Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 25
MORGUNBLAÐIÐ
FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 25
AÐSENDAR GREINAR
„NORDEN er í ord-
en“, Norðurlöndin eru
í góðu lagi, sagði Ein-
ar Már Guðmundsson,
rithöfundur, þegar
hann tók við bók-
menntaverðlaunum
Norðurlandaráðs fyrr
á árinu. Það er reynd-
ar raunin um norrænt
samstarf þrátt fyrir
að ýmsir hafi spáð illa
fyrir því að undan-
förnu vegna margs
konar utanaðkomandi
breytinga.
Undanfarinn hálfan
áratug eða svo hafa
orðið mikil straumhvörf í Evrópu.
Annars vegar lok kalda stríðsins
og fall Berlínarmúrsins og Sovét-
ríkjanna sem leiddi til frelsis og
lýðræðis í Mið- og Austur-Evrópu
og hins vegar síaukin tilhneiging
Vestur-Evrópuþjóða til meiri sam-
vinnu og samruna.
Þessar gerbreyttu aðstæður hafa
viða kallað á endurmat, einnig í
norrænu samstarfi. Eftir að Svíþjóð
og Finnland gengu í ESB, hefur
farið fram umfangsmikil endur-
skoðunarvinna á vettvangi Norður-
landaráðs sem bæði hefur beinst
að innihaldi hins opinbera norræna
samstarfs og formi þess. Á þingi
ráðsins í Reykjavík í mars sl. var
í meginatriðum ákveðið hvert fram-
tíðarinnihald samstarfsins skyldi
vera. Þar var ákveðið að beina
kröftunum framvegis að þremur
meginþáttum: Hinu hefðbundna,
hreinræktaða norræna samstarfí,
samstarfi Norðurlandanna og nær-
svæðanna (Eystrasaltslönd, Norð-
urheimskautssvæðið
o.fl.) og samstarfi
landanna um Evrópu-
málefni. Á aukaþingi
ráðsjns í Kaupmanna-
höfn n.k. föstudag og
á reglulegu þingi í
Finnlandi í nóvember
verður væntanlega
gengið frá nauðsynleg-
um skipulagsbreyting-
um í kjölfar þessa.
Ráðið mun því hefja
árið 1996 á nýjum og
breyttum grundvelli.
Breyttur veruleiki -
ný verkefni
Fall Berlínarmúrsins raskaði al-
þjóðlegum valdahlutföllum og jafn-
vægi öryggismála á Norðurlöndum
breyttist. Það hefði gjarnan mátt
gerast fyrr. Svíþjóð og Finnland
þurfa nú ekki að sýna sömu varúð
og áður í þeim efnum. Nú geta
Norðurlönd leikið stórt hlutverk í
samskiptum sínum við Eystrasalts-
löndin og sem milligöngumenn
milli þeirra og annarra Evrópu-
landa. Sama á við gagnvart norð-
vesturhluta Rússlands.
Svæðasamstarfíð í Evrópu er að
þróast í nýjar áttir, í framtíðinni
munu t.d. Norðurheimsskautssvæð-
ið og Eystrasaltssvæðið skipta
miklu varðandi stöðugleika, lýð-
ræði, hagvöxt og velmegun í okkar
hluta heimsins. Með öðrum orðum:
Athafnasvæði Norðurlandanna
stækkar, æ fleiri alþjóðaverkefni
bíða úrlausnar og þörfín fyrir kröft-
uga samvinnu Norðurlandanna fer
vaxandi en ekki minnkandi.
Margt nýtt er þegar byijað, t.d.
Það er mín trú, segir
Geir H. Ilaarde, að
nýtt skipulag Norður-
landaráðs muni breyta
ímynd ráðsins og að
nýtt o g öflugra sam-
starf þróist á næstu
misserum.
varðandi nærsvæðasamstarfið. Á
nýafstaðinni þingmannaráðstefnu
ríkja á Eystrasaltssvæðinu, sem
Norðurlandaráð stóð fyrir, lagði
ég fram hugmynd um að mynda
víðtækt samstarf allra ríkja með
hagsmuni á svæðinu (Baltic Sea
Forum) með þátttöku ríkisstjórna
og þingmanna þar sem pólitísk
málefni yrðu reifuð. Þetta form
gæti hugsanlega með tímanum
orðið fyrirmynd annars svæðasam-
starfs í álfunni. Hér er hlutverk
og fordæmi Norðurlandanna aug-
ljóst vegna reynslunnar sem þau
hafa af samstarfi þar sem þing-
menn og ríkisstjórnir eiga sam-
starf sín í milli þvert á landamæri.
í mars á næsta ári verður önnur
þingmannaráðstefna Norðurheim-
skautssvæðisins, en þingmanna-
nefnd með þátttöku Bandaríkj-
anna, Kanada, Rússlands og Norð-
urlandanna var mynduð eftir
fyrstu ráðstefnuna um þetta efni
í Reykjavík 1993. Á þessu svæði
bíða mörg viðfangsefni, ekki síst
á sviði umhverfismála, pólitískrar
úrlausnar sem ríkisstjórnir land-
anna vinna einnig að. Þeim málum
er auðveldara að sinna eftir að
Sovétríkin hurfu af sjónarsviðinu.
Norðurlandaráð var einnig upp-
hafsaflið í þessu samstarfi þing-
manna, ekki síst fyrir frumkvæði
Halldórs Ásgrímssonar núverandi
utanríkisráðherra.
Alþjóðamál í víðara samhengi
eru einnig á dagskrá Norðurlanda-
ráðs. Samstarf Norðurlandanna
innan SÞ var þema ráðstefnu sem
haldin var fyrr á þessu ári. Örygg-
ismálin hafa haslað sér völl í breiðu
samhengi í norrænu samstarfi og
það er skylda Norðurlandanna að
leggja sitt af mörkum við mótun
framtíðarstefnu fýrir Sameinuðu
þjóðirnar.
Menning - umhverfi - pólitík
Hið hefðbundna norræna sam-
starf stendur eftir sem áður upp
úr sem höfuðverkefni Norður-
landaráðs, en aukin krafa um for-
gangsröðun veldur því að áhersla
er lögð á færri en stærri verkefni
en áður.
Menningarmálin eru mikilvæg,
um helmingur norrænu fjárlag-
anna rennur í verkefni í menning-
argeiranum. Hjarta samstarfsins
er á því sviði.
Norðurlöndin byggja þjóðir með
samtvinnaða sögu; tungumál og
menningararfleið. I norrænu sam-
starfi ber okkur skylda til að þróa
þessa arfleið og þá samsemd sem
menning okkar hefur skapað.
Þetta er ekki síst mikilvægt nú, á
tímum óstöðvandi alþjóðlegrar
fjölmiðlunar þar sem hið ómerki-
legasta flýtur oft ofan á.
Umhverfismálin eru ekki síður
mikilvæg í norrænu samstarfi.
Þrátt fyrir að ekki verði lagðar
stórar fjárhæðir í aðgerðir á nor-
rænum vettvangi er gífurleg vinna
hafin við mótun stefnu og sam-
ræmingu sjónarmiða á umhverfis-
sviðinu. Norðurlönd eru og feti
framar í „umhverfisvænum" hugs-
unarhætti og geta beitt sér á sviði
Nýr kafli í
norrænu samstarfi
Geir H. Haarde
Þorskurinn í Smugunni
UNDANFARIÐ hefur verið
mikið rætt um þorskveiðar okkar
í Smugunni og umgengni um auð-
lindina þar. En hvers konar þorsk
erum við að veiða þama og hvern-
ig er ástand þorskstofnsins í Bar-
entshafi um þessar mundir? Allt
frá því er íslendingar hófu veiðar
í Smugunni árið 1993, hefur Ha-
frannsóknastofnunin aflað gagna
um veiðarnar eftir því sem við
verður komið hvetju sinni með
sýnatöku úr lönduðum afla hér
heima og eins með dyggilegri að-
stoð Landhelgisgæslunnar á mið-
um úti.
Veiðarnar 1993
Veiðar okkar í Smugunni eru
svo til eingöngu þorskur tekinn í
flotvörpu uppi í sjó. Árið 1993
veiddum við 9.374 tonn af þorski
þarna og vorum fjórðu í röðinni
það árið hvað þorskaflamagn
snerti á eftir Norðmönnum, Rúss-
um og Færeyingum. Afli af öðrum
tegundum var sáralítill, mest
veiddist af hlýra 216 tonn og 56
tonn af grálúðu og annar botn-
fiskafli var alls 31 tonn. Haustið
1993 var mikið rætt um smáfiska-
dráp í Smugunni. Sendur var mað-
ur frá Landhelgisgæslunni til
mælinga um borð í íslenskum tog-
urum í samstarfi við norsku
Strandgæsluna. Mælingarnar
sýndu að þorskurinn stóðst hvorki
íslensk viðmiðunarmörk (25% und-
ir 55 sm) né norsk viðmiðunarmörk
(15% undir 47 sm).
Þetta leiddi til þess að sjávarút-
vegsráðuneytið gaf út reglugerð,
þar sem veiðar voru bannaðar í
sunnanverðri Smugunni fram til
áramóta. Eftir að skipin færðu sig
norðar glæddist aflinn þar og þar
var mun vænni fiskur
á ferðinni. Aldurs-
greiningar sýndu að
nær annar hver fiskur
þarna var 10 ára af
stóra árganginum frá
1983. Næstalgengasti
aldursflokkurinn í
veiðunum var hins veg-
ar 4 ára fiskur af ár-
gangi 1989, en það var
þá skársti árgangur-
inn, sem var að koma
inn í veiðistofninn síð-
an 1983. Heildarþors-
kveiðin úr Barents-
hafsþorskstofninum
árið 1993 var 581.611
tonn og nam því hlutur íslendinga
í heildarveiðinni rúmum 1,6%.
Veiðarnar 1994
Veiðar hófust aftur í Smugunni
af krafti er líða tók á sumarið
1994. Þær fóru hægt af stað en
vel aflaðist í ágúst og september,
oft mokafli. Landhelgisgæslan var
með varðskip á miðunum. Varð-
skipsmenn mældu stærð þorsksins
og söfnuðu jafnframt kvörnum til
aldursgreiningar. Mun minna
mældist af smáþorski en árið áður
og gáfu mælingar varðskipsmanna
ekki tilefni til lokana. Fjöldi þorsks
undir 47 sm reyndist vera á bilinu
0-10%.
Aldursdreifmg í veiðum íslend-
inga var á þann veg að mest veidd-
ist af 5 ára þorski þ.e. árgangi
1989 og var annar hver þorskur í
aflanum af þessum árgangi. Meðal-
lengd hans var 69 sm. Næst algeng-
astur var 4 ára þorskur af árgangi
1990 (20% hlutdeild) en þessi ár-
gangur er talinn vera af svipaðri
stærð og stóri árangurinn frá 1983.
Þegar aldursdreifíng í
okkar veiðum í Smug-
unni árið 1994 er borin
saman við áætlaða ald-
ursdreifíngu í stofnin-
um, kemur hvor
tveggja mjög vel heim
og saman, þ.e. að þeir
árgangar sem voru
uppistaðan í veiðinni
em einnig uppistaðan
í stofninum 1994.
Skertur þorskkvóti
á heimamiðum, góð
aflabrögð og aukin
sókn í Smuguna varð
til þess að við jukum
hlutdeild okkar í þors-
kveiðunum úr Barentshafsstofnin-
um í 4,6% árið 1994. Þorskafli
okkar á þessum miðum varð
36.737 tonn en heildarþorskafli
allra þjóða, sem veiða úr þessum
stofni nam samtals um 800 þús.
tonnum í fyrra. Við erum því orðin
þriðja mesta þorskveiðiþjóðin í
Barentshafi á eftir Norðmönnum
og Rússum. Næstir á eftir okkur
koma Færeyingar með tæplega 23
þús. tonna afla árið 1994. Þrátt
fyrir að þorskafli okkar fjórfaldað-
ist árið 1994 miðað við 1993 þá
minnkaði annar botnfiskafli okkar
á þessum miðum úr 293 tonnum
1993 í 233 tonn 1994.
Veiðarnar 1995
Gangur veiðanna í ár hefur ver-
ið áþekkur og í fyrra. Þær fóru
rólega af stað en svo hafa komið
góðir kaflar í ágúst og það sem
af er september og stefnir allt í
það, að aflinn í ár verði ekki minni
en í fyrra.
Mælingar varðskipsmanna nú
sýna að mikið er um smáan þorsk
Með ströngum veiði-
takmörkunum, segir
Sig’fús A. Schopka,
hefur þorskstofninn í
Barentshafí náð fyrri
sessi sem stærsti þorsk-
stofn í N-Atlantshafi.
í aflanum, þó að hann hafí staðist
viðmiðunarmörk. Flestir hafa verið
með 135 mm karfapoka í Smug-
unni, en draga má eitthvað frekar
úr veiðum á smáþorski með 155
mm möskva í poka og hefur það
nú verið sett í reglugerð. Aldurs-
greiningar á þessum fiski sýna,
að smáfiskurinn er aðallega fjög-
urra ára þorskur af árgangi 1991
en sá árgangur er talinn vera vel
yfír meðallagi. Hvað vænni þorsk-
inn snertir mynda árgangarnir frá
1989 og 1990 uppistöðu aflans.
Þetta er í samræmi við spár, þar
sem eldri árgangar frá árunum
1984-1988 eru allir lakir og ár-
gangur 1983 er nú horfinn úr veið-
inni.
Ástand stofnsins
Með ströngum veiðitakmörkun-
um hefur þorskstofninn í Barents-
hafi náð fyrri sessi, sem stærsti
þorskstofn í N-Atlantshafí. Nýlið-
un í stofninn hefur verið góð síðan
árið 1989, flestir árgangar ná
■ meðalstærð. Nýjustu fréttir úr
seiðaleiðangri 1995 benda til að
enn einn stór árgangur sé í uppsigl-
ingu. Afli hefur vaxið úr 212 þús.
tonnum 1990 í um 800 þús. 1994.
Sigfús A. Schopka
umhverfistækninnar sem verið
hefur norræn útflutningsvara um
nokkurt skeið.
Það er mín trú að hið nýja skipu-
lag Norðurlandaráðs muni breyta
ímynd ráðsins og að nýtt og öfl-
ugra samstarf muni þróast á næstu
misserum. Ráðið mun auka áhrif
sín á pólitíska stefnu Norðurland-
anna sem og í alþjóðasamstarfi og
hreint pólitískt samstarf verður
mikilvægara. Störf norrænu
flokkahópanna munu eflast og
málefnin verða reifuð og leidd til
lykta þar í auknum mæli.
Nú er líka tækifæri til að tengja
norræna samstarfið betur inn í
þjóðþingin svo að það verði sjálf-
sagður hluti stjórnmálanna á
heimavelli. Þetta má gera án vand-
ræða, t.d. með því að sjá til þess
að upplýsingaflæði sé eðlilegt og
að norræn málefni séu eftir atvik-
um tekin fyrir í nefndum þjóðþing-
anna.
Stuðningur almennings
Sá er stærstur munur á Norður-
landasamvinnunni og annarrí al-
þjóðlegri samvinnu að almenningur
stendur heils hugar að baki hinni
norrænu. Það sýna allar kannanir.
Slíkur stuðningur fólksins er ein-
stæður og ómetanlegur. Norræn
samvinna er líka einstök og snert-
ir alla þætti í samfélaginu, bæði
hjá opinberum aðilum og almenn-
ingi. Hún mun halda áfram að
dafna einfaldlega af því að það er
það sem fólk vill.
Er ég afhenti Einari Má bók-
menntaverðlaun Norðurlandaráðs
fyrr á þessu ári vitnaði ég í gömul
ummæli um að hæfíleiki rithöfunda
til að tjá sig sé gjörólíkur þeim
hæfíleika hjá stjórnmálamönnum.
Þeir síðarnefndu geti lært mikið
af rithöfundum, en skáldin lítið af
stjórnmálamönnum. En um eitt
erum við alténd sammála: Norden
er í orden.
Höfundur er alþingismaður og
forseti Norðurlandaráðs.
Miðað við úthlutaða kvóta 1995
er búist við einhverri aflaminnkun
miðað við árið 1994. Aukin sókn
mun ekki skila sér í meiri af-
rakstri til lengri tíma litið. Önnur
teikn á lofti sem gætu dregið úr
vexti stofnsins og viðgangi eru
minna fæðuframboð og kólnun í
Barentshafi. Því hefur verið spáð
og byggt á langtímamælingum að
sjávarhiti færi lækkandi, en svo
myndi hlýna aftur undir aldamót.
Ekki hefur enn bólað á þessari
kólnun. Kólnun myndi að öllum lík-
indum draga úr fískgengd í Smug-
unni. Hvað ætið snertir, er loðnu-
stofninn nánast hruninn, svo
þorskurinn hefur orðið að snúa sér
að annarri fæðu í ríkara mæli.
Engann bata er að sjá í loðnustofn-
inum í náinni framtíð og klakið í
ár virðist afar lélegt. Lítil loðnu-
gengd hefur hægt á vexti og leitt
til þess að sjálfrán þorsks hefur
aukist. Sjálfránið beinist að
smæsta þorskinum, og skörð högg-
vin í nýliðana áður en þeir koma
fram í veiðistofni. Kveði rammt
að þessu hefur það áhrif á nýliðun-
artölur og þar með afrakstur
stofnsins.
Höfundur er fiskifræðingur á
Hafrannsóknastofnun.