Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 14

Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 14
M9505 MORGUNBLAÐIÐ 14 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 SIÐUSTU SÆTIN 9. okt. ti London á kr. 16.930 Flug og hótel kr. 19.930 Við höfum nú fengið nýtt hótel í London á hreint frábæru verði, sem við bjóðum nú á kynningarverði 9. október. Great Eastem Hotel, einfalt en gott hótel í hjarta London. Kynntu þér glæsilegar ferðir Heimsferða til London, mestu heimsborgar Evrópu, á ótrúlega hagstæðu verði. Glæsileg hótel, spennandi kynnisferðir, besta verslunarborg Evrópu og íslenskir fararstjórar tryggja þér ánægjulega dvöl í heimsborginni. Bókaðu strax, það er aðeins um fá sæti að ræða. Verð kr. 16.930 Verð með flugvallasköttum, 9. október. Verð kr. 19.930 m.v. 2 í herbergi, Great Eastem Hotel, 3 nætur. Verð með flugvallasköttum, 9. október. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. LANDIÐ Hjálparsveit skáta í Hveragerði 20 ára Flytur í nýtt húsnæði Hveragerði - Hjálparsveit skáta Hveragerði fagnaði tuttugu ára af: mæli sveitarinnar sl. laugardag. í tilefni þessara tímamóta fór fram vígsla á húsnæði Hjálparsveitarinn- ar sem gjörbreyta mun allri aðstöðu hennar. Fyrir réttum átta árum festi Hjálparsveit skáta Hveragerði kaup á húsnæði fyrir starfsemi sína. Húsnæðið var þá nánast fokhelt en með samstilltu átaki hefur aðilum Hjálparsveitarinnar tekist að koma húsnæðinu nú í það horf að það nýtist sveitinni að fullu. Fundarher- bergi og setustofa ásamt geymslum fyrir búnað er í húsnæðinu sem einnig hýsir bíl og vélsleða sveitar- innar. Það var sr. Hanna María Pétursdóttir, Þingvöllum, sem vígði húsnæði Hjálparsveitarinnar að við- stöddum fjölda gesta. Formaður Hjálparsveitarinnar er Guðni Guðjónsson. Morgunblaðið/Silli Jói kúasmali „ÞÚ TÓKST einu sinni af mér mynd en þá var ég bara að reka kýrnar en nú geri ég meira, hjálpa pabba og mömmu við fjós- verkin. Ég er líka orðinn tíu ára,“ sagði Jói kúasmali á Reynistað í Skagafirði við ljósmyndarann. „Ég sæki kýrnar og mamma og pabbi mjólka þær á mjólkurbásn- um. Ég gef kálfunum, litlu fá mjólk en þeir stærri bara hey. Svo hreinsa ég tröðina og þvæ hana. Þegar búið er að mjólka fer ég með kýrnar aftur suður í girðingu. En á morgun verður pabbi að gera þetta því þá fer ég í skólann." Morgunblaðið/Aldís Hafsteinsdóttir ÞAU yngstu skoðuðu vel ög vandlega tækjakost Hjálparsveitar skáta í Hveragerði. Ekiðá fimm kindur FLUTNINGABÍL var ekið á tvær kindur og þijú lömb á brúnni yfir Haffjarðará á þriðjudagskvöld. Sauðféð drapst allt við slysið en að sögn lögreglu er þetta sá tími sem einna helst er að varast sauðfé á vegum. Eigandi fjár- ins lét lögreglu vita af óhapp- inu en ekki er talið að skemmdir hafi orðið á flutn- ingabílnum. Kvenfélagið Fjólan 7 0 ára Vogum - Kvenfélagið Fjólan í Vatnsleysustrandarhreppi hélt upp á 70 ára afmæli um helgina. Við þetta tækifæri voru fjórar konur heiðraðar fyrir vel unnin störf innan félagsins en þær eru Ingibjörg og Herdís Erlendsdæt- ur frá Kálfaljöm, Ásta Þórarins- dóttir frá Höfða og Elín Gísla- dóttir frá Naustakoti. Hrefna Kristjánsdóttir, for- maður félagsins, sagði frá sögu félagsins og kom þá m.a. fram að árið 1926 var félagið með matreiðslunámskeið sem var haldið að Stóru-Vatnsleysu og allar stúlkur 16 ára og eldri sóttu. Þá hefur félaginu haldist vel á formönnum en á 70 árum hafa fimm konur gegnt því starfi. Þær eru auk Hrefnu Ánna Guð- munsdóttir, Guðríður Andrés- dóttir, Margrét Jóhannsdóttir og Hallveig Árnadóttir. í tilefni afmælisins bámst fé- laginu margar gjafir og mörg hlýleg orð vom látin falla um störf kvenfélagsins frá ýmsum Morgunblaðið/Eyjólfur M. Guðmundsson ÞRJÁR kvennanna sem voru heiðraðar á 70 ára afmælinu. Herdís Erlendsdóttir var fjarverandi. aðilum innan hrepps og utan. formaður, Anna Ingólfsdóttir, Núverandi stjórn félagsins ritari og Ása Árnadóttir, gjald- skipa Hrefna Kristjánsdóttir, keri.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.