Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 5' MANNLÍFSSTRAUMAR MATARLISTÆ////// viðgegnsósa? Einfaldleild ogferskleiki (della cucina Italiana) FJARLÆGÐIN gerir fjöllin svo sannarlega blá og jafnvel rönd- ótt. Ef maður þekkir þau ekki fyrir getur verið erfitt að ímynda sér hvernig þau líta út í návígi. Ýmsar ranghugmyndir og afbakanir geta sprottið upp eins og gorkúlur þegar menn fara að geta sér til um það sem þeir ekki þekkja af eigin raun eða sam- kvæmt áreiðanleg- um heimildum. Eg eftir Álfheiði Hönnu heyrði meira að Friðrjksdóttur segja af konu í Danmörku ekki alls fyrir löngu sem var hissa á því að vinkona hennar ætlaði með bíl til íslands, því eftir því sem hún komst næst þá væri aðalfararskjóti lands- manna hreindýrasleðinn. Eins hef ég heyrt ansi skondnar ágiskanir um hver sé þjóðarréttur okkar íslend- inga. Ein er sú að við gröfum niður í okkar sendnu strendur heilan þorsk og látum hann dúsa þar í um þijá mánuði, eða uns fiskkjötið, beinin og innyflin eru runnin saman í eins konar seigfijótandi eðju. Síðan skoli menn þessu góðgæti niður með eld- vatni (flestir drekka nú umfram þol- magn sitt af því). Eftirréttaseðillinn er heldur óljós en líklegast eitthvað sem hreinsar gómana, t.a.m. einhver skóf og jökulmolar. Hér púslast sam- an annars vegar óljós smjörþefur af grafna laxinum, brennivíninu og há- karlinum og hins vegar vitneskjan um nálægð jökla og náins sambands íbúanna við óspillta náttúru. Okkur klígjar vitanlega við þessum mat- seðli, og þó svo að hann sé fulllangt frá þjóðarréttinum og alls ekkert í líkingu við þessa matreiðslu þorsks sé á boðstólum hérlendis þá klígjar t.d. ítali við mörgum þeim réttum sem eru á boðstólum í öðrum löndum undir ítölskum formerkjum. Þrátt fyrir útbreiðslu og vinsældir ítalskrar matseldar virðist sem henni fylgi jafnútbreiddur misskilningur varð- andi matreiðslu og hráefnasamsetn- ingu. Bolognasósan sem allir dýrka og dá og finnst ásamt pizzunni og past- anu vera það ítalskasta sem fyrir- finnst fyrir utan óperutónlist kannski, er lítið snædd á Ítalíu. í Bologna, sem oft er nefnd mat- reiðsluhöfuðborg Ítalíu og af hverri sósan dregur nafn sitt hugsa menn sig jafnvel tvisvar um áður en þeir blanda kjöti saman við pasta. Annar útbreiddur misskilningur er öll sósu- mergðin sem við höldum að sé af ítölsku bergi brotin. ítalirnir eiga jú sína Besciamellasósu (sem notuð er t.d. í lasagna). Síðan nota þeir ótelj- andi sughi út á pastað sitt. En sam- kvæirit okkar fransk-íslensku sósu- skilgreiningu eru ítalir pass. Þeir telja fæðuna sjálfa vera grunn máltíðarinnar. Hver fæðutegund hef- ur sinn verðleika og það er hlutverk kokksins að lokka á sem einfaldastan og geðfelldastan hátt fram þessa verðleika. Itölsk eldamennska er þ.a.l. yfirleitt mjög einföld og aðalat- riðið er að velja saman hráefni í hæfilegu magni og allt skal vera eins ferskt og mögulégt er. Það þarf ekki að þýða meiri kostnað, vitið til. Pa- stað er e.t.v. það flóknasta við ít- alska eldhúsið og þó er það nú ekki flókið í matreiðslu. Hjá mörgum þjóð- um er sú tilhneiging að bera fram einhvern kolvetnisgjafa með aðal- réttinum, sem á þá að þjóna hlut- verki grófmetis til_ þess að koma þörmunum af stað. ítalirnir hafa hins vegar aðgreint kolvetnið og búið til úr því sérstakan rétt sem þeir snæða á undan aðalréttinum. Pasta, risotto og polenta skipa kolvetnisforrétta- flokkinn hjá þeim og eru skammtarn- ir yfirleitt um 100 g á mann svona rétt til að ýta nett við meltingunni og undirbúa hana fyrir aðalréttinn. Kartöflurnar borða þeir einnig ætíð sér á báti, oft í formi gnocchi, annað- hvort au naturel eða með gorgonzola eða spínatbragði. Þær eru einnig snæddar á undan aðalrétti. Núðlurn- ar eru bornar fram á ýmsa vegu t.d. með fersku basil og furuhnetum (Pestosósu) eða hallsveppum, en spaghettíið t.d. með skelfisk eða hvít- lauk og chillipipar, eða tómötum og oregano. ítalir leitast semsagt alltaf við að aðgreina sem mest fæðuna og láta hvert hráefni fyrir sig njóta sín til fullnustu hyort sem er á diski, munni eða í maga. Skammtarnir eru í minni kantinum og engu er ofaukið né misboðið. Hér ræður hinn góði smekkur og eins eru ítalir mjög rík- ir af góðu og íjölbreyttu hráefni. Það er samt ekkert því til fyrirstöðu að við tileinkum okkur þeirra matar- gerð. Við þurfum bara að vanda okkur þegar við verslum, kaupa ferskasta hráefnið sem völ er á hveiju sinni og fara blíðlegum hönd- um um það þegar heim er komið. Látum hinn góða smekk og einfald- leikann vera í fyrirrúmi og höfum hemil á ijómasósunum. Hér kemur ein góð uppskrift til að ýta ykkur úr vör á vit guðdómlegra bragðlaukaævintýra. Góða ferð! Reiðar núðlur (uppskrift fyrir 4-6) 450 g fusillinúðlur salt 2 msk. ólífuolía 2 hvítlauksrif 1 meðalstór laukur 1 kíló ferskir eða niðursoðnir tómatar 1 msk. sykur 2 msk. fínsaxað fersk basilikum (1 msk. ef notað er þurrkað) 2 ferskir chillipiparstilkar 1. Sjóðið pastað í nægilegu létt- söltuðu vatni. Setjið pastað í vatnið um leið og suðan kemur upp og skvettið smá ólífuolíolíu út í til þess að pastað festist ekki saman. Setjið lok á pottinn, þannig síður pastað fyrr, passið samt að ekki flæði upp úr pottinum. Sjóðið pastað al dente (takið eina pastareim og hendið í vegg eða á ísskápshurð ef hún fest- ist þar er pastað al dente). Um leið og það er soðið, sigtið þá vatnið frá, bætið sósunni út á og berið fram. 2. Á meðan á suðu stendur útbúið þá sósuna. Meijið hvítlauksgeirana og skerið laukinn fínt niður og mýk- ið á pönnu með ólífuolíu. Grófskerið tómatana og bætið þeim því næst út á pönnuna. Bætið sykrinum út í og látið malla á vægum hita. Basil fer að siðustu út í blönduna. Á með- an sósan er að malla fínsaxið þá chillipiparinn og takið fræin úr hon- um. Bætið honum út í sósuna 5 mín- útum áður en hún er borin fram. Chillípiparinn skilur þó nokkurn safa eftir á fíngrunum sem saxa hann, gætið þess því að bera ekki fingur t.d. við augu eða nef strax að loknum skurði því það getur valdið allnokkr- um sviða og óþægindum. Setjið pastað í þartilgert sigti og þerrið allt vatn af því, setjið í skál, blandið sósunni vel saman við og berið fram. Buon appetito! ÁN ÞRÖSKULDA///m) eruferlimálf Aðgengi húsa Á NÆSTUNNI mun ég annan hvern sunnudag vera með pistla hér í blað- inu um fötlunarmál. Sérstök áhersla verður lögð á ferlimál því ferlimál eru og munu verða helsta baráttu- mál okkar sem ekki höfum full- komna hreyfigetu. Það eru ekki aðeins fatlaðir sem njóta góðs af góðu og greiðu aðgengi. Lang flestir „sér-hópar“ njóta þess ekki síður, eins og aldrað- ir, hjólreiðamenn og ungabörn (eng- ir þröskuldar, tekið úr gangstéttum fyrir kerrur og ■ barnavagna o.s.frv.) Hvað er þá átt við með ferlimál- um? Þegar ég tala um feriimál á ég við allt aðgengi, innan hús^ sem utan. Hvernig get ég flutt mig frá einum stað til ann- ars, með eigin afli, eða hvaða hjálpartæki þarf ég til að færa mig þangað sem ég vil fara, stafi, hækj- ur, hjólastól eða eitthvert annað far- artæki? Get ég komið í heimsókn til þín? Gæti ég stundað nám í þínum skóla eða unnið á þínum vinnustað? í þessum pistli ætla ég aðeins að ræða aðgengi húsa innan dyra, mjög svo almennt, en seinna munu pistl- arnir fjalla um þrengri efni og þá með dæmum um vel eða illa leyst aðgengi. Öllum opið Með lögum frá árinu 1978 hefur verið stefnt að því að gera opinberar byggingar aðgengilegar öllum. Þrátt fyrir góðan vilja og ítrekuð loforð ráðamanna er enn töluvert í land og eiga margar stofnanir enn eftir að gera húsnæði sitt aðgengilegt. Nú má enginn skija orð mín svo að ég sjái ekki að margt og mikið hefur verið gert í þessum málum, en betur má ef duga skal. Það er greinilegt að ekki nægir að teikna falleg hús eftir öllum viður- kenndum stöðlum, því útfærslan verður einnig að vera rétt samkvæmt lögum og reglugerðum. Því miður er ég smeykur um að ekki hafi allt- af verði farið eftir þessu til hins ýtrasta og því má benda á hús, byggð á síðustu árum sem vart eru fær öðrum en fuglinum fljúandi, eins og segir í ævintýrunum. Vegna mishæðar í landslagi eru hafðar ein til tvær tröppur upp að dyrum og síðan hár þröskuldur, jafn vel á annan tug sentimetra! Hvers vegna? Getur það verið að þeir sem fram- kvæma eigi verkin segi: „Eg hef alltaf gert þetta á þennan hátt og fer ekki að breyta því nú, vegna einhverra sem aldrei koma í húsið!“ Eða „Á að byggja hús fyrir fjöldann eða handa einhveijum minnihluta- hópi, sem ekki nýtir húsin nema í undantekningartilfellum?" Við hveija er að sakast? Arki- tekta, verkfræðinga, iðnaðarmenn eða jafnvel byggingarfulltrúa sveit- arfélaganna? Hér eiga allir einhverja sök og bara spurning hvort menn eru til- búnir að taka sig saman í andlitinu og gera betur í framtíðinni. Vera slíkir fagmenn að láta ekki rétt- mæta gagnrýni fara í taugarnar á sér, heldur taka hana til greina í reynd, líta í eigin barm og gera betur næst. Hvaða húsnæði? Allir þurfa þak yfir höfuðið segj- um við, en heimili okkar þarf að vera aðgengilegt svo við komumst milli herbergja og getum gert það sem þarf að gera á hveiju heimili. Flestar íbúðir sem byggðar eru í dag eru allsæmilega greiðfærar innan- dyra, þó á þriðju hæð í húsi án lyftu. Gildandi byggingarreglugerð seg- ir að: „í fjölbýlishúsum með 6 íbúð- um eða fleiri skal a.m.k. ein íbúð á jarðhæð hönnuð þannig að hún henti þörfum hreyfihamlaðra." (gr. 6.1.1.) „...í fjölbýlishúsum sem eru 5 hæðir eða meira skal vera lyfta sem sé a.m.k. 1,10x2,10 m, burðargeta 1.000 kg og breidd dyra 0,8 m.“ (gr. 8.2.2.1.) Ég bið lesandann að gæta að í hans nánasta umhverfi hvort svo sé. Svo hreyfihamlaðir geti notið skólagöngu verða skólarnir að vera aðgengilegir. Flestir ef ekki allir grunnskólar sem byggðir hafa verið á síðustu árum eru vel aðgengilegir. Þó enn megi finna skóla sem ekki eru jafn vel aðgengilegir og við vild- um. Þar sem eitthvað hefur gleymst eða hreinlega verið rangt hannað, s.s. of brattar skábrautir o.þ.l. Fáum er menntun jafn mikilvæg og fötluðum, sem ekki geta unnið hvaða vinnu sem er. Því er það hreint ótrúlegt hve margir nýir framhalds- skólar eru illa í stakk búnir að taka við hreyfihömluðum nemendum. Þrátt fyrir að Menntaskólinn við Hamrahlíð hafi verið stagbættur er hann ekki hannaður með þarfir allra í huga í upphafi og það er mjög óréttlátt að ætlast til að allir sem einhveija fötlun hafa fari þangað en fylgi ekki sínum félögum í „hverf- is- eða svæðisskólann"! Við teljum það mannréttindi að hafa vinnu, en vinnustaðurinn verður þá að vera aðgengilegur. Það er enn langt í land að allir vinnustaðir séu aðgengilegir öllum, þrátt fyrir að störfin sem þar eru framin séu jafn vel mjög vel hentug hreyfihömluðum. Allir eiga rétt á tómstundum, að geta tekið þátt í íþróttum á eigin forsendum eða hvers konar öðru tóm- stundastarfi sem hugurinn girnist, en allt byggist á aðgengi, með eða án hjálpartækja. Því er það svo mikil- vægt að við tökum höndum saman og vinnum að því að gera landið okkar aðgengilegt allri þjóðinni. Veistu að maður í hjólastól kemst hvergi á salerni í þjóðgarðinum á ÞINGVÖLLUM!? Byrjum heima Byijum heima hjá okkur og at- hugum hvort allt sé eins og það á að vera. Get ég komið í heimsókn til þín? Hvað, ef þú fótbrotnar eða snýrð þig á ökkla og verður að vera í hjólastól nokkra daga? Kemstu á klóið? Geturðu unnið í eldhúsinu eða jafn vel komist inn og út úr íbúðinni? Svo þú getir sjálfur gengið úr skugga um þetta ætla ég að gefa þér nokkur mikilvæg mál: Dyrabreidd þarf að vera í það minnsta 80 cm. Salernishurð ætti að opnast út svo hurðin taki ekki dýrmætt rými fyrir innan. Borðstofuborð, skrifborð eða önn- ur þau borð sem þarf að sitja við ættu að hafa fijálst rými fyrir fæt- ur, þ.e.a.s. minnst 67 cm frá gólfi undir borð. Mikilvægt er að gott rými sé í eld- húsi, helst svo að hægt sé að snúa hjólastól, ca 120 cm. Háir þröskuldar sjást núorðið vart nema í gömlum húsum, sem betur fer. Lokaorð Munum að við þurfum öll að kom- ast leiðar okkar, því ef við getum það er meiri möguleiki fyrir okkur að vera sjálfum okkur ráðandi og það viljum við öll, ekki satt? Sjálfsbjörg, landssamband fatl- aðra, mun árlega veita viðurkenn- ingu fyrir gott aðgengi. Fyrirtæki og þjónustustofnanir geta óskað eftir úttekt hjá félaginu. Viðurkenn- ingarnar verða veittar 3. des. á al- þjóðadegi fatlaðra og verður að óska eftir úttekt fyrir 15. okt. ef á að komast að í ár. I næsta pistli ætla ég að fjalla um farartæki, einkabíla, almenn- ingsvagna og flugvélar. • GUÐMUNDUR Magnússon leikari er nýr dálkahöfundur á Morgunblaðinu. Hann er fædd- ur í Reykjavík 1947, lauk prófi frá Leiklistarskóla Leikfélags Reykjavikur 1968 og starfaði sem leikari hjá LR og Þjóðleik- húsinu á árunum 1968 til 1975. Hann dvaldi eitt ár í Frakk- landi, en varð fyrir slysi þar í nóvember 1976 og hefur verið lamaður síðan. Guðmundur hefur tekið virkan þátt í starfi Sjálfsbjargar og er nú formað- ur starfsnefndar Sjálfsbjargar, Landsambands fatlaðra, um ferlimál. eftír Guómund Magnússon

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.