Morgunblaðið - 03.09.1995, Síða 34
34 B SUNNUDAGUR 3. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
h
\
Fá víngerðarhús í Gra-
ves í Bordeaux eru
jafnþekkt, segir Stein-
grímur Sigurgeirs-
son, og eiga sér jafn-
merka sögu og Pape
Clément
CHATEAU Pape Clément
er líklega þekktasta og
víngerðarhús svæðisins
Graves í Bordeaux á eftir Haut-
Brion og La Mission og jafnframt
eitt hið allra besta. Raunar hefur
borgin teygt sig það langt til
suðurs að segja má að vínekrurn-
ar og höllina sé að finna í borg-
inni sjálfri.
Vínekrur Pape Clément eru þær
elstu sem vitað er um í Graves
og var vínviður fyrst gróðursettur
þar árið 1300 sem gjöf til Bertr-
and de Goth, er hann var skipaður
erkibiskup yfir Bordeaux. Sex
árum síðar varð de Goth að páfa
og bar nafnið Clement V. Vínekr-
urnar voru í eigu kirkjunnar allt
fram að frönsku byltingunni og
naut víngerðarhúsið ágætrar virð-
ingar.
Mesta áfall sem Pape Clément
hefur orðið fyrir var öflugt haglél
í júní 1937 sem eyðilagði nær all-
Chateau
Pape Clément
ar vínekrur víngerðarhússins. Þá-
verandi eigandi hafði ekki fjár-
hagslega burði í að endurplanta á
ekrunum og varð að selja þær
aðilum er hugðust nýta þær sem
byggingarland. Ur því varð sem
betur fer ekki því Montagne-fjöl-
skyldan festi kaup á landinu árið
1939 og byijaði smám saman að
byggja upp orðstír Pape Clément
á ný.
Mikil umskipti
Nú nýtur Pape Clément ein-
stakrar virðingar og er það ekki
síst að þakka ötulu starfi Bernard
Pujol sem tók við sem stjórnandi
fyrir áratug og fjárfrekum fjár-
festingum jafnt á ekrunum sem í
víngerðinni og geymslunni. Fram
að þeim tíma voru vínin frá Pape
Clément oft misjöfn að gæðum
og oft ekki nema sæmileg. Frá
árinu 1985 hafa þau hins vegar
verið í stöðugri sókn og sum árin
verið meðal þeirra allra bestu í
Graves.
Ég hef tvívegis
átt þess kost á
þessu ári að koma
við hjá Pape Clé-
ment og bragða á
afurðum hússins.
Sérstaklega minn-
isstæður er ár-
gangurinn 1986,
einstaklega þétt
og samþjappað vín
sem verður spenn-
andi að fylgjast
með í framtíðinni.
Þá ættu allir þeir
sem eiga þess kost
að smakka hvítvín
Pape Clément ekki
að láta það tæki-
færi úr greipum
ganga.
Pape Clément 1991 var fáan-
legt á sérlista ÁTVR fyrir síðustu
jól og þá hefur árgangurinn 1986
verið fáanlegur af frísvæði (4.240
kr.) auk þess sem einnig er til þar
ódýrara vín víngerðarhússins, Les
Cles de Clément V 1992 (1.380
kr.). Töluvert minna vín en sjálft
Pape Clément en þó verulega góð
kaup fyrir þetta verð.
William Pitters
Þetta virðulega víngerðarhús
er nú í umsjón fjölskyldufyrirtæk-
isins William Pitters. Fyrir þremur
áratugum var William Pitters lítið
tveggja starfsmanna portvínssölu-
fyrirtæki en það
hefur svo sannar-
lega blásið út eftir
eigendaskipti árið
1964. í dag er það
áttunda stærsta
áfengisfyrirtæki
Frakklands. .Er
það kannski
þekktast fyrir að
vera fyrirtækið á
bak við Malesan,
mest selda Borde-
aux-vínið í Frakk-
landi.
Malesan er
„vörumerkjavín",
sem framleitt er
úr blöndu af helstu
svæðum Bordeaux
og hið_ ágætasta
sem slíkt. Hefur
mátt sjá það hér á landi á veitinga-
húsum upp á síðkastið.
Morgunblaðið/Steingrímur
Rykið dustað
af Bristol Cream
ÞAÐ þótti sýna mikla
dirfsku þegar breska fyr-
irtækið Harvey’s tók þá
ákvörðun að gjörbreyta
umbúðum vinsælustu vöru
sinnar, sérrísins Bristol
Cream, og reyna að höfða
til nýrra hópa með breytt-
um áherslum. í stað gömlu
flöskunnar var hönnuð
fagurblá og nútímaleg
flaska auk þess sem
bragðið var mildað.
Ástæðan var sú að neysla
á sérríi hafði stöðugt ver-
ið að dragast saman og
höfðu menn ekki síst
áhyggjur af því að yngri
aldurshópar sniðgengu
þennan drykk. Því hefur
verið unnið markvisst að
því að breyta ímynd Bri-
stol Cream um allan heim,
þar á meðal á íslandi.
Gunnar Gylfason hjá
Allied Domecq segir
fyrirtækið nú vinna
markvisst að því á ís-
landi, í samstarfi við veit-
ingastjóra veitingahúsa,
að kynna fólki Bristol
Cream með nýjum áhersl-
um. Undir slagorðinu
„Vertu blátt áfram“ er
Bristol Cream kynnt, borið
fram á klaka með appels-
ínusneið. Er með því verið
að brjóta upp þá hefð að
bera fram sérrí volg í litl-
um staupum. Gunnar segir
þetta samstarf eiga eftir
að halda áfram og verði á
næstunni kynntar fleiri
nýjar Ieiðir til að bjóða
sérrí. „Þetta hefur vakið
mikla ánægju. Sérrí hefur
því miður gleymst á síð-
ustu árum og hefur safnað
ryki á hillum veitingahús-
anna. Það er synd því sérrí
er hagstætt hvað verð
varðar og kostar til dæmis
flaska af Bristol Cream
1.430 krónur út úr búð hér
á Iandi. Við höfum því
reynt að koma því á fram-
færi í auknum mæli, enda
um virkilega góðan drykk
að ræða.“
GAMLI tíminn og
nýja ímyndin.
Gunnar bendir á að for-
drykkir séu yfirleitt mjög
dýrir á veitingahúsum,
kosti jafnvel 700-800 krón-
ur, en aftur á móti kosti
glas af sérríi yfirleitt á
bilinu 180 fyrir einfaldan,
en upp í 350 krónur tvö-
faldan.
Hann segir hina nýju
hönnun flöskunnar ekki
síst eiga mikinn þátt í hin-
um góða árangri og hafi
hún verið vendipunktur
fyrir gengi Bristol Cream
í heiminum. Þetta sé fal-
lega hannaður gripur sem
bijóti upp hina rykföllnu
ímynd.
„Vissulega kemur það
mörgum á óvart í fyrstu
að sjá sérrí borið fram á
klaka en flestum líkar það
hins vegar vel þegar þeir
smakka það enda um ein-
staklega bragðgóðan
drykk að ræða. Við höfum
reynt að stíla herferð okk-
ar inn á aldurshópinn 25
ára og eldri og höfðum
ekki síður til karla og
kvenna. Það hefur loðað
við sérrí að vera konu-
drykkur en sú þarf alls
ekki að vera raunin.
„Það eru til staðar
ákveðnir fordómar gagn-
vart sérríi, sem við erum
að reyna að brjóta niður.
Besta leiðin til þess er að
fá sem flesta til að smakka
þennan drykk og sjá hvort
þeim líkar hann eða ekki,“
segir Gunnar.
„Til að ná þessum mark-
miðum höfum við verið í
samstarfi við nokkra af
helstu veitingastöðum
landsins og þá jafnt staði
sem yngra fólk sækir sem
staði þar sem viðskipta-
hópurinn er blandaður.
Við teljum þetta hafa gefið
góða raun og hefur salan
á Bristol Cream til veit-
ingahúsa tvöfaldast á und-
anförnum mánuðum."
Alþjóðlega séð hefur
markaðsátak Bristol Cre-
am einnig gefið ágæta
raun og heildarsalan auk-
ist nokkuð, ekki síst I frí-
höfnum og á mörkuðum
þar sem markviss kynning
hefur farið fram samhliða
umbúðaskiptunum.
Lífræn vín
LÍFRÆN vín hafa ekki verið algeng
sjón hér á landi til þessa en gestum
veitingastaðarins Á næstu grösum
gefst nú kostur á nokkrum slíkum og
einum lífrænum bjór að auki.
Um er að ræða annars vegar nokkur
lífræn Elsassvín frá litlu fjölskyldufyrir-
tæki, Pierre Frick og hins vegar tvö vín,
annað rautt og hitt hvítt, frá ástralska
framleiðandanum Penfold’s.
Það var í byrjun þessa áratugar að
Penfold’s ákváðu að kanna kosti lífrænn-
ar ræktunar og eyrnamerkti 28 hektara
af vínekrum í Clare Valley í Suður-Ástr-
alíu í því skyni. Fyrsta vínið kom á mark-
aðinn fyrir tveimur
árum og er það
Chardonnay-Sau-
vignong Blanc-
blanda. Skömmu
síðar kom Clare
Valley Organic Red
á markaðinn en það
vín er blanda úr
Cabernet Sauvignon
(68%), Merlot
(16%), Perite Verdot
(12%) og Shiraz
(4%), sem geymt
hefur verið á
frönskum og banda-
rískum eikartunn-
um í ár.
Bæði þessi vín
eru fáanleg á Á
næstu grösum og
koma skemmtilega
á óvart. Eikin er hófstilltari en maður á
að venjast frá Penfold’s og meiri áhersla
á ávöxtinn og ferskleika. Hvítvínið ein-
kennist af hnetum og melónum og var
valið besta lífræna vín keppninnar Wine
Challenge í fyrra. Rauðvínið ætti að
hafa gott af nokkurra ára geymslu en
má þó vel neyta þess nú þegar.
Frönsku vínin eru hins vegar einnar
þrúgu vín líkt og öll Elsass-vín og eru
m.a. fáanleg Gewurztraminer, Pinot
Blanc og Muscat. Þau eru skilgreind á
lífrænum kvarða sem „demeter" sem
mér skilst að þýði að jarðvegurinn sé
einstaklega hreinn og ómengaður og
uppfylli ströngustu skilyrði. Ég hef ein-
ungis reynslu af Gewurztraminer-víninu,
sem er milt og þægilegt. Ekki eins um-
fangsmikið og ágengt og Gewurztramin-
er frá Elsass vill oft verða en það sem
vínið skortir í krafti bætir það upp með
fíngerðum bragðtónum.
Þessi vín eru auðvitað öll valin á þeirri
forsendu að þau séu „lífræn“, sem er
auðvitað aldrei ókostur. Burtséð frá því
eru þetta hins vegar einnig allt ágætis
vín sem standast fyllilega samanburð við
ólífræna frændur sína.
Lífræni bjórinn er ekki síður athyglis-
verður. Hann er belgískur og yfirgeijað-
ur. Fremur bragðmikill drykkur sem
minnir um margt á þýskan „weissbier“.
Ég held að ég' hafi enn ekki rekist á
neinn stað á landinu þar sem álagningu
á vín er jafnstillt í hóf og Á næstu grös-
um. Gunnhildur Emilsdóttir, sem rekur
staðinn, segist hafa það fyrir reglu að
leggja 30% á vínflöskuna og megi nefna
sem dæmi að Pierre Frick Pinot Bianc,
sem kosti 1.300 frá ÁTVR, kostar 1.500
út frá staðnum. „Ég er eiginlega talin
vera skrýtin út af þessu,“ segir hún um
verðlagningarstefnu sína, sem raunar
nær einnig til matarins. Hún segist hafa
leitað um nokkurt skeið að lífrænum vín-
um erlendis en nokkuð illa gengið að fá
framleiðendur til að vilja selja einungis
einum litlum veitingastað hvað þá þegar
þeir heyrðu hið enska heiti hans: One
Woman Restaurant. „Ég vil frekar leggja
á mig meiri vinnu en að hækka verðið.
Fóik fær enga súperþjónustu hér og verð-
ur að njóta af því sem það fær - eða
borða annars staðar. Þeir sem kunna að
meta það kunna líka að meta það.“
-