Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 16
16 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
4-
NEYTENDUR
Kærunefnd fjöleignarhúsamála gefur álit á kattahaldi:
16 ára köttur látinn fara
vegna ofnæmis í húsinu
Ekki nægir að hafa einhvem tíma fengið
leyfí til að halda hund eða kött í fjölbýlis-
húsi, því hægt er að taka nýja ákvörðun ef
forsendur breytast verulega. Brynja Tomer
segir frá ágreiningi um gamlan kött og nið-
urstöðu kærunefndar í málinu.
EIGENDUR hunda og katta, sem
búa í fjöleignarhúsum, geta nú átt
von á að þurfa að losa sig við dýr-
ið, þótt þeir hafi einhvern tímann
fengið leyfi fyrir dýrahaldinu. í lög-
um um fjöleignarhús er sérstaklega
Qallað um hunda- og kattahald og
kemur þar fram að til að halda
megi hunda og/eða ketti í húsinu
þurfi samþykki allra eigenda sem
hafa sameiginlegan inngang, stiga-
gang eða annað sameiginlegt hús-
rými.
Kærunefnd fjöleignarhúsamála
komst nýlega að niðurstöðu í
ágreiningsmáli sem upp kom í fjöl-
býlishúsi nokkru. Forsaga málsins
er að á aðalfundi húsfélagsins fyrir
nokkrum árum var bókað samþykki
fyrir því að kettir sem þegar væru
í húsinu mættu vera þar meðan
þeir lifðu, en jafnframt var sam-
þykkt að framvegis mætti ekki
koma með ketti til dvalar í húsinu.
Barn með ofnæmi
íbúar á 1. hæð hússins leituðu
til kærunefndar fjöleignarhúsamála
og kváðust ósáttir við að
köttur skyldi vera í íbúð
á 3. hæð hússins, þar sem
dóttir þeirra hefði bæði
kattaofnæmi og asma.
Voru veikindi barnsins
staðfest af lækni, en eig-
andi kattarins gerði kærunefnd
grein fyrir því að kötturinn væri
orðinn 16 ára gamall og hann færi
aðeins út á svalir íbúðarinnar, en
færi að öðru leyti ekki út úr íbúð-
inni.
I áliti kærunefndar kemur fram
að ýmsar ráðstafanir hafi verið
gerðar í húsinu til að hreinsa stiga-
gang og aðra sameign. Læknir hafi
hins vegar vottað að þær hefðu
ekki dugað til.
Ofnæmisvakar setjast í föt
í læknisvottorði, sem foreldrar
barnsins lögðu fram, kom fram að
ofnæmisvakar frá köttum væru
prótein og bærust þau auðveldlega
með skóm og öðrum fatnaði. Auk
þess hefðu þau mikinn hæfileika til
að loða við yfirborð, t.d. teppi og
veggi. „Ofnæmisvakar frá ketti
berast auðveldlega með
fólki út á stigaganga og
eru þar þó kötturinn komi
alls ekki út á stigagang-
inn,“ segir í vottorðinu.
Læknirinn sagði enn-
fremur að þar sem köttur
væri í fjölbýlishúsi væri alltaf um
endurnýjun á ofnæmisvakanum að
ræða og gæti það verið nægilegt
til að valda einkennum hjá íbúum
með kattaofnæmi í sama stiga-
gangi.“
I málsgögnum kemur fram að
fleiri kettir hafi áður búið í húsinu,
en þeim hafí nú verið komið fyrir
annars staðar. Einnig kemur fram,
að hálfu eiganda kattarins, að for-
eldrar barnsins hafi engar athuga-
semdir gert við kattahaldið fyrr en
eftir að deilur komu upp um útleigu
þeirra á bílskúr og geymslu.
Þótti kærunefnd að forsendur
væru nú brostnar fyrir því sam-
þykki sem fékkst á sínum tíma fyr-
ir kattahaldinu og var niðurstaða
hennar að á húsfundi mætti taka
nýja ákvörðun um það hvort köttur-
inn væri áfram eða færi. Þar sem
fjöleignarhúsalögin gera ráð fyrir
að allir eigendur íbúða í stigagang-
inum þurfi að samþykkja katta- eða
hundahald í húsinu, þýðir þetta í
raun að finna þarf hinum 16 ára
gamla ketti nýjan dvalarstað.
Þinglýsa þarf samþykki
Sif Guðjónsdóttir, lögfræðingur
og ritari kærunefndar, segir nauð-
synlegt að þinglýsa samþykkt hús-
félags um að eigandi hundar eða
kattar megi hafa dýrið í húsinu.
„Akvörðun um að leyfa eða banna
hunda- og/eða kattahald þarf að
taka á sameiginlegum húsfundi. Til
IMauðsynlegt
er að þyng-
lýsa leyf i f rá
húsfélagi.
/
HUNDAR og kettir hafa löngum fylgt manninum, en ágreining-
ur getur komið upp ef nágrannar eru einhverra hluta vegna á
móti dýrahaldi.
að leyfa hunda eða ketti í húsinu
þarf samþykki allra eigenda, en
þegar hús skiptist í aðgreinda hluta
nægir samþykki þeirra eigenda sem
hafa sameiginlegan inngang, stiga-
gang eða annað sameig-
inlegt húsrými. Hugsan-
legt er að komast megi
að samkomulagi sem allir
geta sæst á. Húsfélag
getur til dæmis veitt leyfi
fyrir tilteknum hundi eða
ketti í stað þess að veita almennt
leyfi fyrir slíku dýrahaldi."
Sif segir að einnig geti húsfundur
veitt leyfi til ákveðins tíma í senn,
til dæmis til ákveðins árafjölda og
einnig geti leyfí verið bundið
ákveðnum skilyrðum, til dæmis
varðandi umgengni. „Þess má einn-
ig geta að í húsreglum fjölbýlishúsa
skal meðal annars fjalla um reglur
um hunda- og/eða kattahald, sé það
leyft. Með þessum hætti má koma
í veg fyrir of mikla fjölgun hunda
og katta í húsinu og einnig kemur
dýrahaldið alltaf til end-
urskoðunar húsfélags
með ákveðnu millibili, án
þess að neitt sérstakt
þurfi til. Þannig bindur
húsfélagið sig ekki of
lengi, auk þess sem
ákveðið aðhald er að eiganda hunds
eða kattar, að fara að settum regl-
um um dýrahald." Sif leggur
áherslu á nauðsyn þess að eigendur
hunda eða katta þinglýsi leyfi, sem
þeir fá fyrir dýrahaldi á húsfundi,
svo tryggt sé að nýjum íbúðareig-
endum í húsinu megi verða það ljóst
strax frá upphafi.
Forsendur
fyrir gamla
samþykkinu
brustu.
/íl ' tilboðih
GARÐAKAUP
GILDIR TIL 1. OKTÓBER
Beikon frá Bautabúrinu 899 kr.
Hversdagsskinka frá Bautabúrinu 549 kr.
Múmínálfakex 95kr.
Maískorn S&W 49 kr.
Handklæöi stór 212 kr.
Handklæði lítil
Barnajogginggallar
123 kr.
1.490 kr.
10-11 BUÐIRNAR
QILDIR FRA 29. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER
Bóndabrie 99 kr.
Brauðostur 26%, k’g
Rjómaostur með hvítlauk
Lúxusyrja
Port Salut, kg
Ostakaka mandarínu 6-8 m.
Gráðostur
Paprikuostur
639 kr.
69 kr.
175 kr.
732 kr.
498 kr.
85 kr.
89 kr.
NOATUN
GILDIR 25. SEPTEMBER - 1. OKTÓBER
Ferðatöskusett, 3 stk. 4.850 kr.
WC pappír, 8 rúilur 159 kr.
Nýóhreinsuðsvið, kg 295 kr.
5 siátur í kassa, ófrosin 2.399 kr.
Fiskibollur, norskar, '/. dós 119 kr.
Ullarsokkar, þykkir 475 kr.
Carena haframjöl, kg 78 kr.
RÚ6Ínur, 500 g ' 98 kr.
KAUPGARÐUR f Mjódd
MELGARTILBOÐ
Svínahnakki m/beini, kg 659 kr.
Blandað lamba- ognautahakk, kg 395 kr.
Lúxus nautapottréttur, kg 669 kr.
Íslandsgæðasíld, 800 ml 198 kr.
Fanta, 21 119 kr.
MaarudTortilíachips, 2GÖ g 119 kr.
Lambahamborgarhryggur, kg 698 kr.
Nýrlundi, stk. 89 kr.
Gularmelónur, kg 75 kr.
Prins Póló, 20 stk. 679 kr.
PrinsGóu bitar 99 kr.
BONUS
QILPIR TIL 4. OKTÓBER ____
Bónusfljótandisápam/dælu300ml 89 kr.
Bónus súkkulaði/heilhveiti kex, 2ÖÖ g 69 kr.
Bónus appelsínusafi, 61 354TcrT
Bónus appelsínuþykkni, 1 I 149 kr.
Bónusís, 3tegundir, 1 I 129 kr.
Bónus laugardagshlaup 99 kr.
Bónus pizzur 12“, 400 g 179 kr.
Bónus skinka, kg Sérvara í Holtagörðum 579 kr.
Þykkir hvítir bolir, 3 stk. 599 kr.
Sokkar, hvítir, 6 pör 299 kr.
Barnagallabuxur 690 kr.
Ide Line örb.ofn 850 W 12.700 kr.
Samsung CD spilari 9.500 kr.
Skrifborðsstóii - 1.890 kr.
Ljósritunarþappír, 500 stk. 299 kr.
HAGKAUP
OILWR 28. SEPTEMBER - 11. OKTÓBER
Karup smábr. fin og gróf, i5 stk. í pk. 99 kr.
Thule Pilsner, 500 ml
Vikitig meltöl, S00 ml
FjndusÖxpytt, 550 g
ArdoSroccoli blanda, 1 jgy
Camembert, 15Ög
Meistara kindabjúgu, 2 stk. ípk
49 kr.
. S9 kr.l
189 kr.
199 kr.
169 kr.
___________________HilPl
S5 rauðvínsleginn lambaframp.,1<g 699 kr.
11-11 BUÐMNAR
GILDIR FRÁ 28. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER
KASKO, KEFLAVÍK
GILDIR FRÁ 28. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER
Kindabjúgu 324 kr.l
KaffiTorrado, 500 g 269 kr.
Jona Goldepli 49 kr.
Perur 59 kr.
Epli, rauð 95 kr.i
Beyglur, Myllan 87 kr.
Hy Top komflex, 510 g 119 kr.j
Haframjöl, 1 kg 39 kr.
MIÐVANGUR Hafnarfirði GILDIR TIL OG MEÐ 1. OKTÓBER
Epli, kg 59 kc.«
Þerur, kg 69 kr.
Gullkaka - 199 kr.
Eplakaka . 199 kr.
Frönsk smábrauð 99 kr.
Finn Crisp-hrökkbrauð 98 kr.
Ektamorgunkorn 149 kr.
Bökunarpappír f. örbylgjuofna, 30 m 109 kr.
ÞÍN VERSLUN
Sunnukjör, Plúsmarkaðir
Grafarvogi, Straumnes, 10/10
Hraunbæ og Suðurverl,
Brelðholtskjör, Garðakaup,
Melabúðin, Hornið Selfossi, Vöruval
ísafirði, Bolungarvík og Hnífsdal, Þín
verslun Seljabraut, Grímsbæ og
Norðurbrún, Verslunarfélagið
Siglufirði, Kassinn Ólafsvík og
Kaupgarður í Mjódd.
GILDIR FRÁ 28.-30. SEPTEMBER
Súpukjöt af, nýslátruðu, kg 399 kr.
Sparbúðingur, kg 299 kr.
Suma kaffi, 400 g 259 kr.
Old El Paso 12 Taco skeljar, pk. Old El Paso medium Salsa sósa 169 kr. 159 kr.
Vilko vöfflumix 175 kr.
Ora sveppir í sneiðum, 290 g 54 kr.j
Toppur, appelsínuþykkni, stk. 169 kr.
Verslanir KÁ GILDIR FRÁ 28. SEPTEMBER - 4. OKTÓBER
Fjölskyldupakki, pr. kg 549 kr.
Hamborgarsteik léttreykt, pr. kg Vatnsmelónur, pr. kg 779 kr. 59 kr.
Vínber, pr. kg 149 kr.
Maling aspas, ’A dós 39 kr.i
Eldhúsrúllur, 4 í pk. 189 kr.
Hversdagsís, 21 El Sombrero þizza, 12", tvær teg. 299 kr. 299 kr.
SKAGAVER HF., Akranesi
ARNARHRAUN
GILDIR 28. SEPTEM8ER - 3. OKTÓBER
jLondontamb, kg 6S9 kr.
Lóttreyktur lambahryggur.kg 669 ícr.
! Surfquick djús með Könnu 279 kr.
Club saltkex 54 kr.
; Beauvais rauðkSl, 580 g 97 kr.
Ekta kókó korn, 4.75 g 159 "kr.
Ariel future + color, 1,5 kg 509 kf.
Kleenexeldhúsrúlhjr, 2stk. ípk. 96 kr.
Kaupfélag Borgfirðinga, Borgarnesi
Taukörfur stórar 495 kr.i London lamb, frampartur, kg 669 kr. HELGr.RTILBOÐ QILDIR TIL 5. OKTÓBER
Taukörfurlitlar 389 kr. Sveitabjúgu, kg 298 kr. Gularmelónur 85 kr.i Svínalærissneiðar, kg 499 kr.j
FJARÐARKAUP Bacon búðingur, kg 395 kr. Jona Gold epli 95 kr. Kindabjúgu, kg 398 kr.
Tomma & Jenna appelsínudr., 'A I 31 kr. Rúgmjöl, 2 kg 75 kr.j Ekta haframúslí, 475 g pk. 152 kr.j
GILDIR 28. og 29. SEPTEMBER Kókómjólk, Va I 36 kr. Morgunkorn, 3 gerðir 149 kr. Appelsínusafi, 1 i 75 kr.
5 slatur i kassa 2.238 kr. Rúsínur, Lion, 250 g 59 kr. Mamma besta pizza 289 kr. Brauðhveiti, 3 kg 185 kr.j
Lambalifur, kg 197 kr. Otahaframjöl,950g 159 kr. Hamborgarsteik, kg 749 kr. Maísstönglar, 2 í pk. 125 kr.
Lambanýru, kg 99 kr.j Rúgmjöl, 2 kg ( 75 kr. Hunangsterta 198 kr.j [Sumarblanda, 300 g 79 krTj
i
:
€
f
f
f
€
4
4
(■
<
i
(
(
i
(
(
(
(
(