Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 3 inn af rekstri fyrirtækisins. Síðla árs 1989 var ég á krossgöt- um og varð að velja á milli þess hvort ég vildi starfa frekar að tölvu- grafík eða að tónlist. Upphaflega ákvað ég að þá að skoða tölvutón- listarvinnu betur, rak þá hljóðver með vinum mínum á Óðinsgötu og við bjuggum til mikið af útvarps- auglýsingum. Eftir að hafa staðið í því um tíma tók ég svo þá ákvörð- un að fara frekar út í tölvugrafík- ina, seldi allt sem ég átti af hljóm- borðum og upptökutækjum og keypti tölvur. 1990 var OZ sf. svo formlega stofnað, þó ég hafi í raun verið búinn að stofna það óformlega 1989. Þeir Einar Snorri og Eiður Snorri- stofnuðu OZ sf. með mér, við keyptum tölvu og þrívíddarforrit, en þeir fóru mest að fást við ljós- myndir. Síðan kom Aron Hjartarson til sögunnar og 1991 breyttum við Arön fyrirtækinu í OZ hf. og Skúli Mogensen slóst í hópinn. Þá tókum við stórt skref í fjárfestingu og tók- um meðal annars að okkur grafík- ina fyrir Ríkissjónvarpið, upphafs- stef fréttanna, kúluna sem springur í lokin og fleira." Tugmilljóna fjárfesting „1991, þegar ég var átján ára, töluðum við menn hjá IBM til, þeir ákváðu að taka þátt í draumsýnum okkar og við náðum að fjárfesta í stórum vinnustöðvum og öflugum forritum. Heildarfjárfestingin nam um 22 milljónum króna fyrir utan ýmislegt annað eins og aðstöðu og fleira. Við stofnuðum því OZ hf. með töluvert fjármagn á bak við okkur. Þetta fór í gegnum IBM í Danmörku, en hjá fyrirtækinu á íslandi voru líka frábærir menn sem studdu okkur vel. Þetta var eigin- lega fáránlegur samningur, það voru engin veð, bara nöfn okkar, sem vorum átján ára. Þegar þeir tóku loks ákvörðum um að vinna með okkur hafði legið hingað straumur manna á okkar vegum, frá Englandi, Svíþjóð, Belg- íu, Danmörku og ítalíu, til að hitta okkur. Við höfðum eingöngu verið í sambandi við þá í símbréfi og fyrir- tækið leit afskaplega vel út á papp- írnum, hausinn á símbréfunum var mjög glæsilegur og ýmist voru þeir að tala við yfirmann grafíksviðs, eða yfirmann tölvudeildar, en við vorum bara tveir. Þegar þeir svo komu hingað héldu þeir alltaf fyrst að við værum bílstjórar sendir suð- ur á völl að sækja þá og voru mjög spenntir að hitta toppana. Þeim brá því yfirleitt töluvert þegar þeir átt- uðu sig á því á leiðinni til Reykjavík- ur að við værum topparnir. Þetta endaði með því að við keyptu hugbúnað frá kanadísku fyrirtæki sem var með sænskan umboðsmann og IBM sá um að fjár- magna kaupin. Þetta var árið 1990 og þá voru ekki til nein fyrirtæki á þessu sviði á Norðurlöndum og örfá í Evrópu. Við vorum því eitt af fáum fyrirtækjum í heiminum sem voru að byrja að nota stórar IBM-tölvur á J)essu sviði og því á réttum tíma. I dag notum við ekki lengur IBM vinnustöðvar, heldur öflugar UNIX vinnustöðvar frá Silicon Graphics. Slíkar tölvur hafa meðal annars verið notaðar til að vinna brellur í bíómyndir eins og Júragarðinn, Terminator II og Grímuna. Fyrstu mánuðina hönnuðum við auglýsingar en sáum svo að það var ekki eitthvað sem við myndum nenna að standa í, samkeppnin er mjög hörð og undirboðin hrikaleg og svo er það ekki mjög spennandi markaður. Við hófum því að kynna okkur sem óháðan þjónustuaðila fyrir auglýsingastofur, vorum kannski að vinna fyrir þrjár eða fjórar stofur samtímis og gættum þess að vera ekki að búa til of mik- ið af auglýsingum á meðan." Þáttasjul í rekstrinum „Fyrir nokkrum mánuðum greindi okkur félagana á hvaða leið- ir ætti að fara, hvort við ættum að snúa okkur meira að þjónustu eða fara frekar út í þróunarvinnu, sem ég vildi. Á endanum varð það að samkomulagi að ég myndi leysa til mín þeirra hlut og ráða ferðinni einn." Vélbúnaður og húsnæði kostar sitt, en margir gleyma að- alatriðinur þjálf un fólksins. í grafíkvinnslu, sérstaklega í þrívíddar- grafík, tekur að minnsta kosti sex mánuði að þjálfa fólk. Guðjón segir að meðal annars hafi menn greint á um hvort halda ætti áfram uppbyggingu í húsnæði fyrirtækisins við Snorrabraut, í gömlu Osta- og smjörsölunni og auka mannafla. „Vélbúnaður og húsnæði kostar sitt, en margir gleyma aðalatriðinu, þjálfun fólksins. í grafíkvinnslu, sérstaklega í þrívíddargrafík, tekur að minnsta kosti sex mánuði að þjálfa fólk. Við höfum náð að byggja fyrirtækið upp með áhuga- sömu fóíki, fólki sem hefur verið tilbúið til að fórna einhverju til að geta náð sem bestum tökum á tölv- unum. Við höfum líka verið heppn- ir með fólk, fundið ungt fólk sem hefur verið fljótt að læra, og við erum með einstakan hóp af fólki. Fyrirtækið hefur verið í gangi í fimm ár og í grunnhópnum hafa menn unnið dag og nótt þannig að það má líkja þessu við tíu ára þjálf- un. Menn hafa sérhæft sig á mörg- um sviðum og þannig höfum við náð að byggja upp gríðarlega öfluga forritunardeild, grafíkdeildin okkar er líka mjög öflug og við erum ein- mitt að bæta við okkur listafólki, fólki sem hefur ekki komið nálægt tölvum áður, svo er hljóðdeildin í fremstu röð og ekki má gleyma myndverinu. Hver deild er búin að sanna sig innan fyrirtækisins og til að ná árangri í margmiðlun þurfum við á öllum þessum sviðum að halda, þar sameinast allur þessi fjölbreytti hópur." Sjálfur segist Guðjón vera að mestu hættur að forrita sjálfur. Ég get það vitanlega enn, en það er ekki mín sterkasta hlið. í dag er þetta ekki spurning um að kunna að forrita; á okkar sviði, í grafík- inni, er þetta frekar spurning um að vera góður í eðlisfræði. Ef þú ert góður stærð- og eðlisfræðingur, lærir þú að forrita á nokkrum dög- um eða vikum." Samhentur og samstilltur hópur Þegar stafsfólk OZ ber á góma fer ekki á milli mála að Guðjón er stoltur af sínu fólki, enda segir hann mat sitt að hópurinn sé einkar samhentur og samstilltur. „Þessi hópur starfsmanna er án efa á heimsmælikvarða og við höfum fengið það staðfest hjá mörgum erlendum aðilum að við erum með- heimsklassafólk hjá okkur." Tryggðu þér glæsileg ferðatilboð Heimsferða til London í vetur og. njóttu þess að dveljast í heimsborginni sem býður þér allt það besta í mat, drykk, tónlist, listum, íþróttum, næturlífi, menningu og skemmtun umfram aðrar borgir Evrópu. Við erum stolt af að hafa stórlækkað verðið til London og þú getur valið um glæsilega gististaði. -- : - ^enskir fararstjórar Heimsferðakvnna Þ^borginaánýjan "att i spennandi kynnisferðum Glæsilea hótel Gististaðir Heimsferða eru sérvaldir Veldu menninguna í vetur Spennandi valkostir í heimsborginni ¦ Figaro— Mozart 3--18. okt. ¦ Fabergé listmunirnir okt.—nóv. ¦ Tosca — Puccini 5.—20. okt. ¦ Everly Brothers 17.—18. okt. ¦ Svanavatnið — ballet 21.—26. okt. ¦ Alison Moyet 24. okt. ¦ London bílasýningin 19.—29- okt< ¦ Celine Dion 1. nóv. ¦ Svanavatnið — ballet 3.—17. nóv. ¦ Borgarstjórakrýningin 11. nóv. I Messías - Handel 17. nóv. H Breska listasýningin des. Verðkr. 18«930 Flugsæti til London með sköttum. m.v. 9., 16., 23. og 30. okt. Verðkr. 2 3 •930 Flug, gisting og skattar, m.v. 2 í herbergi með morgunmat á Ambassadors. M.v. 9., 16., 23. og 30. okt. V&» doí^ 3 o#tu£ 7 V0*** Pónt u*n miða! Pöntumfyrirhm Við miðaíleikhúS)á rónleika, fótbolta eða t operuna. HEIMSFERÐIR Austurstræti hæð. Sími 562 4600.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.