Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 52
MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN 1, 103 REYKJAVÍK, SÍMI 669 1100, SÍMBRÉF 669 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Kaupatvo togara frá Grænlandi Blönduósi. Morgnnblaðið. RÆKJUVINNSLURNAR Særún á Blönduósi og Rækjuver á Bíldudal hafa fest kaup á tveim rækjutogur- um frá Grænlandi. Seljandi togar- anna er Konunglega Grænlands- verzlunin og eru þeir 18 ára. Annar er nálægt 400 tonnum að stærð en hinn um 2.000. Þeir eru báðir búnir til rækjuvinnslu og fryst- ingar um borð og er kaupverð þeirra samanlagt um 230 milljónir króna. Ætlunin er að gera togarana út á rækjuveiðar á Flæmska hattinn og önnur mið utan landhelgi. -----»--»-■♦- Starfskostnaður þingmanna Búist við nið- urstöðu í dag BÚIST er við að forsætisnefnd Al- þingis komist í dag að niðurstöðu um hvort reglum um starfskostnað þingmanna verði breytt. Olafur G. Einarsson, forseti Al- '-■*þingis, sagði í gær að staða málsins yrði metin eftir fund forsætisnefndar sem hefst kl. 10 í dag. „Ég vonast til að við getum afgreitt málið þá,“ sagði Ólafur. -----» ♦ »--- Hass, amfeta- mín, kókaín og alsæla FÍKNIEFNADEILD lögreglunnar handtók átta karlmenn á miðviku- dag og fimmtudag og lagði hald á fíkniefni og áhöid til neyslu þeirra. -** Mennimir, sem eru á aldrinum 19-23 ára, hafa allir komið við sögu fíkniefnalögreglunnar áður, utan einn. í tengslum við handtökurnar gerði lögreglan húsleit á fjórum stöð- um i Reykjavík. Samtals fundust 275 grömm af hassi, 9 grömm af amfet- amíni, 2 grömm af kókaíni og 6 al- sælutöflur. Morgunblaðið/RAX Spjótsoddur fundinn MJÖG stór og veglegur spjóts- oddur úr járni fannst við upp- gröft í gær á kumli frá víkinga- tímanum í landi Eyrarlands í Skriðdal á Fljótsdalshéraði. „Mér finnst gröfin mjög rík- mannlega búin á ísienskan mæli- kvarða, nær því sem gerist á hinum Norðurlöndunum þar sem veglegir gripir hafa fundist," segir Steinunn Kristjánsdóttir minjavörður Minjasafns Austur- lands sem stjórnar uppgreftrin- um. Hún segist telja mjög mikið fundið, ekki síst í ljósi þess hversu skammt er liðið á upp- gröftinn, og um merkilegan fornleifafund sé að ræða. Spjótsoddurinn er rúmlega þijátíu sentimetra langur með fal, og um fimm sentímetra breiður. Hann er mun stærri en oddur sem vegfarendur rákust á í júli sl. á þessum stað. Einnig fundust bein úr hrossi og hundi í gær, en ekki er búið að finna nein mannabein. Steinunn segir þó næsta öruggt að um kuml sé að ræða vegna þeirra beina sem hafa fundist nú þegar og grip- anna sem séu ótvírætt frá vík- ingaöld. A myndinni sést Steinunn Kristjánsdóttir handleika spjóts- oddinn sem fannst í gær, en hann er mjög stór og veglegur. ■Mjög ríkmannleg/4 Landeigendur krefjast flutnings á nýju neyðarskýli SVFÍ í Hornvík Skýlið jafnvel flutt í haust LANDEIGENDUR í Hornvík krefjast þess að nýtt neyðarskýli Slysa- varnafélags íslands (SVFÍ), sem sett var upp í Hornvík 3. september síðastliðinn, verði flutt af núverandi stað. Náttúruvemdarráð hefur beint því til SVFÍ að farið verði eftir skilyrðum sem sett vora fyrir byggingu skýlisins um að samráð yrði haft við landeigendur. Formað- ur neyðarskýlanefndar SVFÍ telur sig hafa fengið tjlskilin leyfi til að setja skýlið niður þar sem það er. Fundur var haldinn í vikunni með fulltrúum Náttúruverndarráðs, Hornstrandanefndar, landeigenda og Slysavarnafélagsins. í kjölfarið var SVFÍ ritað bréf þar sem farið er fram á að skýlið verði staðsett í samráði við landeigendur. Aðilar töldu í gær að samkomulag hafi náðst og þess megi vænta að skýlið verði flutt. Hornstrandir eru friðland og gilda strangar reglur um byggingu mann- virkja þar. SVFÍ sótti um til Náttúru- verndarráðs að fá að setja upp neyð- arskýli í Hornvík. Málið var afgreitt á síðasta fundi ráðsins með því skil- yrði að haft yrði samráð við landeig- endur. Hinn 3. september sl. var skýlið svo sett niður við tóftir eina verslunarhússins sem risið hefur á Hornströndum. Sævar Geirsson er fulltrúi land- eigenda og á sæti í Hornstranda- nefnd. Hann ritaði Náttúruverndar- ráði bréf fyrir þeirra hönd þar sem þess er krafist að skýlið verði fjar- lægt. Sævar sagði landeigendur ekki una því að skýlið sé sett við þjóðminj- ar sem landeigendur vilja varðveita. Magnús Ól. Hansson, formaður neyðarskýlanefndar SVFÍ, sagði að hann hafi haft samráð við formann landeigendafélagsins og fleiri úr hópi landeigenda um staðsetningu skýlisins. Einnig hafi fengist leyfi Skipulags ríkisins. Magnús telur núverandi staðsetn- ingu hina ákjósanlegustu því þaðan sem skýlið er nú næst fjarskiptasam- band bæði við ísafjörð og Siglufjörð. Eins virkar þar farsími. Fjarskipti í Hornvík ráðast af endurkasti af fjöll- um. Þar sem gamla skýlið er byggð- ust fjarskipti á sambandi við skip úti fyrir ströndinni, að sögn Magnús- ar. Hallvarður Guðlaugsson, formað- ur landeigendafélagsins, sagðist í viðtalið við blaðið hafa gefið Slysa- varnafélaginu leyfi til að setja skýlið upp, en ekki á þeim stað sem það var reist. Hann hafi ætlað skýlinu stað um 150 metrum uþar á nesinu. Hallvarður fór nýlega norður í Horn- vík til að skoða staðsetninguna og gat ekki fallist á hana. Jósef H. Vernharðsson, eftirlits- maður neyðarskýla SVFÍ á Horn- ströndum, sagði að svo virtist sem einhver mistök hefðu orðið í stað- setningu skýlisins. Þessi mistök verði leiðrétt. Hann sagðist ekki eiga von á öðru en að skýlið yrði fært, jafnvel þegar í haust eða í síðasta lagi næsta vor. Þór Magnússon, fulltrúi björgun- ardeildar SVFÍ, sat fundinn með landeigendum og Náttúruverndar- ráði. Hann sagði málið vera til skoð- unar hjá félaginu og átti ekki von á öðru en að það yrði leyst í fullu sam- ráði við landeigendur í Hornvík. -------»--»■-♦----- Ekið á stúlku EKIÐ var á unglingsstúlku á Hafn- argötu í Keflavík síðdegis í gær. Hún meiddist á höfði og var flutt á Borg- arspítalann í Reykjavík til rannsókn- ar. Að sögn lögreglunnar fór stúlkan út á götuna, ekki langt frá gang- braut, en varð þá fyrir bifreiðinni. Eftir rannsókn á sjúkrahúsinu í Keflavík var hún flutt til Reykjavík- ur. Hún var töluvert slösuð, en ekki talin í lífshættu. Sjömannanefnd fjallar um búvörusamningsdrögin í dag Kvótaviðskipti bönnuð frá og með næsta vori í DRÖGUM að nýjum búvörusamn- ingi milli ríkisins og sauðfjárbænda er gert ráð fyrir að sala á kvóta milli framleiðenda verði bönnuð frá • og með næsta vori. Veruleg andstaða er við ýmsa þætti samningsdraganna meðal fulltrúa vinnumarkaðarins í Sjömannanefnd. Þeir munu gera formlegar athugasemdir við drögin í dag. Eitt af því sem fulltrúar vinnu- markaðarins í Sjömannanefnd eru óánægðir með er fyrirkomulag á * útflutningi kindakjöts. Samkvæmt samningsdrögunum er gert ráð fyrir að svokallað markaðsráð ákveði i upphafi hvað mikið af framleiðslunni fari á innanlandsmarkað og hvað mikið á erlenda markaði. Allir fram- leiðendur taka jafna ábyrgð á út- flutningnum. Verði t.d. ákveðið að senda fjórðung /ramleiðslunnar á erlenda markaði verður fjórðungur framleiðslunnar verðfelldur óháð því hvað hver og einn framleiðir mikið. Guðmundur Gylfi Guðmundsson, hagfræðingur ASÍ, segir þetta fyr- irkomulag framleiðsluhvetjandi því að bændur muni leitast við að fram- leiða upp í sinn kvóta. Þeir sem ekki framleiði upp í kvótann verði látnir taka þátt í kostnaði við útflutning hinna sem framleiða umfram kvóta. Þar sem sameiginleg ábyrgð verði á útflutningnum sé hætt við að marg- ir hugsi sem svo að best sé að nýta framleiðslugetuna. Guðmundur Gylfi segir að fulltrú- ar vinnumarkaðarins séu ósáttir við að ríkið taki á sig ýmsar þær skuld- bindingar sem rætt sé um að það taki á sig samkvæmt fyrirliggjandi samningsdrögum, ekki síst ef þær eigi að ná fram yfir aldamót eins og verið sé að tala um. Framleiðsluráð landbúnaðarins kom saman til fundar í gær, en þar var m.a. rætt um miklar birgðir af kindakjöti. Samkvæmt birgðataln- ingu 1. september voru birgðirnar 2.200 tonn.. Verðmæti þeirra er á áttunda hundrað milljónir króna. Fram kom á fundinum að því er spáð að um 8.900 tonn af kinda- kjöti verði afsett í haust, en það er nokkru minna en fyrstu spár gerðu ráð fyrir. Astæðan er minni vænleiki dilka en í fyrra. Neysla á innanlands- markaði síðustu 12 mánuði er um 7.000 tonn. Morgunblaðið/Þorkell Flúið undan útsynningnum ALLMIKILL vindur var að út- sunnan í gær og gerði mikið úrhelli í verstu hryðjunum. Þá var gott að geta leitað skjóls í strætisvagnaskýli, enda kostar skjólið þar ekkert, þótt sumum finnist orðið æði dýrt í vagnana. Myndin er tekin í skýli við Lækjargötu í gær.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.