Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 20
20 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
ERLEIMT
Mannréttindastóll Evrópu úrskurðar gegn Bretum
F ordæmir víg á IRA-
mönnum á Gíbraltar
Strassborg, London. Reuter.
MANNRÉTTINDADÓMSTÓLL Evrópu fordæmdi í gær
víg breskra hermanna á þremur óvopnuðumjiðsmönnum
írska lýðveldishersins, sem voru skotnir á Gíbraltar.
Úrskurðaði dómstóllinn með tíu atkvæðum gegn níu að
ekki hefði verið nauðsynlegt að skjóta fólkið, tvo karla
og eina konu, og að vígin væri brot á mannréttinda-
ákvæðum Evrópudómstólsins. Hins vegar hafnaði dóm-
stóllinn skaðabótakröfu aðstandenda hinna látnu en
fyrirskipaði breskum stjómvöldum að greiða fólkinu
kostnað, sem gvaraði til 3,8 milljóna kr.
Skæruliðarnir, sem skotnir voru til bana á Gíbraltar
árið 1988, hétu Daniel McCann, Mairead Farrell og
Sean Savage. Borgaralega klæddir meðlimir SAS-sér-
sveita breska hersins skutu skæruliðana þar sem þeir
töldu þá vopnaða eða að þeir hefðu komið fjarstýðri
bílsprengju fyrir, að því er bresk stjórnvöld hafa full-
yrt. Töldu Bretar að IRA hyggði á sprengjuárásir á
breskar hersveitir á Gíbraltar.
Fólkið reyndist óvopnað, ekkert sprengiefni fannst í
bíl þess og það hafði ekki í frammi ógnandi tilburði er
þeir voru skotnir, að því er aðstandendur mannanna
segja. Fullyrða þeir að SAS-mennirnir hafi fengið fyrir-
skipun um að myrða þremenningana. Vígin vöktu mikla
reiði á Norður-Irlandi, ekki síst er vitni lýstu því að
skotið hefði verið á fólkið þrátt fyrir að það hefði borið
hendur fyrir höfuð sér og að einn þremenninganna hefði
verið skotinn þar sem hann lá særður á götunni.
Aðstandendur þremenninganna ákváðu að vísa málinu
til mannréttindadómstólsins í Strassborg eftir að breska
varnarmálaráðuneytið kom í veg fyrir málarekstur fyrir
dómstól á Norður-írlandi. Bretar hafa hvarvetna beitt
sér gegn því að málið verið tekið upp.
Mannréttindaákvæðið sem brotið var, er til verndar
réttinum til að lifa og réttinum til frelsis. Kveður það
á um að aðeins sé réttlætanlegt að öryggissveitir drepi
fólk, telji þær lífí óbreyttra borgara ógnað. Dómstóllinn
taldi ekki að svo hefði verið en taldi hins vegar ekki
sannað að sérsveitarmönnunum hefði verið fyrirskipað
á æðstu stöðum að taka fólkið af lífi.
Reuter
DANIEL Farrell fagnar úrskurði Mannréttinda-
dómstóls Evrópu um að breskir sérsveitarmenn
hafi brotið mannréttindi þegar þeir myrtu dótt-
ur hans á Gíbraltar.
Dómur mannréttindadómstóisins stangast á við fyrri
úrskurð Mannréttindanefndar Evrópu, sem taldi að
mannréttindaákvæðið hefði ekki verið brotið.
Talsmaður bresku stjórnarinnar sagði í gær að niður-
staða dómsins „stangaðist á við almenna skynsemi".
Fullyrti hann að IRA-mennirnir hefðu komið til Gíbralt-
ar til að koma fyrir sprengjum og að skjótar aðgerðir
SAS-sveitanna hefðu komið í veg fyrir að fjöldi manns
hefði látið lífið.
Norskatoll-
gæslan harð-
lega gagnrýnd
Fékk aðstoð fjög-
urra herskipa við
leit að brennivíni í
rússneskum togara
Ósló. Morgunblaðið.
FJÖGUR skip norska sjóhersins létu
til skarar skríða gegn rússneskum
togara úti fyrir Finnmörku sl. þriðju-
dag en grunur lék á, að skipveijar
ætluðu að stunda ólöglega vínsölu í
Noregi. Var leitað í öllu skipinu en
eftirtekjan þótti heldur rýr eða að-
eins 36 lítrar. Hafa þessar aðgerðir
verið harðlega gagnrýndar í Norður-
Noregi. Hákon krónprins tók þátt í
aðgerðunum en hann er foringi í
sjóhernum.
Skipin Örn, Skudd, Hauk og Gribb
lágu fyrir rússneska togaranum
Kokshaysk bak við nes í Mageroy-
sundi en hann var þá á leið inn til
Havoysunds með fisk úr Barents-
hafi. Fóru 23 sjóliðar auk tollvarða
um borð í togarann og fundu eftir
mikla leit 36 lítra af ótolluðu brenni-
víni. Hefur norska tollgæslan áður
fengið aðstoð sjóhersins við aðgerðir
af þessu tagi.
Ekki í samræmi við tilefnið
Talsmaður fiskvinnslunnar, sem
beið eftir rússneska togaranum, og
Adolf Johansen, lénsmaður í Másoy,
hafa brugðist hart við þessum að-
gerðum, sem þeir segja, að hafi ekki
verið í neinu samræmi við tilefnið
og þjóni alls ekki norskum hagsmun-
um. Hefur fiskvinnslan raunar beðið
vinnuveitendasamtökin að taka mál-
ið upp við þá, sem heimiluðu aðgerð-
irnar.
„Skipstjóri rússneska togarans
hélt, að dómsdagur væri upp runn-
inn,“ segir Tor-Bjarne Stabell, tals-
maður fiskvinnslunnar, í viðtali við
dagblaðið Nordlys. „Rússarnir voru
miður sín yfír atganginum enda hefði
sjálfur Rambo ekki getað gert betur."
Kokshaysk er með samning um
að landa físki í Havoysund út árið
en nú er óttast, að þeir komi ekki
aftur.
Andreotti
fær óvænt-
an liðsauka
MUAMMAR Gaddafi, leiðtogi
Líbýu, bauðst í gær til að greiða
kostnað Giulios Andreottis,
fyrrverandi forsætisráðherra
Ítalíu, vegna réttarhaldanna
yfír honum á Sikiley. Líbýska
fréttastofan Jana skýrði frá
þessu en greindi ekki frá
ástæðu tilboðsins.
Líbýa var eitt sinn . ítölsk
nýlenda.
Hæstiréttur Spánar rannsakar blóðuga herferð gegn skæruliðum Baska
Vitni ber Gonzalez sökum
Madrid. Reuter.
HÆSTIRÉTTUR Spánar hlýddi í gær á vitn-
isburð Ricardo.Garcia Damborenea, fyrrver-
andi forystumanns Sósíalistaflokksins í
Baskahéruðunum, sem hélt því fram Felipe
Gonzalez forsætisráðherra hefði heimilað
dráp öryggissveita á 27 meintum félögum
aðskilnaðarhreyfingar Baska á árunum
1983-87.
Damborenea er fyrsta vitnið sem hæsti-
réttur Spánar yfirheyrir eftir að dómstóllinn
ákvað að taka málið fyrir fyrr í mánuðinum.
Lögmaður fyrrverardi lögreglustjóra, sem
er sakaður um aðild að drápunum, kvað
Damborenea hafa sagt að aðferðir öryggis-
sveitanna - sprengjutilræði, morð og
mannrán - hefðu verið ræddar á nokkrum
fundum með Gonzalez á skrifstofu hans, í
þinghúsinu og höfuðstöðvum Sósíalista-
flokksins.
Neitar sakargiftunum
Stjórn Gonzalez neitar því að hafa vitað
af herferðinni gegn basknesku aðskilnaðar-
hreyfingunni ETA (Baskneskt heimaland og
frelsi). Herferðin kostaði 27 manns lífíð og
nokkur fórnarlambanna reyndust ekki félag-
ar í hreyfingunni.
Damborenea, sem spænskir fjölmiðlar
kalla „Ramborenea“ vegna eðlis ásakan-
anna, er eitt þeirra vitna sem geta valdið
stjórninni mestum skaða. Meðal annarra,
sem eiga eftir að bera vitni, er Juan Al-
berto Perote, fyrrverandi herforingi sem
stjórnaði aðgerðum leyniþjónustu hersins
gegn baskneskum aðskilnaðarsinnum á
þessum tíma. Hann heldur því einnig fram
að Gonzalez og ráðherrum hans hafi verið
fullkunnugt um herferðina.
Vitnisburður Damborenea fyrir undirrétti
fyrr á árinu réð úrslitum um að hæstiréttur
ákvað að taka málið fyrir og skera úr um
hvort ákæra bæri forsætisráðherrann. Aðrir
dómstólar geta ekki rofið þinghelgi hans.
Gonzalez hefur verið við völd í þrettán ár
og ákvað nýlega að efna til þingkosninga í
mars, ári áður en kjörtímabilinu lýkur, en
hafnaði kröfu stjórnarandstæðinga og fyrrver-
andi bandamanna um að segja af sér án tafar.
Reuter
RICARDO Garcia Damborenea, fyrr-
verandi forystumaður spænska Sósíal-
istaflokksins í Baskahéruðunum, ræðir
við fréttamenn eftir að hafa borið vitni
gegn Felipe Gonzalez, forsætisráð-
herra Spánar.
Nú er rétti tíminn til að spara og taka slátur. Á sláturmarkaði
GOÐA, Kirkjusandi v/Laugarnesveg, færðu Borgamesslátur og
Búðardalsslátur og einnig nýtt kjöt og innmat á góðu verði.
Sláturmarkaður GOÐA er opinn mánudaga
til föstudaga kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14.