Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ 16 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 VTomiðogb öansidj læstu námskeið um næstu :rðu . . . LÉTTA helgl DANSSVEIFLU ÁTVEIM DÖGUMi Áhugahópur um almenna danr,þátttölu Á íslandi 557 7700 hringdu núna S C A R F MARBERT ...i/mursem ueAur ti/fin/untjcuL Kynning mánudag og þriðjudag Við kynnum Scarf og krem- og litalínuna frá MARBERT. - Verið velkomin - SNYRIIHQLLIN GARÐATORGI • GARÐABÆ • SÍMI 565 6520 Veiðiréttareigendur Stangaveiðifélagið Ármenn, sem er landsfélag um þjóððlega náttúruvernd og stangaveiði með flugu, óskar eftir lax-, silungs- eða sjóbirtingassvæði til leigu ræktunar, hvort heldur ár eða vötn. Áhugasamir sendi inn upplýsingar í pósthólf 1717-121 Reykjavík fyrir 31. október. Farið verður með allar upplýsingar sem trúnaðarmál. ..JL- mánudaginn 2. október kl. 12:00 - 14:00, i Álthagasal Hbtels Sögu Dr. Soltis: STJÓRNANDINN Á UPPLÝSINGAÖLD Dr. Frank G. Soltis er einn af aðalhönnuðum IBM og er heimsþekktur fyrirlesari á vettvangi upplýsingaþjóðfélagsins. Erindi dr.Soltis kemur í beinu framhaldi af stórsýningunni Tækni og tölvur og fyrirlestri hans er ætlað að glöggva islenska stjórnendur á þeim möguleikum og úrkostum sem jbe/'m bjóðast í upplýsingaþjóðfélagi. Dr. Soltis er prófessor ó tölvutæknisviði við verkfræðideild Minnesota-háskóla, hefur hlotið fjölda viðurkenninga fyrir greinar i þekktum tækni- og viðskiptatímaritum og á yfir 25 einkaleyfi á hlutum tengdum tölvutækninni. Dagskrá 12.00 -12:40 Hádegisverður 12:40 - 12:45 Afgreiösla fastra liba stjónarfundar 12:45 - 14:00 Dr. Frank G. Soltis, í bobi Nýherja: „What you need to do business today and tomorrow - IT perspectives". Umræöur og fyrírspurnir Fundargjald (hádegisverður innifalinn) 1.500,- Fundurinn er opinn öllum abilum ab VÍ en tilkynna verbur þátttöku fyrirfram, í síma Verslunarrábs, 588 6666 eba meb símbréfi í bréfsíma 568 6564. VERSLUNARRAÐ ISLANDS LISTIR HINNI árlegu tónlistarhátíð samtakanna Ung Nordisk Musik lauk í Helsinki í Finn- landi í gær. Sjö íslensk tón- verk voru valin til flutnings á hátíðinni og voru tónskáld- in, sem eru af yngri kynslóð- inni, öll viðstödd flutninginn. Tryggvi Baldvinsson, for- maður Ung Nordisk Musik á Islandi og einn sjömenning- anna, segir að vel hafi verið staðið að skipulagningu há- tíðarinnar sem felst í ráð- stefnu- og tónleika- haldi. „Þessi hátíð er hálfgerður suðupott- ur; maður heyrir ótrú- lega mikið af tónlist, hlýðir á fyrirlestra og skiptist á skoðunum við starfsbræður sína. Það er þvíljóstað maður á eftir að koma endurnærður heim.“ Að sögn Tryggva skiptir það mjög miklu máli fyrir ung tónskáld að heyra verkin sín flutt á opinberum vett- vangi og kynna sér hvað önnur tónskáld eru að fást við. Ung Nordisk Musik eru samtök norrænna tónskálda yngri en 30 ára. Hátíðin stendur í viku á hverju hausti og skiptast Norðurlöndin á að halda hana. Að ári verður hún haldin í Kaupmannahöfn og haustið 1997 í Reykjavík. Dómnefnd skipuð tónskáld- unum Þorkeli Sigurbjörns- syni og John Speight valdi íslensk tónverk til flutnings á hátíðinni. Valið var úr inn- sendum verkum og hlutu verk eftir Tryggva Baldvinsson, Elínu Gunnlaugsdóttur, Þor- í suðu- potti kel Atlason, Þórð Magnússon, Ulfar Haraldsson, Jón Guð- mundsson og Egil Gunnars- son náð fyrir augum dóm- nefndar. Ileldur andanum íslensku tónskáldin starfa öll á íslandi að undanskildum Úlfari Haraldssyni sem leggur stund á nám í Bandaríkjunum. Segir hann mikilvægt fyrir sig að komast á hátíð sem þessa til að fylgjast með framvindu mála á Norðurlöndunum. „Það eru aðrir straumar í gangi á vesturströnd Banda- ríkjanna, þar sem ég er við nám og tónlistin í skólanum mínum tekur mikið mið af því sem er að gerast í New York og Mið-Evrópu. Norræn tón- list hefur hins vegar einhvern sérstakan anda og ég virðist halda honum þrátt fyrir fjar- lægðina." Ulfar segir að tónlistin á hátíðinni hafi sótt tónmál sitt í tónlist ofanverðrar 20. aldar- innar með séráherslum hvers lands og þar hafi verið boðið upp á einleiks- verk, hljómsveitarverk og allt þar á milli. Finnskir tónlistar- menn fluttu obbann af verkunum á hátíðinni, þar á meðal öll verk Islendinganna ef undan eru skilin sönglög eftir Elínu en Sigrún Gren- dal píanóleikari og Rannveig Sif Sigurðar- dóttir sópransöngkona önnuðust þann flutning. „Hlj óðfæraleikurinn á hátíðinni var í mjög háum gæðaflokki,“ seg- ir Tryggvi og Úlfar bætir við að Finnar séu þekkt- ir fyrir að hlúa vel að sínu tónlistarfólki sem margt hvert sé komið í fremstu röð í heim- inum. Heiðursgestur hátíðarinn- ar að þessu sinni var franska tónskáldið Philippe Manoury. Var hann á meðal fyrirlesara auk þess sem flutt var eftir hann tónverk. Manoury starf- ar við IRCAM-stofnunina í París að rannsóknum á raf- og tölvutónlist og hvernig hún fer við órafmagnaða tón- list. Úlfar Tryggvi Haraldsson Baldvinsson Fjórir dagar í Madisonsýslu KYIKMYNPIR Bíóborgin BRÝRNAR í MADISONSÝSLU „THE BRIDGES OF MADI- SON COUNTY“ ★ ★ ★ Leikstjóri: Clint Eastwood. Hand- rit: Richard LaGravenese byggt á sögu eftir Robert James Waller. Kvikmyndataka: Jack N. Green. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Meryl Streep. Warner Bros. 1995. ÁSTARSAGA Robert James Wallers, Brýrnar í Madisonsýslu, um ljósmyndarann Robert Kincaid og bóndakonuna Fransesku, er löngu orðin að ódrepandi fyrirbæri. Þetta litla kver hefur verið á metsölulista The New York Times í einhvern fáránlegan vikufjölda, hugfangnir Iesendur fara í pílagrímsferðir á söguslóðir í Madisonsýslu, höfundur- inn hefur af mörgum nánast verið tekinn í guðatölu og Hollywood lagði þegar í stórmynd byggða á sögunni. Bókin hefur farið sigurför um allan heim og spurt var um borg og bý: Hver á að gera ástarsöguna ódauð- lega á hvíta tjaldinu og leika Kinca- id? Þegar í ljós kom að það var Dirty Harry, öðru nafni Clint Eastwood, var eins og titill sögunnar hefði skyndilega orðið annar: Brýrnar í Madisonsýslu sprengdar í tætlur. En Eastwood er lunkinn leik- stjóri, hann sýndi það síðast í and- vestranum Unforgiven, og snilldar- bragð hans var að fá Meryl Streep í hlutverk Fransesku. Þau eru að sönnu engin Bogart og Bergman en gera sögunni, persónunum tveimur og þeirra dauðadæmda ástarævin- •týri slík skil.að kökkur myndast í ATRIÐI úr Brúnum í Madisonsýslu. hálsinum og vasaklútar eru dregnir á Ioft í lokin. Líklega er ekki hægt að klúðra sögunni svo einföld og látlaus sem hún er og Eastwood fylgir henni næstum hundrað pró- sent eftir. Ljósmyndarinn Kincaid kemur á bóndabæ í Madisonsýslu að spytja leiðar og hittir hina ítalsk- ættuðu bóndakonu Fransesku, sem er í fjögurra daga fríi frá bónda og börnum. Á þessum fjórum dögum upplifa þau tvö ástarævintýri sem endist þeim til eilífðar. Streep er fræg fyrir að geta brugðið sér í líki hvaða Evrópu- manns sem er og ítalski hreimurinn hennar er svo fínlegur í myndinni að við rétt tökum eftir honum og erum enga stund að trúa því að hún sé fædd á Ítalíu. Sagan er öðrum þræði um frelsun hennar frá því sem orðið hefur þrúgandi tilbreytingar- laust hjónalíf og Streep lætur okkur sjá hver hún var einu sinni fyrir löngu heima í Bari, ung og spennt og full væntinga til lífsins. Hún sýn- ir okkur líka hvernig hjónabandið og fjölskyldulífið hefur kæft í henni ástríðurnar og hún sýnir okkur hvernig hún sættir sig við að taka út sína refsingu fyrir framhjáhaldið með því að vera trú sinni fjölskyldu því í þessari sögu er hjónalífið eins- konar refsing. Eastwood og hand- ritshöfundurinn, Richard LaGrave- nese, gera sér grein fyrir að það er í gegnum þessar kenndir hennar sem ástarsagan verður harmsaga og leik- stjórn Eastwood byggir næstum al- farið á hófstilltum blæbrigðum Str- eep. Hann vissi hvað hann var að gera þegar.hann réð hana. I l I i l í l í l I 1 l L j

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.