Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 18
18 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ÚRVERINU
Ályktun aðalfundar Samtaka fiskvinnslustöðva
„Mjög brýnt að ná niður
ýmsum ko stnaðarliðum ‘ ‘
AÐALFUNDUR Samtaka fisk-
vinnslustöðva vil heimila takmarkaða
óbeina eignaraðild útlendinga að fyr-
irtækju í íslenzkum sjávarútvegi og
skorar á stjórnvöld að falla frá
áformum um hækkun launaskatts á
sjávarútveginn. Fundurinn lýsireinn-
ig áhyggjum yfir atvinnuleysi og
styður stefnu stjórnvalda í deilunni
við Norðmenn um veiðar í Smug-
unni. Ályktun fundarins fer hér á
eftir:
„íslenskur sjávarútvegur hefur
gengið í gegnum mikla umbrotatíma
á undanförnum árum. Rúmlega
helmings samdráttur í þorskafla hef-
ur komið fjölda fyrirtækja í þrot og
vandséð hvernig fyrirtæki sem
byggja afkomu sína að miklu leyti á
þorskinum komast í gegnum erfið-
leikana. Ákvörðun sjávarútvegsráð-
herra um þorskafla á þessu fiskveiði-
ári og minni veiði á nokkrum öðrum
botnfisktegundum eykur enn á vand-
ann. Nýir útreikningar Þjóðhags-
stofnunar um afkomu í botnfísk-
vinnslu staðfesta þann gríðarlega
vanda sem við er að etja. Við þessar
aðstæður er mjög brýnt að ná niður
ýmsum kostnaðarliðum sem snúa
jafnt að fiskvinnslunni, þjónustufyr-
irtækjum, sveitarfélögum og fyrir-
tækjum þeirra.
Aðalfundur samtaka fiskvinnslu-
stöðva skorar á stjórnvöld að hraða
endurskipulagningu og sameiningu
fjárfestingalánasjóða atvinnuveg-
anna og vinna að stofnun öflugs
nýsköpunarsjóðs í samvinnu við sam-
tök í sjávarútvegi og iðnaði. Samein-
ing íjárfestingalánasjóða atvinnulífs-
ins getur leitt til umtaisverðrar
rekstrarhagræðingar og vaxtalækk-
unar og jafnframt tryggt fjármögnun
til nauðsynlegrar nýsköpunar í at-
vinnulífínu.
Háir raunvextir eru enn ráðandi
hér á landi og hafa komið þungt
niður á íslenskum sjávarútvegi. Gíf-
urleg framlög lánastofnana í af-
skriftasjóði og útlánatöp hafa aukið
á vaxtamun inn- og útlána. Fyrir
liggur að afskriftir vegna tapaðra
útlána lánastofnana eru hvað lægst-
ar í sjávarútvegi af öllum atvinnu-
greinum. Lækkun vaxta skiptir sjáv-
arútveginn miklu máli og afar brýnt
að innlendir vextir verði sambærileg-
ir og hjá okkar helstu samkeppnis-
þjóðum.
Takmörkuð óbein eignaraðikl
útlendinga verði leyfð
Lög um erlenda flárfestingu í ís-
lenskum sjávarútvegi þarf að aðlaga
þeim raunveruleika sem við búum
við. Breyta þarf lögum á þann veg
að takmörkuð óbein eignaraðild er-
lendra aðila verði heimil í almenn-
ingshlutafélögum í sjávarútvegi sem
hafa mjög dreifða eignaraðild.
Þá lýsir fundurinn yfir stuðningi
við stefnu ríkisstjómar og Alþingis
varðandi næstu skref í viðræðum við
ESB. Fundurinn ítrekar að forgangs-
verkefni stjórnvalda í þeim viðræðum
verði að tryggja sem allra fyrst að
samkeppnisstaða íslendinga á salt-
síldarmörkuðum í Finnlandi og Sví-
þjóð verði ekki verri en hún var fyr-
ir inngöngu þessara ríkja í ESB.
Þetta er sérstaklega mikilvægt í ljósi
þess að ekki hefur fengist staðfesting
á því að tollur á krydd- og edikverk-
uðum flökum falli niður til ESB landa
eins og talið var við undirritun EES
samningsins.
Fundurinn skorar á stjórnvöld að
falia frá öllum hugmyndum um
hækkun launaskatts á sjávarútveg-
inn og bendir á að þessar skattahug-
myndir eru í hróplegu ósamræmi við
þau fyrirheit ríkisstjórnarinnar að
skattalegt umhverfi atvinnurekstrar
hér á landi verði á við það sem ger-
ist best í nálægum löndum.
Endurskoða þarf lög um Þróunar-
sjóð sjávarútvegsins á þann veg að
heimildarákvæði til úreldingar fisk-
vinnsluhúsa falli niður um næstu
áramót. Jafnframt verði þróunar-
sjóðsgjald á fiskvinnslutæki fellt nið-
ur, enda nægir álagning gjaldsins á
þessu ári fyrir hlut sjóðsins í úreld-
ingu fiskvinnsluhúsa.
Aðalfundurinn lýsir áhyggjum sín-
um yfir atvinnuleysi sem virðist orð-
ið viðvarandi hér á landi. Jafnframt
lýsir fundurinn yfir undrun sinni að
ekki skuli vera hægt að manna öll
störf í fiskvinnsluhúsum víðsvegar
um land með íslendingum, á sama
tíma og þúsundir manna ganga um
án atvinnu hér á iandi. Fundurinn
tekur undir þær hugmyndir að koma
beri upp skipulegri verkkennsiu fyrir
atvinnulaust fólk sem óskar eftir
vinnu við fískvinnslu en skortir nauð-
synlega starfsreynslu.
Aðalfundur Samtaka fiskvinnslu-
stöðva lýsir yfir fullum stuðningi við
stefnu stjórnvalda í deilunum við
Norðmenn vegna fiskveiða í Smug-
unni og fagnar jafnframt þeim merka
áfanga sem náðst hefur í hafréttar-
málum með gerð úthafsveiðisamn-
ings Sameinuðu þjóðanna í síðasta
mánuði.
Fjölgun starfa verður ekki á ís-
landi nema útflutningsatvinnuveg-
irnir búi við svipuð starfsskilyrði og
tækifæri til nýsköpunar og framþró-
unar og tíðkast í samkeppnislöndum
okkar. Aðalfundurinn hvetur stjórn-
völd til að láta fara fram úttekt á
þeim styrkjakerfum sem sjávarút-
vegur ESB og í Noregi býr við. í
framhaldi af þeirri úttekt verði sam-
keppnisstaða íslensks sjávarútvegs
metin.
Fiskveiðasjóður lækki vexti
Aðalfundurinn skorar á Fiskveiða-
sjóð fslands, að lækka vexti á lánum
til sjávarútvegsins. Vextir Fiskveiða-
sjóðs eru óeðlilega háir í dag miðað
við vexti af lánum, sem sjávarútvegs-
fyrirtæki geta fengið annars staðar.
Fiskveiðasjóður telur sig vera
stofnlánasjóð sjávarútvegsins og fer
alltaf fram á fyrsta veðrétt í þeim
eignum, sem hann lánar út á og jafn-
framt er endurgreiðsla tryggð í gegn
um stofníjársjóð sjávarútvegsins. Því
verður að telja óeðlilegt að Fiskveiþa-
sjóður taki einnig hæstu vexti af
lánum sjávarútvegsfyrirtækja.
Fundurinn skorar jafnframt á
sjávarútvegsfyrirtæki að bera vel
saman þau kjör á lanamarkaði, sem
þau geta fengið og jafnframt að taka
ekki lán hjá þeim aðilum, sem eru
með hæst kjör á hveijum tíma og
reyna að borga upp lán hjá þeim
aðilum.
I3ICMIEGA
vítamín og kalk
fæst í apótekinu
Námskeið sem gefa forskoí:
TölvuMámskeÍ fyrir 10-16 ára
Þrjú gagnleg námskeið sem veita ungmennum forskot
í skólanum og búa þau undi störf á 21. öldiimi!
Láttu þitt bam njóta þess nýjasta og skemmtilegasta!!
24 klst námskeið, kr. 14.900,- stgr.
Grunn-, framhalds- og forritunamámskeið
■ Tölvu- og verkfræðiþjónustan
Tölvurðögjof • námskeiö • utgáta
Grensásvegi 16 • sfmi 568 8090
hk 95096 RaBgreiOslur EuroA'lSA
Ný Iseknastofa
jHefopnað læknastofu í húsnæði
Gigtarfélags íslands, Ármúla 5. /
Tímapantanir í síma 553-0760
alla virka daga frá kl. 09.00-17.00.
Magnús Guðmundsson, lœknir.
Sérgrein: Lytlækningnr og gigtarsjúkdómar.
| FIMET |
RAFMÓTORAR
Eigum til á lager alhliða
rafmótora í stærbunum
1,1 - 90 KW.
Útfærslur: »IP55
•meb fót og flans
Sig. Sveinbjörnsson hf.
Skeiöarási 14
Sími: 565-8850 Fax: 565-2860
osol
Einar
Fárestveit&Co.hf.
Borgartúni 28 562 2901
30 ára frábær reynsla á
þúsundum íslenskra heimiia
• 30/50/100/120/200 eða 300 lítra
• Blöndunar- og öryggisloki fylgja
• 20% orkusparnaður
• Hagstætt verð
hitakútar
úr ryðfríu stáli
Eini hitakúturinn á
Vrnarkaðnum úr ryðfríu stálii/
FRÉTTIR: EVRÓPA
Santer vill ekki
herða skilyrði
vegna EMU
Brussel, Frankfurt. Reuter.
JACQUES Chirac Frakklandsfórseti
lýsti því yfír í gær að Frakkland
hygðist vera í hópi þeirra ríkja er
myndi taka upp sameiginlega mynt
árið 1999 og þar af leiðandi uppfylla
skilyrði Maastricht-sáttmálans
vegna peningalegs samruna Evrópu-
ríkja (EMU).
Talsmaður frönsku ríkisstjórnar-
innar sagði að gripið yrði til allra
nauðsynlegra aðgerða til að uppfylla
skilyrðin þannig að fjárlagahalli yrði
fimm prósent á yfírstandandi ári,
fjögur prósent á næsta ári og þijú
prósent árið 1997.
Þýskir fjármálasérfræðingar hafa
hins vegar látið í ljós óánægju með
að Frakkar virðast ætla að draga
úr hallanum með skattahækkunum
fremur en aðhaldi í ríkisfjármálum
og niðurskurði. Háttsettir þýskir
embættismenn hafa jafnvel látið í
ljós vantrú á að Frökkum takist að
uppfylla skilyrðin.
Rudolf Seiters, talsmaður Kristi-
lega demókratafiokksins í Þýska-
landi í utanríkismálum, lagði í gær
mikla áherslu á að Þýskalandsstjórn
myndi gera allt sem í hennar valdi
stæðist til að koma á hinum peninga-
lega samruna í samstarfi við FYakka.
Það samstarf væri grundvöllur EMU.
Talsmaður Jacques Santers, for-
seta framkvæmdastjórnar ESB,
sagði í gær að mikilvægt væri að
aðildarríki ESB stæðu við skuldbind-
ingar sínar samkvæmt Maastricht.
Það yrði síðan leiðtoga Evrópuríkja
að meta hverjir hefðu uppfyllt skil-
yrðin þegar að því kæmi.
Hann sagði að ekki ætti að herða
skilyrðin enn frekar líkt og kröfur
hafa verið uppi um í Þýskalandi. Síð-
ast í gær kröfðust samtök þýska iðn-
aðarins þess að skilyrðin yrðu hert
enn frekar og að frekar ætti að fresta
EMU en ráðast of snemma í peninga-
legan samruna.
Svíakonungur í Þýskalandsferð
„Einlægur Evrópu-
sinni“ lýsir skoðun sinni
Kaupmannahöfn. Morgunblaðið.
SVIAR áttuðu sig ekki á hve mikil-
vægar kosningarnar til Evrópuþings-
ins voru og því varð kosningaþátttak-
an jafn lítil og raun bar vitni. Þetta
sagði Carl Gustav Svíakonungur í
samtali við þýska og sænska blaða-
menn í Þýskalandsheimsókn kon-
ungshjónanna, sem stendur yfir
þessa dagana. Þótt hlutverk konungs
sé að vera sameiningartákn þjóðar-
innar þá forðast hann ekki viðkvæm
pólitísk mál og hann hikaði ekki við
að lýsa yfir að hann væri einlægur
Evrópusinni.
Aðspurður sagðist konungur vera
einlægur Evrópusinni og hafa verið
það síðan á námsárum sínum. Evr-
ópusambandsaðild fæli í sér feikilega
möguleika fyrir Svía. Hins vegar
hefðu Svíar ekki áttað sig á mikil-
væginu og því hefði kosningaþátt-
takan verið jafn lág og raun bar vitni.
Konungur benti meðal annars á mik-
ilvægi samstarfs á sviði umhverfis-
og atvinnumála.
Þegar kom að því að svara spurn-
ingum um evrópska myntsambandið
sagði Carl Gustav að í því máli hefði
hann ekki enn gert upp hug sinn.
Það væri enn of snemmt að ákveða
sig í því mikilvæga máli.
Svíakonungur var spurður um álit
sitt á kjarnorkutilraunum Frakka.
Svar hans var að þær hlytu að að
hafa tvíbent áhrif og hægt væri að
velta því fyrir sér hvort þær hefðu
verið nauðsynlegar. Þótt hann for-
dæmdi ekki tilraunirnar, voru við-
Reuter
SILVÍ A Svíadrottning hlustar
á ræðu í borginni Wuppertal
í opinberri heimsókn sænsku
konungshj ónanna
til Þýskalands.
staddir ekki í vafa um að hann væri
þeim andsnúinn.
Rétt eins og Danadrottning og
fleiri þjóðhöfðingjar í Evrópu hefur
Svíakonungur ekki afskipti af stjórn-
málum. Það hindrar hann þó ekki í
að tala mun opinskáar um þau en
tii dæmis Danadrottning gerir. Hann
er einnig öldungis óhræddur við að
tala um viðkvæm mál eins og um-
mæli hans í Þýskalandi sýna.. Einnig
hafa konungshjónin látið til sín taka
á sviði félagsmála og meðal annars
beitt sér fyrir umræðum um vaxandi
ofbeldi meðal unglinga.
T
Q
C
1
Hertar kröfur um
fyrirtækjasamruna?
Brussel. Rcuter.
KAREL Van Miert, samkeppnis-
stjóri Evrópusambandsins, boðar að
aukinni hörku verði beitt í meðför-
um framkvæmdastjórnarinnar á
þeim málum sem til hennar er beint
og varða samruna fyrirtækja.
Van Miert sagði á blaðamanna-
fundi að fleiri mál sem vörðuðu
samruna stórra fyrirtækja bærust
nú framkvæmdastjórninni en áður.
Hann taldi að búast mætti við því
að viðbrögð framkvæmdastjórnar-
innar yrðu í samræmi við þetta.
Samkeppnisstjórinn vék sérstak-
lega að fjölrniðlum og gat þess að
þrívegis frá árinu 1990 hefði fram-
kvæmdastjórnin lagst gegn sam-
runa stærri fyrirtækja. Tvö þeirra a
hefðu starfað á sviði fjölmiðlunar.
Van Miert sagði að á þessu ári
myndi framkvæmdastjórnin beita (
oftar neitunarvaldi sínu en í fyrra
en þá hefðu 95 mál verið lögð fyrir
hana til samþykkis. Hann kvað
greinilegt að hér væri um viðvar-
andi þróun að ræða en lét þess
ekki getið hversu oft leitað hefði
verið umsagnar framkvæmda-
stjórnarinnar á þessu ári. Hann
bætti við að sú væri ekki skoðun
Evrópusambandsins að stærri fyrir- &
tæki hömluðu nauðsynlega sam-
keppni. Líta þyrfti á hvert einstakt 4
tilfelli.