Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ - FRÉTTIR Starfskjör þingmanna á Norðurlöndum Laun lægst á Islandi en starfsgreiðslur hæstar Kjör þingmanna á Norðurlöndunum Laun Kostnaðargreiðslur: Lágmark Hámark ísland 195.000 Danmörk 332.000 Noregur 247.000 Svíþjóð 244.000 Finnland 235.000 64.000 145.200 1 Ferðir, simi, póstur, tæki 34.340 99.370 *' Ferðir, slmi 52.817 104.933 2 Ferðir, simi, póstur, tæki, húsn. 55.350 99.650 4 Ferðir, sími, póstur, tæki, Itúsn. 78.000 133.500 3 Ferðir, sími, læki ‘1) Skattfrjálst *2) Skatttrjálst að hluta "3) 80% skatttrjálst ’4) Skattskylt Starfskjör þingmanna á hinum Norðurlönd- unum hafa blandast inn í umræðuna um réttmæti launa- og starfskostnaðarhækkun- ar íslenskra þingmanna. Samkvæmt athug- un Guðmundar Sv. Hermannssonar fá íslenskir þingmenn lægstu grunnlaunin en hæstu starfskostnaðargreiðslumar. LAUNAKERFI þingmanna virðist byggt upp á svip- aðan hátt á öllum Norð- urlöndunum. Þingmenn fá föst grunnlaun og starfskostnaðar- greiðslur að auki sem fara hækk- andi eftir því hvað þingmenn búa langt frá þingstaðnum. Hins vegar eru upphæðirnar mismunandi, sam- kvæmt upplýsingum sem Morgun- blaðið hefur aflað sér hjá þjóðþing- um landanna. Þá eru skattareglur einnig ólíkar og víða eru kostnaðar- greiðslur skattlagðar. Hér á eftir fer yfirlit yfir starfs- kjör þingmanna á Norðurlöndunum fimm. Upphæðunum hefur verið breytt í íslenskar krónur miðað við gengisskráningu en ekki er tekið tillit til mismunandi verðlags eða skattalaga í löndunum. Hlunnindi, t.d. vegna húsnæðis, eru ekki reikn- uð sérstaklega út. Samkvæmt þessu eru grunnlaun þingmanna lægst á íslandi en starfstengdar greiðslur geta á móti orðið hæstar hér. Alþingi íslendinga Þingmenn fá 195 þúsund krónur í þingfararkaup samkvæmt ákvörð- un Kjaradóms. Forseti Alþingis fær ráðherralaun, 350 þúsund krónur. Varaforsetar fá 15% álag á þingfar- arkaup og formenn þingnefnda og þingflokka einnig. Samkvæmt reglum forsætis- nefndar Alþingis fá alþingismenn fyrir kjördæmi utan Reykjavíkur og Reykjaness greiddan dvalarkostnað, 53 þúsund krónur á mánuði, og 40% álag að auki, eða 21 þúsund krón- ur, ef þingmaður heldur tvö heimili. Þingmenn utan Reykjavíkur fá greiddar 31 þúsund krónur í ferða- kostnað mánaðarlega og Reykjavik- urþingmenn fá 24 þúsund krónur. Þá eiga þingmenn rétt á 40 þúsund króna starfskostnaðargreiðslu á mánuði. Allar þessar greiðslur eru skattfijálsar. Til viðbótar fá þingmenn síma, farsíma, tölvur og dagblöð sér að kostnaðarlausu. Þá fá þeir einnig greiddan annan ferðakostnað sem þeir kunna að hafa vegna starfs síns. Riksdagen í Svíþjóð Sænskir þingmenn fá 26.500 sænskar krónur í mánaðarlaun eða um 244 þúsund íslenskar krónur. Upphæð launanna er ákveðin af þingnefnd. Forseti þingsins fær 65 þúsund krónur (604.500 ISK) í mánaðar- laun eða það sama og forsætisráð- herrann. Varaforsetar fá 12% álag á þingfararkaupið. Þá fá formenn þingnefnda 8% DÖNSK gluggaverksmiðja hefur sent skógarverðinum í Hallorms- staðaskógi fyrirspum um hvort hann geti útvegað 800 rúmmetra af lerki og ef hann geti ekki útveg- að lerkið fljótlega hvenær hægt verði að útvega það. Náttúrulega fúavarinn viður Þór Þorfinnsson, skógarvörður, sagði að fátt hefði verið um svör hjá sér að öðru leyti en því að lerk- ið væri ekki til enda væri ekki langt um liðið frá því farið hefði verið að rækta lerki og annaði afrakstur- inn ekki eftirspurn innanlands. Hann sagði að lerki væri ekki álag á þingfararkaup og varafor- menn 4% álag. Þingmenn sem búa í a.m.k. 50 kílómetra fjarlægð frá þinghúsinu eiga rétt á dvalarstyrk á meðan þing situr. Þessi styrkur nemur nú 238 krónum á dag eða 7.140 krónum á mánuði (66.400 ISK) en þingið situr í átta mánuði á ári, þannig að á ársgrundvelli nemur mánaðar- greiðslan um 44.300 ISK. Upphæð styrksins er endurskoðuð árlega með hliðsjón af neysluvísitölu. Þetta eru skattskyldar greiðslur en þingmenn eiga á móti rétt á skattafrádrætti fyrir þá sólarhringa sem þeir verða að dvelja fjarri heim- ili sínu. Þessi frádráttur nemur 180 krónum fyrstu 90 dagana á ári en síðan 126 krónum á dag. Þá eiga þingmenn rétt á starfs- kostnaðargreiðslum. Þessar greiðsl- ur eiga að ná yfir kostnað vegna sérfræðiaðstoðar, tækjakaupa, skoðunarferða og fleira. Upphæðin er nú 5.951 króna á mánuði (55.350 ISK) og er skattskyld en heimilt er að draga kostnað frá. Að auki fá þingmenn að hringja úr þinghúsinu á kostnað þingsins, og senda póst þaðan sér að kostnaðarlausu, og þeir fá tölvur til afnota bæði í þing- húsinu og heima hjá sér. Þingmenn geta einnig fengið af- not af íbúðum í eigu þingsins gegn vægri leigu. Loks fá þingmenn að ræktað á hinum Norðurlöndunum því iðnaður væri ekki byggður upp fyrir tegundina. Lerki hefði hins vegar þann eiginleika fram yfir margar aðrar tegundir að það væri fúavarið af náttúrunnar hendi, þyldu veðrun og vatn, og hentaði því mjög vel utan dyra. Nú þegar mikið væri rætt um vistvænar af- urðir spillti ekki að óþarfi væri að bera eiturefni á viðinn til að veija hann. Tré hafa verið gróðursett í um 500 hektara af landi á Héraði á hveiju ári frá árinu 1990. Bænd- ur gróðursetja um 90% og er uppi- staðan í því lerki. Lerki er einnig gróðursett á Norðurlandi. ferðast ókeypis með ríkisjárnbraut- um og áætlunarbifreiðum. Þeir fá einnig að ferðast ókeypis í innan- landsflugi ef þeir ferðast á vegum þingsins. Folketinget í Danmörku I Danmörku fá allir þingmenn 28.813 danskar krónur á mánuði sem endurgreiðslu fyrir þá þjónustu sem þeir veita aimenningi. Það svar- ar til 332 þúsund íslenskra króna. Greiðslan er miðuð við 49. launa- flokk ríkisstarfsmanna í Danmörku og endurskoðuð tvisvar á ári miðað við framfærsluvísitölu. Allir þingmenn fá þar að auki skattfijálsar kostnaðargreiðslur meðan Folketinget situr, eða í um 8 mánuði á ári. Þessar greiðslur eru misháar eftir því hvar þingmenn búa. Þeir sem búa innan við 45 km frá aðaljárnbrautarstöð Kaup- mannahafnar fá mánaðarlega 2.986 danskar krónur (34.340 ISK). Þing- menn annarstaðar af Sjálandi fá 4.040 danskar krónur (46.500 ISK). Þingmenn sem búa utan Sjálands fá 7.493 krónur (86.170 ISK) og þingmenn Grænlands og Færeyja fá 8.641 krónu á mánuði (99.370 ISK). Þingmenn verða að ráða sér einkaritara og aðstoðarmenn sjálfir en þingið greiðir hins vegar fyrir þá þjónustu og er miðað við 9.500 króna (109.250) mánaðarlega upp- hæð í því sambandi. En á hinum Norðurlöndunum láta þingin yfir- Ieitt slíka þjónustu í té. Þingmenn fá ekki ókeypis tölvur en geta leigt þær af þinginu. Þá fá þeir ekki greiddan símakostnað sér- taklega en geta hringt á kostnað þingsins á skrifstofum sínum. Þá fá þeir ekki greiddar dagblaðaá- skriftir, samkvæmt upplýsingum frá Folketinget. Hins vegar geta þeir ferðast ókeypis innanlands, bæði með flugvélum og lestum. Forsetar þingsins geta fengið til ókeypis afnota íbúðir í eigu þingsins og greiða þá hlunnindaskatt. Stortinget í Noregi Norskir þingmenn fá 24.216 norskar krónur á mánuði í laun eða sem svarar til 247 þúsund íslenskra króna og miðast við 47. launaflokk ríkisstarfsmanna. Forseti Stórþingsins fær að auki 6.024 krónur á mánuði (61.450 ISK) og varaforseti fær 4.016 krónur (40.960 ISK). Þá fá allir þingmenn starfskostn- aðargreiðslur meðan þingið situr, eða í 265 daga á ári. Þingmenn búsettir í Ósló eða í innan við 40 km íjarlægð frá þinghúsinu fá 170 krónur á dag, alls 40.050 krónur á ári (400.850 ISK), sem svarar til 34.042 ISK á mánuði að jafnaði. Þingmenn sem búa í meira en 40 km ijarlægð frá þinghúsinu fá 382 krónur á dag, alls 101.363 krónur á ári (1.033.900 ISK) eða sem svarar til 86.158 ISK að jafn- aði á mánuði. Þessar greiðslur eru skattlagðar eins og önnur laun. Þingmenn fá fasta skattfijálsa greiðslu, sem svarar til 1.386 króna (14.125 ISK) á mánuði til að mæta útgjöldum vegna tímarita, nám- skeiða, leigubíla og hótelgistinga. Þá fá þeir einnig fasta skattfijálsa greiðslu, sem svarar til 455 króna (4.650 ISK) á mánuði til að greiða dagblaðaáskriftir. Þingið greiðir að auki kostnað við skrifstofuhald þingmanna, síma- kostnað og póstburðargjöld auk hluta af einkasímareikningum. Þá geta þingmenn einnig fengið tölvur og faxtæki til afnota heima. Norskir þingmenn geta ferðast ókeypis innan Noregs með járn- brautum, flugvélum, bátum og öðr- um farartækjum sem norsk.ríkisfyr- irtæki reka. Þingið greiðir ferða- kostnað þingmanna frá heimili að þinghúsi við upphaf og lok hvers þings, en daglegur ferðakostnaður er ekki greiddur. Stórþingið hefur yfir að ráða um 140 íbúðum í Ósló sem þingmenn utan af landi fá til umráða gegn lágri leigu. Riksdagen í Finnlandi Finnska þingið ákveður sjálft launakjör þingmanna. Grunnlaun þingmanna eru nú 15.805 mörk á mánuði eða um 237 þúsund íslensk- ar krónur. Launin fara síðan stig- hækkandi eftir staifsaldri og ná hæst 20.184 mörkum (302.800 ISK) eftir 18 ára þingmennsku. Þingforsetar fá að auki skatt- frjálsa mánaðargreiðslu, 4.000 mörk (60.000 ISK) til að mæta út- gjöldum. Þá fá þingmenn starfskostnað- argreiðslur, sem eru misháar eftir því hvar þeir búa. Eru 80% af upp- hæðinni skattfijáls en af 20% þurfa þingmenn að greiða skatt. Þingmenn frá Helsinki og ná- grenni fá 33% af grunnlaunum í starfskostnað, eða 5.200 mörk (78.000 ISK). Þar af eru 4.200 mörk skattfijáls. Þingmenn í Uusimaa-kjördæmi, sem búa meira en 30 km frá Hels- inki, fá 45% af grunnlaunum í starfskostnað, eða 7.100 mark (106.500 ISK). Þingmenn sem búa annarstaðar í Finnlandi fá 56% af grunnlaunum í starfskostnað, eða 8.900 mörk (133.500 ISK) á mán- uði. Þar af eru 7.100 mörk skatt- fijáls. Þingmenn njóta ekki húsnæðis- fríðinda heldur verða að útvega sér sjálfir húsnæði í Helsinki. Þeir geta hins vegar ferðast ókeypis innan- lands á kostnað þingsins og fá frí- miða í járnbrautir. Þá fá þeir einnig fríkort í leigubíla og geta ferðast ótakmarkað með þeim. Þingið greiðir fyrir skrifstofuað- stöðu þingmanna, bæði í þinghúsinu og á heimilum þeirra, hluta af síma- kostnaði og lætur þingmönnum í té farsíma og greiðir fastagjald en ekki fyrir umframsamtöi. Hallormsstaðaskógur Falast eftir lerki Söfnun Hjálpar- starfs aðventista Vilja sam- starf við sljómvöld UM NÆSTU mánaðamót hefst söfnun Hjálparstarfs aðventista á suðvesturhorninu og stendur til 15. október, en söfnunin hófst annars staðar á landinu í ágúst. John Art- hur, framkvæmdastjóri Norður- Evrópudeildar ADRA, Þróunar- og hjálparstofnunar aðventista, heim- sótti ísland fyrir skömmu til að kynna alþjóðlega starfsemi stofnun- arinnar hér á landi. John Arthur átti ásamt fulltrúum Hjálparstarfs aðventista á íslandi fund með Hilmari Þór Hilmarssyni, framkvæmda- stjóra Þróun- arsamvinnu- stofnunar Is- lands, til að ræða hugsanlegt sam- starf. í samtali við Morgunblað- ið kveðst Arthur gera sér vonir um samstarf við íslenska ríkið um þróunar- og hjálp- arstarf í löndum á borð við Mosam- bík og Namibíu, en þær hugmyndir verði ræddar betur síðar. „Við fáum 5 milljóna dala stuðn- ing frá dönskum stjórnvöldum á hverju ári til hjálparstarfs af ýmsu tagi, það stærsta er kannski að reisa 30 skóla í Uganda, og fjár- munir þeir sem við fáum frá Sví- þjóð dreifast til 30 landa,“ segir hann. 13 milljarðar í aðstoð ADRA er fimmta stærsta hjálp- arstofnun heims, að sögn Arthurs, og stendur fyrir verkefnum í 139 löndum. í fyrra miðlaði stofnunin, sem er sá hluti kirkju sjöunda dags aðventista sem snýr að mannúðar- málum, aðstoð fyrir um 200 milljón- ir dollara eða um 13 milljarða ís- ienskra króna. „Við þiggjum fjárstuðning frá ríkisstjórnum landa á borð við Sví- þjóð, Danmörku, Kanada, Japan og ESB, félagasamtökum og einstakl- ingum og dreifum fjármunum og hjálpargögnum til bágstaddra, óháð þjóðerni eða kynþætti þeirra, stjórn- málaskoðunum eða trúarbrögðum. Hvar þar sem neyð er að finna reyn- um við að leggja af mörkum. Það starf er margþætt, og t.d. vinnum við að því að gera íbúa margra Afríkuríkja meðvitaða um hættuna af alnæmi með útgáfu bæklinga og uppsetningu leikþátta sem hafa iað- að að allt að 8.000 manns. Við höfum grafið brunna í Pak- istan, staðið fyrir fullorðinskennslu í Afríku, aðstoðað fórnarlömb fjöldamorðanna í Rúanda með byggingu sjúkraskýla og barna- heimila, dreift matarpökkum og bréfum í ríkjum fyrrum Júgóslavíu og byggt skóla og sjúkraskýli í Albaníu. Undanfarin þijú og hálft ár hef ég ferðast 23 sinnum til Albaníu, en ADRA var fyrsta hjálparstofn- unin sem fékk að stíga fæti inn í landið eftir að það opnaði dyr sínar útlendingum í apríl 1991. Hjálpar- starf okkar þar nemur um þremur milljónum dala og hafa stjórnvöld gefið okkur jarðarskika til að vinna að þróunarstarfi með langtíma- markmiðum," segir Arthur. Arthur segir að söfnunin hérlend- is felist í að gengið verði í hús og almenningur beðinn um aðstoð. Afraksturinn renni m.a. til Súdan, þar sem hefur geisað borgarastyij- öld í sjö ár, en ADRA hyggst byggja barnaskóla þar í landi og boða áð- gerðir gegn alnæmi, til Pakistan þar sem stofnunin hefur ýmis verk- efni í burðarliðnum og til áður- nefndra verkefna í Albaníu. John Arthur ' ! í I i I \ \ } > t !

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.