Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 6
6 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Stjórnmál í Bandaríkjunum Míðjan rís upp FRÆÐIMENN um banda- rísk stjórnmál kveðast verða varir við meiri og almennari óánægju í röðum kjósenda nú en nokkru sinni fyrr. Mörgum þeirra þykir sýnt að flokkshollusta sé á hröðu undanhaldi í Bandaríkjunum og að þetta fyrirbrigði geti haft mik- il áhrif í þing- og forsetakosning- unum sem fram fara vestra eftir rúmt ár. Haft er á orði að fram- bjóðendur verði nú að höfða til „róttæku miðjunnar"; fólks sem fyllst hafi reiði vegna meintrar spillingar, úrræðisleysis og tæki- færismennsku stjórnmálamanna og hafi snúið við þeim baki. Óánægja almennings í Banda- ríkjunum er óðum að verða eitt helsta málið nú þegar kosningar nálgast og flokkar og frambjóð- endur taka að búa sig til bardaga. Þetta viðhorf er raunar ekki nýj- ung í bandarísku stjómmálalífí, það hefur komið fram með reglu- bundnum hætti á undanförnum áratugum. Nú telja fræðimenn sig hins vegar sjá merki þess að óánægja almennings og krafan um breytingar hljómi með afdrátt- arlausari hætti en áður. Hún taki til beggja flokka, Demókrata- flokksins og Repúblíkanaflokks- íns. Framboð Ross Perot BAKSVIÐ Óháð framboð hafa löngum ver- ið vettvangur hinna óánægðu. Slík framboð hafa oftlega komið fram í Bandaríkjunum. Nú kann hins vegar svo að fara að litið verði á framboð Ross Perots, milljóna- mærings frá Texas, sem bauð sig fram í forsetakosningum 1992, sem ákveðin vatnaskil í bandarísk- um stjórnmálum. Alltjent hefur á undanfömum misserum farið fram lífleg umræð vestra um „þriðja aflið“ og Colin Powell, fyrmm herhöfðingi og hugsanlegur for- setaframbjóðandi, hefur reynt að höfða til þessa hóps kjósenda að undanfömu. Hann hefur rætt um „skynsemi miðjunnar" í banda- rískum stjórnmálum og hvatt til þess að rödd þessa fólks fái nú að hljóma. Ross Perot tilkynnti á dögunum að hann hygðist stofna Vera kann að óánægðir kjósendur, sem efast um heilindi stjómmálamanna og telja þá handbendi sérhagsmuna, verði mikil- vægasti hópurinn í bandarískum stjómmál- um á næstunni. „Róttæka miðjan“ krefst breytinga en hefur gefíð upp alla von um að hefðbundin stjómmálaöfl knýi þær fram. slíkan flokk og því má heita sýnt að þetta „afl“ verði fyr- irferðarmikið í bandarískum stjóm- málum á næstu 12 mánuðunum. Reiði er í auknum mæli kraftbirtingar- form vandlætingar- innar. Frank nokkur Luntz, sem kannar viðhorf kjósenda fyrir repúblíkana segir í viðtali í nýj- asta hefti Newswe- ek að hugtakið „reiði“ nái ekki að lýsa viðhorfum þessa hóps Banda- ríkjamanna: „Þetta fólk hefur glatað allri von. í þessu felst mik- il breyting og mikil hætta. Þetta eru kjósendur sem gefið hafa upp alla von.“ Gordon Black, fræðimaður sem skrifað hefur rit um vantraust al- mennings í Bandaríkjunum, vekur athygli á að Bill Clinton forseta hafi tekist að glata trausti kjós- enda á undraskömmum tíma árið 1993. Hann bætir þó við að Repú- blíkanaflokkurinn hafí nú slegið þetta met Clintons. í þingkosning- unum 1994 reið pólitískur land- skjálfti yfír Bandarikin þegar repúblíkanar náðu meirihluta í báðum þingdeildum. Á tæpu ári hefur gífurlegur fíjöldi kjósenda snúið baki við flokknum og fyrir Ross Perot Colin Poweli liggur að óánægja í röðum demó- krata vegna frammistöðu Clintons er almenn. Ný viðhorf í mótun Þetta afl, „róttæka miðjan" eins og það er nefnt er óðum að taka á sig mynd að sögn bandarískra stjórnmálafræðinga sem segja stefnu og skoðanir þessa fólks fela í sér ný viðhorf í Bandaríkjun- um. Þessi hópur Bandaríkjamanna gæti skipt sköpum í næstu for- setakosningum. í könnun sem Time-Mirror fyrirtækið gerði ný- verið kom fram að tæpur fjórðung- ur kjósenda er tilbúinn til að greiða hvaða óháðum frambjóðanda sem er atkvæði sitt. Um 60% kváðust sátt við að valkostunum yrði fjölg- að. Þegar þetta er haft í huga kemur ef til vill ekki svo mjög á óvart að Ross Perot skuli hafa fengið um 23% atkvæða í kosning- unum 1992. Spilling í bandarískum stjóm- málum virðist ofarlega í hugum kjósenda. Eftir þingbyltinguna sem varð í kosningunum fýrir ári áttu margir von á því að nýir stjórnarhættir yrðu innleiddir í Washington. Annað hefur komið á daginn. Þingmenn lögðust gegn frumvarpi sem bæta átti siðferði í stjórnmálum vestra með því að takmarka fjárstuðning einstakl- inga og fyrirtækja við stjórnmála- menn og þingheimur reynst einnig ekki tilbúinn til að setja lög um hámarksfjölda kjörtímabila þing- manna og ríkisstjóra. (Slík lög eru víða í gildi í einstökum ríkjum og forseti má aðeins sitja tvö kjör- tímabil.) Ef marka má nýlega könnun telja 49% Bandaríkja- manna að sérhagsmunahópar og launaðir talsmenn þeirra stjómi alríkisstjórninni í höfuðborginni. Á valdi peninganna Kannanir hafa leitt í ljós að þeim fer fjölgandi sem telja að meinta spillingu verði aldrei unnt að upp- ræta í bandarískum stjómmálum. Þrátt fyrir að frumvörp liggi fyrir um breytingar á þessum vettvangi munu hinir kjörnu fulltrúar fólksins ávallt verða háðir valdi þeirra sem eigi peningana. Bent er á að í fyrir- liggjandi breytingartillögum sé ekki gert ráða fyrir því að stjóm- málamenn verði að afþakka gjafír, matarboð eða boðsferðir. Fram- bjóðandi sem höfða vill til „miðj- unnar“ þarf því að gæta þess sér- staklega að gefa ekki á sér högg- stað og fá á sig spillingarorð. Fjárlagahallinn hefur mjög ver- ið til umræðu i Bandaríkjunum á undanförnum árum. Ross Perot hlaut ekki síst mikla athygli og síðar fylgi vegna óvæginnar gagn- rýni sinnar á frammistöðu stjórn- málamanna á þessu sviði. Miðjan róttæka mun vafalítið gera þá kröfu til frambjóðenda að þeir tjái sig um þennan flókna vanda. Yfir- lýsingar um aukið aðhald og markvissar aðgerðir á þessu stigi svo og sú krafa að fjöldi kjörtíma- bila stjómmálamanna verði tak- markaður era líklegar til vinsælda meðal almennings. Kristnir hægrimenn hafa farið hamförum á undanförnum árum í Bandaríkjunum og era gífurlega öflugur hópur. Þessir hópar hafa einkum látið til sín taka innan Repúblíkanaflokksins og sú speki er viðtekin að frambjóðandi flokksins verði að höfða til þeirra á upphafsstigum kosningabarátt- unnar ætli hann að eiga möguleika á að verða forsetaframbjóðandi flokksins. Þessum sjónarmiðum hinna kristnu hafnar „miðjan" nýja í Bandaríkjunum sem og þeim kennisetningum frjálslyndis sem „vinstri menn“ svokallðir innan Demókrataflokksins fylgja. Óánægðir kjósendur vilja að meiri festa og agi ríki í samfélaginu, þeim þykir skorta mjög á háttvísi og heiðarleika á flestum sviðum. Stöðnun í „kerfinu“ Fræðimenn segja og áberandi að óánægja almennings beinist mjög að ríkisvaldinu og starfsemi hins opinbera. Það þyki á flestan hátt ópersónulegt í framgöngu og opinberir starfsmenn séu oftlega vændir um staðlaða kerfishugsun í stað þess að gæta hagsmuna almennings. „Miðjan" hefur nú öðlast nokkra reynslu af umbótum þeim sem Demókratar hafa boðað enda hét Bill Clinton því að „nýtt upphaf" yrði markað á þessu sviði í forsetatíð sinni. Mjög margir þeirra sem teljast til „róttæku miðjunnar" telja að stjórnmála- menn muni í besta falli láta hálfk- ák duga í þessum efnum. Þeir hin- ir sömu telja að leggja beri „ríkis- valdið" til hliðar í hliðar í hefð- bundinni merkingu þess orðs. Þetta beri að gera með markvissri einkavæðingu auk þess sem stefna eigi að því að virkja almenning, ungt fólk og hin ýmsu góðgerðar- og áhugasamtök til beinnar þát- töku í sjálfri stjóm þjóðfélagsins. „Róttæka miðjan“ í Bandaríkj- unum hafnar stjórnmálaöfgum og telur fýllstu ástæðu til að efast um heillindi atvinnustjómmála- manna. „Vinstri menn“ eru í hug- um þessa fólks hrokafullir forsjár- hyggjumenn og „hægri menn“ öfgafullir málaliðar og lausir við allt sem heitið getur umburðar- lyndi. „Miðjan" er hins vegar þeirrar hyggju að stjómmála- menn, bæði til vinstri og hægri, hafi reynst svikulir og gæti fyrst og fremst hagsmuna sinna og þeirra hópa sem að baki þeim standa. „Róttæka miðjan" er hóp- ur sem reynast mun erfitt að vinna á sitt band en mun trúlega skipta sköpum í bandarískum stjómmál- um á næstu misseram. Byggt á Newsweek. Orlar á stöðugleika í rússnesku efnahagslífi EFNAHAGSHORFUR virðast nú fyrsta sinni vera að vænkast í Rúss- landi frá því að Sovétríkin liðu und- ir lok árið 1991. Efnahagslífíð hef- ur verið mjög bágborið síðan, en nú hefur verðbólgan hjaðnað, stjórn náðst á fjárlögum og Seðlabankinn er hættur að prenta peninga í gríð og erg þannig að gengi rúblunnar er að verða stöðugt eftir að hafa fallið jafnt og þétt. Þótt tölfræðin gefi tilefni til bjartsýni gæti þó allt farið úr bönd- um á ný. Batinn í efnahagslífinu virðist heldur ekki hafa skilað sér til almennings. „Tími hins gegndarlausa hraps efnahagsins er nú liðinn,“ sagði Andrei Lúsjín, hagfræðingur við vísindastofnun, sem kannar for- sendur umbóta í efnahagsmálum. í dagblaðinu The New York Tim- es var því haldið fram á mánudag að stjómendur fyrirtækja, sem oft og tíðum hafa keypt stóran hlut í fyrirtækjunum, væra nú að komast upp á lag með rekstur á frjálsum markaði. Botninum náð? Framleiðni í iðnaði hrapaði um helming á síðustu fjórum árum, en nú virðist botninum náð. Fjárfest- ingafyrirtækið CS First Boston spáði því að þjóðarframleiðsla myndi skreppa saman um þijá af hundraði á þessu ári, en aukast um tvo af hundraði á því næsta og þijá af hundraði árið 1997. Reynsla undanfarinr.a ára sýnir hins vegar að minnsti vonarneisti getur slokknað á svipstundu. Fyrir ári dró mjög úr verðbólgu og erlend- ar fjárfestingar jukust til muna og sérfræðingar sögðu að nú væri það versta afstaðið. Þeir höfðu ekki fyrr sleppt orðinu en rúblan féll, verð- bólga losnaði úr læðingi og stríð braust út í Tsjetsjníju með þeim afleiðingum að Rússar biðu álits- hnekki á alþjóðavettvangi. Eitt dæmi um fyrirtæki á upp- leið er verksmiðjan Sokol, sem framleiðir flísar í Devosk, skammt fyrir utan Moskvu. Sala hefur íjór- faldast og framtíðin er björt. Vlad- imír K. Sokolov, stjórnandi og meðeigandi verksmiðjunnar, sagði í samtali við The New York Times að enn væru þó ýmis vandamál óleyst. Spilling væri mikil meðal embættismanna og oft væru við- skiptavinir ófærir um eða vildu ekki borga reikningana sína. Hins vegar væri auðveldara að skipu- leggja reksturinn þegar verðbólg- unni væri haldið í skefjum. „Framtíðin er Rússlands!" Sokolov er 58 ára, en hann vildi að hann væri 18 ára á ný „vegna þess að framtíðin er Rússlands“. Rússar láta sig fæstir dreyma um þessa framtíð. Samkvæmt mati Alþjóðabankans býr þriðjungur Rússa við fátækt og laun hafa lækkað frá því í fyrra sé verðbólga tekin með í reikninginn. Hágfræð- ingar segja að bilið milli ríkra og fátækra breikki jafnt og þétt. Þess getur orðið langt að bíða að lífskjör almennings batni og ýmsir eru þeirrar hyggju að það, sem unnist hefur, hverfi þegar nær dregur þingkosningunum í desem- ber. Flokkum kommúnista, þjóðern- issinna og bænda vex fiskur um hrygg í skoðanakönnunum og mál- svarar þeirra halda því fram allir sem einn að almenningur hafi verið hlunnfarinn í hinum efnahagslegu umbótum. Þrýstingurinn verður því talsverður á Borís Jeltsín forseta og Viktor S. Tsjernómyrdín að kú- venda í efnahagsmálum á næstu mánuðum. Alexander Lívshíts, helsti efna- hagsráðgjafí Borís Jeltsíns, forseta Rússlands, segir, að svo ótrúlegt sem það sé þá hafi mörg fyrirtæki lent í erfiðleikum vegna aukins stöðugleika í efnahagslífinu. Það sé vegna þess, að stjórnendur þeirra hafí lært að græða á óvissunni og stöðugu gengisfalli rúblunnar og vilji gjarna halda áfram á þeirri braut. Ottast stöðugleika „Rússneskir útflytjendur kæra sig ekkert um margfalt gengi á rúblunni en margir vilja sjá það halda áfram að falla út í það óend- anlega. Bankamenn vilja ekki, að bankarnir verði þjóðnýttir en þeir hafa lært að græða á gengisbreyt- ingum og innflytjendur vilja ekki, að verslunin við útlönd verði færð aftur undir ríkið. Þeir vilja hins vegar ekki greiða nein innflutnings- gjöld.“ Livshíts sagði, að hrökklaðist rík- isstjórn Víktors Tsjemomyrdíns frá eftir kosningar, myndi það gera að engu allt, sem áunnist hefði. „Þá stöðvuðust umbæturnar og ég ótt- ast, að önnur stjórn kynni ekki önnur ráð til að auka tekjur ríkisins en láta greipar sópa um hirslur seðlabankans."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.