Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 19

Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 19 ERLENT Skotið á japanskan fiskibát Moskvu. Reuter. RÚSSNESKT varðskip skaut á ómerktan fiskibát, líklega japanskan, suður af Sakhalín í gær og særðist skipstjórinn í árásinni. Að sögn Rússa var báturinn staðinn að ólöglegum veiðum innan rússneskrar landhelgi. Vítalíj Sedykh hershöfðingi og yfirmaður rússnesku herjanna, sem gæta landamæra og lögsögu á Kyrrahafssvæðinu, sagði, að komið hefði verið að 10 ómerktum bátum að veiðum suður af Sakhalín. Sagði hann, að skipveijar hefðu í engu sinnt viðvörunum þótt skotið væri upp í loftið og hefði þá verið skotið á einn bátanna einu skoti. Hefði hann laskast og þurft að fljúga skip- stjóranum á sjúkrahús. Neita að skila eyjunum Sedykh kvaðst viss um, að bátam- ir hefðu verið japanskir og Japanir tilkynntu í gær, að rússnesk varð- skip hefðu skotið á tvo japanska báta fyrir norðan Hokkaido. Rússar og Japanir deila um yfir- ráð yfir fjórum eyjum í Kúrileyja- klasanum en Rússar tóku þær undir lok síðasta stríðs. í Japan eru þær kallaðar „norðurhéruðin", japanskt land, og því hafi Japanir fullan rétt til veiða þar. Rússar neita hins veg- ar að skila eyjunum aftur. Tilraunir Tansu Ciller til að stofna nýja stjórn í Tyrklandi árangurslausar Viðræður við hægri menní strand Ankara. Reuter. TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, og Mezut Yilmaz, leið- toga stjórnarandstöðunnar, greindi í gær á um niðurstöður af fundi sem þau áttu um mögulegt stjórnarsam- starf. Eru nú taldar litlar líkur á því að flokki forsætisráðherra og Föðurlandsflokkinum, sem báðir eru á hægri væng stjórnmála, tak- ist að mynda nýja ríkisstjórn. Ciller og Yilmaz áttu um hálfrar klukkustundar fund í gær og að honum loknum tilkynnti Yilmaz að hann hefði gengið að þeim skilyrð- um sem Ciller hefði sett og að flokk- ur hans hefði einnig sett fram nokkrar kröfur. Fáeinum mínútum síðar bar Ciller þetta aftur, sagði að Yilmaz hefði ekki verið heiðar- legur er hann féllst á kröfur hennar og að hann hefði einungis gert það til að verða ekki kennt um að við- ræðurnar hefðu farið út um þúfur. „Ég er afar leið. Tyrkland hefur sóað tveimur dögum. Vegna vanda- mála landsins þurfum við á heiðar- Reuter TANSU Ciller, forsætisráðherra Tyrklands, gengur þungbrýnd af fundi sem hún átti með leiðtoga stjórnarandstöðunnar. leika og trúnaði að halda, ekki pók- erspili," sagði forsætisráðherrann. Samkvæmt fréttum óháðrar tyrkneskrar sjónvarpsstöðvar, krafðist Yilmaz þess að flokkur hans fengi nokkrar lykilstöður í efnahagslífínu og sjö ráðherraemb- ætti, þar á meðal embætti utanríkis- ráðherra. Þá var talið að hann hefði reynt að fá kosningum flýtt en þær eiga að fara fram í október á næsta ári. Búist er við því að Ciller muni reyna að mynda minnihiutastjóm með nokkrum smáflokkum, fari við- ræðurnar við Föðurlandsflokkinn endanlega út um þúfur. Auk stjórn- arkreppunnar glímir Ciller við verkalýðsfélögin en um 250.000 verkamenn hafa nú verið í verkfalli í á aðra viku. HÖFUNDUR eftirfarandi greinar er Gary S. Becker en hann fékk Nóbelsverðlaunin í hagfræði 1992 og kennir við háskólann í Chicago. Birtist greinin í bandaríska við- skiptatímaritinu Business Week fyrir skömmu en þar veltir hann fyrir sér stjórnun fiskveiða, raun- ar á einni tiltekinni tegund, og leggur til, að í stað heildarkvóta verði veiðinni stýrt með skattlagn- ingu: I sumarleyfum mínum á Þorsk- höfða (Cape Cod) hefur það ekki farið fram hjá mér, að fískveiðar skipta ekki sköpum fyrir afkomu íbúanna þar. Umræðan og deil- umar um það hvernig stjóma skuli veiðum á vartaranum, góm- sætum fiski, sem lengi hefur ver- ið í miklu uppáhaldi hjá fagurker- unum á Höfðanum, sýna hins veg- ar vel hvað er í veginum fyrir skynsamlegri nýtingu. Á áttunda áratugnum varð mikið hrun í vartarastofninum allt fá Maine til Maryland og voru ástæðurnar raktar til mikilla þurrka, mengunar á_ hrygningar- stöðvum og ofveiði. í Massachus- etts og víðar var við þessu bmgð- ist með því setja kvóta á veiðina og tók hann jafnt til sjómanna sem tómstundaveiðimanna. Nú er raunar ekki víst, að ofveiðin hafí átt mestan þátt í hmninu en umhverfisverndarmenn voru mjög sannfærandi þegar þeir héldu því Komist hjá ofveiði með skattlagningu fram, að . veiðitak- markanir gætu flýtt fyrir endurreisn vart- arastofnsins. Einn heildarkvóti í Massachusetts var settur einn heild- arkvóti á veiðina en það er því miður ekki góð aðferð til að koma á skynsamlegri nýtingu. Hún hvetur til þess, að menn reyni að ná sem mestum afla á sem stystum tíma vegna þess að allir bátarnir em inni í sama heildarkvótanum. Það var einmitt þetta, sem gerðist í fyrra þegar vartarakvót- inn í Massachusetts, 90 tonn, var búinn í júlílok þótt vertíðin hafí átt að standa fram í september. Ákafínn í að ná sem mestum afla á undan hinum olli því, að verðið féll vegna mikils framboðs framan af vertíðinni en hækkaði síðan mikið þegar kvótinn klár- aðist. Afleiðing þessa kvótakerfis var því sú, að afkoma sjó- mannanna var enn verri en ella hefði verið. Vartarastofninn hefur rétt mikið við á síðustu árum og þess vegna var kvót- inn í Massachusetts á þessu ári ákveðinn 340.000 tonn, næst- um fjórum sinnum meiri en í fyrra. Til að koma í veg fyrir, að sagan frá í fyrra endurtæki sig, að kvótinn kláraðist allt of snemma, var ákveðið að dreifa veiðinni með svokölluðum „bannvikum“ en það hafði þau áhrif, að í þessum físk- lausu vikum var framboðið lítið og verðið rauk upp. Til er önnur aðferð og betri við að stjóma veiðinni og hún ætti að koma öllum jafn vel, neytend- um, sjómönnum, tómstundaveiði- mönnum og skattgreiðendum: Það er að skattleggja aflann, sem komið er með að landi. Gæti skatt- urinn verið mismunandi eftir stærð og þyngd físksins og mönn- um refsað sérstaklega fyrir smá- fiskadráp með mikilli skattlagn- ingu. Samkvæmt núgildandi regl- um skal vartara, sem er undir lágmarksstærð, kastað aftur í sjó- inn. Heildarveiði stjórnað Með skattinum væri hægt að stjóma heildarveiðinni vegna þess, að úr sókninni drægi þegar skatturinn væri hár. Þetta kæmi líka í veg fyrir kapphlaupið snemma á vertíðinni og ýtti und- ir, að sjómenn höguðu sókninni meira með tilliti til eftirspurnar og verðs á hveijum tíma. Hugsanlegt er, að tómstunda- veiðimenn veiði meira en helming Gary S. Becker vartaraaflans og þess vegna þarf að stjórna aflabrögðum þeirra líka. I Massachusetts mega þeir veiða einn vartara á dag en um þá .ætti að gilda sama skattlagn- ing og á sjómenn enda breytir það engu fyrir stofninn hverjir veiða úr honum. Það ætti ekki að vera erfíðara að koma þessari skattlagningu á en það er að fylgjast með aflanum innan núgildandi kvótakerfís. Skattinum fylgja líka auknar tekj- ur í ríkissjóð og þær mætti nota til að fjármagna rannsóknir á vartarastofninum og öðrum físki og á aðferðum til að vernda og bæta umhverfi hans í sjónum. Ekki er hlaupið að því að koma upp skynsamlegum stjórntækjum, jafnvel ekki í jafn afmarkaðri at- vinnugrein og vartaraveiðarnar eru þótt þar efíst fáir um nauðsyn stjórnunar. Það er því umhugsun- arefni hvernig gengi að koma á slíku kerfí í öðrum og stærri at- vinnugreinum, til dæmis gagnvart stórfyrirtækjunum, þar sem menn eru ekki jafn sannfærðir um gagn- semi eftirlits og stjórnunar. Getur þetta átt sérstaklega vel við um þær deilur, sem nú standa um almennar reglur um umhverfís- vemd og aukið frelsi í atvinnu- rekstri með tilliti til heilsuverndar og öryggis. Um þetta efni má þó kannski draga nokkurn lærdóm af fiskisögunni frá Þorskhöfða. Vinningar daglega í næstu sjoppu...

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.