Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 28.09.1995, Blaðsíða 30
30 FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ AÐSENDAR GREIIMAR Enn um úreldingu MS6 EFTIR að grein mín í Morgun- blaðinu um úreldingu Mjólkursam- lags Borgfirðinga birtist, þá hafa þrír aðilar tjáð sig á síðum Morgun- blaðsins, þeir Guðmundur Þorsteins- son bóndi á Skálpastöðum, Þórir Páll Guðjónsson kaupfélagsstjóri í Borgarnesi og Páll Kr. Pálsson for- stjóri Sóiar hf. Mig langar til af þessu tilefni að reifa frekar einstök atriði í hugleiðingum þessara manna, þótt ef til vill seint sé. I grein Guðmundar Þ. kemur fram efasemd um eignarrétt á MSB. Það hafa nú fleiri látið í ijósi efasemdir um eignarrétt í þessu sambandi, eins og Magnús Guðjónsson bóndi í Hrútsholti, í sjónvarpsþætti, að ógleymdum fyrrverandi landbúnað- arráðherra Halldóri Blöndal, sem hafnaði undirritun úreldingarsamn- ingsins vegna efasemdar um eignar- rétt. En fyrir mig og marga sem ég hefi talað við, kemur það eins og þruma úr heiðskíru lofti, að marg- milljónafyrirtæki, eins og MSB, sem er búið að starfa áratugum saman, að enn í dag skuli leika einhver vafi á um eignarrétt. Því í ósköpunum er þetta atriði ekki drifið, sem próf- mál, í gegnum bæði dómstig til þess að skerpa og skýra línur um eigna- rétt hér að lútandi. Annað atriði í grein Guðmundar Þ. Þar lætur hann að því liggja, að andstaða mín við úreldingu MSB sé af tilfinningalegum toga spunnin. Ekki ætla ég að neita því. Að úrelda rótgróið áratugagamalt fyrirtæki eins og MSB og flytja störf fjöida manna og kvenna úr Borgarfirði til Reykjavíkur, vissulega er það tilfínn- ingamál. En það kemur fleira til. Þau hræða sporin se'm stigin hafa verið undanfarna áratugi, þar sem ýmsir mislukkaðir reiknimeistarar hafa verið að reikna út hagnað af ýmsum aðgerðum í þessu þjóðfélagi. Nefna má Miklagarð, fiskeldi og loð- dýr. Uppi voru gífuryrði um mikinn hagnað, sérstaklega í fiskeldinu, og fyrir rest voru menn með háar tölur á blöðum fyrir framan sig, þegar reynslan var komin til sögunnar, en þessar árans tölur voru bara allar með mínus- merkinu fyrir framan sig! Og bankakerfið mátti þola há útlánatöp, sem eflaust hefur átt sinn þátt í háu vaxta- stigi í þessu þjóðfélagi. Það er einmitt það, sem ég og fleiri óttast, að það verði öfug formerki framan við lokatölur þegar reynslan tíundar niðurstöður. Hér er sem sé komin ástæðan fyrir því að ég nefndi til sögunnar hagfræðideild Háskólans, sem hlutlausan aðila og með mestu fagþekkinguna, til þess að fara yfír hagfræðiútreikningana sem eiga að sýna sem mest hagræð- ið af úreldingu MSB, og líta þá á hagfræðideildina sem hið æðra „dómstig" í þessu máli. Þá er að víkja nokkrum orðum að grein kaupfélagsstjórans Þóris Páls Guðjónssonar, en þar standa þessi orð: Samvinnufélagsformið hefur reynst gallað, hvað varðar það atriði að ná inn áhættufé í rekstur- inn. Ekki er mér alveg ljóst við hvað hér er átt. Er verið að harma það að samvinnufélögin hafí ekki fengið fjármagn frá einstaklingum í allan sinn taprekstur. Hvað skyldu þeir vera margir milljarðarnir, sem hafa glatast í gjaldþrotum samvinnu- hreyfingarinnar, SÍS, Miklagarðs, fiskeldis, KRON, Kaupfélags Sval- barðseyrar? Ég held að það sé miklu nær að tala um hrun samvinnufé- lagsformsins, en að það sé gallað. Samvinnufélagsformið reyndist þessu þjóðfélagi vel við að ná versl- unarrekstri inn í landið úr höndum útlendinga, en svo hefur heldur hall- að undan fæti fjárhagslega eftir að vextir urðu jákvæðir í þessu þjóð- félagi. En í vor, í maíbyijun, stóð K.B. til boða samstarf og uppbygging at- vinnurekstrar í sam- vinnu við Sól hf. og því hefði fylgt áhættufé. Það var ekki formið, sem reyndist gallað þá, það var bara kaupfé- lagsstjórinn sjálfur sem sagði nei, og skaut sér á bakvið tímaleysi í það skiptið. Þegar viljann vantar, verður mönnum flest að fótakefli, svo sem tímaleysi, fyrir- höfn eða kostnaður, hér varð tímaleysi fyrir val- inu. Þegar vilji er fyrir hendi þá má koma mörgu í verk. Ef af samvinnu MSB og Sólar hefði orðið, þá má reikna með að hér hefði störfum fjölgað verulega, jafnvel um 20 - 30. Ef atvinnuleysisbætur þessa fólks í við- bót við atvinnuleysisbætur til þeirra sem koma til með að missa sína vinnu við úreldingu MSB eru ekki teknar með sem úreldingarkostnað- ur, þá er verið að falsa og blekkja úreldingarkostnað MSB. Páll Kr. Pálsson getur þess í sinni grein að fram komi í útreikningum hagræðingarnefndarinnar að reikn- að sé með viðbótarkostnaði uppá 3 milljónir vegna flutnings neyslu- mjólkur fyrir Borgarfjarðarhérað, sem eftir úreldingu MSB, verði fyrst að flytja til Reykjavíkur til geril- sneyðingar og pökkunar í neytend- apakkningar og síðan til baka næsta eða þarnæsta dag. Þetta telur Páll Kr. tortryggilegar tölur og telur að hér sé vanreiknað um sem nemur 5 milljónum, en lítum nánar á dæmið. Indriði Albertsson mjólkurbústjóri MSB tjáir mér að 1,8 milljón lítrar mjólkur dreifist sem neyslumjólk á svæði MSB. Þetta verða 1.800 tonn og það er reiknað með 1.100 kr fyr- ir tonnið í tönkum til Reykjavíkur, en til baka verður þetta varla flokk- að annað en stykkja- eða pakka- flutningur og þá hækkar nú flutn- ingurinn heldur betur. Halldór Brynjúlfsson, stöðvar- stjóri bifreiðastöðvar K.B., segir mér að flutningsgjald fyrir stykkja- og pakkaflutning frá Reykjavík til Borgarness sé 3.400 - 3.500 kr. og þá verður þetta ekki svo flókið reikn- ingsdæmi. Tökum dæmið. 1.800 tonn til Reykjavíkur í tank = 1.800 * 1.100 = 1.980 þúsund 1.800 tonn frá Reykjavík til Borgarness = 1.800*3.400 = 6.120 þúsund Fyrir árið samtals kr. 8.100 þús- und. Hvernig er svo hægt að koma þessum tölum niður í þijár milljónir Hér mun sannast hið fornkveðna, segir Guðmundur Jónsson, að „enginn veit hvað átt hefur fyrr en missthefur“. eins og kemur fram í grein Páls Kr. Pálssonar að séu niðurstöðutölur hagræðingarnefndar um þann við- bótarkostnað sem skapast við flutn- ing neyslumjólkur til Reykjavíkur og til baka aftur í Borgarnes? Hér verður að koma til einhvers konar loftfimleikastærðfræði, þar • sem menn forðast eins og heitan eldinn að koma nærri staðreynduin máls. Hér er því við að bæta, hvernig yrði þetta flutt á milli, varla öðruvísi en á brettum þar sem mætti notast við lyftara til að hlaða og afhlaða bíl- ana. Til þess að geta flutt pakka- og stykkjavarning á brettum þessa leið, þá þarf að vefja pakkavarningi inn í plast svo þetta tolli á brettun- um. Það gæti verið fróðlegt og for- vitnilegt að fá það á hreint, hve mikil vinna það er að vefja 1.800 tonnum af stykkjavöru á brettum inn Guðmundur Jónsson í plast í þessu tilfelli og hver er hinn raunverulegi kostnaður við þetta verkefni. Hér myndi þurfa mörg hundruð kíló af pökkunarplasti, ein- nota pökkunarplasti sem yrði ekki annað en óforgengilegur mengunar- valdur á borgfirskum öskuhaugum. Hugleiðingum um þetta mál er best að ljúka með gömlum og góðum ís- lenskum málshætti: „Það er ekki öll vitleysan eins.“ Lokaorð Það sem aldrei hefur verið minnst á í sambandi við úreldingu MSB, en hefði átt að vera með frá upp- hafi, er vilji neytenda og krafa markaðarins. Hvernig kemur það heim og saman við óskir neytenda að flytja neyslumjólkina fyrst tii Reykjavíkur og síðan aftur til baka í Borgarljörð og fá hana svo tveim til þrem sólarhringum seinna í versl- anir hér? Stundum er talað um milliliðakostnað og milliliðagróða sem eitthvað neikvætt. En hér skal heldur betur fara aðra leið og búa til milliliðakostnað upp á litlar fimm til átta milljonir. Útreikningar reiknimeistaranna eru eflaust alls góðs maklegir, en þrennt er það af „gamla skólanum sem ég vil að verði með í þessu: Verksvit, almenn skynsemi og einhver snefill af brjóstviti. Þegar Mjólkursamsalan í Reykjavík verður komin með einok- unaraðstöðu frá Hellisheiði vestur og norður til Snæfellsnes á smölun, dreifingu, og vinnslu mjólkur, þá gæti komið í ljós að flutningskostn- aðurinn hafi verið vanreiknaður! Hvað gæti þá gerst? Lækka verð til framleiðenda eða hækka verð til neytenda? Notá ekki einstaklingar eða fyrirtæki með einokunarað- stöðu tækifærið til að maka eigin krók? A.m.k. var einokunin slæmur kostur meðan hún var í höndum Dana, svo var mér að minnsta kosti kennt á yngri árum. Algjört vald spillir en samkeppni lækkar verð og bætir þjónustu, hvort viljum við? Ég er ennþá þeirrar trúar að hér muni sannast hið fornkveðna. Eng- inn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur. Höfundur er bifvélavirki. Nýsköpun í - íslensku atvínnulífi Á UNDANFÖRNUM árum hefur verið tölu- verð umræða í þjóðfé- laginu um mikilvægi nýsköpunar fyrir ís- lenskt atvinnulíf. Við búum við tiltölulega einhæft atvinnulíf og gjaldeyristekjur þjóðar- innar byggjast aðallega á útflutningi sjávaraf- urða. Hagvöxtur hefur verið hægur miðað við nágrannaþjóðir og á ýmsum sviðum höfum jk, við íslendingar dregist aftur úr miðað við aðrar þjóðir. áhyggjuefni hve fáir af okkar vel- menntuðu einstaklingum fara að Baldur Hjaltason Rannsóknaráðs íslands og einnig hefur nýlega opnast möguieiki á áhættufjármagni til nýsköpunar hjá Iðnþró- unarsjóði/ Það sem veldur hins vegar von- brigðum er sú stað- reynd að íslenskt at- vinnulíf virðist almennt of veikburða til að geta stutt við uppbyggingu nýrra tækni- og þekk- ingargreina og nýtt sér þá þekkingu sem er til staðar t.d. innan veggja Háskóla íslands og hinna ýmsu opinberu stofnana. Það er visst Ein af þeim leiðum sem fara má til að efla íslenskt at- vinnulíf ásamt því að gera það fjöl- breytilegra og samkeppnishæfara er að leggja meiri áherslu á eflingu markvissrar nýsköpunar og þróunar- starfs. Þessi þáttur er grundvöllur þess að hægt sé að ná fram aukinni verðmætasköpun og viðhalda tækni- stigi fyrirtækjanna. I dag er auðvit- að stundað nýsköpunar- og þróunar- starf að einhverju marki í hveiju fyrirtæki en það er margt sem má gera til að þessi vinna verði mark- vissari og skili sér betur út í þjóðfé- lagið. Stofnanir of fyrirferðarmiklar I dag hefur ísienskt atvinnulíf nokkra valkosti til að sækja fjár- magn til nýsköpunar og þróunar- starfa. Þar má nefna- tæknisjóð námi loknu til starfa út í atvinnulíf- ið, ekki síst í undirstöðugreininni, sjávarútveginum. Alltof margir fara til starfa hjá hinu opinbera. Þetta hefur leitt til þess að áhersla nýsköp- unar hefur færst að hluta til úr hendi atvinnulífsins yfir til Háskóla íslands og rannsóknastofnana atvinnuveg- anna. Þeír sjóðir sem styrkja nýsköpun og þróunarstarf leggja mikla áherslu á samstarf atvinnulífs annars vegar og Háskóla íslands og annarra opin- berra rannsóknastofnana hins vegar. Raunin hefur hins vegar orðið sú að frumkvæði að umsóknum um þetta fjármagn hefur yfirleitt komið frá þessum opinberu aðilum sem síð- an hafa fengið atvinnufyrirtækin í Vel menntað fólk innan hvers fyrirtækis er lykil- atriði, segir Baldur Hjaltason, til að hægt sé að færa þekkingu og tækni inn í fyrirtækin. lið með sér. Þessi verkefni eru síðan oftast unnin alfarið innan veggja Háskóla íslands eða rannsókna- stofnana atvinnuveganna, sem leiðir oft til takmarkaðrar markaðsþekk- ingar og markaðssambanda sem eru nauðsynleg til að nýsköpun skili ár- angri og þar með auknum auði í þjóðarbúið. Ein meginástæða fyrir þessu fyrirkomulagi er hin mikla þörf Háskólans og annarra opin- berra stofnana á sértekjum vegna takmarkaðs opinbers framlags. Fyrirtækin taki frumkvæðið Þessu verður að breyta og besta lausnin er að færa aftur frumkvæð- ið til atvinnulífsins og byggja betur upp þekkingu og færni innan veggja fyrirtækjanna jafnframt því að þau axli meiri ábyrgð á rannsóknum og þróun. Þetta verður best gert með því að fyrirtækin sjálf geti fengið beint fjármagn til rannsókna og þróunarstarfs en kaupi síðan þá rannsóknar- og þróunarvinnu frá utanaðkomandi aðilum sem þau telja þörf á. Fyrirtækin skilgreina þannig sjálf rannsóknar- og þróun- arverkefni sem unnin skulu og bera ábyrgð á því að þau verði fram- kvæmd og færa þannig nýsköpun í hendur atvinnulífsins í ríkara mæli. Þau leita þannig til þeirra aðila sem þau telja færasta á viðkomandi fræðasviði til að koma hugmynd sinni í framkvæmd. Með þessu móti eiga fyrirtækin auðveldara með að móta og hafa áhrif á rannsóknar- og þróunarstarfið til að aðlaga það betur markaðsaðstæðum og getu fyrirtækjanna til að innleiða nýja eða endurbætta tækni. Þetta ætti að skapa meiri samkeppni um það fjármagn sem stendur til boða vegna rannsóknar- og þróunar- starfa og bæta skilvirkni grunn- rannsókna og rannsóknastofnana atvinnulífsins í þágu iðnaðar. Þetta ætti einnig að leiða til þess að fyrir- tækin fjárfestu frekar í tækni- menntuðu fólki til að nýta niður- stöður úr þessum rannsóknar- og þróunarverkefnum. Leiða má að því sterk rök að þeir aðilar sem ynnu þessi verkefni fyrir atvinnulífið inn- an veggja Háskóla íslands eða rannsóknastofnana atvinnuveg- anna færðust yfir til atvinnufyrir- tækja þegar augu stjórnenda þeirra opnuðust fyrir mikilvægi þekking- aruppbyggingar. Vel menntað fólk innan hvers fyrirtækis er lykillinn að því að hægt sé að færa þekkingu og tækni inn í fyrirtækin svo þau geti nýtt sér hana til nýsköpunar og verðmætaaukningar. Alþjóðlegt samstarf Þátttaka íslendinga í alþjóðlegu vísinda- og tæknisamstarfí er mikil- væg. I dag er hún aðallega fólgin í samvinnu milli erlendra mennta- og rannsóknastofnana við systurstofn- anir sínar hérlendis með takmark- aðri þátttöku atvinnulífsins. Það er mjög nauðsynlegt að íslenskt at- vinnulíf verði virkara í því að vinna með þessum aðilum til að færa inn í landið hagnýta tækni og vísinda- þekkingu. Islendingar eiga nú að- gang að rannsóknar- og þróunar- sjóðum innan EES sem hægt er að nýta til þessara hluta. En það má heldur ekki gleyma mikilvægi þess að íslensk fyrirtæki geti starfað að rannsóknar- og þróunarmálum milliliðalaust við erlend fyrirtæki. Margir birgjar veita viðskiptavinum sínum oft á tíðum meiri tæknilega aðstoð og þekkingu en hægt er að fá hjá innlendum stöfnunum. Auk þess veitir samstarf milli innlendra og erlendra fyrirtækja mikla al- menna þekkingu á báða bóga og gefur starfsmönnum aukinn slag- kraft til að stunda rannsóknir og vöruþróun. Því mætti hugsa sér að eitthvað af því fé sem í dag rennur til samstarfs opinberra aðila milli landa mætti nota í samsvarandi sam- starf milli fyrirtækja. Gæði í fyrirrúmi Einnig er mikilvægt að gera rann- sóknar- og þróunarstarf skilvirkara en það er í dag og einfaldlega bæta gæði þess. Ein leiðin er að beita hugmyndafræði gæðastjórnunar í ríkara mæli og innleiða mat og út- tektir inn í rannsóknar- og þróunar- ferla. Hugmyndafræði gæðastjórn- unar ætti að gera alla rannsóknar- og þróunarvinnu mun skilvirkari og auðvelda þeim sem að þessu standa að leysa þau vandamál sem koma upp. í mörgum fyrirtækjum hafa verið gerðar sérstakar gæða- handbækur fyrir rannsóknar- og þróunarstarf. Tilgangurinn er auð- vitað sá sami með öllum þessum aðgerðum: að tryggja sem best að öll þessi rannsóknar- og þróunar- vinna skili sem mestri arðsemi fyrir þjóðfélagið í heild. . Höfundur er framkvæmdastjóri Lýsis hf., sem er í Samtökum iðn- aðarins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.