Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 13 HINN ÞRÍEINI EÐA EINI? Kaupmannahafnarbréf Þegar svo vill til að maður, sem er flokks- formaður og forsætisráðherra, talar, á þá að skilja orð hans sem hans persónuleg orð, sem ummæli flokksformanns eða for- sætisráðherra? Sigrún Davíðsdóttir segir hér frá tilvistarfræðilegum vanda hins danska forsætisráðherra, sem um leið verður vandi allra landsmanna hans. Viltu verða vinur? Kynningarfundur fyrir verðandi sjálfboðaliða verður haldinn miðvikudaginn 20. sept. kl. 20.30 í Þverholti 15. Upplýsingar veittar í síma frá kl. 10-16. Allir 25 ára og eldri velkomnir. VINALÍNAN + Reykjavíkurdeild Rauöa krossins. IÐNSKÓUNN í REYKJAVÍK Námskeið EF POUL NYRUP Rasmussen forsætisráðherra Dana má vera að því að láta hugann reika þessa dagana, hlýtur hann að hugsa með tregablöndnum sökn- uði til síðustu sumarleyfisdaga sinna, sem hann eyddi í góðu yfir- læti á íslandi. Eftir heimkomuna hefur hann lent í hverri klípunni á fætur annarri. Rétt fyrir ís- landsferðina hjólaði hann í áletr- uðum bol og með hjálm til að mótmæla kjarnorkutilraunum Frakka og fékk svo að heyra að það væri pólitískt skipbrot fyrir forsætisráðherra að setjast upp á hjól og hjóla í mótmælaskyni, í stað þess að nota pólitískar leiðir sínar til að mótmæla. Að eigin sögn hjólaði hann þó aðeins til að láta eigin vanþóknun í ljós, en ekki sem forsætisráðherra. Svo voru það sakleysisleg um- mæli hans um að vegna kjarn- orkutilrauna Frakka þætti sér persónulega og sem flokksform- anni, fara illa á að Konunglega leikhúsið færi í leikferð til Frakk- lands. Og varla hafði hann sleppt orðinu, þegar leikferðinni var af- lýst, af því leikhússtjórinn kunni ekki við að halda ferðinni til streitu, þar sem forsætisráðherr- ann hafði talað, jafnvel þó að for- sætisráðherrann hefði ekki talað sem forsætisráðherra. Svo þótti flokksformanninum persónulega fara illa á að lífvarð- arhljómsveit drottningar færi í tónleikaferð til Frakklands, þar sem meðal annars átti að spila á einkatónleikum drottningar. Og varla hafði hann sleppt orðinu, þegar varnarmálaráðherrann af- lýsti ferðinni, af því forsætisráð- herrann hafði talað, jafnvel þó forsætisráðherrann hefði ekki tal- að sem forsætisráðherra, heldur aðeins sagt sina persónulegu skoðun. -Og þegar hann var spurð- ur hvort það væri heppilegt að koma með svona ummæli, svaraði hann að bragði að hann væri nú bara sá sem hann væri. Svarið er kannski einfalt við fyrstu sýn og væri ágætlega við- eigandi fyrir flesta. En hver er hvað þegar forsætisráðherrann, flokksformaðurinn og einstakling- urinn Poul Nyrup Rasmussen á í hlut og á hvern á að hlusta? „Vertu staðfastur, Poul“ Ýmsir aðilar voru farnir að láta í ljós vanþóknun á sprengingunum með því að hætta viðskiptum við Frakkland, skila orðum og öðru. Nyrup vildi einnig láta persónu- lega vanþóknun sína í ljós og gerði það með því að hjóla sjálf- ur, ekki sem forsætisráðherra, því hann vildi áskilja sér rétt til að geta mótmælt persónulega, ekki bara sem forsætisráðherra. Vand- inn var að allir aðrir sáu forsætis- ráðherrann á hjólinu, en ekki manninn Nyrup. Því sökuðu ýms- ir hann um að vera slappur í mótmælunum. Honum væri sæmi- legra að nota pólitískar leiðir, en ekki bara hjólið, sem væri mun slappari mótmælaleið. I hádegisfréttum einn daginn nefndi Nyrup fyrirhugaða leikför Konunglega leikhússins. Sem flokksformanni þætti sér hún illa til fundin og þetta barst út með hádegisfréttum. Nokkrum klukkustundum síðar lá fyrir til- kynning frá leikhússtjóranum að leikförinni væri aflýst, þó honum væri þvert um geð að blanda list- um og stjórnmálum saman á þennan hátt. En úr því forsætis- ráðherrann hefði úttalað sig um málið, þætti rétt að fara eftir því, áður en leikhúsið yrði miðdep- ill pólitískra átaka. Leikhússtjórinn gerði því ekki sama greinarmun á hver hefði sagt hvað. Þó Nyrup talaði sem flokksformaður, tók leikhússtjór- inn ummælin sem tilmæli frá for- sætisráðherra og þótti því ekki stætt á öðru en hlýða þeim. Aflýs- ingin kostar um ellefu milljónir islenskra króna en hver segir að skoðanir eigi að hafa verðmiða, sérstaklega þegar um er að ræða skoðanir forsætisráðherra, jafnvei þó hann hafi aðeins haft skoðun- ina sem flokksformaður. Sjálfur benti Nyrup á að hann hefði að- eins tjáð skoðun flokksformanns- ins. Leikhússtjóranum hefði verið í sjálfsvald sett að taka sínar ákvarðanir og þar hefði hann ekki haft nein áhrif. Eins og Nyrup sagði í viðtali, þá er hann tilbúinn til að standa við sannfæringu sína, „svo lengi sem einn einasti lítill strákur á hjóli í Kaupjnannahöfn segir við mig: Vertu staðfastur, Poul.“ Varla var þetta útrætt, þegar kom að aflýsingu lífvarðarhljóm- sveitarferðarinnar i kjölfar sak- leysislegrar spurningar blaða- manns, sem spurði hvort ekki væri þá óviðeigandi að hljómsveit- in færi í Frakklandsferð. Jú, það áleit Nyrup einstaklega slæma hugmynd. Að vörmu spori var svarið komið út til allra lands- manna og þá líka til varnarmála- ráðherrans, sem snarlega tók þá ákvörðun að aflýsa ferðinni. Að- spurður sagði forsætisráðherrann að þetta væri algjörlega ákvörðun varnarmálaráðherrans, sem hefði fullt vald til að taka ákvarðanir á sínu sviði og sjálfur hefði hann hvergi komið þar nærri. Hann hefði bara sagt sína persónulegu skoðun. Kyrrsetning lífvarðarhljóm- sveitarinnar varð hálfu umrædd- ari og umdeildari en aflýsing leik- ferðar Konunglega leikhússins, því nú var drottningin komin í dæmið. Hljómsveitin átti að spila á einkatónleikum Margrétar Þór- hildar Danadrottningar á sloti hennar og prinsins í Caix í Frakk- landi. Nokkrum dögum fyrir tón- leikana stóð drottningin því uppi með tónleika en enga hljómsveit. Því var þó fljótlega bjargað við og nýir tónlistarmenn fundnir í hópi vina hennar og velunnara. Hins vegar þótti þetta afar óþægi- leg uppákoma fyrir drottninguna, sem eðli málsins samkvæmt gat ekki svarað fyrir sig. Og spurt var hvort hinn franski ektamaður hennar, Hinrik prins, yrði kannski lýstur óæskilegur gestur í Dan- mörku. Getur maður verið sá sem maður er, þegar maður er forsætisráðherra? „Eg sé ekki eftir neinu“ söng Edith Piaf með drafandi röddu á frönsku og að sögn forsætisráðherra er það eitt af uppáhaldslögum hans. Og svo segist hann vera sá sem hann sé. En af áðurnendum uppá- komum má greina að fyrir ýmsa landa hans er þetta snúnari tilvistarfræðileg spurning en svo. Nyrup álítur sig vera þríeinan, ekki einan, þar sem hann sé maðurinn Nyrup, forsætisráðherra eða flokksformaður og að hann geti talað til skiptis sem hver og einn af þessum. Vandi landa hans er sá að þeir sjá ekki þessa skiptingu, heldur taka hann sem einan, svo í hvert skipti sem maðurinn eða flokksformaðurinn talar, þá er eins og forsætisráðherrann hafi talað og allir aðrir en forsætisráðherra bregðast við eftir því. Taka sumsé orðin með fullum þunga forsætisráðherraembættisins. Sjálfsímyndarkreppa ein- staklings er venjulega við- fangsefni viðkomandi, sem hann freistar kannski að leysa með aðstoð sálkönnuða. Vandi forsætisráðherra og um leið þjóðarinnar er að hann kemur ekki auga á þessa kreppu sína. Það virðist aðeins vera einn maður í Danaveldi sem álítur sig þríeinan meðan allir aðrir sjá hann sem einan. Á meðan svo er má örugglega búast við fleiri klípum sprottnum af þessum mismunandi sjálfs- ímyndarskilningi forsætisráð- herra og þjóðar hans. Húseigendanámskeið Húseigendum leiðbeint í innan- og utanhússviðhaldi. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 7. og 14.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Þekktu bílinn þinn Viðhald og viðgerðir bíla. 12 kennslustundir. Haldið fimmtudaginn 5.10 kl. 20-22 og laugardaginn 7.10 kl. 8-15. Námskeiðsgjald kr. 8.500. Rennismíði I Undirstöðuatriði í rennismiði. 12 kennslustundir. Haldið laugardagana 30.9 og 7.10 kl. 13-18. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Rennismíði II Framhald námskeiðsins Rennismíði I 12 kennslustundir. Haldið laugardagana 14.10 og 21.10 kl. 13-18. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Hlífðargassuða I. MAG Undirstöðuatriði í hlífðargassuðu. 18 kennslustundir. Kennari Steinn Guðmundsson. Haldið 6. og 9.10 kl. 18-21 og 10.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 9.000. Saumanámskeið I Að verða sjálfbjarga með fötin sín. 12 kennslustundir. Haldið 26. og 28.9 kl. 17-19 og 30.9 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Saumanámskeið II Einfaldur ungbarnafatnaður. 12 kennslustundir. Haldið 2. og 4.10 kl. 17-19 og 6.10 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Saumanámskeið III Verkefni tengd jólahaldi. 12 kennslustundir. Haldið 28. og 30.11 kl. 17-19 og 2.12 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Sniðagerð í sannri stærð, kvenfatnaður Val grunna og útfærslur. Forkröfur: Sveinspróf eða meistara- réttindi. 12 kennslustundir. Haldið 17.10 kl. 20-22 og 20.10 kl. 17-19 og 21.10 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. Gardering í sannri stærð Skorinn fatnaður og sambyggðar ermar. Forkröfur: Sveinspróf eða meistararéttindi. 12 kennslustundir. Haldið 10.10 kl. 20-22 og 13.10 kl. 18-20 og 14.10 kl. 10-14. Námskeiðsgjald kr. 8.000. AUTO-CAD teikniforrit, grunnnámskeið Sambærilegt við áfanga TTÖ102. 40 kennslustundir. Námskeiðið hefst 2.10 kl. 18. Námskeiðsgjald kr. 18.500. Windows 3.11 Undirstaða í notkun tölva. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 30.9 og 7.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Word 6.0, grunnur I Undirstaða í ritvinnslu. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 14.10 og 21.10 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. Excel S, grunnur I Undirstaða í notkun töflureikna. 10 kennslustundir. Haldið laugardagana 28.10 og 4.11 kl. 8-12. Námskeiðsgjald kr. 6.000. PageMaker.-grunnur I Umbrot og setning frétta- og dreifibréfa. 20 kennslustundir. Haldið síðdegis virka daga og laugardaga. Námskeiðið hefst 13.10 kl. 17. Námskeiðsgjald kr. 11.000. Þetta námskeið ásamt framhalds- námskeiði i tölvuumbroti og hönnun samsvarar áfanganum HUG202. Þjónustutækni og hóp- vinnubrögð Grundvallarþættir gæðaþjónustu. Sambærilegt við áfanga TÞJ101. 20 kennslustundir. Haldið fimmtudaga kl. 19-22 og laugardaga kl. 13-17. Námskeiðið hefst 12.10. Námskeiðsgjald kr. 8.500. Almenn bókfærsla, grunnur I Undirstaða í bókfærslu. Hraðyfirferð. 18 kennslustundir. Haldið mánudaga og þriðjudaga kl. 18-20. Námskeiðið hefst 9.10. Námskeiðsgjald kr. 7.000. Nemendur kaupa bókina Bókfærsla IB eftir Tómas Bergsson. - kjarni málsins! Á eftir grunnnámskeiðum fylgja framhaldsnámskeið síöar á haustinu eða í byrjun næstu annar. Kostnaður vegna námsgagna og efnis er innifalinn í námskeiðsgjaldi nema annað sé tiltekið. Námskeiðin eru aðeins haldin ef næg þátttaka fæst. Félög eða fyrirtæki geta pantað þessi sem og önnur námskeið. Kennsla fer fram í Iðnskólanum í Reykjavík. Skráning og upplýsingar á skrifstofu skólans, síma 5526240.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.