Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 30
30 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Ferð í töfraheim HÉR mátti engn muna að illa færi. jöklanna heillaði mig, skrifar Fríða Ásbjömsdóttir, sem hér segir frá sleðaferð yfír Vatnajökul. Ferð sem ekki gleymist NESTISHLÉ í rólegheitum, til að þétta hópinn. EG VAR í þann mund að ljúka krefjandi verkefni sem staðið hafði yfir dag hvern í mánað- artíma og aðeins vika í að aðalstarf mitt sem grunnskólakenn- ari hæfíst. Þarfnaðist hlés milli þátta, stundar milli stríða. Þráði að komast út úr margmenninu og veraldarþras- inu. Fá að anda fijáls um stund. Það var þá sem ég las frétt í Morgunblað- inu um að Samvinnuferði -Landsýn byðu upp á vélsleðaferð yfír Vatna- jökul gegn vægu verði. Sleðaferð yfir nær þveran Vatnajökul, um 95 km, hlyti að vera einstök upplifuii. Jöklaferðir í samvinnu við Samvinnu- ferðir Landsýn hafa skipulagt all- margar ferðir, víxlferðir, á vélsleðum yfir Vatnajökui. Tveir hópar eru þá í gangi. Annar hópurinn fer frá skála Jöklaferða, „Jöklaseli" norður yfir Jökul svo langt sem hægt er að komast á vél- sleðum en hinn hópurinn, skiptihóp- urinn, kemur gangandi frá Sigurðar- skála upp á jökulbunguna, tekur sleðana til baka og heldur suður af jöklinum og lýkur ferðinni í Jöklas- eli. Á leið yfir Jökul átti að vera fylgdarmaður en að öðru leyti áttu menn að vera á eigin vegum. Göngu- ferðin upp á Jökul er áætluð um fjög- urra stunda gangur og auðvitað á brattann að sækja, þar sem ekki er hægt að koma þar við vélsleðum né öðrum farartækjum á landi. Ferð í töfraheim jöklanna heillaði mig. Hún átti einungis að taka tvo daga. Fyrri dagurinn yrði þá eins konar hvíldardagur en sá síðari, sunnudagurinn, 20. ágúst, yrði not- aður til göngu upp á Jökul, sleða- ferða og heimfarar með flugi frá Höfn þá um kvöldið. Ég hef gengið á nokkra jökla á Islandi og þar á meðal reynt við Hvannadalshnjúk á Vatnajökli en þá var gengið úr þoku og sudda upp í heiðríkju, þegar hátt var komið á Jökulinn. Þaðan leit ég landið hvíta og kalda, sem í sam- spili ljóss og skugga var í senn tign- arlegt og hrikalegt. En yfir alla list- ina hvelfdist heiðskír himinninn, blár eins og eilífðin eða dauðinn. Ferðin hófst með flugi frá Reykja- vík til Húsavíkur. Aldrei hef ég stig- ið fæti mínum upp í jafn litla flugvél og þessa. Ferðafélagar mínir töluðu - um hana sem „Rörið“ í gamansömum tón sín á milli. Við flugum úr votviðri Reykjavík- ur inn í sól og yl Norðurlandsins. Á Húsavík var um 15 stiga hiti. Á flug- vellinum beið okkar fjögurra drifa fjallabíii með lokaða aftaníkerru fyr- ir farangurinn Haldið var þegar af stað sem leið lá til Kverkfjalla, um átta klukku- stunda akstur yfir miðhálendið með viðkomu í Reynihlíð og á Grímsstöð- um á Fjöllum. í hópnum okkar voru þrettán manns. Aldursbil þátttak- enda var sennilega frá sautján árum til sjötugs. Allir þátttakendurnir voru í góðum gönguskóm, hálfstífum, nema ég sem var í reglulegum jöklas- kóm, fullstífum, úr vatnsheldu efni og í áberandi lit. Stærð bakpoka samferðamanna minna bar vott um að nóg væri af vistum með í ferð- inni. Minn bakpoki var þó einna minnstur, enda úthpgsað af minni hálfu að bera sem minnst upp Jökul- inn. Aðeins þrír álpakkar með brauð- mat og lagaður matur í tveim öskj- um. Fáeinar jólakökusneiðar og þurrkaðir ávextir með appelsínubát- um í sinnhvorri öskjunni. Þetta átti ÍSHELLA í Kverkfjöllum. að duga í hálfan annan sólarhring. Viljandi sleppti ég myndavélinni og reyndar líka kaffibrúsanum sem ég var þó mjög tvístígandi yfir. íþrótta- drykkur í plastbrúsa, ávaxtasafi og kakódrykkur voru Iíka með í fartesk- inu. Ungur maður, únglingslegur, frá Jöklaferðum bættist í hópinn á leið- inni. Hann hét Þór og honum var ætlað að vera fylgdarmaður okkar upp á Jökul. Þór leyndi á sér. Hann var ekki hár vexti, en vöðvastæltur vel og það geislaði af honum lífs- orka. „Eg er nú hér bara af tilviljun. Varð að fylgja síðasta sleðahóp nið- ur, því það vantaði hóp á móti. Ann- ars vinn ég bara uppi á Jökli. Ég er ekki brekkumaður," sagði Þór í við- ræðum við mig. „Bara toppmaður," sagði ég og brosti. Ferðin gekk greiðlega yfir Odáða- hraun. í fjarska birtust Kverkfjöll, fjallabálkur í norðuijaðri Vatnajök- uls. Þau voru í senn tignarleg og ógnvekjandi. Fjalllendi Kverkfjalla nær langt inn undir Vatnajökul og skartar 1920 og 1860 metra háum tindum, sem eru með þeim hæstu á íslandi. Þeir rísa sitt hvorum megin Kverkfjalla en í hviift á milli þeirra skríður Kverkjökull fram til norðurs. Þegar nær dró gapti klofi Kverkjök- uls við augum og hveragufan Iiðaðist til himins, að því er virtist beint upp úr Jöklinum. Sigurðarskáli kúrir þarna við rætur Vatnajökuls. Sigurðarskáli Það var nóg pláss í skálanum. Gátum sofið á einni eða tveim dýnum að vild. Brátt var sest að snæðingi. Pólskt grænmetissalat með góðu brauði og nektarínu í lokin var minn kostur. Fríska og te til drykkjar. ís- léndingur borðaði með mér. í hans skrínukosti var kjöt og kartöflur ásamt harðfiski og smjöri. Síðar kom í ljós að þessi maður var með besta útbúnaðinn af okkur enda vanur ferðamaður. Hann virtist traustur og hógvær. Við áttum oft leið saman í þessari ferð. Á meðan á máltíðinni stóð varð mér litið út um gluggann. Úfinn og skítugur skriðjökullinn Dyngjujökull, var óhuggulega nálægt. „Ef þú ferð ekki að öllu með gát, þá get ég tek- ið þig,“ fannst mér vera skilaboð hans til mín. Hafi Grýla nokkru sinni verið til, þá býst ég við að hún hafi átt heima á einhveijum svona stað. Maður fínnur mikið til smæðar sinnar í námunda við svona sterk náttúru- öfl. Ég hætti að horfa á jökulinn og tók að virða fyrir mér vistleg húsa- kynnin úr tré. Við borðið okkar sátu tveir Frakk- ar. Þeir höfðu hitað sér grænmetis- pakkamat, þykkt jukk í potti. Annar Frakkinn notaði lokið af pottinum fyrir matardisk en hinn borðaði bara beint upp úr pottinum með skeið. Með réttinum sneiddu Frakkarnir flísar af piparosti og settu út í og borðuðu . . Frumleg og holl máltíð að mínu mati. Ferðí v íshellaria Eftir kvöldmat var ákveðið að taka smágönguæfingu fyrir næsta dag og skoða íshellana í Kverkfjöllum. Á meðan ég beið eftir að allir væru tilbúnir fór ég í kynnisferð um „pláss- ið“, kringum Sigurðarskála. Fyrst hitti ég fimm unglings- stráka, sem voru að grilla sér pylsur í kvöldmatinn. Þeir höfðu þegar ver- ið á fjöllum í þijá daga. Höfðu með sér skíði, snjóbretti og fleira. „Þú ert í æðislegum skóm,“ sagði einn þeirra við mig. „Þetta eru jöklaskór", sagði ég til útskýringar. „Botnstykkið verður að vera í lagi, ef maður ætlar á jökul á mínum aldri. Sé toppstykk- ið (hér er átt við höfuðið) líka í sæmi- legu ástandi, þá fylgir hinn parturinn með langleiðina, haldið þið það ekki,“ sagði ég. Strákunum fannst þetta fyndið. Það var gaman að spjalla við þessa hressu flallastráka. Ég hélt ferð minni áfram framhjá tjöldum mótorhjólamanna, riddurum veg- anna eða kannski má segja víkingum nútímans. Þeir virtust þreyttir og sumir voru í óða önn að dytta að farartækjum sínum. Stór rúta, full af farþegum, ók í hlað. Þarna voru Frakkar á ferð með íslenskum fararstjórum. Fyrr én varði var fólk upptekið við að slá upp töldum. Heil þyrping af rauðum tjöld- um reis þarna upp á skömmum tíma. Loksins voru allir ferðbúnir til að skoða íshellana. Á leiðinni þangað þurftum við að ganga yfir glerhálan skriðjökulinn, Kverkjokul, og niður með honum að eyrum Kverkár og fylgja þeim þangað sem þær hurfu undir sjálfan jökulinn. Þarna voru íshellarnir. Talið er að þeir nái margra kílómetra inn undir jökulinn. Stór ísspöng, sem náði langt út í Kverká, kom í veg fyrir að við sæjum mikið af þeim. Allt var þarna stórt og tröllslegt í sniðum. Ollu áhrifa- meiri en íshellarnir var gríðarlega hár ísveggur eða ísstál. Efst í ís- veggnum var stórt gat með ísmynd af manni á gægjum niður til okkar að því er virtist. Þór sýndi á sér fararsnið heim á leið. Hann hafði gengið allhratt á leiðinni -til hellanna og ég átti fullt í fangi með að fylgja honum og fóta mig í gijótinu á stífum jöklaskónum. Ég fór að segja honum frá íshellun- um í Puerto Rico til að reyna að hægja svolítið á honum. íshellarnir þar eru meðal merkustu náttúru- undra heimsins. Fyrir um 200 árum síðan fundust þeir fyrir tilviljun, enda eru þeir nokkur hundruð metra und- ir yfirborði jarðar. Ég ferðaðist um þá fyrir 10 árum síðan. Ferðin tekur nokkrar klukkustundir. Fólki er ekið í mjóum opnum vögnum, saman- tengdum í lest, eftir þar til gerðum krókastígum í landslaginu. Þar gefur að líta grýlukerti í öllum hugsanleg- um stærðum og gerðum í mismun- andi birtuáhrifum eftir aðstæðum. Einstök furðuveröld. Á sömu eyju er líka að finna frumskóga hitabeltis- isins. Þvílíkar andstæður. Ekki veit ég hvort Þór trúði frásögn minni en það var allavega mun hægara að fylgja honum eftir á meðan á henni stóð. Ég svaf ekki vært í Sigurðarskála. Kannski voru viðbrigðin of skörp frá bæjarlífinu Við tókum daginn snemma næsta dag. Ferðin upp á Jökul gekk vel í fyrstu. í upphafi ferðar var Þór beðinn um að „setja í annan gír“. Veður var ágætt. Ef litið var til lofts sáust þó nokkrir dökkir skýjabakkar hanga yfir Jökl- inum. Það kom á óvart hvað jökullinn var háll. Þór sagði að sökum mikiila

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.