Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 7 Raunveruleikinn fáránleg eftir- líking af leikhúsinu FINNSKA óperuskáldið, Aulis Sallincn, hóf tónlistarferil sinn með námi í fiðlu- leik. Impróvísasjónir á píanóið leiddu hann út í jass og síðan í tónsmíðar og fyrsta verkið samdi hann þegar hann var enn á táningsaldri. Eftir nám í Síbel- íusarakademíunni hjá Aare Merikanto og Joonas Kokkonen hóf hann kennslu við sömu stofnun og kenndi þar til árs- ins 1976. Árið 1970 hafði hann verið settur á listamannalaun til æviloka. Þótt Sallinen hafi í öll þau ár unnið að tónsmíðum var það ekki fyrr en á 8. áratugnum sem hann sneri sér alfarið að þeim og á þeim rúmlega tuttugu árum, sem síðan hafa liðið, hefur hann skapað hvert meistaraverkið á fætur öðru og er talinn eitt fremsta núlifandi tónskáld Finna. Ferill hans sem listamanns hefur ver- ið hægur en mark- viss. Verk hans ein- kennast af endurtek- ingum sem má segja að sé arfleifð þeirrar nýklassískur, sem segja má að sé arf- leifð frá seinni verk- um kennara hans, Aarre Merikanto. Þegar hann sneri sér alfarið að tónsmíðun- um hafði hann þegar tileinkað sér þann stíl sem einkennir hann. Sallenin hefur samið um 60 verk, aðallega hlómsveitar- og kam- merverk, þótt vissu- lega séu það óper- urnar fimm sem hafa borið hróður hans um víða veröld. Það yar kátur maður sem mætti í viðtal við erlenda blaðamenn strax morguninn eftir frumsýninguna. Viðtökurnar höfðu ver- ið mun betri en hann bjóst við og þótt gagnrýnendur í Finnlandi væru ekki alls kostar ánægðir með allt í verkinu var ljóst að honum hafði síður en svo mistekist. Þegar Sallinen er spurður að því hvort efniviður óperunna, Einræðis- herrár og valdastríð, sé ekki þreyttur, svarar hann því til að hvorutveggja hafi fylgt mannkyninu frá örófi alda, sé enn við lýði og muni aldrei fara úr tísku svo lengi sem líf verði á jörðinni. „Þetta er jafnvel svo, að raunveruleik- inn virðist stundum vera einhver fárán- leg eftirlíking af leikhúsinu. Eg man eftir því þegar ég var að semja brúð- kaupsatriðið í óperunni „The King Goes Forth to France“ að ég var á sama tíma að horfa á brúðkaup Karls og Díönu í sjónvarpinu og þegar ég skrifaði í sömu óperu um styrjöldin um Crécy voru Englendignar enn einu sinni að leggja upp í styrjöld, að vísu ekki til Frakk- lands — Guð sé lof — heldur til Falk- landseyja. Og þegar söguþráðurinn í The Palace, eða Höllinni, er skoðaður þarf ekki að leita lengra aftur en til síðustu daga Heile Selassies, Eþíópíu- keisara, til að sjá að hallarbyltingar heyra engum fornsögum til. Svo koma nýir keisarar, nýir kóngar á hinu eilífa taflborði veraldarsögunnar. Enda segir Sallinen: „Hliðstæðurnar í raunveru- leikanum og á leiksviðinu eru ekki til- viljun. Þær eru óhjákvæmilegar." Höllin er satirísk ópera. textinn mein- fyndinn og það er óhætt að segja að Sallinen sé hrekkjóttur í tónsmíðum sín- um. Oftar en ekki koma fyrir stef og kaflar í tónlistinni sem koma áheyrend- um til að skella upp úr. Er hann að verða léttúður með aldreinum? „Nei, svarar hann. Ég er mikill al- vörumaður. Tónlist er eitt, tónskáld er annað." En eru ekki spaug og ópera tveir ósamrýmanlegir hlutir? „Ég verð líka að svara þessu neit- andi. Það er nauðsynlegt að endurnýja óperuformið. Þetta er íhaldssamasta listform sem til er og ég vona svo sann- arlega að Höllin geri svið óperunnar breiðara." Hvernig líður þér eftir viðtökurnar á frumsýningu.? „Ég veit það ekki. Ég er ekki mikill frumsýningarmaður. Mér líður miklu betur við skrifborðið mitt en í óperu- salnum. Mér líður best meðan á vinnu- ferlinu stendur. Eftir að því er lokið taka við önnur verkefni. Það líður svo langur tími þar til óperan er frumsýnd." Operutextinn var skrifaður á ensku og þú skrifaðir tónlist- ina við enska textann. Hvernig gekk þér að laga finnska textann að tónlistinni eftir að þú hafðir þýtt hann? „I rauninni var það erfiðasti hjallinn í þessari óperu. Finnsk- an er miklu lengra tungumál en enska. Ensk tunga Ijáir stóra hluti í litlum setning- um. Það er ekki hægt á finnsku. Þannig að á köflum þurfti frem- ur aðlögun en þýð- ingu. Ég get tekið sem dæmi að á einum stað var minnst á Andy Warhal í textanum. Óperuunnendur hér í Finnlandi hafa ekki hugmynd um hver hann var. I finnsku útgáfunni breytti ég honum í Rembrandt. Eftir að þýðingu var lokið þurfti ég svo að fara mjög nákvæm- lega í gegnum allt verkið, texta og tón- list saman, til að laga hrynjandina til að ná eðlilegu flæði tungumálsins. Það var ekki eins erfitt og það hljómar, því að mínu mati er tónlist n\jög sveigjanleg. Þótt hér sé á ferðinni satírísk ópera er ekki þar með sagt að tónlistin sé ólík því sem ég hef áður samið. Ég get ekki breytt mínum stíl vegna þess að ég er alltaf í sama skinninu. Hins vegar var þetta mjög gott tækifæri til að útvíkka það sem ég hef unnið á. Og, trúðu mér, sál mín þurfti á því að halda.“ Hefurðu sérstaka söngvara í huga þegar þú skrifar hlutverkin í óperum þínum? „Nei. Það væri út í hött. Óperutón- skáld vonar alltaf að verk hans lifi tím- ann af. Og eftir að maður er dauður hefur maður ekkert með það að gera hver syngur hlutverkin. Því þá vera að skipta sér af því þótt maður sé lifandi? Hins vegar vissi ég þegar ég skrifaði Kullervo að Jorma Hynninen mundi fara með aðalhlutverkið fyrstur manna. Það gladdi mig, því ég met hann mjög mikils og finnst einstaklega gott að vinna með honum. Það gaf mér líka vissar forsendur í það skiptið. Að öðru leyti hef ég frekar valið raddtýpur en söngvara." En hvernig er hægt að skrifa fyndna tónlist? „Ef ég á að vera hreinskilinn, þá hef ég ekki hugmynd um það og reyndar held ég að það sé beinlínis hættulegt að reyna að vera fyndinn í tónlist. 1 þessari óperu er kímnin aðallega í text- anum og í sambandinu milli texta og tónlistar. Stundum getur það til dæmis virkað fyndið að skrifa tónlistana þvert ofan í textann; nota dægurlagastíl í dramatisk atriði eða mjög hátiðlega tónlist við fyndinn texta. Það er textinn sem ákveður hvort óperan er gaman- söm eða alvarleg. Fyrst kemur orðið. Þannig hefur það alltaf verið.“ Aulis Sallinen ræðir um nýju óperuna sína, Höllina, og tím- ann sem kallar á nýtt óperuform Aulis Sallinen. VEIJO Varpio sem konungurinn og Jaana Mantynen sem Constanze. gengur að konunginum en er stöðvaður við dyr hans af Valmont nokkrum sem sendir í stað þess inn læknisnefnu sem úrskurðar að allt sé í lagi með kóng; hann þurfi aðeins að hvíla sig. Einn á eftir öðrum tipla þeir inn, púðaber- inn, budduvörðurinn og böðullinn til að lýsa áhyggjum sínum vegna fjarveru yfirvaldsins. Hún kemur einnig flatt upp á aðra meðlimi hirðarinnar en Ossip róar mannskapinn og segir öllum að halda áfram að vinna sín störf; láta eins og ekkert sé. Fyrsti þáttur á sér stað þremur dögum fyrr. Það er morgunn og Petruccio æfir hall- arkórinn fyrir morgunsálminn þegar til hans kemur ókunnur maður, Valmonte, og biður hann að hjálpa sér að fá starf í höllinni. Petruccio samþykkir það, snýr sér til Ossips og lofar komumann, en Ossip er fullur tor- tryggni. Gaukurinn tilkynnir að nú sé stund réttlæt- isins runnin upp; Konungurinn og Constanze drottning ganga í salinn og er fagnað með morgunsálmi. Það er sem sé konungurinn sem útdeilir réttlætinu til þegna sinna, en hann er svo hræddur við að kafna í eigin orða- flaumi að hann talar aðeins við spúsu sína sem tilkynnir lýðnum ákvarðanir hans. Þegar hann heyrir að hinn nýkomni Valmonte hafi lært merkilegar iðjur í útlöndum — svo sem að lesa stjörnur — skipar han manninn í stöðu yfirmanns hallardyranna og ráðherra fram- tíðarinar. Það er ekki frítt við að Constanze hafí einnig áhuga á manninum. í öðrum þætti eru átta senur, eða atriði, þar sem aðalpersónur birtast í pörum; eitt par í einu. Möppudýrin Petruccio og Ossip — þeir eru ekkert yfir það hafnir að þiggja mútur — keppast um hylli konungs og gagn- rýna hvorn annan. Aðalhirðmey drottningar, Kitty, eiginkona Ossips, er óhemju leið á eig- inmanni sínum og drottningin er orðin þreytt á að vera rödd mannsins síns og tilbreytingar- lausu lífinu innan hallarmúranna. Henni finnst hún vera fangi. Valmonte fræðir drottningu um allt það frelsi sem fá má utan múranna og hvetur hana til að flýja með sér. Hún hikar; svo hrædd við hið óþekkta — heiminn handan við hallarhliðið. En Kittý hefur ráð undir hverju rifi og leggur fram áætlun; þær láti sig hverfa inn í þröng fá- tækra betlara sem koma inn í hallargarðinn til hátíðahalda um kvöldið. Konungurinn hler- ar samtal kvennanna. I þriðja þætti er hátíðin um það bil að hefjast. Samkvæmt hefðum er betlurum hleypt inn um hliðið. Þeir.beija á diska sína og heimta mat. Konungurinn, sem hefur klætt sig eins og .betlara, syngur til að freista þess að fá Constanze til að vera um kyrrt. Ossip þekkir konunginn ekki og álítur hann vera helsta vandræðagemsann; skipar svo fyrir að hann skuli handtekinn og drepinn. Betlararnir eru reknir út úr garðinum og þær Constanze og Kitty flýja. Loks er hallarhliðinu lokað. En þegar allt er komið í ró opnast dyrnar að vistarverum konungs og út kemur Valmonte, í fylgd líf- varða og heldur á veldismerki konungsins. Frumsýningin Það má segja að mikil eftirvænting hafi ríkt í Finnlandi vegna fyrirhugaðrar frumsýn- ingar á nýrri óperu eftir helsta núlifandi óperuskáld. Varla var til það blað eða tíma- rit, útvarps- eða sjónvarpsstöð að ekki væri i viðtal við tónskáldið, hljómsveitarstjórann, Okko Kamu, eða einhvern söngvaranna. Það var eins og ekkert annað væri að gerast í veröldinni. „Ó, væri það ekki indælt," varð manni á að hugsa og forðaðist að líta til suðurs, yfir Evrópu. Frumsýningin hófst á réttum stað og rétt- um tíma og allt fór fram samkvæmt áætlun. í lokin var Sallinen hljómsveitarstjóra, hljóm- sveit og söngnurum fagnað ákaft. Og óhætt er að segja að lofið hafi verið verðskuldað. Samt sem áður voru nokkrir skuggar á sýn- ingunni sem ekki var hægt að líta framhjá. í fyrsta lagi er Savonlinna varla staðurinn fyrir þessa nýju óperu Sallinens. Sviðið er of breitt og of grunnt og veggir þess of háir til að koma sýningunni haganlega fyrir. Þar fyrir utan var leikmyndin hroðaleg; meira og minna glansandi píastklastur. Annars undar- legt hvað Finnar — þessir miklu hönnuðir — eiga í miklu basli með leikmyndir, Sjö mín- útna forleik var sleppt, sem var mjög baga- legt þar sem hann gefur hugmynd um þær tónlistarhefðir sem Sallinen flýgur í gegnum í þessu verki. Áhorfandinn er því stöðugt að detta úr einbeitingu þegar hann stekkur á milii isma og alda og heimshluta. Ástæðan fyrir að forleiknum var sleppt ku vera sú að það hafði þurft að myrkva salinn á meðan hann var leikinn, en það er ekki gott við að eiga undir beru lofti, Iiuldu segldúksræmum sem hleypa inn lofti og ljósi. Ekki voru áhorfendur né gagnrýnendur sammála um gæði óperunnar eða sýningar- innar. Mörgum manninum finnst alvaran klæða Sallinen mun betur en gamanið, öðrum fannst hann sýna á sér nýja hlið sem væri ekki síður áhugaverð en sú gamla. Víst er að kvöldstundin í Höllinni í þessum drauma- kastala var skemmtileg, sérstaklega ef maður lokaði augunum til að vera ekki að ergja sig á leikmyndinni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.