Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 22
» ■::!! liif i.lih-j-l: ,Ö: Hll•)A(.:j [ 1IMi:
22 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995
MORGUNBLAÐIÐ
LISTIR
Bandaríski ljósmyndarinn Lauren Piperno vinnur að þemaverkefni hér á landi
íslenskar konur
LAUREN PIPERNO er banda-
rískur ljósmyndari sem er að
vinna að þriggja mánaða
þemaverkefni hér á iandi sem hún
kallar „íslenskar konur“. „Ég kom
hingað til íslands í fyrra", segir Laur-
en, „og varð gjörsamlega heilluð af
landi og þjóð. Landslagið er stórkost-
legt og ég á örugglega eftir að leggja
leið mína hingað aftur til að mynda
það sérstaklega. Nú er ég hér á styrk
frá The American/Skandinavian
fandation til að mynda íslenskar kon-
ur.“
Kyn
Lauren hefur fengist við ýmiss
konar verkefni í Ijósmyndun. Hún
segist fyrst í stað hafa einbeitt sér
að hlutum og fólki sem hún þekkti.
„Það mætti segja sem svo að fyrst
á ferlinum hafí ég myndað minn eig-
in heim, heiminn eins og ég þekkti
hann en smámsaman fikrað mig út
úr þessu umhverfi. Verkefni mín
hafa síðan orðið sértækari. Grunn-
þemað í þeim öllum hafa verið kyn-
in, samskipti þeirra, átök og árekstr-
ar en einnig kynin sem slík.“
Þessi verkefni Laurenar hafa verið
eins konar rannsóknir á nokkrum
sviðum mannlífsins þar sem kynin
eru á einhvern hátt áberandi. Þannig
hefur hún meðal annars gert mynda-
röð um fatafellur, vaxtarræktarmenn
og samkvæmisdansa þar sem sam-
skipti kynjanna eru í brennidepli.
Lauren er svo einn af fímm myndhöf-
undum bókar sem nefnist Masked
Culture. The Greenwich Village
Halloween Parade og lýsir í máli og
myndum árlegri skrúðgöngu
500.000 manna í New York-borg á
Hrekkjavöku Bandaríkjamanna.
Konur á íslandi
íslandsverkefni sitt segir Lauren
að mætti líta á sem nokkurs konar
framhald af því sem hún hafi verið
að gera í Bandaríkjunum að því leyti
að hún er enn að fást við kyn. „Þetta
verkefni er mjög víðtækt. Ætlunin
er að mynda íslenskar konur í sem
víðustu samhengi. Ég einbeiti mér
heldur ekki að neinum einum hópi
kvenna. Það sem mér finnst sérstak-
lega áhugavert er sjálfstæði ís-
Ljósmynd/Lauren Pipemo
EITT af verkum Laurenar fjallaði um suður-ameríska dansa
þar sem samskipti kynjanna eru í brennidepli.
Ljósmynd/Lauren Pipemo
LAUREN Piperno er að vinna að ljósmyndaverkefni sem hún
kallar íslenskar konur.
ienskra kvenna og sú jafnstaða sem
þær hafa við karla. íslenskar konur
hafa náð mun lengra í jafnréttisbar-
áttunni en bandarískar. Hér er kven-
forseti og kvenborgarstjóri sem segir
auðvitað sitt. Mig langar til að kanna
hvað liggur hér að baki, hvort það
sé eitthvað í eðli íslenskra kvenna
sem veldur þessari stöðu.
Mér fínnst líka mjög áhugavert
að skoða hvemig gamli tíminn og
nýi mætast á skemmtilegan hátt
héma, bæði í fólkinu sjálfu og nátt-
úranni; ísland er í stöðugri mótun.
Og það er kannski einkennandi fyrir
fólkið héma að þótt það hafí aðlagað
sig nútímanum hratt og komið upp
mikilii tæknimenningu lifír gamli
tíminn í því ennþá, sagan og sagna-
arfurinn."
Lauren segist vinna verkefnið að
nokkram hluta í sveitum landsins.
„Það er göldram líkast að koma úr
ysnum í New York-borg í íslenska
sveitasælu. í New York er fólk sí-
fellt að leita einhvers, að merkingu
og tilgangi en hér hef ég hitt sveita-
fóik sem lifir í fullkominni sátt við
umhverfið og sig sjálft, fólk sem
veit sinn stað. Allt þetta langar mig
til að mynda.“
Sinfóníuhljómsveitin leikur suður-ameríska tonlist
Þorsteinn Gauti
Signrðsson
Bryndís Halla
Gylfadóttir
Guðrún María
Finnbogadóttir
Alberto
Merenzon
sveifla, seiður
Dulúð,
í KVÖLD verða tónleikar í Háskóla-
bíói með Sinfóníuhljómsveit íslands
í ísMús-tónleikaröð Ríkisútvarpsins.
Tónleikarnir eru sérstakir að því
leyti að á þeim verða einungis leikin
verk frá Suður- og Mið-Ameríku.
Stjómandi verður Alberto Merenzon
frá Argentínu en einleikarar verða
Bryndís Halla Gylfadóttir seilóleik-
ari, Þorsteinn Gauti Sigurðsson
píanóleikari og Guðrún María Finn-
bogadóttir sópransöngkona, en þau
hafa öll hlotið Tónvaka-verðlaun
Ríkisútvarpsins.
Guðmundar Emilsson, tónlistar-
ráðunautur Ríkisútvarpsins, hefur
haft frumkvæði að þessum tónleik-
um og sagði í samtali við biaðamann
að það hafí ekki áður verið haldnir
sinfónískir tónleikar meó verkum frá
Suður- og Mið-Ameríku einvörðungu
hér á iandi þótt leikin hafi verið ein-
stök verk. „Þessi tónlist er á köflum
sveiflumikil og full dulúðar og má
rekja það tii þjóðlegs uppruna henn-
ar, það er stutt í frumbyggjana í
henni. Við erum í raun að fylla
ákveðið tómarúm með þessum tón-
leikum því þessari tónlist hefur Iítið
verið sinnt hér og hefur jafnvel
mætt dálitlum fordómum." Aðspurð-
ur sagði Guðmundur að hann hafí
sjálfur kynnst henni við störf sín sem
hljómsveitarstjóri í Suður-og Mið-
Ameríku á undanförnum áram og
heillast.
Guðmundur sagði að líkast til
muni þessi tónlist reyna eilítið á
sveifluna í sinfóníuhljómsveitinni.
„Þegar ég leit inn á fyrstu æfíngu
var þegar komin þónokkur sveifla
og hiti í hljómsveitina. Ég hef reynd-
ar orðið var við að hljómsveitarmeð-
limirnir sjálfir eru mjög áhugasamir
um þessa tónieika. Ég held að íslend-
ingum eigi eftir að falla hinn dulúð-
arfulli tónn þessarar tónlistar vel og
ekki síður hin sérstaka hrynjandi
hennar sem hefur seiðmagnandi
áhrif.“
Tónleikamir hefjast kl. 20.
Sólin
í öndvegi
ÍSLENSKA Iistakonan Rúrí er
meðal þátttakenda á umhverfis-
listarsýningunni Experimental
Environment Kuopion Tienoo
1995 í borginni Kuopio í Finn-
landi. Nefnist verk hennar Kuopio
Observatorium.
Verkið er, að sögn Rúríar, unn-
ið sérstaklega fyrir Kuopio. „Þeg-
ar ég kom þangað fyrst í desem-
ber síðastliðnum til að kynna mér
staðinn var ákaflega dimmt og
drungalegt um að litast. Það varð
til þess að ég ákvað að vinna með
sólina í verki mínu.“
Rúrí fékk stjömufræðing í Ku-
opio til liðs við sig og reiknaði
hann út áttir til sólar. Því næst
voru settir niður sex stólpar,
steyptir í hvíta steinsteypu. Skipt-
ast þeir i þijú pör. Hið fyrsta er
fyrir sólarupprás og sólsetur á
sumarsólstöðum, annað fyrir sól-
arupprás og sólsetur á vetrarsól-
stöðum og hið þriðja fyrir sólar-
upprás og sólsetur á haust- og
vorjafndægrum.
„Ég ákvað að nota eins lítið efni
og ég gat, þar sem ég vildi láta
sólina og umhverfið vera ráðandi
öfl. Ég hafði stólpana því eins lága
og hægt var en þeir em tveir
metrar á hæð. Þeir em hins vegar
misjafnlega breiðir, þannig að þeir
kasta misjafnlega breiðum skugg-
um; breiðasti skugginn er á vetrar-
sólstöðum," segir Rúrí en verkið
er tæpir nítján metrar í þvermál.
Sólin kemur í ljós
í miðju verksins er lítill pallur
en í hann era grafnar línur sem
sýna höfuðáttiraar fjórar. „Þegar
maður stendur á miðju þessa palls
hefur maður rétta afstöðu til að
horfa á sólina koma upp en hún
kemur í ljós fram undan viðkom-
andi stólpa,“ segir Rúrí.
Verkið er staðsett f námunda
við vatn og kveðst Rúrí hafa valið
þann stað með hliðsjón af útsýn.
„í Finnlandi er mikið um skóga
en þeir eru nyög framandi fyrir
íslenska listamenn. Það getur ver-
ið mjög erfitt að vinna listaverk
inn í slíkt umhverfi ekki síst ef
skógarnir byrgja útsýn.“
Rúrí er f hópi fimm norrænna
listamanna sem taka þátt í sýning-
unni. Auk þess að krydda um-
hverfi Kuopio var þeim boðið að
sýna á aðalsýningu sumarsins í
listasafni borgarinnar en þeirri
sýningu lauk á dögunum. Um-
hverfislistaverkin munu á hinn
bóginn standa áfram. „Verkin
verða þarna að minnsta kosti
næsta árið og ég veit að það er
áhugi fyrir því að þau standi leng-
ur,“ segir Rúrí.