Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 11
aftur til landsins. Hann segir að
alls konar fólk fari til íslands.
„Ég veit að margir fá áhuga á
að koma til íslands eftir að hafa
farið til hinna Norðurlandanna.
Oft sækjast þeir eftir friði og
ævintýrum með hreyfingu í
ívafi. Hingað koma uppar, gaml-
ar konur sem alltaf hefur
dreymt um að koma til íslands,
fuglaskoðaðar og skíðamenn svo
ég nefni eitthvað. Ég hugsa hins
vegar að hestaferðir, eins og
þessar, eigi fyrst og fremst eftir
að höfða til eigenda íslenskra
hesta í Hollandi. Eigendur ís-
lenskra hesta vilja kynnast því
hvaðan hesturinn kemur og
flestir hafa komið einu sinni til
íslands. Þó koma sumir 3-4 sinn-
um,“ segir Joeri.
Eins og Joeri hefur Alexandra
mikinn áhuga á hestum og hún
segir að þau Joeri hvetji ferða-
menn til að fara í stuttar hesta-
ferðir á íslandi þó þeir hafi ekki
mikla reynslu af hestum. Hún
segir íslenska hesta hafa ýmis-
legt framyfir evrópska. „Ég hef
orðið ástfangin af íslenska. hest-
inum í dag. Hann er ákaflega
skapgóður, ólatur, sterkur og
ekki eins hastur og aðrir hest-
ar,“ segir hún.
Góðir gestgjafar
Alexandra og Joeri eru sam-
mála um að norðlensku bænd-
urnir hafi tekið afskaplega vel
á móti þeim. „Eins og hérna á
Geitaskarði," segir Alexandra.
„Um leið og við komum vorum
við orðin ein af hópnum. Fjöl-
skyldan fór að sýna okkur mynd-
ir frá göngunum í fyrra og í
morgun þegar ég birtist með
fötin sem ég ætlaði í var mér
einfaldlega sagt að þetta gengi
ekki, ég þyrfti hlýrri föt,“ segir
Alexandra og hlær. En nú var
þeim ekki lengur til setunnar
boðið. Kvöldverður var fram-
reiddur og að því búnu tekur við
keyrsla til Reykjavíkur og morg-
unflug til Amsterdam eftir af-
drifaríkan sólarhring norður á
íslandi.
Safnar setkjörnum úr
stöðuvötnum
Ingvar rekur ferðina nú til starfa
sinna á Suðurskautinni frá nóvem-
ber 1990 til janúar árið 1991. „Ég
var við sýnatöku á möttulhnyðling-
um á Suðurskautinu frá nóvember
til janúar árið 1991. I framahaldi
af því hafði vísindamaður samband
við mig og bað mig um að hjálpa
sér við rannsóknir á jöklunarsögu
Larsemann Hills svæðisins og fel-
ast rannsóknirnar fyrst og fremst
í því að safna saman setkjörnum
úr stöðuvötnum til að komast að
því hvenær verið hefur líf í þeim,“
segir Ingvar og taiar um að veðrun
verði einnig rannsökuð. Hann seg-
ir að rannsóknirnar séu á vegum
Australian Antartic Divison í gegn-
um New South Wales háskóla.
Ingvar er hins vegar doktor í jarð-
fræði frá Tasmaníu háskóla í Astr-
alíu.
Ingvar segist aðeins vinna við
annan mann að rannsóknunum en
von sé á þremur vísindamönnum
til viðbótar í stöðina. Hann sagðist
ekki hafa áhyggjur af því að þurfa
að láta sér leiðast og nefndi í því
sambandi að töluverður gest.a-
gangur væri á milli stöðva, t.d. við
Davis og kínverska stöð í grennd-
inni. Að jafnaði væru 40 til 50
manns í kínversku stöðinni yfir
sumarið. Hann nefndi að þar að
auki væri rafmagn í stöðinni og
því væri t.a.m. hægt að vinna við
tölvur í henni. Vísindamenn taka
með sér vistir í stöðina.
Ingvar sagði að hitastig á Suð-
urskautinu væri á bilinu +17 til
10 stig og oft væru 6 til 7 stig
yfir sumarið. Hann vinnur nú að
tímabundnu verkefni með styrk frá
Vísindasjóði í Raunvísindastofnun.
FRÉTTIR
Morgunblaðið/Ámi Sæberg
FRÁ stofnfundi Styrktarfélags Perthes-sjúkra þann 25. sept.
Styrktar-
félag Perth-
es-sjúkra
stofnað
STYRKTARFÉLAG Perthes-sjúkra
var formlega stofnað þann 25. sept-
ember sl. Starfssvæði félagsins er
landið allt en lögheimili þess og
varnarþing er í Reykjavík. Tilgang-
ur félagsins er að gæta hagsmuna
Perthes-sjúkra og aðstandenda
þeirra.
Tilgangi sínum hyggst félagið
m.a. ná með því að skapa foreldrum
sameiginlegan félagslegan vett-
vang og efla samstarf þeirra í milli
á þann hátt að foreldrar miðli
reynslu sinni til annarra. Einnig að
ná til þeirra fullorðinna er fengið
hafa Perthes-sjúkdóminn. Áhersla
er lögð á að foreldrar Perthes-
sjúkra bama fái í upphafi greinar-
góða vitneskju og fræðslu um sjúk-
dóminn og á hvern hátt við honum
skuli brugðist. Loks verður lögð
áhersla á að bæta samvinnu for-
eldra og sérfræðinga og stuðla að
rannsóknum á sjúkdómnum. Einn-
ig að vinna að réttindamálum
Perthes-sjúkra og aðstandenda
þeirra og að vinna að almennri
upplýsingaöflun um sjúkdóminn.
Félagsmaður getur hver orðið
sem fullnægir ákveðnum skilyrðum.
Stjórn félagsins skjpa 5 menn og 5
til vara. Á aðaifundinum flutti Ingi-
björg Pálmadóttir, heilbrigðisráð-
herra, ávarp og dr. Höskuldur Bald-
ursson, bæklunarlæknir, flutti er-
indi um Perthes-sjúkdóminn.
Skeljungsbúðin
Suðurlandsbraut 4 ••Sími 5603878
-kjarni málsins!
leð aukinni tæknivæðingu, markvissri nýsköp
I un og þróunarstarfi í atvinnulífinu eyksl
verðmætasköpun fyrirtækjanna.
Laun gela hækkað og atvinnulífið
verður í'jölbreyttara. Með háu tækni-
stigi og vel menntuðu starfsfólki er
hægt að auka útflutning og afla
þjóðarbúinu meiri tekna.
Samtök iðnaðarins leggja áherslu
á að þróttmikið nýsköpunar- og
þróunarstarf er forsenda tækniframfara og aukinnar
verðmætasköpunar í iðnaði. Rannsóknir og öflun
þekkingar þurfa að fara fram innan fyrirtækjanna
sjálfra og fagleg og fjárhagsleg ábyrgð þeirra á að
• Markviss örvun nýsköpunar-
og þróunarstarfs.
• Einn öflugur nýsköpunar-
og þróunarsjóður.
• Rannsóknarstofnanir verði
sameinaðar.
vera forsenda opinberra styrkja. Efla verður mjög
þátttöku í alþjóðlegu rannsóknasamstarfi og finna
verður leiðir til að styðja fyrirtæki
sem fást við markverðar nýjungar
byggðar á nýrri þekkingu og tækni.
<§)
SAMTÖK
IÐNAÐARINS