Morgunblaðið - 28.09.1995, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 28.09.1995, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 23 LISTIR Námskeið fvrir þá sem vilja lengra: Nýjar bækur Hjartarætur Þórs HJARTARÆTUR í snjónum eftir Þór Stef- ánsson er komin út. Þór sendi frá sér fyrstu ljóðabókina Haustregn- ið magnast árið 1989 og ári síðar bókina I gróðurreit vorsins. í kynningu segir: „Eins og fram kemur í titlum bókanna er höf- undur náttúruskáld. Ljóð hans eru myndir úr daglegu lífi þar sem „dagarnir koma í hala- rófu“ og vekja nýjar spurningar, nýja til- hlökkun. Þór Stefánsson Gagnrýnendur hafa bent á að í tjóðmáli höfundar kveði við já- kvæðari tón en tíðkast hefur undanfarna ára- tugi og er þá líklega átt við þá lífshamingju sem alls staðar leitar upp á yfirborðið þrátt fyrir djúpa alvöru og gráleita glettni höfund- ar.“ Útgefandi er ljóða- forlagið Goðorð. Bókin er myhdskreytt af Helga Gíslasyni. Bókin er 77 bls. og kostar kr. 1.920. HLUTI umdeildrar myndraðar Richter: Brosandi hryðjuverkamað- ur, fangaklefi og plötuspilari Baad- ers, þar sem talið er að hann hafði falið vopn til að svipta sig lífi. Litadýrð Dauði hryðju- verkamanns roNusr Sclfosskirkju ORGELTÓNLEIKAR J.S. Bach: Nun komm, derHeiden Heiland; Fantasía og fúga í g-moll. César Franck: Kóralfantasía í h- moll. M. Kabelac: Fantasía. Lenka Mátéová, orgel. Selfosskirkju þriðju- daginn 26. sept. SEPTEMBERTÓNLEIKUM Sel- fosskirkju fer senn að ljúka; hinir síðustu af alls fimm verða nk. 3. október. Eftir dagskránni að dæma hefur kirkjuorgelið komið þar víða við sögu, og engin furða, því Stein- meyer-hljóðfærið frá 1964 hefur dáfallegan hljóm og allflölbreytt raddaval, ekki sízt eftir stækkunina 1991, þegar bættust við 3. hand- borðið (Riickpositiv) og 15 raddir, sem munu nú alls 47. Kom sú fjöl- breytni í góðar þarfir á orgeltónleik- unum á þriðjudagskvöldið var, einna beztar í hinni miklu kóralfantasíu Césars Francks. Og þó að orgelsér- fræðingar kunni e.t.v. enn að finna hljóðfærinu eitthvað til foráttu, þá kom undirritaður aðeins eyra á tvennt: 16 feta fótbassaröddin svar- aði heldur seint (víðþekkt vanda- mál), og - sem er raunar vömm arki- tektsins - endurómur kirkjunnar er hjá Zachow í Halle) var hið ágætasta flutt. Maður hefur svosem heyrt hana hraðar, en á hinn bóginn kom ekki til neinna vandræðalegra hæginga, sem þetta úthaldskreíjandi verk á til að kalla yfir spilarann. Hér var leikið með þeirri viðeigandi vaggandi sveiflu sem ævinlega vekur hlustand- anum gleði og bjartsýni. Hinn huglægi síðrómantíski franski orgelstíll naut sín vel sem fyrr sagði í litríkri registrun á langri Kóralfantasíu Francks, þar sem vottar fyrir impressjónískri hljóma- beitingu 20. aldar, ásamt miklum andstæðum í styrk og satzgerð. Var leikurinn að sama skapi fjölbreyttur, ýmist með hugleiðslublæ eða rosa- fenginn, og megnaði að mestu að drepa þeim votti af langdregpi á dreif sem örlaði á undir lokin. Fantasían fyrir orgel eftir tékk- neska tónskáldið Miioslav Kabelac (d. 1973), fyrrum útvarpsstjóra og síðar prófessor við tónlistarháskól- ann í Prag, var ágengt, tokkötu- kennt verk, er beitti víða krassandi samstígum ómstreitum, en datt á öðrum stöðum aftur um aldir, allt að því til gregorssöngstíls. Það var þó að mestu tónalt hugsað og end- aði í hreinum og klárum mollhljómi. Var Lenka Mátéová þar í essinu sínu og lék af bæði krafti og lipurð. Ríkarður Ó. Pálsson AFAR umdeild sýning prýðir nú sali nútmímalistasafnsins í New York en höfundur verkanna hefur m.a. verið sakaður um að vera „tilfinningaslj- ór“. Hann heitir Gerhard Richter og viðfangsefni hans er dauði félaga í Baader-Meinhof-hryðjuverkasamtök- unum. Verkin eru fimmtán talsins og eru sýnd undir heitinu 18. október 1977, sem var dánardægur þriggja félaga í samtök- unum; sem voru Gudrun Ensslin, Andreas Baader og Jan-Carl Raspe, en þau fundust látin í fangaklef- um sínum. Ulrike Mein- hof, einn höfuðpauranna, hafði hengt sig ári fyrr. Á meðal mynda Richters eru nokkrar af Meinhof á ýmsum aldri: Sem ung og saklaus stúlka og sem lík með far eftir hengingaról á hálsi. Verk Richters hafa vakið mikla athygli og menn hafa velt því fyrir sér hver ætlun hans sé með þeim, hvort að ætlunin sé að gera hryðju- verkamenn að píslarvottum. Sjálfur segist hann ekki taka afstöðu til viðfangsefnisins, heldur hafi ætlun hans verið að sýna hryðjuverka- menninina í köldu og hlutlausu ljósi. Engu að síður þykja myndirnar á köflum tregafullar og að rétt hefði verið að sýna ekki aðeins dauða hryðjuverkamannanna, heldur einn- ig fórnarlamba þeirra. Forsvarsmenn nútímalistasafnsins í New York voru ekki í vafa um ágæti myndanna, því að þeir keyptu myndaröðina af Richter í júní sl. á tæp- ar 200 milljónir króna, að því að fullyrt er. Þykir það djarfur leikur í ljósi þess hvers konar pólitískir vind- ar blása um bandarískt þjóðfélag, segir í frétta- tímaritinu Newsweek, en í kynningu á sýningunni er henni líkt við myndröð Andys Warhols af kyn- þáttaóeirðum í Bandaríkjunum. Forsvarsmennirnir eru þó ekki í vafa um að þeir hafi gert góð kaup. „Góð list býr ekki endilega yfir ein- földum, siðferðilegum svörum. Ef hún ögrar okkur og fær okkur til að hugsa er það til góðs. Þessi verk gera það svo sannarlega,“ segir yfirmaður myndlistar- og högg- myndadeildar 'safnsins, Robert Storrs. Hart er deilt um ágæti myndraðar þýsks mynd- listarmanns um Baader- Meinhof-sam- tökin VisualBasic er kjaminn í nútima forritun í gluggaumhverfi. Enginn sem á annað borð vill nýta tölvuna og forritin betur getur verið án þekkingar á VisualBasic! 36 klst námskeið, kr. 44.900,- stgr. Námskeið á fimmtudögum og laugardögum hk 95092 Tölvu- og verkfræðlþjónustan Tölvuráðgjof • námskeið • utgáfa ‘ Grensásvegi 16 • sími 568 8090 Raðgreiðslur Euro/VISA Nýkomið mikið úrval a P^ ggog prjónakjólum Peysur og leggings í yfirstærðum. Einnig einlit glansandi krumpupils í lit við peysurnar. Opið laugardag frá kl. 10-14. straarion Reykjavíkurvegi 64 ■ Hafnarfirði • Sími 565 1147 fulllítill. Einleikari kvöldsins var organisti Fella- og Hólakirkju í Reykjavík, Lenka Mátéová; eins og nafnið bend- ir til, eiginkona píanóleikarans Pet- ers Máté, er kennir í Tónlistarskól- anum í sömu borg. Frú Mátéová er menntuð í Prag sem konsertorg- anisti, þar eð hefðbundinni kantors- menntun var ekki til að dreifa í guðleysingjatíð þáverandi stjórnar- hátta. Var þó ekki annað að heyra en að námið hefði skilað árangri, því spiltækni Lenku var mjög góð, túlkunin - eftir dulitla varfærni í sálmforleiknum Nun komm, der Heiden Heiland, - fersk og persónu- leg, og raddaval hennar sýndi skemmtilega nýtingu á möguleikum Selfosskirkjuorgelsins. Fantasía og fúga Bachs í g-moll er vinsælt verk, og að verðleikum. Það gustaði af Fantasíunni, þó á óvart kæmi að valdar skyldu dulúð- ugar píanissimó-raddir undir se- kvenzakaflann með hnígandi þrepa- bassa, þar sem undirritaður hefur oftar heyrt allt á útopnu. Kom það þó ekki illa út, enda litrík andstæða við lokaklímaxinn. Fúgan, sem ber hrynlíkingargælunafnið ’Das Kaffee- wasser kocht’ meðal þýzkra orgel- nema (byggð á eldfomu æfingastefi sem m.a. Hándel ku hafa glímt við SÝNINGAR HEFJAST Á NY Leikendur: Helgi Skúlason, Kristbjörg Kjeld, Blva Ósk Ólafsdóttir, Guðrún Gísladóttir, Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, Sigurður Sigurjónsson, Árni Tryggvason, Randver Þorláksson, Edda Arnljótsdóttir. STAK ef tir FJolskyldan goðkunna úi> Stundapipiði aftup mætt til leiks Næstu sýningar: _l L_ Sími 551 1200

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.