Morgunblaðið - 17.09.1995, Síða 21
MORGUNBLAÐIÐ
SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 21
N N U A UGL YSIMGA R
RSK
RÍKISSKATTSTJÓRI
Viðskiptafræðingar
Embætti ríkisskattstjóra auglýsir lausar til
umsóknar tvær stöður viðskiptafræðinga.
í boði eru krefjandi störf sem tengjast skatta-
málum almennt.
Umsóknir, þar sem fram komi upplýsingar
um menntun og fyrri störf, sendist embætt-
inu á Laugavegi 166, 150 Reykjavík, fyrir
29. september nk.
Rafeindavirki
Point ísland ehf., sem er hluti af Point
Scandinavia as., hefur tekið til starfa á ís-
landi.
Fyrirtækið framleiðir og selur ýmiss konar
rafeindabúnað m.a. svokallaðar „posavélar"
sem eru í flestum verslunum og þjónustufyr-
irtækjum landsins.
Fyrirtækið leitar að ungum, metnaðargjörn-
um rafeindavirkja til að annast uppsetningu,
viðgerðir og aðra almenna þjónustu á fram-
leiðsluvörum fyrirtækisins. Enskukunnátta
nauðsynleg.
í boði er áhugavert starf hjá alþjóðlegu fyrir-
tæki. Starfsþjálfun og námskeið erlendis.
Starfið er laust strax.
Nánari upplýsingar veitir Þórir Þorvarðarson.
Vinsamlega sendið skriflegar umsóknir til
Ráðningarþjónustu Hagvangs hf., merktar:
„Rafeindavirki 373“, fyrir 21. september nk.
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar
Síðumúla 39-108 Reykjavík - Sími: 588 8500 - Fax: 568 6270
Forstöðumaður
Laus er staða forstöðumanns hverfaskrif-
stofu Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborg-
ar í Breiðholti.
Starfið felur einkum í sér stjórnun og vinnu
í fjárhags-, barnaverndar- og stuðningsmál-
um, auk skipulagningar á innra og ytra starfi
hverfaskrifstofunnar.
Krafist er félagsráðgjafamenntunar eða há-
skólamenntunar á félagsvísindasviði og að
minnsta kosti 5 ára starfsreynslu. Reynsla á
sviði barnaverndarvinnu og stjórnunar er
einnig áskilin.
Upplýsingar gefur Anni G. Haugen, yfirmaður
fjölskyldudeildar, í síma 588 8500.
Umsóknarfrestur er til 1. október nk.
Félagsleg
heimaþjónusta
Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar vill
ráða áreiðanlegt og traust starfsfólk við
félágslega heimaþjónustu fyrir 66 ára og
yngri. Um er að ræða fjögur störf hjá fötluð-
um einstaklingum:
Tvær 50% stöður: Vinnutími frá kl. 16-20.
Eitt 50% starf: Vinnutími frá k I. 11-15.
Eitt 40% starf: Vinnutími frá kl. 13-16.
Nánari upplýsingar gefur Hlíf Geirsdóttir,
yfirmaður heimaþjónustu 66 ára og yngri,
í síma 567 0570.
Afgreiðslustarf
Starfskraftur óskast til afgreiðslu- og sölu-
starfa í skóverslun í Hafnarfirði. Þarf að hafa
þjónustulipurð og söluhæfileika.
Umsóknir berist til afgreiðslu Mbl. fyrir
22. sept., merktar: „Reyklaus - 15530“.
Varnarliðið
- laust starf
Varnarliðið á Kelfavíkurflugvelli
óskar að ráða
sálfræðing/félagsráðgjafa
til starfa hjá Félagsmálastofnun
flotastöðvar varnarliðsins
Starfið felur í sér ráðgjöf/meðferð við ein-
staklinga og fjölskyldur ásamt námskeiða-
haldi.
Kröfur til menntunar og starfsreynslu eru
þær, að umsækjendur uppfylli réttindakröfur
bandarísku félagsráðgjafa- eða sálfræðinga-
samtakanna.
Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu ásamt
góðri framkomu og lipurð í samskiptum.
Umsóknum sé skilað á ensku.
Upplýsingar um námsferil og fyrri störf þurfa
að fylgja umsóknum ásamt réttindaskírteinum.
Umsóknir berist til Varnarmálaskrifstofu,
ráðningardeild, Brekkustíg 39, 260 Njarðvík,
sími 421-1973, eigi síðar en 26. september
1995.
Starfslýsing liggur þar frammi til aflestrar
fyrir umsækjendur og er þeim bent á að lesa
hana áður en sótt er um.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað.
EINKARITARI
SJÁLFSTÆTT STARF
FYRIRTÆKIÐ er eitt af umsvifamestu
fyrirtækjum landsins á sínu sviði.
STARFIÐ felst í innlendum og erlendum
bréfaskriftum á ensku og spænsku m.a.
Einkaritari mun sinna almennri tölvu-
vinnslu, skjalavistun, móttöku viðskipta-
vina, undirbúningi funda, skipulagningu
ferðalaga auk annarra krefjandi starfa.
Einkaritari mun starfa mjög sjálfstætt með
aðalstjórnanda fyrirtækisins.
HÆFNISKRÖFUR eru að umsækjendur
séu með haldbæra reynslu af sambærilegu.
Áhersla er lögð á góða tal- og ritkunnáttu í
íslensku, ensku og spænsku, sjálfstæð
vinnubrögð, kurteisi og áreiðanleika í
hvívetna.
UMSÓKNARFRESTUR er til og með
22. september n.k. Ráðning verður sem
fyrst.
Umsóknareyðublöð eru fyrirliggjandi á
skrifstofunni, sem opin er frá kl.10-16, en
viðtalstímar eru frá kl.10-13.
A
ST
RA
Starfsrádningar ehf
Mörkinni 3-108 Reykjavik
Sími: 588 3031 ■ Fax: 588 3044
Guðný Harðardóttir
Ert þú
matvælafræðingur
með sölutakta?
í boði er starf í leiðandi og öflugu fyrirtæki,
sem er iðnrekandi, innflytjandi og útflytj-
andi. Unnið er með hæfu starfsfólki, sem
er ákveðið í að gera stöðugt betur.
Unnið er úti á markaðinum við ráðgjöf og
vöruþróun með viðskiptavinum fyrirtækisins,
sem eru flestir betri matvælaframleiðendur
landsins.
Unnið er inni í fyrirtækinu við HACCP gæða-
eftirlit og vöruþróun.
Ef þú er fylgin þér, skipulagður og vilt koma
fram við aðra eins og þú vilt að sé komið
fram við þig, þá skaltu senda inn umsókn
um þetta starf.
Umsóknir sendist afgreiðslu Mbl. fyrir
23. september, merktar: „M - 17772“.
Félagsmálastjóri
Tvö samliggjandi sveitarfélög á Suðurlandi
óska eftir að ráða félagsmálastjóra til starfa.
Starfið er laust nú þegar.
Leitað er að félagsráðgjafa; reynsla á sviði
stjórnunar er æskileg.
Félagsmálastjóri hefur umsjón með allri
félagslegri þjónustu sveitarfélaganna og
starfar í nánu samstarfi við grunnskólana.
Einnig umsjón með félagslegum íbúðum,
ásamt skyldum gagnvart æskulýðs- og
íþróttamálum. Félagsmálastjóri tekur einnig
þátt í stefnumarkandi verkefnum sveitar-
félaganna.
Umsóknir, er tilgreini aldur, menntun og
starfsreynslu, sendist skrifstofu okkar.
Umsóknarfrestur er til 20. september.
Qjðnt Jónsson
RÁPCjÖF & RÁDNINCARÞIÓNUSTA
HÁTEIGSVEGI 7,105 REYKJAVÍK, SÍMI 5-62 13 22
Oddi
Forritari óskast
Prentsmiðjan Oddi óskar að ráða forritara
til starfa. ,
Starfið felst í hverskonar forritun og aðstoð
við tölvunotendur í fyrirtækinu.
Tölvuumhverfi okkar er mjög fjölbreytt og
samanstendur m.a. af: Pc, Mac, Unix, Dos,
Windows, OS/2 og Novell Netware.
Starfið felst aðallega í:
• Forritun á setningarkerfi í sérhæfðu texta-
vinnslumáli.
• Forritun í FoxPro gagnagrunni.
• Forritun í hefðbundnum málum eins og
Pascal, C eða C++.
• Forritun í „macro" málum hugbúnaðar-
pakka.
• Aðstoð við uppsetningu heimasíðna í
HTML.
• Aðstoð við vinnslu á gögnum fyrir „multi-
media“ útgáfu.
• Og fleira sem tengist tölvum og hugbúnaði.
Einhverskonar forritunarreynsla er nauðsyn-
leg ásamt þekkingu á helstu ritvinnslukerfum
og töflureiknum.
Umsóknum, þar sem fram koma upplýsingar
um menntun og fyrri störf, ásamt meðmæl-
um, skal skila til afgreiðslu Mbl., merktum:
„Oddi - 26“, fyrir 23. sept.
Fyrirspurnum um starfið verður hvorki
svarað í síma né á staðnum.
Prentsmiðjan Oddi hf.