Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ VIÐSKIPTI Heildarvelta % í verslunargpeinum janúar til júní 1994 og 1995 (í millj.kr,, án vsk., á verðlagi hvers árs) jan.-júní jan.-júní Veltu- Heildsöludreifing áfengis 1994 1995 breyting 4.692,4 4.766,1 11,6% og tóbaks, smásala áfengis Heildsölu- og smásöludreifing á bensíni og olíum 10.828,8 10.856,7 0,3% Byggingavöruverslun 4.628,8 4.662,0 0,7% Sala á bílum og bílavörum 7.179,3 8.424,9 1 17,3% §§§§ Önnur heildverslun 32.093,8 40.491,6 26,2% Heildverslun samtals: 59.423,1 69.201,3 i 16,5%B Fiskverslun 334,6 402,5 Kjöt- og nýlenduvöruverslun, mjólkur- og brauðsala 13.911,9 14.476,1 4,1% Sala tóbaks, sælgætis og gosdrykkja 3.834,4 3.984,7 3,9% Blómaverslun 743,2 769,7 3,6% Sala vefnaðar- og fatavöru 2.255,1 2.426,3 H 7,6% Skófatnaður 358,2 342,4 i-4,4% F Bækur og ritföng f Lyf og hjúkrunarvara 1.310,6 1.296,6 1-1.1% 1.816,6 2.016,2 011,0% 1 Búsáhöld, heimilis- | tæki, húsgögn 3.772,2 4.251,2 MBl2.7% ri'j t | Ur, skartgripir, Ijós- K mslMm f myndavörur, sjóntæki 518,6 505,4 -2,5 | Snyrti- og hreinlætisvörur 247,7 266,6 7,7% | Önnur sérverslun, s.s. sportvörur, f leikföng, minjagripir, frímerki o. fl. 1.609,7 1.731,8 Hl 7,6% E 5 Blönduð verslun 14.327,4 14.758,9 í 3,0% Smásöluverslun samtals: 45.039,8 47.228,4 j 4,9% SAMTALS: 104.462,8116.429,7 i 11,5% Fjárfestingar í athugun Morgunblaðið/Árni Sæberg DAVID Carpenter, talsmaður hóps bandarískra viðskiptajöfra sem hafa verið að skoða aðstæð- ur til fjárfestinga hér á landi undanfarna daga, segir enn of snemmt að segja um hvort þessi’ ferð muni leiða til einhverra fjárfestinga hér á landi. Hann segir hópinn hafa verið að kynna sér þá kosti sem Island bjóði, svo sem orkulindir, menntun o.fl. og muni þeir nota næstu vikur til þess að skoða betur þær upplýsingar sem þeir hafi safnað meðan á dvöl þeirra hér hefur staðið. Hann segir þó að í fljótu bragði sé það ódýr orka sem geri landið hvað fýsi- legast til fjárfestinga. Hann segir ekki leika nokkurn vafa á því að Island sé fýsilegur fjár- festingarkostur og segist jafn- framt vera ánægður með ferð- ina. „Við höfum átt gott samstarf við ýmsa aðila hér á landi sem og erlendis. Þeir Guðmundur Franklin Jónsson og Benedikt Jóhannesson hleyptu þessari hugmynd af stokkunum. Gott samstarf við aðila á borð við Utflutningsráð, iðnaðarráðu- neytið o.fl. hefur síðan tryggt góðan árangur af þessari ferð nú,“ segir Carpenter. Á myndinni má sjá frá vinstri: David Carpenter, Harry N. Walters, Leon Starr, Jerry Lee. Auk þeirra sátu þeir Halldór J. Kristjánsson, iðnaðarráðu- neyti, Jón Sigurðsson, Útflutn- ingsráði og Hákon Björnsson, Áburðarverksmiðjunni, fund- inn. AT&T skipt í þríú stór fyrirtæki Npw York. íicnlpr New York. Reuter. AT&T, hinum fræga fjarskiptarisa, verður skipt í þrjú fyrirtæki, 12 árum eftir að Bell-símafélögin voru aðskil- in með dómsúrskurði til að koma í veg fyrir hringamyndun. Samkvæmt áætluninni verður AT&T skipt í fjarskipta-, tækjabún- aðar- og tölvufyrirtæki. Hlutabréf í hverju fyrirtæki fyrir sig skiptast milli núverandi hluthafa 'og sam- keppnishæfni á að aukast við skipt- inguna. Forstjóri AT&T, Robert Allen, sagði á blaðamannafundi að endur- skipulagningin væri nauðsynleg og rökrétt afleiðing róttækra breytinga vegna upplýsingabyltingar. Sérfræðingar segja að háð hafi AT&T að fyrirtækið er orðið mikið bákn, sem er þungt í vöfum. Algengt sé að AT&T keppi við sömu viðskipta- aðila og fyrirtækið selji búnað. Hætta að framleiða PC Kveikjan að breytingunni var slæm afkoma tölvudeildarinnar AT&T Global Information Solutions (GIS), sem áður hét NCR Corp. Sú deild hefur verið rekin með síauknu tapi síðan hún var keypt fyrir 7.5 milljarða dollara 1991. Um 8.500 starfsmönnum GIS af 43.000 verður sagt upp, þar á með- al 1.000 í aðalstöðvum deildarinnar í Dayton, Ohio. GIS mun einnig hætta að framleiða PC-einkatöIvur. Endurskipulagningin mun kosta 1.5 milljarða dollara fyrir skatta og sá kostnaður verður greiddur á þriðja fjórðungi fjárhagsárs fyrir- tækisins. Hlutabréf í AT&T hækkuðu eftir frféttina um 6,125 dollara í 63,75 dollara í kauphöllinni í New York. Verðmæti hlutabréfa hluthafa þeirra sem áttu AT&T þegar Bell- féiögin voru aðskilin hefur rúmlega þrefaldazt á 12 árum. Sérfræðingar telja að AT&T kunni nú að hasla sér völl í skemmti- iðnaði og jafnvel á sviði kaplasjón- varps. Allen sagði á blaðamannafundin- um að líklegt væri að AT&T færði út kvíarnar, en með samvinnu við aðra aðila, ekki samruna. agur heyrnarlausra 1995 enning og listir heyrnarlausra Dagskrá 18:00 13:00 13:30 14:00 Kvöld 14:00 Sunnudagurinn 24. september er alþjóðlegur menningar- og baráttudagur heyrnarlausra. Hátíðardagskráin á íslandi er helguð menningu og listum heyrnarlausra. í dag, föstudag 22. september Tónlist augans. Opnun listsýningar á verkum heyrnarlausra myndlistarmanna I Listhúsi í Laugardal, Engjateigi 17-19. Avörp, Táknmálskórinn syngur og ljóð verða flutt á táknmáli Sýningin er opin alla daga kl. 14:00 - 18:00 til 6. október Laugardagur 23. september Komið saman við Kjarvalsstaði Gengið að húsnæði Félags heyrnarlausra, Laugavegi 26 Opið hús hjá Félagi heyrnarlausra. Ávörp og léttar veitingar Leikþáttur frá Vesturhlíðarskóla. Spjall til kl. 18:00 Allir hittast og skemmta sér saman á Kaffi Reykjavík Sunnudagur 24. september Messa í Áskirkju. Sr. Miyako Þórðarson messar Vilhjálmur G. Vilhjálmsson flytur ræðu Kaffi í safnaðarheimilinu eftir messu Nú er komið haust, Laufin breyta um lit alveg einsogfilkið sem skiptir um fót. Trén kasta frd sér laufimum og pekja jörðina. Seinna kemur hvítur snjórinn sem ber birtuna með sér - inní svart skammdegið. Undir mjöllinni bíður gróðurinn pess í eftirveentingu að vorið ogsumarið komi. Þannig llða árstíðirnar áfram og bera með sér nýja daga - daga jyrir heyrnarlaust fólk. Höfimdur: Heiðdís Dögg Eiríksdóttir, nemandi í Vesturhlíðarskóla. Dagskráratriði eru tulkuð á íslensku og rittálkuð. Allir velkomnir. Dollarinn óstöðugur London. Reuter. DOLLARINN seldist á rétt um 100 jen í gær og lækkaði gegn marki. Markaðurinn er óstöð- ugur og ný veikleikamerki doll- arans þykja ills viti í kauphöll- um. Dollarinn varð fyrir áfalli vegna nýs ágreinings um mynt- bandalag Evrópu. Þýzki flár- málaráðherrann, Theo Waigel, vakti uppnám á mörkuðum í fýrradag þegar hann sagði að ítalir mundu ekki uppfylla skil- yrði fyrir inngöngu. Þá hafði dollarinn þegar lækkað vegna vonbrigða með síðustu efnahagsaðgerðir Jap- ana og metviðskiptahalla Bandaríkjanna í júlí. Frekari lækkanir í New York voru taldar hugsanlegar. Hugs- anlegar stuðningsaðgerðir seðlabanka kunna þó að treysta stöðu dollarans á ný. Japönum er mikið kappsmál að tryggja að tiiraunir til að styrkja doilar- ann fari ekki út um þúfur. Dollarinn lækkaði í 99,85 jan fyrir hádegi, en hækkaði síðan í 100,10, 3 jenum lægri en á miðvikudag. Dollarinn lækkaði um 3 pfenninga gegn marki, fór undir 1,44 mörk í fýrsta skipti síðan Japansbanki, bandaríski seðlabankinn og Bundesbank skárust í leikinn 15. ágúst. Viðskipta- sendinefnd frá Kína KÍNVERSK viðskiptasendi- nefnd frá Kína á vegum China Council for Promotion and Int- emational Trade (CCPIT) verð- ur hér á landi dagana 25.-27. september nk. Alls er hér um 23 aðila frá 13 fyrirtækjum í Kína að ræða. Þeir hyggjast kynna sér íslenska markaðinn bæði með tilliti til innflutnings og útflutnings. í sendinefndinni eru þrjú fyrir- tæki á sviði raforkuframleiðslu og nýtingu jarðhita. Einnig má nefna fulltrúa frá yfírvöldum sem hafa áhuga að skoða mögu- leikana á því að kaupa notuð fískiskip frá íslandi. Stór fram- leiðslufyrirtæki á ýmsum sviðum eru í hópnum sem lýst hafa áhuga á viðskiptum og jafnvel samstarfí við íslensk fyrirtæki. t tengslum við ferð Kínveij- anna hefur Útflutningsráð ís- lands ásamt Verslunarráði ís- lands skipulagt ráðstefnu þann 25. september nk. að Hótel Sögu kl. 10 f.h. Gert er ráð fyrir því í dagskrá sendinefndarinnar að möguleiki sé að bóka einstaka viðskipta- fundi með kínverskum fyrir- tækjum fyrirfram ef óskað er eftir slíku.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.