Morgunblaðið - 28.09.1995, Síða 31
Í M0UGi:.N15LADIÐ
FIMtótUDAGtJR28.SÉPTÉMBÉR 1995''' 31 ^
AÐSENDAR GREINAR
Hvar stöndum við eft-
ir ráðstefnuna í Kaíró?
Kristín Ragriheiður I. Rannveig
Ástgeirsdóttir Bjarnadóttir Guðmundsdóttir
Ráðstefna evr-
ópskra þingmanna í
Brussel 26.-27. maí
1995 um vandamál
fólksfjölgunar og
fjölskylduáætlun
TVEGGJA daga ráðstefna var
haldin á vegum Evrópudeildar Al-
þjóðasamtaka um fjölskylduáætlun
(Intemational Planned Parenthood
Federation = IPPF), vinnuhóps um
fólksfjölgunarvanda og ftjósemis-
heilbrigði frá breska þinginu (Brit-
ish All-Party Parliamentary Group
on Population, Development and
Reproductive Health) og hliðstæðs
vinnuhóps frá Evrópuþinginu
(European Parliament Working
Group on Population, Sustainable
Development and Reproductive He-
alth). Tilgangur hennar var að
kynna niðurstöður ráðstefnunnar í
Kaíró um fólksfjölgunar- og þróun-
armál fyrir evrópskum þingmönnum
og ræða leiðir til að koma stefnu-
málum hennar í framkvæmd.
Tveimur þingmönnum frá hverju
Evrópulandi var boðin þátttaka. Frá
íslandi fóru þingkonumar Kristín
Ástgeirsdóttir og Rannveig Guð-
mundsdóttir. Auk þess var einum
áheyrnarfulltrúa frá félögum um
fjölskylduáætlun boðin þátttaka.
Fyrir hönd Fræðslusamtaka um kyn-
líf og bameignir fór Ragnheiður I.
Bjamadóttir, kvensjúkdómalæknir.
Vandamál fólksfjölgunar
Richard Ottaway, breskur þing-
maður, setti ráðstefnuna. í ræðu
sinni lagði hann áherslu á vandamál
fólksfjölgunar í heiminum. Hann
benti á að fjöldi íbúa jarðar hefði
tvöfaldast á síðustu 50 ámm og
stefni í 6 billjónir árið 2000. Munur-
inn á ráðstefnunni í Kaíró og þeirri
í Mexíkó 10 ámm áður væri sá að
nú • væm öll ríki sammála um að
fólksfjölgunin væri vandamál. Hann
lagði áherslu á hlutverk þingmanna
sem leiðtoga í þessum efnum. Á
ráðstefnunni í Kaíró hefði verið
rætt um hvernig fjármagna mætti
átak til að draga úr fólksfjölgun og
var þar samþykkt að 2A Qámiagns
ættu að koma frá löndunum sjálfum
Stuðla verður að ábyrgrí
kynlífshegðun, segir
Krístín Ástgeirsdóttir,
Ragnheiður I. Bjama-
dóttir og Rannveig
Guðmundsdóttir, með
fræðslu og kynningu.
en ‘A frá aflögufæmm löndum. Fjár-
magnið væri lykill að breytingum,
eða eins og hann orðaði það „reso-
urces is the key“.
Bætt heilbrigðisþjónusta varð-
andi kynlíf og barneignir
Dr. Fred Sai, forseti IPPF, hélt
síðan fyrirlestur um hvernig þjóðir
heims gætu unnið saman til að gera
markmið ráðstefnunnar í Kaíró að
vemleika og lýsti þeim verkefnum
sem þær nú standa frammi fyrir.
Lagði hann áherslu á nauðsyn sið-
ferðilegs og fjárhagslegs stuðnings
frá Evrópuríkjunum til að ná settu
marki. Þörf væri á því að styrkja
stöðu kvenna og bæta heilbrigðis-
þjónustu er varðar fijósemis- og
kynlífsheilbrigði. Þetta tvennt
mundi leiða af sér fækkun bam-
eigna. Betri staða kvenna leiddi til
bætts heilbrigðis barna og hann
benti á að hvert ár menntunar
mæðra lækkaði ungbamadauða um
7-9%, auk þess að leiða af sér betri
stjórn kvenna á fijósemi sinni. Heil-
brigðisþjónusta á þessu sviði felur
í sér bæði forvarnarstarf og með-
ferð. Mæðradauði er geysimikill víða
í þriðja heiminum og hefur aukist
í Afríku í kjölfar alnæmisfaraldurs-
ins. Talið er að 500 þúsund konur
deyi árlega í heiminum í tengslum
við meðgöngu og fæðingu. Má líkja
því við að júmbó-þota færist á 4,5
klst. fresti. Líkur á því að konur
deyi í tengslum við meðgöngu eru
1:23 í Afríku en 1:9.000 í Vestur-
Evrópu. Talið er að 25-50% mæðra-
dauða í Afríku sé vegna óömggra
fóstureyðinga. Hvergi kemur mun-
urinn milli ríkra og fátækra og/eða
ungra betur fram en í sambandi við
fóstureyðingar. Bætt aðgengi að
getnaðarvörnum ásamt fræðslu og
ráðgjöf um þær gegnir hér lykilhlut-
verki. Auk þess er háð mikilvæg
barátta gegn eyðileggingu á kyn-
fæmm kvenna (female genital mut-
ilation). Talið er að slíkar aðgerðir
séu gerðar á um 2 milljónum stúlkna
ár hvert. Forvarnarstarf gegn kyn-
sjúkdómum er einnig mjög mikil-
vægt til að fækka þeim fjölda sem
smitast á ári hverju, en álitið er að
um 250 milljónir nýrra tilfella af
kynsjúkdómum komi upp árlega í
heiminum.
Vandamál meðal unglinga
Að lokum flutti dönsk þingkona,
Helle Degn, ávarp um hvernig
stjómmálamenn gætu verið leiðandi
afl við að koma markmiðum ráð-
stefnunnar í Kairó í framkvæmd.
Svona gera for-
sætisráðherrar ekki
NÚVERANDI for-
sætisráðherra, sem er
fyrrverandi borgar-
stjóri og borgarfulltrúi,
hvatti verkalýðshreyf-
inguna til aðgerða
gegn borgaryfirvöldum
vegna hækkana á
strætisvagnafargjöld-
um og gjaldskrám
veitufyrirtækjanna í
ljósvakamiðlum sl.
sunnudagskvöld.
Þessi herhvöt for-
sætisráðherra er afar
sérstæð og sýnir sér-
stakan íjandskap í
garð borgaryfirvalda,
ekki sízt fyrir þá sök,
að hann vílar ekki fyrir sér að fara
með hrein ósannindi um ímyndaðar
gjaldskrárhækkanir veitustofnana.
Hækkun fargjalda SVR er þrátt
fyrir allt ekki meiri en svo, að gagn-
vart unglingum og eldri borgumm
eru þau langlægst á höfuðborgar-
svæðinu, miklu lægri en í Kópa-
vogi, Hafnarfírði og Garðabæ, þar
sem flokksbræður forsætisráðherr-
ans ráða ríkjum. Þar búa um 40
þúsund manns við hærri fargjöld
en Reykvíkingar.
Af hverju sigar for-
sætisráðherra verka-
lýðshreyfingunni ekki á
þessi bæjarfélög úr því
að hann telur fargjalda-
hækkanir vöm vegna
ákvörðunar Kjaradóms
um launahækkanir
þingmanna og æðstu
embættismanna?
í tíð núverandi for-
sætisráðherra ' sem
borgarstjóra, gerði
hann oft að umtalsefni
árásir óvinveittra rík-
isstjóra á borgaryíir-
völd. Sérstaklega var
honum í nöp við áform
um afnám aðstöðugjaldsins, sem
var mikilvægur tekjustofn fyrir
Reykjavík. Það var síðan eitt af
fyrstu verkum hans sjálfs eftir að
hann settist í stól forsætisráðherra
að afnema aðstöðugjaldið og skilja
Reykjavíkurborg eftir á köldum
klaka, því að tekjumissir vegna
afnáms aðstöðugjaldsins verður
aðeins bættur upp með því að
hækka útsvar á borgarbúa upp í
topp.
Svona getur forsætis-
ráðherra ekki gert,
segir Alfreð Þor-
steinsson, sem hér
^allar um hækkanir
fargjalda SVR.
Núverandi meirihluti borgar-
stjómar hefur haldið gjöldum á
borgarbúa niðri og er útsvarspró-
sentan í Reykjavík sú lægsta á höf-
uðborgarsvæðinu ásamt Seltjarnar-
nesi.
Þetta er nauðsynlegt að rifja upp,
þegar núverandi forsætisráðherra
er að fjandskapast út í borgaryfir-
völd og hvetja til aðgerða gegn
þeim. Svona gera forsætisráðherrar
ekki, og allra slzt, ef sami forsætis-
ráðherra er jafnframt 1. þingmaður
Reykjavíkur. Þetta hefði Bjarna
Benediktssyni aldrei dottið í hug að
gera.
Höfundur er borgarfulltrúi.
Alfreð
Þorsteinsson
Lagði hún áherslu á að ákvarðana-
taka kvenna á öllum stigum samfé-
lagsins væri mikilvæg til að breyt-
ingar gætu orðið. Hún ræddi um
vandamál meðal unglinga, þ.e. kyn-
sjúkdóma og háa tíðni þungana
bæði í þróunarlöndunum og í mörg-
um vestrænum ríkjum, svo sem
Bandaríkjunum, þar sem 'A ungl-
ingsstúlkna undir 20 ára aldri hafí
eignast barn og annar eins hluti
fari í fóstureyðingu. í Danmörku
var ákveðið árið 1966 að gera kyn-
fræðslu að skyldugrein og leyfðu
dönsk stjómvöld fyrst allra að veita
unglingum fræðslu um getnaðar-
varnir án þess að fá fyrst samþykki
foreldra þeirra. Hafa Danir og Hol-
lendingar náð fram lægstu tíðni
þungana meðal unglinga.
Hópvinna
Unnið var í þremur hópum. Þess-
ir hópar fjölluðu hver um eitt af
eftirfarandi málefnum; heilbrigðis-
þjónustu varðandi kynlífs- og fijó-
semisheilbrigði, kynhlutverk og
unglinga. Hópurinn um heilbrigðis-
þjónustu lagði áherslu á hlutverk
ríkisstjóma, þar sem fijáls félaga-
samtök gætu ekki sinnt þessu hlut-
verki ein og óstudd. Nauðsynlegt
væri að veija meiri fjármunum til
þessarar starfsemi. í hópnum um
kynhlutverk var rætt um mikilvægi
samvinnu karla og kvenna. Nauð-
synlegt væri að rannsaka þetta efni
frekar. Einnig var fjallað um hlut
kvenna í stjórnsýslu. í þriðja hópn-
um, um unglinga, var lögð áhersla
á góða kynfræðslu, aðgengi ungl-
inga að sérfræðingum um kyn-
fræðslu og getnaðarvarnir. Auk
þess var rætt um leiðir til að ná til
unglinga í gegnum flölmiðla.
Á seinna degi ráðstefnunnar flutti
Jyoti Singh, fulltrúi Sameinuðu
þjóðanna, ávarp um hvernig ríkis-
stjórnir, fijáls félagasamtök, svo
sem Fræðslusamtök um kynlíf og
bameignir og alþjóðasamtök svo
sem IPPF, gætu unnið saman að,
markmiðum ráðstefnunnar í Kaíró.
í lok ráðstefnunnar í Brussel voru
samþykktar yfirlýsingar fundarins
sem m.a. komu inn á eftirfarandi
efni: Lögð var áhersla á mikilvægi
þess að styrkja konur á pólitísku,
félagslegu, fjárhagslegu og heilsu-
farslegu sviði til þess m.a. að öðlast
sama rétt og sömu stöðu og karlar.
Fijósemis- og kynlífsheilbrigði og
fjölskylduáætlun væru grundvallar-
þættir í að bæta líf kvenna, að jafna
stöðu karla og kvenna og til að við-
halda jafnri félagsiegri og fjárhags- 4
legri þróun. Brýn þörf væri á því
að taka á heilbrigðismálum ungs
fólks varðandi fijósemi, þ.e. óráð-
gerðum þungunum, HlV-sýkingum
og öðmm kynsjúkdómum, með því
að stuðla að ábyrgri kynlífshegðun
og með því að bjóða upp á viðeig-
andi kynfræðslu og þjónustu á þessu
sviði; og að nauðsynlegt væri að
ungt fólk tæki virkan þátt í að skipu-
leggja og veita slíka þjónustu. Mikil-
vægt væri að karlmenn tækju jafna
ábyrgð á kynlífs- og fijósemisheil-
brigði og væru virkir þátttakendur
í fjölskyldulífi sem byggðist á jafn-
réttisgmndvelli. Þingmenn og ríkis-
stjómir hvaðanæva úr heiminum
myndu vinna áfram að málefnum-.
ráðstefnunnar í Kaíró með því m.a.
að stuðla að nauðsynlegri lagasetn-
ingu, fjármögnun og þjónustu er
lýtur að frjósemis- og kynlífsheil-
brigði.
Kristín Ástgeirsdóttir er þing-
kona, Ragnheiður I. Bjarnadóttir
er kvensjúkdómalæknir og Rann-
veig Guðmundsdóttir er þingkona.
Betur má
ef duga skal
Það vantar sundlaug
BARÁTTA berklasjúklinganna
var hörð og engin lyf vom til. Hver
af öðmm vom sjúklingarnir af
heilsuhælunum sendir í rifjaskurð,
oftast kallað „höggning" upp á von
og óvon. Rifin vom numin burt,
þetta fimm, sex, sjö,
allt upp í tiu rif, með
tilheyrandi röskun á
vöðvastyrk, bæði í
bijóstholi og handlegg,
og endurhæfing var
engin.
Stofnun SÍBS
Þá bundust berkla-
sjúklingar samtökum
og stofnuðu eigið bar-
áttu- og hagmsunafé-
lag: SÍBS. Markmiðið
var endurhæfing til at-
hafnalífs; „að styðja
sjúka til sjálfsbjargar"
og það urðu og em ein-
kunnarorð samtak-
anna.
Fyrsta endurhæfingin
Með óvenjulegri samstöðu berkla-
sjúklinganna og aðstandenda þeirra
tókst SIBS að taka í notkun y.innu-
heimilið á Reykjalundi þann í. febr-
úar 1945. Endurhæfingin var þá
eingöngu fólgin í starfsþjálfun og
menntun til nýrra starfa sem hent-
uðu sjúklingum í afturbata betur.
Þannig var fyrsta endurhæfingin
framkvæmd.
Breyttar þarfir,
ný viðbrögð
Þegar tímar liðu fram reyndist
áðumefnd endurhæfing ekki nægj-
anleg. Sársauki sótti að sködduðum
líkama; vöðvabólga og stirðnum í
liðum krafðist nýrrar meðferðar og
læknavísindum fleygði fram.
Sjúkraþjálfarar komu til sögunn-
ar. Reykjalundur breyttist í alhliða
endurhæfingarstöð, þökk sé víðsýni
og framsýni félagsins okkar.
Reykjalundur, endurhæfingar-
stöð SÍBS, er nú opinn öllum sem
á endurhæfingu þurfa að halda.
Nú vantar góða sundlaug
Það vantar sundlaug. Enda þótt
á Reykjalundi sé að-
staða góð að mörgu
leyti, þá vantar þartgt
betri sundlaug. Þjálfun
í vatni hefur reynst
mjög vel og æ fleiri
geta nýtt sér hana með
góðum árangri. En það
vantar góða sundlaug
að Reykjalundi.
Lesandi góður
Þú eða einhver ást-
vina þinna eða bara
einhver óviðkomandi
gæti þurft á endurhæf-
ingu að halda. Það er
því okkar allra hagur
að starfsemin á Rey-
Það vantar góða sund-C-
laug að Reykjalundi,
segir Rannveig Löve,
og hvetur fólk til að
kaupa SÍBS-merki
kjalundi sé og verði alla tíð eins
fullkomin og kostur er. Vertu með
í að styðja sjúka til sjálfsbjargar.
Merki SÍBS
Ég hvet þig, lesandi góður, til að
kaupa merki SÍBS sem um þessar
mundir eru seld um allt land í þeim
tilgangi að auka enn þjálfunar- og
endurhæfingarmöguleika stöðvar
okkar SÍBS-félaga að Reykjalundi.
Höfundur er formaður stjórnaí^~
Reykjavikurdeildar SÍBS
Rannveig Löve