Morgunblaðið - 28.09.1995, Qupperneq 10
10 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
*i
FRÉTTIR
Starfsmenn Flugleiða í Amsterdam í göngum með norðlenskum bændum ■
:I
„ÉG VEIT ekki til að í nokkru
öðru landi sé ferðamönnum boð-
ið að fylgjast með göngum og
réttum eins og hér.'Erlendir
ferðamenn eiga eflaust eftir að
kunna að meta þennan mögu-
leika. Ég veit að minnsta kosti
að ég tala fyrir munn okkar
beggja þegar ég segi að við höf-
um notið dagsins út i ystu æsar.
Langt ferðalag yfir hafið og
hingað norður var fullkomlega
þess virði,“ sagði Joeri Driehuis,
starfsmaður skrifstofu Flugleiða
í Amsterdam, eftir að hafa að-
stoðað gagnamenn að smala
hrossum af Laxárdal við Blöndu-
ós á laugardag.
Joeri og Alexandra Lomm-
erse, starfsfélagi hans, gerðu sér
sérstaka ferð til íslands til að
kynna sér þennan nýja mögu-
leika í ferðaþjónustu. Joeri er
hins vegar ekki ókunnugur land-
inu og talar ágæta íslensku.
„Eiginlega vaknaði áhugi minn
á íslandi þegar pabbi keypti sér
íslenskan hest, Perlu, fyrir um
15 árum. Eftir að hann eignaðist
hestinn fór ég að lesa mér til
um ísland og fékk fljótt ódrep-
andi áhuga á landi og þjóð. Ekki
leið heldur á löngu þar til ég
fékk að fara til íslands því ég
var skiptinemi á vegum AFS-
skiptinemasamtakanna á íslandi
1984 til 1985,“ segir Joeri. Hann
á nú sjálfur tvo íslenska hesta.
Vaxandi áhugi á íslandi
Tvímenningarnir segja vax-
andi áhuga á Islandi í Hollandi.
Joeri nefnir því til stuðnings að
30% fjölgun hafi verið á ferða-
mönnum frá Hollandi á árunum
1993 og 1994 og um 7.000 Hol-
lendingar hafi komið til lengri
eða skemmri dvalar á íslandi í
fyrra. Sú staðreynd að áhugi
ferðamenn á þvi að koma til f s-
lands utan háferðamannatímans
sé að vaxa sé heldur ekki síður
ánægjuleg.
Nutu dags-
ins út í
ystu æsar
Morgunblaðið/Anna G. Ólafsdóttir
HROSSIN voru að vanda rekin i Skrapatungurétt, eina stærstu hrossarétt landsins,
og var þar að vanda mikið fjör á sunnudeginum.
Þó tekur Alexandra fram að „Ég hef tekið eftir því að marg- fáum oft að heyra að landið sé
töluverða vinnu þurfi til að ir eru haldnir fordómum gagn- einfaldlega of fjarlægt, kalt og
kynna Island fyrir útlendingum. vart því að fara til í slands. Við dýrt. Ég er alls ekki sammála
því. Fiug til íslands tekur ekki
nema þrjár klukkustundir og
hérna er ekki kalt ef fólk er
rétt klætt. Verðlagið er auðvitað'
frekar hátt. Hins vegar eru ýms- (
ir möguleikar á að gera ferðina 1 ‘
ódýrari, t.d. með því að gista á
bændagistingum, gistihúsum og
tjalda svo ég nefni eitthvað,"
segir hún.
Alexandra segir að þau Joeri
reyni að koma því til skila til
viðskiptavina sinna hvernig sé
að vera á íslandi. „Við sýnum
þeim myndir og veitum þeim ®
upplýsingar um landið," segir
hún. „Hins vegar á ég alltaf í
erfiðleikum með að reyna að
koma sjálfri tilfinningunni til
skila. Ég á við að þó þú getir
talað um hreina loftið, birtuna
og náttúrufegurðina, er erfitt
að lýsa því hvernig er að vera
staddur úti í náttúrunni, draga '
að sér hreina loftið, og sjá hvaða
áhrif birtan hefur á landslagið
og breytir því í sífellu.“
Höfðar til eigenda >
íslenskra hesta i
I
Joen segir að reynslan hafi
sýnt. að Islandsfarar hafi verið
ánægðir og sýni áhuga á að fara
ALEXANDRA og Joeri fengu íslenskar ullarpeysur að skilnaði.
Þau segja að Island hafi töluvert verið kynnt í hollenskum
fjölmiðlum að undanförnu.
.trsmeg ^rsmeg
Ný lína í heimilistækjum
Við flytjum inn vönduð heimilistæki frá
Smeg og Piere Roblin. Tækin marka
tímamót í hönnun, eru stílhrein og auðveld
í notkun.
EIRVÍK heimilistæki hf.
Suðurlandsbraut 22, 108 Rvík, sími 588 0200
Morgunblaðið/Ingvar Atii Sigurðsson
Law Base stöðin er aðeins lítill skúr. Rauðu kúlurn- INGVAR heilsar upp á nokkrar mörgæsir
ar eru svefnaðstaða jafn margra vísindamanna. á Suðurskautinu.
Suðurskautið
Dýrin hafa ekki vit
á að óttast mennina
„AÐDRÁTTARAFL Suðurskauts-
ins felst fyrst og fremst í óspilltri
náttúru. Dýrin, þ.e. mörgæsir, sel-
ir, sjófuglar og fleiri tegundir, hafa
ekki einu sinni vit á því að óttast
mennina," segir Ingvar Atli Sig-
urðsson, berg- og jarðefnafræðing-
ur, um vistina á Suðurskautinu.
Ingvar Atli safnaði sýnum af mött-
ulhnyðlingum á Suðurskautinu frá
nóvember árið 1990 til janúar árið
1991. För hans er að nýju heitið
á Suðurskautið í nóvember nk.
Ingvar fer héðan frá íslandi 18.
október og heldur af stað með fé-
laga sínum í hópi leiðangursmanna
frá Ástralíu til Suðurskautsins 2.
nóvember. „Sjóferðin tekur um
einn mánuð því að við verðum að
koma við á tveimur stöðvum áður
en við komumst á leiðarenda. Stöð-
in okkar heitir Law Base og er um
100 km frá einni af þremur stærstu
stöðvunum, Davis,“ segir Ingvar
og tekur fram að á Davis búi vís-
indamenn allan ársins hring. Hins
vegar dveljist aðeins 2-6 vísinda-
menn í Law Base yfir hásumarið
eða yfir háveturinn á íslandi.