I starf e.h.:
Arnarborg v/Maríubakka.
Upplýsingar gefur Arna Jónsdóttir, leikskóla-
stjóri, í síma 557 3090.
Jöklaborg v/Jöklasel.
Upplýsingar gefur Ingigerður Heiðarsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 557 1099.
Rofaborg v/Skólabæ.
Upplýsingar gefur Þórunn Gyða Björnsdóttir,
leikskólastjóri, í síma 567 2290.
Matreiðslufólk
Matreiðslufólk vantar á leikskólann:
Drafnarborg v/Drafnarstfg.
Upplýsingar gefur Sigurhanna Sigurjónsdótt-
ir, leikskólastjóri, í síma 552 3727.
Leikskólar Reykjavíkurborgar eru reyklaus-
ir vinnustaðir.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277.
Húsvörður
Seltjarnarnesbær óskar að ráða nú þegar
húsvörð á Eiðistorg, sem er yfirbyggt torg í
miðbæ Seltjarnarness. Starfið felst m.a. í
þrifum, umhirðu gróðurs og daglegu eftirliti
á torginu.
Upplýsingar um starfið eru veittar á Bæjar-
skrifstofu Seltjarnarness í síma 561 2100.
Garðyrkjustjórinn á Seltjarnarnesi.
Dagmæður
Dagvist barna óskar eftir fólki í störf dag-
mæðra nú í haust. Aðallega er um að ræða
eftirtalin hverfi: Vesturbær, Miðbær, Hlíðar
og Laugarneshverfi. Önnur hverfi koma
einnig til greina.
Þeir, sem hafa áhuga á að fá leyfi til dag-
gæslu barna í heimahúsi, vinsamlegast hafi
samband við daggæsluráðgjafa Dagvistar
barna og fái nánari upplýsingar í síma 552
7277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími552-7277.
Umsjónarmaður
orðabanka
íslensk málstöð óskar eftir að ráða mann í
2-3 ár til að hafa umsjón með orðabanka
málstöðvarinnar. Þetta er nýtt starf sem
krefst góðra skipulagshæfileika, frumkvæðis
og hugkvæmni og reynir á samvinnulipurð.
Umsækjendur þurfa að háfa háskólapróf,
helst í íslenskri málfræði.
Umsjónarmanni er m.a. ætlað að gera orða-
söfn málstöðvarinnar aðgengileg á tölvuneti
í samvinnu við tölvunarfræðing, ef svo ber
undir. Hann þarf að eiga samskipti við inn-
lendar orðanefndir og erlendar stofnanir sem
málstöðin hefur samstarf við, skipuleggja
notkunarnámskeið fyrir þýðendur o.fl.
Starfið er launað sem sérfræðingsstarf.
Umsóknir, ásamt rækilegri skýrslu um náms-
feril og störf, þurfa að berast íslenskri mál-
stöð, Aragötu 9, 101 Reykjavík, fyrir
1. október 1995.
Nánari vitneskju veitir forstöðumaður
íslenskrar málstöðvar, sími 552-8530.
<0
M
ÍSLENSK MÁLSTÖÐ
VEÐURSTOFA
ÍSLANDS
Eftirtaldar stöður eru lausar til umsóknar:
Snjóflóðarannsóknir
Staða sérfræðings við snjóflóðarannsóknir.
„Masterpróf“ eða sambærileg menntun í
jarðeðlisfræði, jöklafræði, veðurfræði, eðlis-
fræði, stærðfræði eða skyldum greinum
áskilin. Nauðsynlegt er að umsækjandi hafi
gott vald á rituðu máli.
Umsóknum, ásamt upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, skal skilað til veður-
stofustjóra, sem veitir nánari upplýsingar um
störfin ásamt Trausta Jónssyni og Magnúsi
Má Magnússyni.
Tölvunarfræðingur
Staða tölvunarfræðings í upplýsingatækni-
deild. Nauðsynlegt er að umsækjendur hafi
háskólamenntun á sviði tölvufræða.
Um er að ræða fjölbreytt starf við uppbygg-
ingu venslagagnagrunns, hugbúnaðargerð í
Unix-, PC- og VAX-umhverfi ásamt aðstoð
við daglega umsjón með tölvukerfum
stofnunarinnar.
Umsóknum skal skilað til veðurstofustjóra,
sem veitir nánari upplýsingar um starfið
ásamt Höllu Björgu Baldursdóttur.
Æskilegt er að umsækjandi geti hafið störf
sem fyrst.
Umsóknarfrestur er til og með 14. sept. nk.
Veðurstofa ísiands,
-Bústaðavegi 9, 150 Reykjavík,
sími 560 0600.
Iðntæknistofnun vinnur að tækniþróun og aukinni fram-
leiðni í íslensku atvinnulífi. Á stofnuninni eru stundaðar
hagnýtar rannsóknir, þróun, ráðgjöf, gæðaeftirlit, þjónusta,
fræðsla og stöðlun. Áhersla er lögð á hæft starfsfólk til
að tryggja gæði þeirrar þjónustu sem veitt er.
Vörustjórnun
og framleiðni
Iðntæknistofnun óskar að ráða starfsmann
til að annast verkefni á sviði vörustjórnar
og framleiðni.
Starfsmaðurinn þarf m.a. að geta veitt fyrir-
tækjum aðstoð við vörustjórnun, ráðgjöf um
birgðastjórnun, endurhönnun vinnuferla og
ráðgjöf um upplýsingatækni sem tengist
strikamerkjum og pappírslausum viðskiptum.
Umsækjendur þurfa að hafa lokið prófi í verk-
fræði eða framhaldsnámi í viðskiptafræði þar
sem áhersla hefur verið lögð á vörustjórnun.
Mikilvægt er að starfsmaðurinn geti unnið
sjálfstætt, tekið virkan þátt í starfi verkefnis-
hópa og geta tjáð sig í ræðu og riti. Enn-
fremur þarf hann að geta talað og skrifað á
ensku og Norðurlandamáli. Starfsmaðurinn
þarf að geta hafið störf með skömmum fyrir-
vara. Starfsreynsla er talin æskileg.
Hvatt er til að konur, jafnt og karlar, sæki
um stöðuna.
Umsóknum, með upplýsingum um menntun
og fyrri störf, skal skilað til Karls Friðriksson-
ar, deildarstjóra Nýsköpunar- og framleiðni-
deildar Iðntæknistofnunar, fyrir. 12. septem-
ber næstkomandi. Hann og Óskar B. Hauks-
son veita allar nánari upplýsingar um starfið.
lóntæknistof nun II
IÐNTÆKNISTOFNUN ÍSUNDS
Keldnaholti, 112 Reykjavík
Sími 587 7000