Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 FRETTIR MORGUNBLAÐIÐ Eftirlitsskip Norðmanna hætta stærðarmælingnm á þorski í Smugunni Lýsir vonandi sanmings- vilja af hálfu Norðmanna „ÞAÐ ER ekki að okkar beiðni sem Norðmenn ákveða að eftirlitsskip þeirra hætti að mæla stærð þorsks- ins sem veiðist í Smugunni, en ég heyrði af þessu í dag og ég vænti þess að þetta megi túlka þannig að Norðmenn treysti íslendingum til að hafa sjálfir eftirlit rheð aflan- um. Vonandi_lýsir þetta einnig samningsvilja Norðmanna, en þó er of snemmt að segja til um það,“ sagði Halldór Ásgrímsson, utanrík- isráðherra, í samtali við Morgun- blaðið í gær. Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra, tók í sama streng og sagði að Norðmenn hefðu ekki ástæðu til annars en að treysta eftirliti íslendinga. „Það ber að meta ef Norðmenn eru farnir að treysta okkar mæling- um og vonandi ber þetta vott um einhvern samningsvilja," sagði Þor- steinn Pálsson. „Það hafa hins veg- ar engir samningafundir verið haldnir í rúman mánuð og ég vil ekki draga frekari ályktanir af þessu. Næsti fundur hefur ekki verið ákveðinn." Halldór Ásgrímsson sagði að hann myndi funda með norska ut- anríkisráðherranum, Björn Tore Godal, í New York á þriðjudag. „Ég vona að málið komist á einhvern rekspöl á næstunni. Ýmislegt hefur verið reifað í óformlegum viðræð- um í langan tíma. Til dæmis hefur alla tíð legið fyrir að veiðar með botntrolli í Smugunni eru meiri erfiðleikum háðar en veiðar í flott- roll, eins og íslendingar stunda. Bæði Norðmenn og Rússar veiða í botntroll og það hefur verið rætt að samræma þurfi reglur um veið- arfæri.“ Aðsþurður hvort rætt hefði verið um að íslendingar fengju kvóta í Barentshafi, gegn því að láta' af veiðum með flottroll sagði Halldór, að talað hefði verið um það eins og annað. Hins vegar hefði aldrei verið nefndur einhver ákveðinn kvóti í því sambandi. „Ég veit ekki hvað kemur út úr fundi mínum með Godal, en ég vona að málið komist á einhvern rekspöl á næst- unni,“ sagði utanríkisráðherra. Hækkun- um SVR mótmælt UNDIRSKRIFTALISTAR, þar sem hækkunum á fargjöldum Strætisvagna Reykjavíkur er mót- mælt, voru afhentir í Ráðhúsinu í gær. Hér afhenda Hallgrímur N. Sig- urðsson og Friðrik Hansen Guð- mundsson Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur borgarsljóra undir- skriftalistana í Ráðhúsinu í gær. Alls undirrituðu mótmælin 11.335 borgarbúar, þar af um 40% íbúa Grafarvogshverfis. Þegar Morgunblaðið fór í prent- un í gærkveldi stóðu enn yfir umræður um hækkun á gjöldum SVR. Arthur Morthens stjórnar- formaður SVR sagði í samtali við blaðið að hækkunin yrði samþykkt þrátt fyrir mótmæli, sem borist hefðu. Ný lög um LIN kalla á 30% hærri tekjur námsmanna TIL AÐ standast greiðslumat Húsnæðisstofnunar þarf heimili, sem er með hámarks endurgreiðslu samkvæmt nýju námslánalögunum, að hafa 30% hærri tekjur en það hefði þurft miðað við endurgreiðslu samkvæmt eldri lögum um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Þetta er niðurstaða sem Hús- næðisstofnun ríkisins hefur komist að, en stofnunin gerði könnun á sam- spili námslána og húsnæðislána að beiðni Stúdentaráðs. Morgunblaðið/Kristján Kristjánsson Stjórnarformaður SÍS, segir framtíð samtakanna ráðast í vetur Uppgreiðsla skulda nem- ur 14 milljörðum króna Að mati Stúdentaráðs sýna þessar niðurstöður að ungt fólk standi frammi fyrir því að þurfa að velja á milli þess að fara í nám og að koma þaki yfir höfuðið. Endurgreiðslur námslána samkvæmt nýjum lögum um LÍN geri stórum hópum ómögu- legt að standast greiðslumat, þrátt fyrir 1-2 milljóna króna höfuðstó! og kaup á ódýrri íbúð. Samkvæmt þeim dæmum sem Húsnæðisstofnun hefur sett upp þurfa heimilistekjur fjölskyldu sem kaupir sér íbúð fyrir 6,5 milljónir króna og á þegar kaupin eru gerð eina milljón króna að vera 410.000 krónur á mánuði miðað við að hún greiði 7% launa sinna til endur- greiðslu námslána. Heimilistekjur þessarar sömu íjölskyldu geta verið um 100.000 krónum lægri ef náms- lánin voru tekin samkvæmt eldri námslánalögum. Sé engu sparifé til að dreifa þurfa heimilistekjur fjölskyldunnar í nýja „ÍSLENSK stjómvöld geta mót- mælt þeirri ákvörðun NAFO að setja reglur um úthaldsdaga skipa sem stunda rækjuveiðar á Flæm- ingjagrunni. Þessu neitunarvaldi eiga stjómvöld að beita, en ekki bíða og vonast til að ákvörðuninni verði breytt síðar,“ sagði Kristján Ragnarsson, formaður Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, í samtali við Morgunblaðið í gær. Kristján kvað útgerðarmenn afar ósátta við hvemig sjávarútvegs- ráðuneytið hafi staðið að málum á ráðstefnu Norðvestur-Atlantshafs- fiskveiðiráðstefnunnar. „íslensk skip hafa veitt 4.500 tonn af rækju á Flæmingjagrunni á þessu ári, sem er tvöföldun frá síðustu tveimur áram. Það skiptir okkur því miklu máli hvernig stjómun veiða á þessu svæði verður háttað.“ Kristján sagði að undirbúningur ráðstefnunnar af hálfu íslenskra stjórnvalda hefði verið óviðunandi. námslánakerfínu að vera 556.000 krónur á mánuði. Sambærileg tala fyrir fjölskyldu í eldri námslánakerfí er 433.000 króna mánaðarlaun. Stúdentaráð bendir á að náms- lánakerfíð miðist við að fólk leggi síður fjármuni fyrir, þ.e. veiji tekjum sem aflað er samhliða námi til fram- færslu. Lánin lækka um 50% af öllum tekjum sem afiað.er umfram 180.000 krónum á ári. „Námsmenn hafa haldið því fram allt frá gildistöku laganna um LÍN frá 1992 að þau gerðu ungu fólki ókleift að festa kaup á húsnæði eftir nám. Við þessum röddum var brugð- ist á sínum tíma með því að kveða á um að ekki skyldi tekið mið af námslánaskuldum í greiðslumati Húsnæðisstofnunar!!! í ljósi stórauk- inna vanskila var þessu breytt um síðustu áramót, góðu heilli þar sem matið getur augljóslega ekki horft framhjá 5% og 7% endurgreiðslu- byrði,“ segir í frétt frá Stúdentaráði. „Þótt ekki hafí verið búist við mikil- vægum ákvörðunum fyrirfram, geta slík mál alltaf komið upp. Að þessu sinni kom fram tillaga um að banna þarna rækjuveiðar á næsta ári. Það var ekki samþykkt, en þá kom fram tillaga um að stýra veiðunum með sóknarmarki, þannig að hver þeirra þjóða sem stundað hefur veiðar þarna frá upphafi 1993 geti valið þann fjölda úthaldsdaga sinna skipa sem henni hentar. Slíkt leiðir til þriðjungs fjölgunar út- haldsdaga miðað við það sem verið hafa á þessu ári. Til að nýta dag- ana verða notuð stærri og öflugri skip, menn draga tvö troll í staðinn fyrir eitt og sóknin stóreykst og verður stjórnlaus. Við vildum að settur yrði hámarksafli og honum skipt eftir veiðireynslu. Mér þykir undarlegt ef íslensk stjórnvöld ætla að sýna það kjarkleysi að sætta sig við veiðistjómun sem er andstæð þeirra vilja.“ GREIÐSLUM samkvæmt frum- varpi til nauðasamninga vegna skulda Sambands íslenskra sam- vinnufélaga er lokið fyrir nokkra. Sigurður Markússon, stjórnarfor- maður SÍS, segir að í vetur ráðist að líkindum hver framtíð þess verð- ur, en í nóvember verður haldinn aðalfundur Sambandsins, og þang- að senda 24 aðildarfélög Sam- bandsins fulltrúa sína. Sigurður sagði að nauðasamn- ingar SÍS séu sérstakir að því leyti að áður en þeir hafi verið gerðir hafí verið búið að greiða upp 96-98% af skuldum SÍS og samn- ingarnir einungis náð til þess sem á vantaði eða um 3% skuldanna. Hann segir að á núgildandi verðlagi nemi þær skuldir sem greiddar voru upp, einkum með eignasölu, um 14 milljörðum króna. Samkvæmt nauðasamningunum vora greidd 25% af þáverandi skuld- um eða um 91 milljón króna af 364 milljónum króna. Samningarnir miðuðust við skuldastöðu Sam- bandsins eins og hún var 16. maí 1994. Allar skuldir undir 50 þús- undum vora greiddar að fullu og 25% annarra skulda í þremur jöfn- um afborgunum. Sú fyrsta var innt af hendi tveimur mánuðum eftir samþykkt nauðasamninganna, næsta 1. desember 1994 og loka- greiðslan 1. júní í sumar. Greiðsl- urnar voru verðtryggðar en án vaxta. Forsenda nauðasamning- anna var að eftirlaunakröfur á hendur SÍS yrðu gefnar eftir, en þær voru bókfærðar á um 220 millj- ónir króna. Skuldaskil frá 1989 Sigurður Markússon sagði að fyrirtækið hefði verið í skuldaskil- um nánast stöðugt frá og með árinu 1990. Eignir þess nú væra nánast engar aðrar en skrifstofubúnaður og skuldirnar væru einnig allar uppgerðar. Sambandið væri sam- band kaupfélaganna í landinu, sem væru nú 24 talsins, og hann gerði ráð fyrir því að framtíð þess myndi ráðast í vetur. Aðalfundur yrði hald- inn í nóvember í haust. Þar yrði rætt um framtíðina og hvaða skipu- lag menn vildu hafa á tengslum kaupfélaganna. Það væri hins vegar engjnn með neinar hugmyndir um það að Sambandið færi aftur út í viðskipti. Þau viðskipti sem það hefði haft á hendi og hefðu verið hjá sex deildum Sambandsins væru nú hjá öðram fyrirtækjum, þar af um helmingurinn hjá íslenskum sjávarafurðum hf. „Það er alveg ljóst, finnst mér og ég held flestum öðram, að starfsemi Sambandsins í framtíðinni verður á félagslegum grunni, því viðskiptaþátturinn er kominn annað,“ sagði Sigurður. Ný reglugerð um ostainnflutning LANDBÚNAÐARRÁÐUNEYTIÐ mun eftir mánaðamót gefa út nýja reglugerð um úthlutun toll- kvóta, en í henni verður ákvæði um innflutning á ostum breytt. I gildandi reglugerð á fyrst að af- greiða umsóknir um innflutning á ostum sem ekki eru framleiddir hér á landi áður en umsóknir um aðrar osttegundir eru afgreiddar. Þessu verður breytt. í reglugerð sem gefín var út í sumar voru tollkvótar ákveðnir til 31. október nk. Þess vegna er nauðsynlegt að gefa út nýja reglu- gerð sem ákveður tollkvóta það sem eftir lifir ársins. Vegna gagn- rýni á fyrirkomulag innflutnings á ostum hefur verið ákveðið að ostar sem ekki eru framleiddir hér á landi gangi ekki fyrir um inn- flutning. Tollkvótunum verður skipt niður á vörunúmer, en það mun væntanlega leiða til þess að fleiri ostategundir verða fluttar til landsins. Krislján Ragnarsson, formaður LÍÚ Mótmæla verður niðurstöðu NAFO í > i i í i l i i l l I í I I I I I 1 t I I I I

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.