Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 22.09.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREINAR FÖSTUDAGUR 22. SEPTEMBER 1995 25 Um forsendur samninga FORSENDUR gild- andi kjarasamninga og hugsanleg tilefni til uppsagnar þeirra hafa sett mark á opinbera umræðu. Tilefni þessa er tvíþætt. Annars vegar úrskurður kjara- dóms um launahækk- anir þingmanna og æðstu embættismanna sem verkalýðshreyf- ingin hefur fordæmt og talið brjóta í bága við meginstefnu samn- inga. Hins vegar vax- andi áhyggjur af því að verðbólga kunni að verða meiri en samn- ingarnir miða við og geti orðið til- efni til endurskoðunar eða upp- sagnar. Ein launastefna - eða fleiri Útifundur verkalýðsfélaganna á Ingólfstorgi krafðist þess að úr- skurður Kjaradóms um launahækk- anir embættismanna verði felldur úr gildi og þeim verði ákveðin 2.700 kr. hækkun eins og falist hafi í al- mennu kjarasamningunum. Þessi krafa væri um margt skiljanleg ef niðurstaða kjaraviðræðna ársins hefði birst í einni órofa launastefnu. Því fór þó víðs fjarri því í fyrsta sinn frá 1990 náðu verkalýðsfélögin ekki saman um öflugt samfiot um eina launastefnu. Þvert á móti var það meginmál að félög og sambönd skyldu semja hvert fýrir sig, svo unnt væri að fjalla um sérmál og séraðstæður einstakra félaga og sambanda. I samræmi við það varð niðurstaða samninga sú að tilteknir hópar fengu hækkanir umfram aðra. Verkalýðsfélögin höfnuðu því þannig sjálf strax í upphafi að eitt skyldi yfir alla ganga. í febrúar náðist samstaða með Vinnuveitendasambandinu og stærstu landssamböndum ASÍ um það meginviðmið að launabreyting- ar í kjarasamningum á árinu 1995 og 1996 skyldu vera hliðstæðar því sem gerðist öðrum Evrópulöndum. Lengra var ekki unnt að ganga ef halda skyldi óbreyttri sam- keppnisstöðu og höggva í raðir atvinnu- lausra. í þessu fólst að launabreytingar gætu orðið 3-4% á ári til jafnaðar en kaupmátt- arþróun hlyti að ráðast af verðlagi sem þá mætti ekki hækka að sama skapi. Niðurstaða samn- inga við þessi sambönd varð sú að laun skyldu í upphafi hækka um sömu krónutölu en þó hærri til þeirra sem lægra voru launaðir. Þess var vænst að hærra launaðir hópar sættust á hlutfallslega minni launabreytingar, einkum vegna þess að frádráttarbærni lífeyris- sjóðsiðgjalda færði þeim hlutfalls- lega meiri ávinning. Eins og stundum áður var blekið tæpast þornað á samningunum þann 21. febrúar við stærstu lands- sambönd ASÍ að forystumenn margra sömu félaga fóru á öðrum vígstöðum fram með kröfur um prósentuhækkun launa og þar voru kröfurnar ekki alls staðar skornar við nögl. VSÍ lagði áherslu á að halda fast við áðurgreind markmið um að launakostnaður í heild hækkaði ekki umfram það sem gerist með nálægum þjóðum, en stuðningur samtaka launamanna við þetta markmið reyndist næsta rýr. Má í þessu sambandi minna á verkföll flugfreyja, sjómanna og stéttarfélaga starfsmanna ISAL, en allir þessir hópar gerðu kröfu um meiri hlutfallslegar hækkanir en samningarnir í upphafi árs mið- uðu við og meiri en ýmsum af æðstu embættismönnum þjóðarinn- ar voru síðar mældar með kjara- dómi. Það er því í besta falli tvískinn- ungur þegar fjöldi forystumanna í verðlagsþróun síðustu mánaða felast hættu- merki, segir Þórarinn V. Þórarinsson, sem hér fjallar um forsendur kjarasamninga. stéttarfélaga, sem knúið hafa á um hliðstæðar hækkanir til handa sínum félagsmönnum og ekki talið það fara í bága við kjarastefnu ársins, kalla nú eftir ógildingu kjaradóms. Margir þeirra sam- þykktu aldrei stefnuna um eina fasta krónutölu á öll laun, — a.m.k. ekki fyrir sína félagsmenn. Um það vitnar t.d. barátta rafiðnaðar- manna fyrir því að að félagsmenn þeirra á Keflavíkurflugvelli fái greiddan sérstakan launaauka í samræmi við úrskurð svonefndrar Kaupskrárnefndar, sem er eins konar kjaradómur, og úrskurðaði rafiðnaðarmönnum í þjónustu varnarliðsins verulegar hækkanir til viðbótar almennum launahækk- unum ársins með hliðsjón af hækk- unum annarra síðustu árin. Ekki hafa aðrir en varnarliðið kallað á ógildingu þessa úrskurðar jafnvel þótt fjárhæðir og hlutfallstölur muni ekki alveg úr takt við niður- stöður Kjaradóms. Þessi sjónarmið eru rakin hér til að varpa ljósi á að verkalýðs- hreyfingunni lánaðist ekki að verða samstiga um eina launa- stefnu og getur því ekki talið það brot á forsendum þótt Kjaradómur hafi úrskurðað embættismönnum og þingmönnum meiri hlutfalls- hækkanir en almennt hefur samist um á þessu ári. Sérreglur þingsins um skattamál þingmanna og sér- stakar greiðslur þeim til handa eru að sönnu annar kapítuli en getur þó með engu móti skoðast hluti af forsendum samninga. Um það Þórarinn V. Þórarinsson hljóta menn að fjalla á öðrum vett- vangi. Þótt enn liggi ekki fyrir ná- kvæmt uppgjör á niðurstöðum kja- rasamninga ársins sýnist þó ljóst að minna varð úr jöfnuði í launa- málum en margur vænti. Enn sýn- ast þó lægst launuðu hóparnir hafa notið töluvert meiri hlutfallslegra hækkana en orðið hafa að meðal- tali og jafnvel hliðstæða þeim sem mest hafa fengið. Það er þó betri árangur en oft áður og meiri en í raun mátti vænta eftir að sam- stöðuleysi verkalýðshreyfingarinn- ar varð endanlega ljóst. Verðlag og kaupmáttur Kjarasamningar síðustu ára hafa öðru fremur miðað að því að knýja niður verðbólgu, skapa skilyrði fyr- ir fjölgun starfa og leggja grunn að vaxandi kaupmætti. Gildandi samningar eru þessarar gerðar og byggjast beinlínis á þeirri forsendu að „verðlagsþróun á samningstíma- bilinu í heild verði áþekk því sem gerist í helstu viðskiptalöndum“. Bregðist það má segja samningun- um upp frá næstu áramótum með mánaðar fyrirvara. Af sjálfu sér leiðir að „verðlags- þróun á samningstímabilinu í heild“ verður ekki metin á miðju tímabilinu með því einu að horfa um öxl. Sérstök nefnd samnings- aðila, launanefnd, hefur það hlut- verk að fylgjast með forsendum samningsins og þá meta tilefni til viðbragða ef þróun verður með öðrum hætti en ætlað var. Hún verður að meta líklega verðlags- þróun á því tveggja ára tímabilr sem samningarnir spanna og þá annars vegar horfa til staðreynda liðins tíma og hins vegar að meta horfur á næsta ári í ljósi fyrirliggj- andi upplýsinga. Verðbólga í nálægnm löndum hefur að meðaltali verið rétt liðlega 3% síðustu 12 mánuði og horfur eru á svipaðri þróun á næsta ári. Verðþróun í nágrannaríkjunum víkur eðlilega bæði upp og niður frá þessu meðaltali svo ætla má að verðbólga á íslandi á tveggja ára samningstímabili megi ekki fara umfram 7,5-8,0% svo hún telj- ist ekki vera umfram það sem er í nálægum ríkjum. Á þessar staðreyndir horfði framkvæmdastjórn Vinnuveitenda- sambands íslands þegar hún lýsti áhyggjum af því að í verðlagsþróun síðustu mánaða felist hættumerki. Árshraði verðbólgu síðustu 3 mán- uði er 4% borið saman við 1,8% síðustu 12 mánuði. Verðbólgan hefur þannig farið vaxandi og frétt- ir af áformuðum margvíslegum hækkunum á þjónustu opinberra aðila gefa fullt tilefni til ítrustu aðgæslu og viðvarana af hálfu VSÍ. Kjarasamningar skera sig um margt frá öðrum samningum en þó mest í því að samningsaðilar verða jafnan að hittast á nýjan leik og semja fyrir næsta tímabil. Þeir byggjast því á gagnkvæmu trausti og þeirri fullvissu að bregðist menn traustinu komi það niður á sam- skiptunum næst þegar semja skal. Það er því enginn kostur á þvi að láta eins og ekkert sé ef verðbólga ógnar markmiðum um vaxandi kaupmátt og raunverulegum for- sendum samninga; horfa um öxl og segja bjarta framtíð, þótt að baki sé. Það er ekki sú stefna sem skilað hefur stöðugleika og nú loks stígandi kaupmætti og því_ þarf enginn að undrast þótt VSÍ telji það skyldu sína að vekja athygli stjórnvalda á skyldum þeirra við að halda þeim skilyrðum í efna- hagsstjórn sem lágmarka verð- bólgu og hámarka kaupmátt innan þeirra marka sem samningar miða við. Viðvaranir sambandsins bein- ast einnig inn á við til aðildarfyrir- tækja, því stöðugleikinn er brot- gjarn og ræturnar standa grunnt. Því verða allir þeir sem ákveða verð á markaði að fara með ítrustu gát. Vinnuveitendasambandið hefur á liðnum árum átt farsælt sam- starf við launaþegahreyfingu um þau meginmarkmið að halda verð- bólgu í skefjum, bæta samkeppnis- stöðu fyrirtækja og skapa þannig skilyrði fyrir fjölgun starfa í sam- keppnisgreinum atvinnulífsins og treysta forsendur kaupmáttarþró- unar. Þessi markmið hafa m.a. náðst með því að samtökin hafa beinlínis beitt sér fyrir aðgerðum í þessu skyni til þess að hafa áhrif á þróUn í framtíðinni, því henni má breyta ef nógu fljótt er brugð- ist við. Vinnuveitendasambandið vill áfram vinna að hagsmunum framtíðar og því meginmarki að íslenskt samfélag fái staðist sam- anburð við það sem nálæg lönd hafa að bjóða. Þá dugar ekki að einblína um öxl. Höfundur er framkvæmdastjóri VSÍ. Rosenthal r pií MÍin-SjV • Brúðkaupsgjafir CQ '®\ Ci • Tímamótagjafir • Verð við allra hæfi J\oöerv/$s^sL^ Hönnun oggæði í sérflokki Laugavegi 52, sími 562 4244. Hústré, Ármúla 38, sími 568 1818 Opið laugardag og sunnudag kl. I 1-16 Vegna breytinga seljum við BOFORM ínnréttingar úr sýningarsal með verulegum afslætti. Eldhúsinnréttingar, baðinnréttingar og borðstofuskápa. 50-60% afsláttur. BORGARKRINGLAN OPIÐ VIRKA DAGA 10-18» LAUGARDAGA 10-16 MATVÖRUVERSLUN OPIN 10-23 Ert þú lukkunnar Fylltu út'þennan miða og skilaðu honum í happapottinn í Borgarkringlunni í dag eða á morgun. Með smá heppni getur þú orðið eigandi að SAMSUNG VXK 326 MYND BANDSTÆKI með fjarstýringu o.fl. frá Bónusradíó. Nafn:_____________________________________________________ Sími:____________________ Heimilisf.:_____________________ Staður: Póstnr.: Dregið verður úr happapottinum mánudaginn 25. sept. og nafn vinningshafa birt í Morgunblaðinu. Jafnframt verður haft samband við vinningshafa símleiðis.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.