Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 17.09.1995, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 17. SEPTEMBER 1995 B 31 snjóalaga í vetur væri snjóbreiðan óvenju mikil. En sólbráð sumarsins hafði gefíð henni klakabrynju. Ég furðaði mig á því að hann skyldi ekki höggva spor í ísinn fyrir okkur en því hafði ég vanist af fararstjórum í ferðum mínum með Ferðafélagi íslands. En málið var að Þór hafði enga ísöxi. Hann setti undir okkur smáhælstykki með broddum sem stóðu varla undir nafni. Sennilega hefðu þessir fínlegu broddar frekar gert sitt gagn í Bakarabrekkunni í Bankastræti að vetri til en hér. Hjá sumum héldust þeir varla á sínum stað undir hælunum. Flestir fengu líka tvo skíðastafi til að styðja sig við en oft var erfitt að fá festingu með þeim í harðan ísinn. Mikið hefði ég viljað að skipta á skíðastöfunum og góðum ísbroddum, klifurbroddum. Fljótlega tók að bera á því að fá- einir í hópnum tækju að dragast ískyggilega aftur úr. Þeir báru of þungt og voru þreklitlir. Vaskir menn gerðu sér þá lítið fyrir og bættu á sig þeirra byrðum. Hópurinn reyndi að halda saman. Nú tók að hvessa sem gerði leiðina upp jökulinn sýhu torsóttari. Rokinu fylgdi íshröngl og sandur sem beit í andlitið. Hópurinn skiptist í tvo hópa og gekk fyrri hópnum mun betur að sækja á brattann. Þegar komið var ofarlega í aðalís- breiðuna sást til mannaferða í gegn- um skafrenninginn. Þar fóru saman átta menn bundnir í línu. Þeir komu ofan af Jökli. í fyrstu sýndist mér að þar væru blökkumenn á ferð en þegar betur var að gáð voru mennirn- ir svona veðurbarðir. Fólki er tamt að heilsa á íjöllum. Við tókum menn- ina tali. Þeir voru frá Oxford á Eng- landi, höfðu tjaldað uppi í Kverkfjöll- um en vindurinn rifið tjöld þeirra svo að þeir urðu að tína þau saman og koma sér áfram þá um nóttina. Fyrir- liðinn var greinilega nokkru eldri en aðrir í hóppnum, hress náungi. Hinir voru ofanlútir og mæltu ekki orð frá vörum. Nú tók við versti rokkafli leiðar- innar. Sæta þurfti lagi til að komast eitthvað áfram. „Þór, settu á mig línu,“ kallaði ég til hans þar sem ég gekk næst á eftir honum. „Nei,“ sagði hann. Svar hans kom mér ekki á óvart þvi að hann hafði enga ísöxi til að festa sig með ef eitthvað bæri út af. Það hefur lítið upp á sig að vera með línu í bakpokanum, ef ekki er hægt að nota hana, hugsaði ég með mér. Rokið var heiftarlegt. Ég gat varla staðið. Ég reyndi að slá niður skíða- stöfunum í kross og beygja mig fram á þá jafnframt því sem ég huldi and- litið á meðan hörðustu þytvindamir gengu fram hjá. Nú var svo komið að hver reyndi að bjarga sér. Hvernig sem á því stóð leitaði á huga minn myndin af litlu stúlkunni sem drukknaði nýlega á fögrum sumardegi í Sundlaugunum Ég hafði séð hana liggjandi á börum þegar verið var að reyna að lífga hana við. Tvær ungar stúlkur frá Austurríki voru skammt á eftir mér. Síðan komu tveir íslenskir karlmenn. Uppi á brekkubrúninni var vart stætt en Þór sagði okkur að stutt væri í gott skjól. „Fylgið mér,“ sagði hann. Allt í einu hvarf ísinn og gufustrók lagði upp á móti okkur. Við vorum komin á hverasvæðið, þarna í hæstu hæðum Vatnajökuls. Er ekki veröldin skrítin? Biðí gufuholu Þór skildi okkur eftir í djúpri geil þar sem jarðhiti vall upp á yfírborð jarðar, en síðan hraðaði hann sér til baka að hjálpa hinum úr hópnum. Við vorum sex þama í hvera-„hol- unni“. Fyrst var farið úr blautum fötum í önnur þurr. Sokkar undnir og farið í þá aftur. Ég var sú eina sem var þurr á fótum. I svona ferðum renna menn saman og hver reynir að hjálpa öðrum. Ekki þótti neitt tiltökumál að lána ullarbuxurnar sínar utan um hálsinn á stæðilegum, ókunnugum manni. Nestið var tekið upp. Ég opnaði ál- pakkann sem átti að innihalda valið nesti. En viti menn. Það var ekkert álegg á milli brauðsneiðanna. Ég hafði tekið með mér rangan pakka úr kæliskápnum heima. Ég hló dálít- ið. Sjaldan er ein báran stök, hugs- aði ég. Ekki vildi ég segja þama frá því hvernig komið var í nestismálum mínum. Þáði bara alltaf þegar eitt- hvað var boðið. Það draup ofan á okkur úr ís- veggnum og sums staðar var sí- rennsli. Það leið' og beið. Það var erfítt að halda hita. Fólkið var meira og minna blautt vegna skafrennings- ins sem hafði lamið á því. Karlmenn- irnir börðu sér. Austurrísku stelpurn- ar og ég reyndum að „diskódansa" á mjög svo takmörkuðu plássinu. Koníakspeli var tæmdur. Flestir skulfu af kulda. Ég tók það til bragðs að standa yfir bullandi hver. Við það urðu buxurnar mínar blautar. En ég vissi sem var að að- eins hálftíma gangur var eftir að snjóbílnum og sleðunum. Síðan hélt ég að yrði farið hraðferð niður í skála og taldi mig geta þolað að vera blaut um tíma. Síðari helmingur hópsins míns hafði lent í þrengingum. Spánveiji, ungur maður á milli tvítugs og þrí- tugs, hafði fokið út af slóðinni og var á leið niður hjarnið, þegar Þór tókst að henda sér á hann og stöðva hann. Spánveijinn var mjög hræddur en hélt þó ró sinni og einbeitingu, reyndi meira að segja að stappa stál- inu í íslenska kærustu sína. „Við verðum að halda áfram,“ sagði hann aftur og aftur hughraustur við hana. Þetta var hans fyrsta reynsla af ís og kulda. Eftir nær þriggja klukku- stunda, bið var allur hópurinn þarna samankominn. Þá var kominn sex og hálf klukkustund frá því að við lögðum af stað frá Sigurðarskála og klukkan um tvö. Haldið var af stað í átt að sleðunum komið. Síðar þegar ég hugsaði til baka um þennan hóp kallaði það fram í huga mér mynd heimsstyijaldarinn- ar af gyðingum á leið til Auschwitz. Ég vissi ekki þá að margt af fólkinu var frá ísrael. Ég losaði mig við mína ómerkilegu hælbrodda og rétti þá öldruðum manni með dóttur sinni. Þau sýndu engin svipbrigði. Tóku bara við þeim þegjandi. Þá tók ég upp á því að sýna þeim hvemig ætti að opna læs- inguna og festa skábandinu yfír rist- ina sem reyndar var eina festingin á broddunum. í rauninni skil ég ekki enn þá hvers vegna hinn hópurinn var látinn halda þama áfram. Getur verið að fararstjóranum, í krafti síns eigin máttar, hætti við að vanmeta getu þátttakenda? Getur verið að fararstjórinn hafi þá lífsþrá að láta ekki undan? Getur verið að fararastjórinn sé svo stíft bundinn sinni ferðaáætlun að engu megi hnika? Öryggi í ferðamálum er ómetanlegt, einkum þegar til lengri tíma er litið. í samskiptum við náttúm íslands er blákaldur vera- leikurinn sem gildir. Orð fá þar engu breytt en heilbrigð skynsemi getur aftur á móti komið í veg fyrir margt óhappið. Við héldum göngunni áfram. Nú var það leirinn sem var okkur til traf- ala. Hann hlóðst neðan á skóna og reyndist háll í bleytu og roki, auk þess sem hann gerði fætuma þunga. Hvílíkur léttir. Snjóbíll í augsýn og það grillti í snjósleða sem ég hafði * nú engan áhuga á. Erfitt reyndist að opna bílhurðina fyrir rokinu. Fyrst fór ég inn í aðalsnjóbílinn sem var upphitaður og með útvarpi og fleiru. Þar fékk ég tesopa og gat nælt mér í brauðsneið. Aðalbíllinn gat tekið fimm manns í sæti. Strax og fleira fólk bar að, þá flutti ég mig í aftaní snjóbílinn, því að ég vissi að aðrir voru verr á sig komnir en ég. Brátt fylltist þessi litli snjóbill af fólki og farangri. En hrúga af hálfblautum sleðagöllum var þar fyrir af sleða- fólkinu sem hafði lent í skafrenningi á leiðinni. Það gustaði köldu undan sætinu á fótleggina enda stór loftgöt niðri við gólfíð eftir endilangri hlið- inni. Ég smeygði mér í einn rakan sleðagalla utan yfir mínar blautu buxur. Það var í lagi að vera þama stutta stund. En að híma þarna í nær tólf klukkustundir án þess að fá vott eða þurrt var ekki almennilegt. Að vísu að undanskilinni stuttri viðdvöl og heitum tesopa í Skála Jöklarannsóknafélags íslands. í skál- anum vora fyrir sex Sióvakar, sem höfðu leitað sér þar skjóls undan veðurhamnum. Fjallhressir menn Jöklaferða fræddu okkur á því að við sætum í sænskum herbeltisbíl sem gæti flotið á vatni og hefði sjálfstæða vél. Nokkrar tilraunir höfðu verið gerðar til að binda vélsleðana aftan í snjóbílinn en þær mistókust vegna mikils hliðarvinds og hálku svo að BIÐ í snjóbílnum í nær 12 klukkustundir. Á sérsamningi hjá Almættinu? Fljótlega mættum við skiptihópn- um okkar, 26 manns. Fólkið rann fram hjá í einfaldri röð eftir slóðinni líkt og fjárhópur. Fljótt á litið virtist að þar færa nokkrir velútbúnir fjalla- menn. En meiri hluti hópsins virtist furðu illa útbúinn. Mikið skelfíng brá mér að sjá þarna konur í kápum og jafnvel með bakpoka sem passaði bara að bera á annarri öxlinni. Það fólk sem ætlar sér að fara svona útbúið út í þytvinda og gler- hála fjallabrekkuna hlýtur á vera á sérsamningi hjá Almættinu, hugsaði ég með mér í geigvænlegu hlutleysi mínu. Þama mætti ég móður og fjórtán ára stúlku. Móðirin datt fyrir framan mig, þó veðrið þarna uppi væri lítið miðað við það sem í vænd- um var þegar út í ísbrekkuna var í SKÁLA Jöklarannsóknarfélags íslands. þeir voru skildir eftir. Fárviðrið var reyndar svo mikið að það reif skyggnið af þrem sleðum. Þvílíkan veðurofsa höfðu menn frá Jöklaferð- um aldrei upplifað. Það sá ekki glóru út um gluggana. Spánveijinn ungi, Carlos að nafni, leit oft á mig spurn- araugum. Hversu lengi á þessi bið uppi á Jökli eiginlega að standa? Hann var aumur eftir byltuna, kald- ur og sár. Ljúft var að finna um- hyggjuna og kærleikann sem hann og kærastan hans sýndu hvort öðru. Ég reyndi að rifja upp vísu eftir vin minn,Vilhjálm frá Skáholti, sem byij- ar svona: „Litla , fagra, Ijúfa vina, lífstrú mín er bundin þér. Sjáðu ..." Við hliðina á mér sátu austurrísku stúlk- urnar. Á úlpuermi annarrar þeirra var að sjá merki fjallabjörgunarsveit- ar Austurríkis. Stúlkan sagði mér að faðir sinn væri í þeirri sveit. Það kom síðar á daginn að hún þekkti vel til björgunarútbúnaðar. Málið var að snjóbíllinn mátti ekki yfírgefa Jökulinn fyrr en búið var að fá fregnir af hvemig hinu fólkinu reiddi af niður jökulinn. En fólkið skilaði sér ekki niður. Lengi vel náð- ist ekkert samband við það. Svo fóru að berast fréttir. Fólkið var í nauðum statt. Mannslíf í hættu. Nú voru góð ráð dýr. Kallaðar vora út björgunarsveitir úr sveitun- um í kring, ellefu talsins. Þyrla Land- helgisgæslunnar var komin í málið. Um hund'rað manns tók þátt í „leit- inni“ Okkur fannst hálf furðulegt að heyra talað um leit, því að alltaf var nokkum veginn vitað, hvar fólkið var. Annars er best að lesa um þessa 1 • hlið málsins í fyrri frásögnum í blöð- um. Nauðsynlegt var að halda snjóbíln- um okkar uppi á hájökli til þess að geta verið í sambandi við hópinn. Það kom þó að því að annar snjó- bíll tók við af okkar bíl. Við lögðum af stað fimm klukkustunda ferð að Jöklaseli. Síðasta spölinn þurftum við að skipta yfir í snjótroðara sem bar mun hægara yfír. Loks var num- ið staðar við skálann í Jöklaseli og klukkan þijú að nóttu. 4^ „Góðan daginn, getur einhver ykk- ar lánað mér1 buxur, nærbuxur og utanyfírbuxur," voru mín fyrstu orð er þangað var komið. Ekki stóð á því. Það var unaðslegt að fara í þurr- ar og mjúkar bómullarbuxur af ráðs- konunni. En blautu buxurnar voru farnar að minna á hestaklóru í við- komu, svo aumt var skinnið orðið eftir fímmtán tíma vosbúð. Tekið var á móti okkkur með heitri súpu og brauði. Eins gott og hugsast gat. Síðan var lagst til svefns á góðum dýnum Jöklasejs. Árla næsta morguns, að lokinni góðri morgunmáltið, var ekið niður að Höfn og svo flogið heim síðari hluta dagsins. Þegar litið er til baka var margt t ánægjulegt við þessa ferð. En aðal- markmið hennar var sleðaferð um töfraheima Vatnajökuls sem aldrei varð af. Slík ferð er enn á óskalist- anum. Framtíðin mun skera úr um hvort sá draumur rætist eður ei. Það má með sanni segja að þetta var ferð sem ekki gleymist. Höfundur er kennari. I ^jaumst næsta sumar | Um leið og víð fljúgum síóustu áætlun sumarsins, þökkum við íslenskum farþegum samfylgdina. Sjáumst næsta sumar í beinu flugi LTU til Þýskalands (LfUl frá Þýskalandi

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.