Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 9 FRÉTTIR Norræna brunatækniráðstefnan á Hótel Loftleiðum Vonir bundnar við Eldibrand TOLVUKERFIÐ Eldibrandur, sem Slökkvilið Reykjavíkur tók í notk- un 18. ágúst, hefur reynst mjög vel að sögn Hrólfs Jónssonar slökkviliðsstjóra: „Notkunarmögu- leikarnir eru alltaf að koma betur og betur í ljós. Það nýtist okkur ekki eingöngu í eldútköllum, held- ur flýtir það líka fyrir þegar leitað er að húsum í sjúkraflutningum." Hann segist vonast til að geta selt tölvukerfið til slökkviliða er- lendis. Yfirlitskort yfir Reykjavík í Eldibrandi er að finna yfirlits- kort yfir Reykjavík með loftmynd, staðsetningum brunahana og mörgum viðbótarupplýsingum sem koma slökkviliðinu að gagni. Þær upplýsingar sem kerfið býr yfir eru að mestu fengnar úr land- upplýsingagrunni Reykjavíkur- borgar, en Kópavogur, Seltjarnar- nes og Mosfellsbær vinna að því að tengjast kerfínu líka. Auk þess geta fyrirtæki snúið sér til verkfræðiskrifstofu og látið útbúa teikningu af húsnæði sínu fyrir Eldibrand, sem er þá hægt að slá upp ef til eldsvoða kemur. „Við vissum ekki hvernig markað- urinn tæki við sér, en nú þegar hafa Hótel Loftleiðir og Eimskip afhent okkur gögn og fieiri eru á leiðinni,“ segir Hrólfur. Leyst úr mörgum snúnum vandamálum Tölvukerfíð var kynnt á Nor- rænu brunatækniþingi sem stend- ur yfír á Hótel Loftleiðum og von- ast er til að slökkvilið erlendis festi kaup á því. „Við höfum kynnt kerfíð í Noregi, Svíþjóð og Banda- ríkjunum og það hefur vakið at- hygli. Sumir segjast reyndar ætla að gera þetta sjálfir, en við höfum lagt mikla vinnu í að þróa þetta frá 1990 o g leyst úr mörgum snún- um vandamálum, þannig að við segjum þá bara: Verði ykkur að góðu.“ Hrólfur segist vera bjartsýnn á að geta selt kerfið: „Við erum búnir að verðleggja það. Það kost- ar eina og hálfa milljón og það ætti ekki að vera of hár þröskuld- ur.“ Nýjasta nýtt á Norðurlöndum í gær kynntu slökkviliðin það nýjasta í starfínu hjá sér, en að sögn Hrólfs var það athyglisvert, enda stæðu Norðurlöndin mjög framarlega í heiminum hvað varð- aði menntun, tækni, tækjabúnað, prófanir, framþróun o.fl. Fjarhitun hf. fræddi ráðstefnu- gesti fyrir hönd íslendinga um erlent tölvuforrit sem gerir kleift að meta magn slökkvivatns í dreifikerfum vatnsveita. Fjarhitun hf. hefur hannað samskiptaforrit til tengingar við landupplýsinga- kerfí Reykjavíkurborgar, þannig að ávallt eru aðgengilegar nýjustu upplýsingar um ástand vatnsveitu- kerfisins sem eru síðan notaðar beint í útreikningum hverju sinni. „Við erum að útbúa forrit sem gerir vatnsveitum um allt land og jafnframt slökkviliði örúggara um vatnsforða til slökkvistarfs," segir Oddur B. Björnsson, verkefnis- stjóri Fjarhitunar hf. „Það sem er einkum mikilvægt varðandi slíka líkanreikninga er að geta endurmetið afkastagetu vatnsveitu í eldri hverfum, þar sem komið hefur upp aukin vatns- þörf vegna nýbygginga eða starf- semi. Þá er ódýrara og þægilegra að geta endurmetið veitukerfið með þessum hætti, heldur en að þurfa að bíða eftir að eitthvað gefi sig.“ Kýlaveiki ekkií nýgengn- umlaxi LAXAR sýktir af kýlaveikibróður hafa greinst í 9 ám hér á landi í sumar og alls er um 13 laxa að ræða. Gísli Jónsson físksjúkdóma- læknir segir veikina lengi hafa ver- ið landlæga og það sé sín tilfinning að ef sérstök leit væri gerð á hveiju ári myndu tilfelli finnast. Ámar þar sem laxarnir þrettán hafa fundist em Elliðaárnar 3 lax- ar, Andakílsá 2 laxar, Húsadalsá í Steingrímsfírði 2 laxar, Staðará í Steingrímsfirði 1 lax, Brynjudalsá 1 lax, Hrútafjarðará 1 lax, Mið- fjarðará 1 lax, Tjarnará á Vatns- nesi 1 lax og Ytri Rangá 1 lax. Svipuð einkenni Lax sýktur af kýlaveikibróður hefur svipuð einkenni og lax með kýlaveiki. „Þegar veikin er komin á visst stig eru einkennin skugga- lega lík og veikin jafnbráðdrepandi. Stóri munurinn liggur hins vegar í eðli bakteríunnar, kýlaveikibakter- ían er miklu grimmari, ef þannig mætti að orði komast, og því bráðsmitandi á meðan baktería kýlaveikibróður fer sér mun hægar í sakirnar og er ekki mjög smit- andi,“ segir Gísli. Kýlaveiki ekki í nýrunnum laxi Sú frétt komst á kreik í sumar að kýlaveikin skæða hefði greinst í nýrunnum laxi í Elliðaánum og benti það til þess að smitið hefði orðið í hafinu, en að sögn Gísla Jónssonar er það rangt og ekki frá Keldum komið. Einn nýgenginn lús- ugur lax með sjúkdómseinkenni kom í rannsókn og reyndist hann ekki vera með kýlaveiki, heldur kýlaveikibróður. Franskar dömuprjónadraktir og stakir prjónajakkar Verð frá kr. 16.800,- Opið laugardag frá kl. 10-14, TESS - Verið velkomin - neðst VÍð daga kl 9—18 Dunhaga, laugardaga síml 562 2230 kl. 10-14. mm ■ Í////////////I * Sunddeild Armanns Hin sívinsaalu sundnámskeiö eru aö hefjast. Ungbarnasund ■ Fyrir fullorbna Framhald ungbarnasunds 2-3 ára, 4-6 ára Fyrir vatnshrædda Þolfimi í vatni Kvennatímar Innritun virka daga frá kl. 16.30 og um helgar frá kl. 13.00 í síma 557-6618 (Stella). GLÍMT við lax á Rangárflúðum á dögunum, en þar hefur veiði verið afar góð í sumar. „Allt tal um uppruna kýlaveik- innar í íslenskum löxum, hvort fyrsta smitið hafi orðið í hafi eða í ánni, eru vangaveltur. Kýlaveiki- bróðir er meira sjóbundin baktería og þegar laxar með slíkt smit ganga úr sjó mætir þeim hitastig sem kveikir í bakteríunni. Varðandi kýlaveiki, er bakerían svo skæð að það nægir að einn lax sé sýktur til að setja allt í gang,“ segir Gísli og bætir við að smit verði bæði við snertingu fiska, með saur þeirra að ekki sé minnst á þegar kýli á sjúk- um fískum opnist og úr þeim vellur saman við árvatnið. „Elliðaárnar voru lengi vatnslitl- ar og allt að 15 gráðu heitar í sum- ar og smitmögnun getur verið gífur- leg við þær kringumstæður,“ segir Gísli. Elliðavatnið „hreint“ Sá kvittur komst einnig á kreik í sumar að sýktir laxar hefðu fund- ist í Elliðavatni. Það er rangt, að sögn Gísla Jónssonar. Hann segir að enginn sýktur fiskur hafí fundist í Elliðavatni og hafa þó bæði verið athugaðir laxar, urriðar og bleikjur. Sagði Gísli enn fremur að augljóst væri að eftir því sem neðar dragi, þeim mun þéttari væri sjúkdómur- inn, þéttastur frá Árbæjarstíflu og niður að Sjávarfossi. Rannsóknarstofurnar á Keldum hafa fengið fjölda laxa til skoðunar í sumar, um miðjan september hafði verið tekið við löxum úr 30 laxveiði- ám og þeim hefur fjölgað síðan. Sérstaklega var fjallað um tvo þess- ara fiska í fjölmiðlum í sumar. Annar var úr Korpu, hinn úr Stóru Laxá. Fjórir grunsamlegir laxar úr Korpu voru skoðaðir, en enginn var smitaður, hvorki af kýlaveiki né kýlaveikibróður. Laxinn úr Stóru Laxá, sem var afar illa útlítandi, reyndist vera með mjög sjaldgæfa tegund af krabbameini í roðinu. Fólk er alltaf að vinna í Gullnámunnh 74 milljónir Vikuna 14. til 20. september voru samtals 74.533.845 kr. greiddar út í happdrættisvélum um allt land. Þetta voru bæði veglegir Silfurpottar og fjöldinn allur af öðrum vinningum. Silfurpottar í vikunni: Dags. Staður Upphæö kr. 14. sept. Háspenna, Laugavegi..... 113.498 15. sept. Kringlukráin................ 284.146 15. sept. Mamma Rósa, Kópavogi... 69.890 15. sept. Naustkráin................... 71.643 16. sept. Mónakó....................... 69.532 16. sept. Rauöa Ijóniö.............. 140.731 17. sept. Háspenna, Laugavegi..... 93.109 17. sept. Ölver........................ 83.072 18. sept. Spilast. Geislag., Akureyri.. 118.352 18. sept. Mónakó....................... 77.490 18. sept. Mónakó....................... 99.682 Staða Gullpottsins 21. september, kl. 11:00 var 7.199.456 krónur. Silfurpottarnir byrja alltaf 150.000 kr. og Gullpottarnir í 2.000.000 kr. og hækka síöan jafnt og þétt þar til þeir detta.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.