Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 27

Morgunblaðið - 28.09.1995, Page 27
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 27 Aðgerðir á börnum með meðfædda hjartagalla á Háskólasjúkrahúsinu í Lundi A gjörgæsludeild SÆNSKA dagblaðið Dagens Nyheter fjallar um aðgerðir vegna meðfæddra hjartagalla í börnum og vekur athygli á árangri Háskólasjúkra- hússins í Lundi í opnugrein 3. september. Átta mánaða stúlkubarni, Tiffany Gustafsson, er fylgt eftir í aðgerð og eftirmeðferð. Hér er hún á gjörgæsludeild stuttu eftir aðgerðina. Dánarhlutfall 1,2% innan 30 daga frá aðgerð eða á sjúkrahúsi Svíar eru famir að sjá árangur af átaki í . aðgerðum á bömum með meðfædda hjarta- galla. Bestur árangur hefur náðst á Háskóla- sjúkrahúsinu í Lundi. Anna G. Ólafsdóttir ræddi af því tilefni við Gylfa Óskarsson, bama- lækni og sérfræðing í hjartasjúkdómum bama, og Hróðmar Heigason sérfræðing í hjartasjúk- dómumbama. íúsbréfalán til 40 ára ir, enda hafi þær verið til umræðu áður. Félagsmálaráðherra hefði lýst því yfir að greiðslubyrði láns til 40 ára myndi minnka um nálægt 19% miðað við núverandi reglur um lán til 25 ára. Þetta gæti skipt máli fyrir einhvetja, en hann teldi þó að þessi breyting skipti ekki sköpum. Gætu náð greiðslumati „Þetta getur hins vegar leitt til þess að þeir sem ekki ná fullu greiðslumati miðað við 25 ára end- urgreiðslutíma nái því þegar lánið er lengt til 40 ára. Svo geta verið þeir sem vilja borga lánin niður á skemmri tírtia og borga færri krónur en fleiri til baka, þannig að ég tel að það sé af hinu góða að láta menn hafa frjálst val um þetta, en ég held að þessi breyting skipti ekki sköp- um,“ sagði Jón ennfremur. Hann benti á að ekki væri vitað hvert markaðsgengi húsbréfa með lengri lánstíma yrði og því væri hann alls ekkert viss um að þegar upp væri staðið yrði greiðslubyrðin af lengri lánunum 19% léttari. Ef bréf með ólíkum lánstíma fengju ekki sama vægi á markaðnum myndi nið- urstaðan endurspeglast í hærra verði eigna sem greiddar væru með hús- bréfum til lengri tíma. „Þetta gæti skapað ákveðið öngþveiti á markaðn- um og þetta getur leitt til þess að alit verð verður fært niður til stað- greiðsluverðs. Að auki krefst þetta auðvitað miklu meiri vinnu hjá þeim sem koma að þessum viðskiptum en nú er. Það segir sig sjálft,“ sagði Jón einnig. Ársgreiðslan breytist ekki mjög mikið Yngvi Örn Kristinsson, fram- kvæmdastjóri peningamálasviðs Seðlabankans, telur einnig að mis- munandi lánstími húsbréfa muni hvetja til þess að tilboð verði í meira mæli reiknuð til núvirðis. Greiðslu- byrðin muni hins vegar ekki breyt- ast mjög mikið við það að lengja lánstímann úr 25 árum í 40 ár. „Áf hverri milljón þarf nú að greiða 71.700 á ári en á 40 ára láni nemur greiðslan 59.000. Það munar aðeins um 13 þúsund krónum á ári eða 39 þúsund krónum af meðalláni áður en tekið er tillit til vaxtabóta. Þá þarf lántakandi að greiða lánið 15 árum lengur.“ Hann bendir á að búast megi við því að væntanlegir lántakar í hús- bréfakerfinu þurfi að vega og meta þetta tvennt. „Jafnframt þarf að hafa í huga að lengri húsbréf munu sæta meiri afföllum vegna lengri lánstíma, jafnvel þó ávöxtun þeirra á markaðnum verði sú sama. Uppboð á 20 ára spariskírteinum ríkissjóðs sem fram fóru í dag [í gær] bendir til þess að ávöxtunarkrafa 10 og 20 ára bréfa sé mjög svipuð og gæti það verið vísbending um að ávöxtun 25 og 40 ára húsbréfa verði svipuð. Ef það gengur eftir yrðu afföll 40 ára bréfanna um 4% meiri en 25 ára bréfanna. Búast má við að sá munur komi fram í verðlagningu fasteigna þannig að fasteignir keyptar með 40 ára húsbréfum verði þeim mun dýr- ari. Þetta tvennt þ.e. lengri afborgan- ir lána og hugsanlega hærra kaup- verð þurfa kaupendur að meta á móti lækkun greiðslubyrðar." Ávöxtunarkrafa 40 ára bréfa gæti lækkað Bjarni Ármannsson, forstöðumað- ur hjá Kaupþingi, er hins vegar þeirr- ar skoðunar að ávöxtunarkrafa 20 ára bréfa eigi eftir að lækka gagn- vart 10 ára bréfunum. „Það byggir á því að þegar litið er til tveggja áratuga séu tæplega 6% raunvextir háir vextir,“ sagði Bjarni. Hann bendir á að niðurstaða í nýlegu útboði á verðtryggðum spari- skírteinum í Svíþjóð hafi orðið sú að 20 ára skírteini seldust á 4,98% ávöxtunarkröfu en 10 ára bréfin á 5,48% ávöxtunarkröfu. Yrði slíkt raunin hér á landi yrðu afföllin um 2 prósentustigum lægri á 40 ára bréfum en 25 ára bréfum. Bjarni telur þó ólíklegt að svo mikill munur verði á ávöxtunarkröfu til 20 ára skírteina annars vegar og 40 ára skírteina hins vegar. HÁSKÓLASJÚKRAHÚSIÐ í Lundi hefur vakið athygli fyrir frábæran árangur við aðgerðir á meðfæddum hjartagöllum í börnum. Gylfi Óskars- son, barnalæknir og sérfræðingur í hjartasjúkdómum barna við sjúkra- húsið, segir að dánarhlutfall 30 dög- um eftir aðgerð eða meðan á sjúkra- húsdvöl stendur hafi verið um 1,2% á árinu 1993 og fyrri hluta síðasta árs. Dánarhlutfall í Gautaborg var 5,7% og í Uppsala 5,3% á sama tíma. Gylfi segir að svipað hlutfall barna, 0,8 til 1 af 100, fæðist með meðfæddan hjartagalla um allan heim. Oftast greinist hjartagallinn fljótlega eftir fæðingu og yfirleitt hafi hann verið greindur fyrir 3 ára aldur. Helstu einkenni eru óeðlileg hljóð í hjarta, blátt litaraft, öndunar- erfiðleikar og lítil þyngdaraukning. Gylfi segir að lengi vel hafi lítið verið hægt að gera fyrir börnin. Þau hafi dáið eða orðið fyrir erfiðleikum síðar á ævinni. Nú til dags þurfi t.d. að framkvæma hjartaígræðslu á hópi fullorðinna vegna meðfædds hjarta- galla. „Ekki eru mörg ár liðin frá því mikill tími barnalækna fór í að sinna fjölskyldum eftir barnsmissi vegna hjartagalla. Stórstígar framfarir hafa hins vegar orðið frá því fyrir 10 til 15 árum. Starfíð er gefandi og ekki síst þegar vel gengur. Þó er alltaf jafn sárt að missa barn og því miður verðum við enn fyrir því,“ segir Gylfí og tekur fram að gleðilegt hafi verið að afsanna hrakspár um að árangri sjúkrahússins myndi hraka með fjölg- un sjúklinga. Aðgerðastöðum fækkað Fyrir nokkrum árum framkvæmdu 6 sjúkrahús aðgerðir vegna hjarta- galla í börnum í Svíþjóð. Nú hefur aðgerðarstöðum verið fækkað niður i þrjá enda var árangur aðgerðanna afar misjafn. Dæmi má nefna að dánarhlutfall var á ákveðnu tímabili komið upp í 30% á Karolinska sjúkra- húsinu í Stokkhólmi áður en hætt var að framkvæma aðgerðirnar um áramótin 1993 og 1994. Nú fara flestar aðgerðirnar fram í Lundi. Gylfi nefnir í því sambandi að 60% sænskra barna með með- fædda hjartagalla gangist undir að- gerð á spítalanum og þjónustusvæði hans nái frá Suður-Svíþjóð langt norður í land. Þó ekki væri algengt að erlend börn gengjust undir aðgerð í Lundi væru á því undantekningar. Nokkur börn frá fyrrum A-Evr- ópu, með tengsl við Svíþjóð, hefðu verið skorin upp á sjúkrahúsinu og reynt væri að hjálpa börnum frá Eystrasaltslöndunum. Enn væru dæmi um að efnt væri til safnana til að gera fjölskyldum frá öðrum löndum kleift að fara með börnin sín í aðgerðir og hefði t.d. stúlka frá Úkraínu farið í aðgerð á spítalanum ekki alls fyrir löngu. Gylfí sagði að tvær aðgerðir, sem oft tækju 3 til 4 klukkutíma, væru að jafnaði gerðar á spítalanum á hveijum degi og væri farið að gera yfír 450 aðgerðir á hveiju ári. Að- gerðafjöldi væri því með því mesta á einstökum sjúkrahúsum í Evrópu og nálægt því mesta i Bandaríkjunum. Eftir einföldustu aðgerðimar dveljast börnin eina viku á sjúkrahúsinu. Al- gengur legutími er tvær til þijár vik- ur og getur farið upp í fjórar vikur. t Þakkað frábæru starfsfólki Þegar spurst var fyrir um hveiju góður árangur væri þakkaður tók Gylfi fram að engin keðja væri sterk- ari en veikasti hlekkur hennar og góðan árangur mætti fýrst og fremst þakka frábæru starfsfólki og því hversu náin samvinna væri á milli hópa. „Við barnalæknarnir sem vinnum að greiningunni emm í góðu sam- bandi við skurðlæknana og röntgen- læknana og gjörgæsluliðið, sem tek- ur við börnunum eftir aðgerðina, er mjög framarlega á sínu sviði. Ekki má heldur gleyma því að sérhæfing- in er svo mikil að ekkert af starfs- fólkinu gerir eitthvað annað en þetta,“ segir Gylfí. Gylfi lauk læknanámi frá HÍ árið 1987 og starfaði við Landakotsspít- ala og Landspítalann þar til hann hóf sérnám í Lundi árið 1990. Hann hefur eingöngu starfað við lækningu á meðfæddum hjartagalla í börnum siðustu þijú ár. Flestar aðgerðirnar erlendis í London Síst lakari árangur en í Svíþjóð ÍSLENSK börn með meðfæddan hjartagalla eru ýmist skorin upp hér á landi eða send í uppskurð erlendis. Hróðmar Helgason, sér- fræðingur í hjartasjúkdómum barna, segir að í hverju tilviki sé metið hvert best sé að senda barnið. Hins vegar séu flestar aðgerðir erlend- is gerðar við virt sjúkrahús í London og hafi árangurinn síst verið lakari en í Svíþjóð. Hróðmar sagði að árlega þyrfti að skera 20 til 30 íslensk börn upp vegna meðfædds hjarta- galla og væri ein af hverjum fjórum aðgerðum gerð hér á landi. Reynslan af aðgerðunum væri mjög góð og æskilegt væri að meira fjár- magn fengist tilað hægt væri að framkvæma tvær af hverjum þremur aðgerðum hér, þ.e. aðrar aðgerðir en þær allra flóknustu. Hann sagði að í hverju tilviki væri metið hvert best væri að senda barn í aðgerð. Sjúkra- húsið hefði hins vegar verið í nánu samstarfi við virt sjúkrahús í London í fjöldamörg ár og væru flestar aðgerðirnar vegna hjartagalla framkvæmdar þar. Sjúkraliúsið hefði verið leiðandi í slikum aðgerðum í yfir 30 ár og hefðu íslendingar notið góðs af þeirri reynslu. Erfitt að nefna tölur Hróðmar sagði að átak Svía í aðgerðum vegna hjartagalla væri afar virðingarvert en varaði við að nefndar væru tölur í sambandi við árangur. Hjartagallar væru afar mismun- andi. Sumir væru svo einfaldir að algjör und- antekning væri að sjúklingar dæju vegna þeirra. Aðrir væru flóknari og erfiðari við- fangs. Fæst sjúkrahús vísuðu sjúklingum ann- að en erfitt væri að hafa heildaryfirlit yfir hvaða sjúklingum væri vísað til einstakra sjúkrahúsa. Þó Hróðmar hrósaði árangrinum í London sagði hann að sífellt væri hugað að því hvort ástæða væri til að skoða aðra möguleika og þyrfti í því sambandi að líta til árangurs og kostnaðar. Hann gat þess að í um ársgamalli könnun hefði komið í ljós að kostnaður vegna aðgerða væri um 30% meiri í Svíþjóð en Eng- landi.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.