Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 35

Morgunblaðið - 28.09.1995, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR FIMMTUDAGUR 28. SEPTEMBER 1995 35 hugga og styrkja eftirlifandi eigin- konu hans, börn og aðra ástvini. Gegnum Jesú helgast hjarta í himininn upp ég líta má, Guðs míns ástar birtu bjarta bæði fæ ég að reyna og sjá. Hryggðarmyrkrið sorgar svarta sálu minni hverfur þá. (Hallgrimur Pétursson, úr 48. Passíusálmi.) Kveðja frá Skógar- mönnum KFUM - ' Felum Drottins föðurhönd harma vora og hjartaþunga, hann á sjálfur gamla og unga, fijáls að leysa líkamsbönd. Flýt þér, vinun í fegra heim: krjúptu’ að fótum friðarboðans og fljúgðu’ á vængjum morgunroðans meira’ að starfa Guðs um geim. (Jónas Hallgr.) Vinur og félagi og forgöngumaður er fallinn í valinn, óvænt og fyrir aldur fram. Missirinn er mikill og söknuðurinn sár er séra Jón Einars- son í Saurbæ er burt kallaður frá fjölskyldu, vinum og samstarfsfólki, frá víðum hring og verkmiklum þar sem hann um nær 30 ára skeið hafði unnið af frábærum áhuga og trú- mennsku. Fyrst og fremst sem þjónn kirkjunnar og hirðir safnaða sinna, en einnig sem forystumaður í sveitar- stjórnarmálum og margvíslegum fé- lags- og menningarmálum í sveit og héraði. Hann gegndi og mikilvægum trúnaðarstörfum fyrir kirkjuna sem kirkjuþings- og kirkjuráðsmaður um langt skeið og var áhrifamaður um stefnumótun og starfshætti í kirkju- málum. Einnig var hann valinn til forystu í félagsmálum prestastéttar- innar og gegndi þar ábyrgðarstöðum. Meðal annars var hann stjórnarmað- ur í Prófastafélagi íslands frá 1982 og formaður þess frá 1989 til dánar- dægurs. Allt er þetta til vitnis um það traust sem séra Jón Einarsson naut meðal samferðafólksins, enda var hann trúr þeirri köllun og hugsjón „að vinna Guðs veröld til þarfa“, að verja kröftum og hæfileikum til þjón- ustu við Guð og menn. Séra Jón í Saurbæ var mjög heil- steyptur maður og samkvæmur sjálf- um sér. Vinnubrögð hans öll báru vott um nákvæmni og regtusemi og hinn vandaðasta undirbúning. Skoð- unum sínum hélt hann fram af festu og einurð, en kunni einnig vel að-slá á léttari strengi. Hann fylgdi málum vel eftir og undansláttur hvers kon- ar, hvað þá uppgjöf, var honum fjarri þótt á móti blési. Mætti um það vitna til orða séra Matthíasar Joehumsson- ar um annan prófast og eldri í sög- unni: „Ráð sá ei reika/ né réttu sleppa/ þótt tólf saman/ toga gerðu.“ Þrátt fyrir fjölþætt störf og ann- ríki var séra Jóni sýnt um að gæta að því sem einstaklinginn varðar, styðja og uppörva, rækta vináttu, vonir og trú. Séra Jón Einarsson var hamingju- maður í sínu einkalífi. Fjölskyldan var honum dýrmætust í gleði og þraut. Hugrúnu konu sinni og börn- um þeirra og skylduliði var hann umhyggjusamur fjölskyldufaðir. Þeirra er missirinn mestur. Megi góður Guð styrkja þau og hugga í þungri raun. Fyrir hönd Prófastafélags íslands flyt ég kveðju og þakkir. Farsæll foringi, vinur og félagi og góður drengur er kvaddur með söknuði og eftirsjá og Guði falinn og gæsku hans. Sú er mín huggun sama, sem þín var, Jesú minn. Krossinn þá að vill ama, ofsókn og hörmung stinn. Hjá þinni hægri hendi, hér nú þó lífið endi, fagnaðamægð ég finn. (Hallgr. Pét.) Sváfnir Sveinbjarnarson. Að leiðarlokum vil ég þakka fyrir kynni mín af sr. Jóni Einarssyni og góð samskipti okkar undanfarin ár. Fyrsta minning mín um sr. Jón er frá sumrinu 1972. Þá var ég ungl- ingur í sumarbúðum KFUM í Vatna- skógi. Á sunnudegi var gengið til Saurbæjarkirkju á Hvalfjarð- arströnd. Presturinn vakti athygli mína fyrir virðulegt fas. Jafnvel stór hópur af líflegum drengjum kom honum ekki úr jafnvægi. Árin liðu og kirkjuferð að Saurbæ var órjúfanlega tengd dvöl í Vatna- skógi. Þegar ég tók að mér forstöðu í sumarbúðunum og stóð fyrir kirkju- ferð drengjanna, vorum við sr. Jón orðnir málkunnugir. Atvikin höguðu því síðan þannig að hann var ein vígsluvotta okkar vígslubræðranna sem fengum prests- vígslu 31. maí 1982. Oft fannst mér á honum síðar að hann teldi sig af þeim sökum bera nokkra ábyrgð á mér og vel fann ég að hann bar hag minn fyrir brjósti. Hann tók mér opnum örmum er ég vann prestsverk í Saurbæjarkirkju og alltaf vildi hann fá drengina úr Vatnaskógi í guðs- þjónustu til sín. Eftir þær guðsþjón- ustur var iðulega drukkið kaffi heima í stofu á prestssetrinu og margt skrafað og sögur sagðar. Þannig liðu árin og ekkert benti til annars en svo yrði enn um ára- bil. Sr. Jón var stakur reglumaður og laus við svonefnda áhættuþætti sem læknavísindin vara við. Það var því mikið áfall að spyija veikindi hans þótt við gerðum okkur góðar vonir í fyrstu. í sumar naut ég þeirr- ar ánægju að aðstoða hann við guðs- þjónustu þar sem drengir úr Vatna- skógi komu til kirkju. Mér fannst hann að flestu leyti sjálfum sér líkur og ótrúlegt að hann væri helsjúkur. Fimm vikum síðar, 2. september, gladdi sr. Jón okkur Skógarmenn KFUM með því að koma stutta kvöld- stund í karlaflokk í Vatnaskógi. Með þeirri heimsókn undirstrikaði hann góðan hug sinn til nágrannanna. Það voru mikil viðbrigði að sjá hann aft- ur þá, áreiðanlega sárþjáðan og langt leiddan af meini sínu. Meðferð hafði verið hætt og hann beið hins óumf- lýjanlega. Eg undraðist styrk hans og æðruleysi. Hann tók hlutskipti sínu karlmannlega, virtist óttalaus og ekki gat ég merkt biturð. Honum gramdist það eitt að þurfa að fresta héraðsfundi prófastdæmisins sem hann hafði ákveðið að helga minn- ingu Borgfirðingsins Ólafs Olafsson- ar kristniboða. Við kvöddumst innilega þetta kvöld, vissum sjálfsagt báðir innst inni að við ættum ekki eftir að hitt- ast aftur hér á jörð. Biessunaróskir hans á kveðjustundinni geymi ég í hjarta. í minningunni er sr. Jón Einarsson hinn samviskusami embættismaður, trúr yfirboðurum sínum og kirkju sinni í hvívetna. Hann var ekki nýj- ungagjarn maður heldur fastheldinn á gamalt og gott og lét ekki svo auðveldlega snúa sér en heill og áreiðanlegur í hveiju sem hann tók sér fyrir hendur. Sr. Jón lifði og dó í náð Drottins. Ég trúi því að við andlátið hafi hann heyrt rödd Drottins: Gott, þú góði og trúi þjónn. Gakk inn í fögnuð herra þíns (Matt. 25:21). Aðstandendum votta ég samúð og bið fyrir kveðju mína og fjölskyldu minnar þar sem ég get ekki verið viðstaddur útförina. Guð blessi minn- ingu sr. Jóns Einarssonar. Ólafur Jóhannsson, formaður KFUM í Reykjavík. Þó að við vitum að eitt sinn verða allir menn að deyja þá er alltaf erf- itt að sætta sig við þegar menn á besta aldri eru kallaðir burt svona snemma. Með nokkrum orðum langar mig að minnast séra Jóns og þakka hon- um fyrir alla þá hlýju sem hann veitti okkur. Fyrir 15 árum jarðsetti hann son okkar, Sólmund Amar, og í öll þessi ár hefur hann og Hugrún komið í heimsókn til okkar á afmælisdegi hans til að vera með okkur og minn- ast hans. Þetta þótti okkur alltaf vænt um og munum aldrei gleyma. Bömum okkar reyndist hann góður vinur. Þegar þau hittust gaf hann sér alltaf tíma til að tala við þau um lífið og tilveruna. Elsku Hugrún og börn, missir ykkar er mikill. Guð gefi ykkur styrk á þessari erfíðu stundu. Far þú í friði, friður Guðs þig blessi, hafðu þökk fyrir allt og allt. Gekkst þú með Guði, Guð þér nú fylgi, lians dýrðarhnoss þú hljóta skalt. (V. Briem.) Sigrún Sólmundardóttir og fjölskylda, Belgsholti. • Fleiri minningargreinar um Jón Eyjólf Einarsson bíða birting- arogmunu birtast i blaðinu næstu daga. t Elskuleg eiginkona mín, dóttir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, ÞORBJÖRG VIGFÚSDÓTTIR, Kirkjuvegi 18, Selfossi, sem lést 22. þessa mánaðar, verður jarðsungin frá Selfosskirkju laugardag- inn 30. september kl. 10.30. Ólafur Eyjólfsson, Jóhanna Jóhannesdóttir, Eyjólfur Ólafsson, Guðrún Birgisdóttir, Jóhanna Ólafsdóttir, Karl K. Á. Ólafsson, Vigfús Ólafsson, Helgi Ólafsson, Guðríður Svavarsdóttir og barnabörn. Birting afmælis- og minningargreina Morgunblaðið tekur afmælis- og minningargreinar til birtingar end- urgjaldslaust. Greinunum er veitt viðtaka á ritstjórn blaðsins í Kringl- unni 1, Reykjavík, og á skrifstofu blaðsins í Hafnarstræti 85, Akur- eyri. Þá er enn fremur unnt að senda greinarnar í símbréfi í númer 691181. Það eru vinsamleg tilmæli blaðsins að lengd greinanna fari ekki yfir eina og hálfa örk A-4 miðað við meðallínubil og hæfilega línulengd — eða 3600-4000 slög. Greinarhöfundar eru beðnir að hafa skírnarnöfn sín en ekki stuttnefni undir greinunum. Við birtingu afmælisgreina gildir sú regla, að aðeins eru birtar greinar um fólk sem er 70 ára og eldra. Hins vegar eru birtar afmæl- isfréttir ásamt mynd í Dagbók um fólk sem er 50 ára eða eldra. Mikil áhersla er lögð á, að handrit séu vel frá gengin, vélrituð eða tölvusett. Sé handrit tölvusett er æskilegt, að disklingur fylgi útprent- uninni. Það eykur öryggi í textameðferð og kemur í veg fyrir tví- verknað. Auðveldust er móttaka svokallaðra ASCII-skráa sem í daglegu tali eru nefndar DOS-textaskrár. Þá eru ritvinnslukerfin Word og Wordperfect einnig auðveld í úrvinnslu. + Bróðir okkar, RÍKARÐUR GESTSSON, Bakkagerði, Svarfaðardal, verður jarðsunginn frá Dalvíkurkirkju laugardaginn 30. september kl. 13.30. Jarðsett verður að Tjörn. Hlíf Gestsdóttir, Björn Gestsson, Jóhanna Maria Gestsdóttir, Kristín Gestsdóttir. Ástkær sonur okkar og bróðir, SVANLAUGUR GARÐARSSON, Marargötu 5, Grindavík, lést mánudaginn 25 september sl. Útförin verður gerð frá Grindavíkur- kirkju laugardaginn 30. september nk. kl. 14.00. Sigríður S. Gunnlaugsdóttir, Þröstur Jónsson, Ellert Oigeirsson, Garðar Svanlaugsson. + Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, KRISTÍN ÞORBERGSDÓTTIR, Fossagötu 14, sem lést 25. september, verður jarð- sungin frá Fossvogskirkju föstudaginn 29. september kl. 13.30. Sigurður Þórðarson, Þóra Gfsladóttir, Helga Þórðardóttir, Guðmundur Ingi Þórarinsson, Kristján Þór Guðmundsson, Sigrún Birna Dagbjartsdóttir, Þórarinn Björn Guðmundsson, Björgvin Már Guðmundsson, Ásrún Þóra Sigurðardóttir og langömmubörn. + Ástkær eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, SVEINBJÖRG HELGADÓTTIR, Mánabraut 15, Kópavogi, er lést 22. september sl., verður jarð- sungin frá Kópavogskirkju föstudaginn 29. september kl. 10.30. Þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Krabbameinsfélag íslands. Hartmann Jónsson, Áslaug Hartmannsdóttir, Ingvar Stefánsson, Hrafnhildur Hartmannsdóttir, Þorkell Svarfdal Hilmarsson, Astríður Hartmannsdóttir, Ingólfur Magnússon, Danfel Rafn Hartmannsson, Sigrfður Beta Ásmundsdóttir og barnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, ÓLÍNA STEINUNN ÞÓRÐARDÓTTIR, Bauganesi 35, Reykjavik, verður jarðsungin frá Árbæjarkirkju föstudaginn 29. september kl. 13.30. Þeim, sem vilja minnast hinnar látnu, er bent á Hlíðabæ, Flókagötu 52, sími 562 1722. Sunneva Þrándardóttir, Sunneva B. Hafsteinsdóttir, Hansína Bjarnadóttir, Kristinn Oddsson, Rut Kristinsdóttir, Jóhann Björgvinsson, Hrefna E. Jónsdóttir, Sæbjörn Jónsson, Valgerður Valtýsdóttir, barnabörn og barnabarnabörn. + Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og vinarhug við andlát og jarðarför SNJÓLAUGAR VALDEMARSDÓTTUR. Halldór Gunnlaugsson, börn, tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.