Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 6
6 B SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ EVRÓPA státar af ótölulegum fjölda kastala en líklega er óhætt að fullyrða að enginn þeirra er neitt líkur kastalanum sem flýtur á vatninu, Olavinlinna-kastalanum í Savon- linna í Finniandi. Reistur á miðöldum á lítilli eyju — eða öllu heldur kletti — á þessum draumkennda stað, svo afskekktum og laus- um við að þvæla sér inn í nútímann og það er með ólíkindum að þangað hafi kúltúrneyt- endur fiykkst alls staðar að úr heiminum í áratugi. í Savonlinna talar eiginlega enginn sænsku, hvað þá ensku. Ekki einu sinni óper- utungurnar ítölsku, þýsku eða frönsku. Samt skilja allir alla. Og ekki er meiri munaður í verslunum bæjarins en gerist og gengur í kaupfélagi í litlum hreppi á íslandi. Samt fá allir sem þangað koma allt sem þeir sækjast eftir, óperuhátíð sem heimsins flinkir gagn- rýnendur jafna við Salzburg-Bayreuth-öxul- inn. Hvað væri þessi kastali í dag án hinnar árlegu óperuhátíðar? Óperuhátíðinn í Savonlinna stóð frá miðj- um júlí og fram í ágúst þetta árið. Hápunkt- ur hátíðarinnar var frumflutningur á glæ- nýrri óperu, The Palace, eftir helsta núlifandi óperuskáld Finna, Aulis Sallinen. Auk þess bauð hátíðin upp á Hollendinginn fljúgandi eftir Wagner og Macbeth eftir Verdi. Gestur hátíðarinnar að þessu sinni var Marrinsky- leikhúsið (áður Kirov) frá Pétursborg og sýndi Lady Macbeth of Mtsensk eftir Dimitri Shostakovich og Toscu eftir Puccini. Af öðr- um tónlistarviðburður á hátíðinni voru flutn- ingur Jóhannesarpassíu eftir Bach, ljóðatón- leikár sópransöngkonunnar Barböru Hendricks, sömuleiðis ljóðatónleikar tenórsins Jorma Silvasti. Það var árið 1912 sem söngkonan Aino Ackté valdi kastalann fyrir óperuhátíð. Hljómburðinn sagði hún góðan og plássið nóg. Hægt væri að koma bekkjum og sætum fyrir á pöllum sem höfðu orðið til við að hluti kastalans var lagður í rúst; auvitað þýddi þetta.að á hveiju ári þyrfti að bera inn í ahau/TZóthó * Hinni árlegu ópemhátíð í Savonlinna er nýlokið. I ár var fmmflutt þar ný ópera eftir helsta núlifandi tón- skáld Finna, Aulis Sallinen. Súsanna Svavarsdóttir segir frá hátíðinni, hinni nýju ópem sem ber heitið The Palace eða Höllin og ræðir við tónskáldið. SAULI Tiilikainen og Jorma Silvasti í hlutverkum Valmontes og Petruccios. kastalann bekki og sæti fyrir nokkur þúsund manns og það þyrfti að tjalda yfir sviðið og áhorfendasalinn ef ske kynni að brysti á vonskuveður. Svo lagði hún til að rafmagn- skapall yrði lagður í vatnið, frá bænum. Hátíðina fékk konan og veðurguðirnir voru henni hliðhollir. Það árið. En mörg vötn áttu eftir að renna til sjávar áður en síðasta Ackté-hátíðin var haldin 1930. Óperuhátíðin var endurvakin 1967 og hef- ur verið haldin árlega síðan. Árið 1968 brást veðrið svo hrapallega að dúkræmurnar sem höfðu verið strengdar yfir sviðið og áhrof- endabekkina fengu ekki við neitt ráðið. Það rigndi svo mikið að hljómsveitin varð að hætta að leika í miðri sýningu á Fídelíó og ljúka þurfti sýningunni með undirleik flygils. Þrátt fyrir úrhellið sátu áhorfendur graflcyrr- ir í sætunum þar til sýningunni lauk. Næstu árin endurtóku veðurguðirnir þennan ljóta hrekk og framtíð hátíðarinnar var í hættu. Árið 1972 fékkst loksins samþykkt að byggja yfir sviðið og hljómsveitargryfjuna en enn þann dag í dag sitja áhorfendur undir segldúkum, sem blakta hátt yfir höfðum þeirra. Operur Sallinens Sem fyrr segir var hápunktur hátíðarinnar í sumar frumflutningur á nýrri óperu eftir Aulis Sallinen og hafði hún hlotið heitið The Palaee. Efniviður óperunnar er einræðisherr- ar og valdastríð; tvö fyrirbæri sem ekki ætti að þurfa að útskýra þar sem þau hafa fylgt manninum frá upphafi og munu líklega gera það um allar aldir. The Palace er fimmta ^ópera Sallinens og sú fjórða sem frumsýnd er í Savonlinna. Fyrsta ópera hans, The Horse- man, sigraði í óperukeppni'sem haldin var af Óperuhátíðinni í Savonlinna í tilefni af því að 500 ár voru liðin frá því Olavinlinna-kast- alinn var reistur. Þessi fyrsta ópera Sallinens var frumsýnd á hátíðinni 1975 og hlaut mjög góðar viðtökur. Henni var lýst sem „nýrri tegund af alþýðuóperum“ og árið 1978 hlaut Sallinen Norrænu tónlistarverðlanin fyrir hana. Næsta ópera hans, The Red Line, varð megin útflutningsafurð finnsku þjóðaróper- unnar næstu árin; sýnd í London 1979, Stokk- hólmi 1980, Wiesbanden og Zurich 1981, Moskvu, Leningrad og Tallin 1982 og New York 1983 og sýnd í Savonlinna á hátíðunum 1982 og 1983. Næstu óperu, The King Goes Forth to France, skrifaði Sallinen að beiðni Óperuhátíðarinnar í Savolinna og óperunnar í Covent Garden og var sýnd á þessum stöð- um 1984 og 1987, auk þess sem hún var færð upp í Kiel og Santa Fe 1986. Þá fjórðu, Kuliervo, skrifaði Sallinen fyrir fínnsku þjóð- aróperuna vegna nýja óperuhússins í Hels- inski. Skyldi hún frumflutt við það tilefni. Vegna þess hversu bygging hússins dróst var hún þó fyrst flutt í Los Angeles að frum- kvæði finnska hljómsveitarstjórans Esa Pekka Sallonens. Síðan var það árið 1990 sem Sallinen fékk sendan óperutexta og var beðinn um að skrifa tónlist við hann til frumflutnings á Óperuhá- tíðinni í Savonlinna árið 1995. Höfgndar text- ans voru hin þýsk-ameríska skáldkona Irene Dische og Þjóðveijinn Hans Magnus Enzen- berger. Heiti óperunnar var ekki The Palce, heldur Song og Bassa Saddam. Þegar Sallin- en byijaði að skrifa tónlistina við þessa nýju óperu, í byrjun árs 1991, braust Persaflóa- styijöldin út og þar var allt annar Saddam í aðalhlutverki, svo ákveðið var að breyta nafni óperunnar til að forðast mistúlkun. Textann fékk Sallinen á ensku og sá sjálfur um að þýða hann á finnsku. Hann varð strax hrifinn af textanum; fannst hann geislandi og kaldhæðinn og gríðarlega ólíkur þeim óperutexta sem hann hafði áður unnið með. Allar fyrri óperur Sallinens hingað til hafa verið hrikalega dramtískar; myrkar og grimmar. Hér fékk hann tækifæri til að breyta tónlistartjáningu sinni. Höllin The Palace eða Höllin hefst á inngangi þar sem Petruccio og Ossip, nánustu sam- starfsmenn konungsins, deila áhyggjum sín- um. Konungurinn hefur ekki yfirgefið vistar- verur sínar í þijá daga. Það er morgun og hirðfólkið hefur safnasat saman til að syngja morgunsöng. Ossip ákveður að athuga hvað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.