Morgunblaðið - 22.09.1995, Page 20

Morgunblaðið - 22.09.1995, Page 20
20 FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ LISTIR Óðurtil sólahringsins EVA Benjamínsdóttir opnar sýningu sína, Eyktamörk, björg og flæði, í Listacafé og Veislusal Listhússins í Laugardal nk. laugardag kl. 18. Eva sem áður hefur hald- ið einkasýningar og tekið þátt í samsýning- um heima og erlendis auk gjörninga nam í Myndlistaskólanum í Reykjavík og við skója í Frakklandi og Bandaríkjunum. Á sýningunni eru akrýl- og olíumyndir, allar frá í sumar, en Eva fékk innblástur í vor og málaði mestallan sólarhringinn eins og nöfn nokkurra mynda vitna um: Dagmálaglenna, Ótta, Miður morgunn, Mið- nætti, Náttmál, Nón, Aftann. Um mynda- syrpuna Björg segir Eva: „Fólk sér björg í myndunum, en þetta var mín björg; ég var að bijótast í gegnum sorg og mótlæti.“ — Heiti myndanna eru ljóðræn? „Þetta er óður til sólarhringsins. Inda, systir mín, sagði að þetta væru eyktamörk, heitið er frá henni. Ljóðræn, já, ég komst á flug, fékk meðbyr, þetta hefur gengið ágætlega." Tilfinningar og fórnir — Stefnirðu hátt í myndlistinni eða eru verk þín fyrst og fremst tilfinningalegs eðlis? „Þau eru fyrst og fremst tjáning eigin tilfínninga, en ég lagði á mig langt nám í myndlist og var sannfærð um það ásamt öðrum að ég hefði eitthvað fram að færa á því sviði. Ég hef ýmsu fórnað fyir list- Morgfunblaðið/Ásdís EVA Benjaminsdóttir komst á flug og málaði flæði tilfinninga. ina, meðal þess er garðurinn sem ég rækt- aði og fyrrverandi eiginmaður." Evu verður tíðrætt um andlitin í Bjargar- myndunum, þar sjá sumir gyðjur, aðrir andlit feðranna, gömlu mannanna sem lífíð byggist á. Sjálf talar hún um „súrrealísk" andlit og hún segir að það hljómi vel þegar blaðamaður spyr hvort myndir hennar séu andóf gegn hversdagsleikanum. Sá myndlistarmaður sem hafði mest áhrif á hana og kenndi henni mest var Alfreð Flóki. „Flóki hafði gífurleg áhrif á mig sem listamaður og maður, hann sagði að það væri engin sæld að fara út í þetta, en ég skyldi endurtaka sömu hlutina þangað til ég næði tökum á listinni. Ég las fyrir hann og hann kenndi mér að meta ljóð.“ Eva Benjamínsdóttir á erfítt með að láta setja sig í kassa, allra síst kassa í formi húss sem þarf að borga af. Ekki er ijarri lagi að kalla hana „bóhem“. Hún metur meira að geta stokkið upp í lest, áætlunar- vagn eða flugvél og farið og komið þegar hún vill. Nú skín sól í lífi hennar og hún á afmæli á laugardaginn. Siguijón Gunnarsson veitingamaður bauð Evu að sýna hjá sér út árið og hún greip tækifærið og skreytti salinn. Sagan um Bar- böru kvikmynduð KAUPMANNAHÖFN. MORGUNBLAÐIÐ. ÖRLAGA- og átakasaga Færey- ingsins Jörgen-Frantzs Jacobsens um Barböru verður kvikmynduð á næstunni af danska leikstjóranum Nils Malmros. Honum til aðstoðar verður meðal annars Karl Júlíusson, sem sér um búninga og sviðsmynd. Útiatriði verða tekin í Færeyjum, en inniatriði í Danmörku. Nils Maimros er margverðlaun- aður leikstjóri bæði heima og heim- an. Hann er fæddur 1944 og er læknir, sem lærði sjálfur að gera myndir. Fyrstu myndina gerði hann 1968, innblásinn af Frakkanum Francois Truffaut og „nýju bylg- unni“, sem hann hefur alla tíð tekið mið af. En það var fímmta myndin hans, „Kundskabens træ“, sem kom honum á blað sem kvikmyndagerð- armanni, þegar hún var valin á lista International Film Guide sem ein af tíu bestu myndunum 1981. Seinni myndir hans hafa einnig hlotið verð- laun heima og erlendis. Í Danmörku hefur hann íjórurn sinnum hreppt Bodil-verðlaunin, helstu kvikmynda- verðlaunin dönsku, fyrir bestu mynd- ina og enginn hefur hnekkt því meti. Síðasta mynd hans, „Kærlighedens smerte" frá 1991 hefur víða farið. Karl Júlíusson er rækilega kominn á blað meðal danskra kvikmynd- argerðarmanna. Sem stendur vinnur hann við mynd Lars von Triers, sem einnig er ástar- og örlagasaga á eyju, á skosku eyjunum. Barbara gerist á 18. öld, svo það verður um nóg að hugsa að koma réttu um- hverfi til skila. Hingað til hefur Nils Malmros aðeins kvikmyndað eftir eigin hand- riti, svo Barbara er fyrsta skáldsag- an, sem hann tekur fyrir. Sjálfur er hann heillaður af sögunni annars vegar og ævi Jörgen-Frantz Jacob- sen hins vegar. Rithöfundurinn var annars vegar heltekinn af berklum og hins vegar af ást á Estrid, frænku sinni. í löngum sjúkralegum skrifaði hann söguna um unga prestinn Paul, sem kemur til Færeyja og kynnist Barböru, ungu ekkjunni eftir tvo presta. En hann er ekki einn um að hrífast af lífskrafti hennar og í kringum ástir og afbrýði spinnst sagan. Barbara er eina skáldsaga höfundarins, sem var blaðamaður og skrifaði meðal annars bækur um Færeyjar. Að höfundinum látnum gaf William Heinesen út úrval bréfa höfundarins. Malmros er ekki aðeins heillaður af hinu harmræna í sögunni, heldur hefur einnig í huga skopskyn og kaldhæðni örlaganna, sem höfund- urinn talaði sjálfur um. Færeyska veðrið, þokan og rigningin er notað til að undirstrika andann í sögunni, en einnig moldarforað, lágreist hús og taðreykur. Yfírbragðið á að vera hæglátt. Og allt á þetta að eiga þátt í að koma á framfæri sögunni um Barböru, um ástaræði, tryllta af- brýðissemi, sætlega sviksemi og sak- leysisleg ástarbrigði. Heimur versnandi fer KVIKMYNPIR Laugarásbíó DREDD DÓMARI(Judge Dredd) irVi Leikstjóri Danny Cannon. Tónlist Alan Silvestri. Aðalleikendur Syl- vester Stallone, Armand Assante, Diane Lane, Rob Schneider, Max von Sydow, Jurgen Prochnow, Ja- mes Remar, Scott Wiison. Banda- rísk. Cinergi 1995. HÖFUNDAR Dredds dómara spá því að Móðir Jörð verði orðin eitt svart- nættisvíti á öndverðu þriðja árþús- undinu. Þeir sem betur mega búa í örfáum ofurborgum við ýmsa óáran þar sem „dómararnir“ koma við sögu; handhafar laga og réttar á þessum ógnartímum. Utan múranna ríkir auðn og eitrun. Fremstur dóm- aranna er Dredd (Sylvester Stallone) hinn hugumprúði og er svikinn í fangelsi af illmenninu Rico (Armand Assante), sem reyndar er bróðir hans úr klónaverksmiðjunni. Dredd sannar getu sína , snýr aftur af harðfylgni og kemur að lokum lögum yfír fjend- ur sína. Á því leikur ekki vafi að Stallone er kominn ve! á veg með, ef hann er þá ekki þegar orðinn einn ofmetn- asti leikari í kvikmyndasögunni. Hann fékk hálfan annan milljarð fyrir hlut sinn hér en hefur aldrei verið geldari. Eina nýjungin sem hann brýtur uppá leiklistarlega er að kipra munnvikin og dugar skammt. Dredd dómari býður uppá nokkur lífleg átakaatriði og elting- arleiki, prýðilegar leikmyndir og bún- inga og tónlistin hans Silvestri er vel við hæfi, hröð og drungaleg. Að öðru leyti er eins og slök frammistaða stjömunnar hafi dregið úr töfrum myndarinnar, sem þó hefur greini- lega kostað aurinn sinn. Útkoman er kvikmyndalegur skyndibiti og mannskapurinn framan við tökuvél- arnar má allur muna sinn fífil fegri ef Assante er undan skilinn. Þeir eru stórleikarar á góðum degi, Proc- hnow, að maður tali ekki um von Sydow. Hér eiga þeir að gefa verk- inu vigt en er vorkunn. Sæbjörn Valdimarsson GUÐRÚN S. Sigurðardóttir þýðandi Laxdælu. ítalir lesa Laxdæla sögu LAXDÆLA saga, ein af perl- um íslenskra bókmennta, hef- ur nú verið gefin út í fyrsta sinn á ítölsku í þýðingu Guð- rúnar S. Sigurðardóttur. Það er nýtt bókaútgáfufyr- irtæki, Ariele, sem gefur bók- ina út, en eitt aðalmarkmið þess er útgáfa klassískra bók- mennta með megináherslu á bókmenntir á málum smá- þjóða og er þýðing og útgáfa Laxdælu góð staðfesting á því. Bókin er 216 blaðsíður og hefst hún á formála Jónasar Kristjánssonar, forstöðu- manns Árnastofnunar, og inn- gangsorðum þýðanda en auk sögunnar sjálfrar hefur bókin að geyma heimilda- og staðar- nafnaskrár ásamt helstu ættartrjám og landakortum. Bókarkápuna prýðir svo landslagsmynd, eftir ljós- myndarann Rossetti, tekin við Vatnajökul. Að sögn Guðrúnar gekk þýðing Laxdælu vel en henni til aðstoðar var Diego Rossi sem sl. vetur hélt námskeið í norrænni samanburðarmál- fræði við Ríkisháskólann í Mílanó en þar mun vera veru- legur áhugi á að koma á ís- lenskukennslu. Það verður spennandi að fylgjast með hvernig Italir taka Laxdælu en þeir eru sannir aðdáendur klassískra bókmennta og munu þeir margir hverjir eflaust bíða óþreyjufullir þýðingar og út- gáfu næstu íslensku bókar en þess verður ekki langt að bíða því bókaútgáfan Ariele mun þegar hafa leitað til Guðrúnar um áframhaldandi samstarf. Það verður ekki ráðist á garðinn þar sem hann er lægstur frekar en að þessu sinni því næsta perla íslenskra bókmennta sem ítal- ir fá að njóta er sjálf Njáls- saga og hefst vinna við þýðingu hennar á hausti kom- andi. Morgunblaðið/Haraldur Hannes Nýjar bækur • ÚT eru komnar hjá íslenska kiljuklúbbnum þijár nýjar bækur: Hafrún ogsagnahafið er skáldsaga eftir Salman Rushdie, sú fyrsta sem hann skrifaði eftir að hann lauk við Söngva Satans, og hlaut líflátsdóm klerkaveldisins í Iran. Dag einn fer allt úrskeiðis hjá sagnaþulnum Ras- híd Khalífa: kona hans fer frá honum og þegar hann opnar munninn til að segja eitt af sínum frægu ævin- týrum kemur hann ekki upp orði heldur krunkar. Hannes Sigurðsson þýddi bókina sem er 163 blaðsíður. Hún kostar 799 krónur. Hundrað góðir réttir frá Miðjarð- arhafslöndum er matreiðslubók eft- ir Diane Seed. í bókinni eru hundrað uppskriftir frá ýmsum Miðjarðarhaf- slöndum, súpur, brauð, pasta- og hrísgijónaréttir, grænmetisréttir, fisk- og kjötréttir og ábætisréttir. Áður hafa komð út eftir sama höf- und bækurnar 100 góðar pastasósur og 100 góðir ítalskir réttir. Helga Guðmundsdóttirþýddi bók- ina sem er 127 blaðsíður. Hún kost- ar 890 krónur. Sub Rosa er spennusaga eftir norska höfundinn Kim Smáge. ívetr- arhörkunum í Þrándheimi opnar listamaður sýningu á myndum sem unnar eru úr mörgum lögum af veggfóðri í íbúðinni sem hann býr í. Skömmu síðar fínnst eigandi gall- erísins myrtur í sömu íbúð. Brotist er inn í galleríið og þar er stolið myndinni Sub Rosa. Illugi Jökulsson þýddi bókina sem er 277 blaðsíður og kostar 799 krónur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.