Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 2
2 '' FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
(.{•.'i! I. DT.r.
MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Sjö slasast
í hörðum
árekstri
Skýrsla bankaeftirlits Seðlabanka íslands um stöðu lífeyrissjóðanna
Eignir sjóðanna jukust um
25 milljarða króna 1994
Þróun eigna, ráðstöfunarfjár, ávöxtunar
og rekstrarkostnaðar lífeyrissjóðanna
1QQ1-1QQA = 1991 1992 1993 1994
Hrein eign til greiðslu lífeyris í ársiok (m.a. kr.) 157,6 181,3 208,8 234,2*
Raunaukning hreinnar eignar m.v. lánskj.vísit. 13,5% 13,2% 11,7% 10,7%
Ráöstöfunarté (m.a. kr.) 29,5 33,1 39,4 43,9
Raunaukning ráðstöfunartjár m.v. lánskj.vísit. 19,3% 10,4% 15,6% 11,3%
Raunávöxtun eigna m.v. lánskjaravísitölu 6,46% 7,40% 7,08% 7,07%
Hrein raunávöxtun eigna m.v. lánskjaravísitöiu 6,04% 7,00% 6,71% 6,75%
Kostnaður sem hlutfall af eignum ' * / árslok 1994 varhrein eign til 0,41% greidslu llfe 0,38% yris 43,6% 0,34% fpeningaleg 0,29% um spamaði
SJÖ voru fluttir á slysadeild eftir
harðan árekstur á mótum Reykjanes-
brautar og Nýbýlavegar á áttunda
tímanum i gærkvöldi. Enginn sjö-
menninganna er í lífshættu.
Fólksbíll af Nýbýlavegi og jeppi á
leið suður Reykjanesbraut lentu sam-
an á gatnamótunum með þeim afleið-
ingum að jeppinn valt. Fimm voru í
bílnum og voru allir fluttir á slysa-
deild. Ökumaður og farþegi fólksbíls-
ins fóru sömu leið. Frá Slökkviliðinu
fóru þrír sjúkrabílar og tækjabíll.
Ekki reyndist hins vegar nauðsynlegt
að klippa farþegana út úr bflunum.
Bílamir eru ónýtir.
Skólabókardæmi um bílbelti
Hjá Jóni Baldurssyni, yfirlækni á
slysadeild, fengust þær upplýsingar
að enginn sjömenninganna væri í
lífshættu. Hann sagði að fjórir fengju
að fara heim að lokinni rannsókn en
þrír yrðu lagðir inn á spítalann. Sú
niðurstaða væri skólabókardæmi um
mikilvægi öryggisbelta því fjórmenn-
ingamir hefðu verið í beltum en þeir
þrír, sem meira hefðu slasast, ekki.
EIGNIR lífeyrissjóða jukust um
rúma 25 milljarða króna milli ár-
anna 1993 og 1994 og námu í árs-
lok 1994 234,2 milljörðum króna,
sem var 43,2% af peningalegum
spamaði i landinu. Hlutabréfaeign
lifeyrissjóða á þessum tíma nam
samtals 5,6 milljörðum króna, sem
em 2,37% af heildareignum og hef-
ur ekki áður verið jafn mikil. Þar
af námu eignir í erlendum hluta-
bréfum 57,9 milljónum króna, en
þetta er fyrsta árið sem sjóðirnir
fjárfesta í erlendum hlutabréfum.
Þetta er meðal þess sem kemur
fram í nýrri s_kýrslu bankaeftirlits
Seðlabanka íslands um stöðu
lífeyrissjóðanna á árinu 1994. Fram
kemur að á árinu jukust eignirnar
um 10,7% að raungildi. Ráðstöfun-
arfé jókst um 4,5 milljarða króna
frá árinu áður, úr 39,4 milljörðum
í 43,9 miiljarða. Þar af voru iðgjöld
15,7 milljarðar sem er sama upp-
hæð og árið áður. Rekstragjöld að
frádregnum rekstrartekjum námu
652 milljónum króna og lækkuðu
um 13 milljónir króna milli ára, úr
665 milljónum króna árið áður.
Rekstrarkostnaður í hlutfalli af
eignum hefur farið lækkandi og
nam 0,29% á síðasta ári. Gjaldfærð-
ur lífeyrir hækkar um 900 milljónir
á síðasta ári og nam 7,5 milljörðum
króna.
Um áramótin voru lífeyrissjóðirn-
ir 79 að tölu. Þar af höfðu 10 hætt
að taka við iðgjöldum, en 66 sjóðir
töldust sameignarsjóðir og 13 sér-
eignasjóðir. Nítján sameignarsjóðir
voru með ábyrgð launagreiðanda,
ríkis, sveitarfélaga, banka eða
hlutafélaga, en 47 voru án ábyrgð-
ar. Fram kemur í skýrslunni að fjár-
hagsstaða lífeyrissjóða án ábyrgðar
launagreiðenda hefur batnað mikið
á undanfömum áruni og fjárhags-
staða lífeyrissjóða með ábyrgð
launagreiðenda er lakari en hinna.
Þá er sú nýjung í skýrslunni að
lífeyrir er sundurliðaður eftir teg-
undum. Fram kemur að ellilífeyrir
er tæp 60% alls lífeyris eða 59,6%,
örorkulífeyrir 18,8%, makalífeyrir
19,7% og barnalífeyrir 1,9%.
,
Ibúðarhúsið á bænum Eystri-Hellum eyðileggst í eldi
, Morgunblaðið/Valdimar Guðjónsson
MENN frá Brunavörnum Arnessýslu voru fljótir á staðinn. Hér eru þeir að vinna að slökkvistörf-
um um nóttina. Þeim lauk ekki fyrr en klukkan sjö um morguninn.
Hjón og tvö börn sleppa
ósködduð úr eldsvoða
HJÓN með tvö börn sluppu ósködduð þegar íbúðarhús
á bænum Eystri-Hellum í Gaulverjabæjarhreppi eyði-
lagðist í eldi í fyrrinótt. Eldurinn kom upp um klukkan
eitt um nóttina.
Ástráður Guðmundsson og Erlin Óskarsdóttir eru
ábúendur á Eystri-Hellum ásamt þremur börnum sín-
um. Yngsti sonurinn, Andri 10 ára, var sofnaður er
eldurinn kom upp en Erlin og Ástráður ásamt Vilborgu
dóttur sinni gengin til náða en vakandi. Önnur dóttir
hjónanna var að heiman í skóla.
„I fátinu hringdum við í rangt símanúmer, en rétt
náðum að biðja manninn sem svaraði að hringja í
slökkviliðið áður en ólíft varð inni vegna reyks,“ sagði
Ástráður. Sonurinn Andri bjargaðist út á náttfötum
einum fata, en hinir komust í skjólflíkur.
Treglega gekk að slökkva eldinn
Menn frá Brunavörnum Árnessýslu voru fljótir á
staðinn en mjög, treglega gekk að slökkva eldinn.
Húsið er timburhús, byggt 1933, en mikið endurbætt.
Mikil glóð komst milli þilja og lauk slökkvistarfi ekki
fyrr en klukkan sjö um morguninn.
„Eldsupptök eru ókunn, en við þökkum bara fyrir
að allir eru heilir,“ sögðu Erlin og Ástráður. Litlu tókst
að bjarga úr innbúi nema Ijósmyndum og bókum.
Hjónin sögðu að tryggingar væru í lagi þó þær
HJÓNIN Ástráður Guðmundsson og Erlin
Óskarsdóttir segja að litlu hafi tekist að bjarga
úr húsinu.
bættu aldrei tjónið til fulls.
Þau sögðu dóttur sína Katrínu, sem er í skóla á
Laugarvatni, hafa sloppið best áf heimilisfólki, en hún
tók flestar eigur sínar með sér þangað.
Kapphlaupi um aflahæstu veiðiána lokið
SVFR leigir
Norðurá til 3 ára
STANGAVEIÐIFÉLAG Reykjavík-
ur hefur leigt Norðurá til næstu
þriggja ára, en samningur var
undirritaður milli félagsins og
stjómar veiðifélags árinnar aðfara-
nótt gærdagsins. Næsta sumar
verður fímmtugasta sumarið sem
SVFR hefur ána á leigu samfleytt.
„Þetta voru mjög ánægjulegar við-
ræður og ég tel að þetta sé tíma-
mótasamningur um laxveiðiá og lík-
lega einsdæmi hér á landi að sam-
felld leiga sama aðila sé svo löng,
enda ætlum við að gera ýmislegt
til hátíðarbrigða næsta sumar,“
sagði Friðrik Þ. Stefánsson, for-
maður SVFR, i sarotali við Morgun-
blaðið.
Aflahæst þrjú sumur í röð
Norðurá var aflahæst íslenskra lax-
veiðiáa í sumar, þriðja árið í röð,
með 1.680 laxa. Friðrik sagði að
samningurinn væri „óbreyttur" ekki
væri hægt að nefna til leiguupphæð
þar sem hún lægi ekki fyrir. „Það
er vegna þess að samið er upp á
skipta áhættu. Það fyrirkomulag
var til reynslu á liðnu sumri og er
nýlunda og eru það geysileg með-
mæli með því að bændur skuli sam-
þykkja að halda því fyrirkomulagi.
Við félagsmenn vil ég segja á þess-
ari stundu, að veiðileyfí munu ekki
hækka. Hagstæðir samningar náð-
ust fyrir veiðifélag Norðurár um
byggingu veiðihúss á Norðurá 2 og
mun sú framkvæmd veiðifélagsins
stórbæta aðstöðu veiðimanna á því
svæði,“ sagði Friðrik.
Bæta þjónustu
Friðrik sagði enn fremur að í til-
efni af fimmtíu ára afmæli sam-
starfsins milli SVFR og Veiðifélags
Norðurár yrði bryddað upp á einu
og öðru. „Gert verður nýtt og mjög
nákvæmt veiðikort, í anda korta
sem við höfum látið gera af Soginu
og Hítará, nema að trúlega verður
enn meiri fróðleikur á þessu korti,
t.d. um staðhætti og byggðina við
ána. Heilt tölublað af Veiðimannin-
um í vetur verður að öllum líkindum
helgað Norðurá og einnig verður
gert átak á staðnum til að gera
dvöl veiðimanna sem besta. Gerður
verður upplýsingapakki sem allir fá,
ráðinn verður staðarhaldari sem
verður veiðimönnum innan hand-
ar,“ sagði Friðrik Þ. Stefánsson. -
Indverskir
ferðamenn
í bílveltu
BÍLVELTA varð á þjóðveginum á
Djúpavogi í gær þegar ökumaður
jeppabifreiðar missti stjórn á henni
í lausamöl. Bíllinn endastakkst út
af veginum og hafnaði á hjólunum.
í bílnum voru hjón frá Indlandi
ásamt dóttur sinni og voru þau á
ferðalagi um ísland. Betur fór en
á horfðist og slasaðist enginn al-
varlega að talið er.
Var fólkið flutt með sjúkrabif-
reið á sjúkrahúsið á Höfn til að-
hlynningar og skoðunar. Bíllinn
er mikið skemmdur eftir veltuna
og er talinn nær ónýtur.