Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 52
varða víðtæk fjármálaþjonusta L Landsbanki íslands Banki allra landsmanna póst gíró Ármúla 6 • 150 Reykjavík © 550 7472 MORGUNBLAÐIÐ, KRINGLAN I, 103 REYKJAVfK, SÍMI 569 1100, SÍMBRÉF 569 1181, PÓSTHÓLF 3040, NETFANG MBL@CENTRUM.1S / AKUREYRI: HAFNARSTRÆTI 85 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 VERÐ í LAUSASÖLU 125 KR. MEÐ VSK Morgunblaðið/Björn Blöndal MILLJÓNATJÓN varð þegar 20 metra skarð kom í gamla hafnargarðinn í Keflavík í óveðrinu. Fá 40 þúsund í makalíf- eyri eftir 10 daga þingsetu 210 þingmenn áttu í árslok 1992 um 365 milljóna makalífeyri Milljónatjón í ofsa- veðri á suðvestur- horni landsins , 20 metra skarð kom í hafnar- garðinn í Keflavík TUTTUGU metra skarð kom í gamla hafnargarðinn í Keflavík í gærmorgun í ofsaveðri sem þá gekk yfir sunnan- og vestanvert landið. Rafmagnsstaurar fyrir utan Hafnir brotnuðu og vegklæðning á vegin- um þaðan að saltverksmiðjunni flettist af. Þá fauk þakklæðning af íbúðarblokk á Keflavíkurflugvelli og talsvert var um tjón í kjölfar foks á lausamunum. Engin meiðsl urðu á fólki vegna óveðursins. Veðrinu olli djúp lægð suðvestur af landinu, og náði veður- ofsinn 13 vindstigum á Stórhöfða. Flugsamgöngur lágu niðri fram eft- ir degi í gær vegna veðurofsans. Björgunarsveitarmenn í viðbragðsstöðu Að sögn lögreglunnar í Keflavík voru björgunarsveitarmenn kallaðir út til aðstoðar um kl. 9 í gærmorg- un og sömuleiðis voru björgunar- sveitarmenn í Grindavík kallaðir út. í Keflavík var talsvert um tjón á bílum vegna foks á lausamunum, meðal annars fuku fiskikör og þak- plötur á bílana. í Grindavík fuku þakplötur, girð- ingar og skúrar og stórt samkomu- tjald við Bláa lónið fauk. í Vest- mannaeyjum fuku þakplötur af fjór- um húsum og þar voru björgunar- sveitarmenn í viðbragðsstöðu og 'aðstoðuðu við að festa það sem hætta var á að fyki í veðurofsanum. Á höfuðborgarsvæðinu var tals- vert um fok á þakplötum og öðru lauslegu og vinnupallar við nýbygg- ingar hrundu. Þá var mikil ókyrrð í Reykjavíkurhöfn og höfðu hafn- sögumenn í nógu að snúast við að festa báta. Óveðrið gekk norðaustur yfir landið í gær og lægði smám sam- an, en í dag geta orðið allt að átta vindstig sumstaðar norðaustan- lands, að sögn Veðurstofunnar. ALÞINGISMENN, sem setjast inn á þing í tvær vikur, öðlast rétt til 40 þúsund króna makalífeyris á mánuði. Stjórn Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins hefur ítrekað bent á það ósamræmi sem er á milli elli- Iífeyrisréttar og makalífeyrisréttar þegar um varaþingmenn er að ræða. Lögum um eftirlaunarétt alþing- ismanna var breytt árið 1982, en fram að þeim tíma höfðu alþingis- menn þurft að Kafa setið á Alþingi í tvö kjörtímabil eða 6 ár til að eiga rétt á að fá greiddan lífeyri. Með lagabreytingunni var öllum, sem sæti taka á Alþingi, veittur lifeyris- réttur. Ákvæðinu um makalífeyri var hins vegar ekki breytt, en það gerir ráð fyrir að eftirlaunaréttur maka skuli vera 20% að viðbættum 50% af þeim hundraðshluta sem hinn látni alþingismaður hefur áunnið sér. Þetta ákvæði þýðir að alþingis- maður sem sest inn á Alþingi í tvær vikur öðlast rétt til 20% makalifeyr- is. Falli þingmaðurinn frá fær maki hans greiddar u.þ.b. 40 þúsund krónur á mánuði til æviloka. Bent á ósamræmið Haukur Hafsteinsson, fram- kvæmdastjóri Lífeyrissjóðs starfs- manna ríkisins, sagði að stjórn líf- eyrissjóðsins hefði margoft vakið athygli stjórnvalda á ósamræmi á milli réttar til ellilífeyris og réttar til makalífeyris þegar um varaþing- menn væri að ræða. Ekki hefði verið brugðist við þessum athuga- semdum enn. Ekki er hægt að breyta þessari reglu nema með lagasetningu. í árslok 1992 höfðu 315 alþingis- menn unnið sér lífeyrisrétt í Lífeyr- issjóði alþingismanna. Þar af höfðu 210 setið á þingi í skemmri tíma en eitt ár. Verðmæti makalífeyris þessara 210 manna er 365 milljón- ir, en verðmæti ellilífeyris þeirra er 11 milljónir. Meira en helmingur af verðmæti makalífeyris er til kom- inn vegna þingmanna sem setið hafa á þingi í innan við eitt ár. Yfir tvo milljarða vantar í Lífeyris- sjóð alþingismanna svo að hann eigi fyrir skuldbindingum sínum. Réttur sem launamenn eru áratugi að vinna sér inn Maður, sem hefur 200 þúsund krónur á mánuði í tekjur og greiðir í almenna lífeyrissjóði, er yfir 20 ár að vinna sér inn sams konar rétt til makalífeyris og alþingis- menn vinna sér inn á tveimur vik- um. Maður með 100 þúsund krónur í laun á mánuði er aftur á móti yfir 40 ár að vinna sér inn þennan rétt. Þess ber að geta að falli þessi launamaður frá á unga aldri er líf- eyrisréttur hans framreiknaður eins og hann hafi látist 67 ára. Gjóður sást á Seljalandi • SJALDSÉÐUR fiðraður gestur sást nýlega á Seljalandi undir Eyjafjöllum. Þar var á ferðinni gjóður, sem er lítil arnarteg- und, sem verpir aðallega í Norður-Evrópu. Ilann hefur —?<*sést hérlendis annað veifið, en skráð tilfelli eru þó innan við 20. Gjóður er auðgreindur frá öðrum ránfuglum sem líkjast örnum að lit, en hann er svart- leitur að ofan en drifhvítur að neðan og með móleitt þverbelti á bringu. Hann gefur frá sér stutt tístandi blísturshljóð. Gjóðurinn settist á háspennu- staur við Seljaland. Umboðsmaður barna um frumvarp til laga um tæknifijóvgun Börn eiga rétt á að vita uppruna sinn ÞÓRHILDUR Líndal, umboðsmaður barna, sendi í vikunni frá sér um- sögn um fyrirliggjandi frumvarp til laga um tæknifrjóvgun þar sem fram kemur sú skoðun hennar að barn, sem getið er með, hvort heldur er, gjafasæði eða gjafaeggi, eigi skilyrð- islausan rétt, þegar það hefur náð nægum þroska, til að vita hver sé raunverulegur uppruni þess, eftir því sem framast er unnt. Þórhildur telur að ákvæði um að sá, sem gefur kynfrumur til tækni- ftjóvgunar, skuli njóta nafnleyndar sé í ósamræmi við ákvæði samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi barnsins, einkum 7. og 8. gr. hans, en ísland fullgilti þennan samning í lok árs 1992. Réttur barnsins til vitn- eskju gangi framar rétti foreldra til nafnleyndar. í 7. grein samningsins segir: „Barn skal skráð þegar eftir fæðingu og á það frá fæðingu rétt til nafns, rétt til að öðlast ríkisfang, og eftir því sem unnt er rétt til að þekkja foreldra sína og njóta umönnunar þeirra. Aðildarríki skulu tryggja að réttindum þessum sé komið í fram- kvæmd í samræmi við lög sín og skuldbindingar í viðeigandi alþjóða- samningum á þessu sviði, einkum í þeim tilvikum þegar barn yrði ella ríkisfangslaust." í 8. grein sama samnings segir að aðildarríki skuldbindi sig til að virða rétt barns til að viðhalda því sem auðkennir það sem einstakling, þar með töldu ríkisfangi sínu, nafni og Qölskyldutengslum. ■ Talar máli barna/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.