Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ móðinn með nöglum", eins og Lárus segir. Alfreð lést aðeins þremur mánuðum eftir að samvinnan hófst, en Lárus hefur haldið merkinu á lofti síðan. Alltaf koma upp skemmtileg og óvenjuleg verkefni. Þannig hafði Gunnsteinn lengi séð um skósmíði fyrir leikhús og ýmsa leikhópa. Skömmu eftir að Lárus kom til starfa við stofuna kom verkefni frá Óperunni, að smíða 70 sérstök skóp- ör vegna uppsetningar á Töfraflaut- unni. „Stígvélin rosalegu sem hann Helgi Björns skrýðist í Rocky Horror eru frá okkur,“ segir Lárus með nokkru stolti. Lárus handleikur postulínsstyttu af sofandi barni, glottir og segir: „Ségjá má að sumt af því sem við erum beðnir að gera sé óttalegt rugl, en samt er gaman að því hvað fólki dettur til hugar að hægt sé að gera á skóvinnustofu. Þessi stytta var t.d. brotin og eigandinn kom með hana hingað til okkar og bað um að hún yrði límd saman aftur. Það er sama hvað fólk biður okkur um, við reynum að bjarga því sem við getum. Það er komið með kertastjaka, lampa, já, eigin- lega hvað sem er og hefur brotn- að,“ bætir Lárus við og sýnir blaða- manni síðan sumt af því sem fyrir liggur að gera við á stofunni. Ekki eru það skór í öllum tilvikum. Þarna var t.d. prestskragi sem þarf að gera við, fýsibelgur sem er farinn að leka og minkaskott að losna frá leðurborða. Lárus segist meira að segja hafa verið beðinn um það einu sinni að leðurklæða stigahandrið í þriggja hæða húsi! Það fór dagurinn í það. Vöðlurnar ... Lárus segist þess fullviss að Skó- stofan sjái um vel flestar vöðlur veiðimanna á höfuðborgarsvæðinu. „Við vorum alltaf að bæta vöðlur á meðan gömlu gúmmivöðlurnar voru og hétu. Allir voru í þeim. En þegar flestir fóru að nota vöðlur úr neopr- eni varð alger sprenging. Bomban kom líka í kjölfarið á því að við kynntum starfsemi okkar á svokall- aðri Veiðimessu sem haldin var í Perlunni vorið 1993. Viðskiptin juk- ust um mörg hundruð prósent og þegar mest gengur á um hásumarið erum við stundum alveg á haus með 110 til 120 pör af vöðlum á föstu- degi sem þarf að laga fyrir helgina. Þá eru ótalin pörin sem við bætum, breytum og lögum aðra daga vik- unnar. Þetta er alveg botnlaust á sumrin. Auk þess flytjum við inn sokka- og stígvélalausar neoprane-vöðlur, setjum á þau stígvél með nýja svarta sólanum og seljum þannig. I fyrra seldum við 200 pör og sett- um nýjan botn undir 80 til viðbótar svo ég nefni eitthvað. Auk þess stór- jukust öll almenn skósmíðavið- skipti, því þarna bættust fjölmargir viðskiptavinir við þá sem fyrir voru,“ segir Lárus og heldur áfram, greinir frá nýlundu sem hann ætlar að brydda upp á í beinu framhaldi af vöðluviðskiptunum og tilkomu neoprensins. „Ég er að kaupa saumavél og ætlunin er að sauma allt mögulegt úr neopreni, hundavesti, sokka og vettlinga sem bæði togarasjómenn, veiðimenn og raunar allir sem eru úti við kalsama iðju geta notað, hulstur fyrir byssur og hnífa, buxur fyrir gæsaskyttur og fleiri sem þurfa að vaða elginn. Þá verður ekkert mál að klæðskerasauma vöðlur eða breyta þeim, setja á hné- og rasshlíf- ar, vasa o.s.frv. Þá verður til dæmis ekkert mál lengur að fá góðar vöðlur á börn sem farin eru að veiða með foreldrum sínum. Ég hef raunar svolítið fiktað við að sauma vöðlur, meira að segja einu sinni á eins árs barn! Það var nú eiginlega hugsað sem grín, en það var gaman að sjá vöðlurnar til- búnar;“ segir Lárus. Svarti demanturinn Neoprene-saumavélin er ekki eina nýjungin sem er í farvatninu hjá Lárusi í Skóstofunni. „Svarti demanturinn" vegur þar einnig þungt. Þar er á ferðinni tuttugu ára gömul hugmynd Ólafs Jónssonar uppfinningamanns og fólst í byijun í því að strá sandi í gúmmisóla undir skóm til að draga úr hálku- áhrifum. Hugmyndin hefur verið að þróast og geijast þar til fyrir rúmu ári síðan, að Ölafur fékk styrki til að setja í gang prófun á hugmyndinni í hjólbarða, nema að með dyggri aðstoð Helga Geirharðs- sonar eru það nú karbítagnir, sem ganga nærri demanti að styrkleika, sem settar eru í gúmmíið. Tilraunin stendur nú sem hæst og fer fram í Svíþjóð. Lárus og Skóstofan koma að þess- ari tilraun, því á meðan Ólafur at- hugar hvort þetta sé ekki sniðugt fyrir bílaflotann kannar Lárus hvort að þetta sé ekki sniðugt fyrir fólks- flotann. „Blandan hefur fengið nafn- ið „Svarti demanturinn" og Lárus hefur verið að setja nýja sólann bæði undir skó og vöðlur í heilt ár. Það er verið að þróa dæmið og fylgj- ast með reynslu manna. Hver er reynslan? „Reynslan er frábær,“ segir Lárus, „fólk er miklu stöðugra í hálkunni og veiðimenn ljúka alhliða lofsorði á þetta. Detta sjaldnar í ána! Þetta hefur dregið verulega úr byltum hjá fólki og ég spái því að þetta nái smám saman yfirhöndinni umfram aðrar tegundir sóla. Við erum í ofaná- lag að undirbúa samvinnu við skó- framleiðslu á Skagaströnd, að fram- leiða skó með sólum af þessu tagi. Varðandi hjólbarðana, þá hefur efnið reynst betra heldur en naglar í flest- um tilvikum. Reyndar ekki öllum, en í heild er svarti demanturinn sigur- vegarinn. Þetta er í mínum huga það sem koma skal og það er kannski verst fyrir okkur sjálfa, þetta er svo endingargott að það gæti sett okkur á hausinn!" bætir Lárus við. Aldrei dauður punktur Þegar Lárus Gunnsteinsson er spurður um framleiðslumagn segist hann framleiða 70 til 120 pör af skóm á sjúka, lamaða og fatlaða á hveiju ári. „Það er aldrei dauður punktur í þessu og sem betur fer er álagið í hinum ýmsu greinum árstíðabundið. Þannig gengur mest á í vöðlumálunum yfir sumarmán- uðina og aðeins fram á haustið. Þá Qarar það út, en tekur smáfjörkipp á meðan jólagjafatíminn stendur yfir. Almennar skóviðgerðir eru í gangi allt árið, en taka fjörkipp á haustin er menn fara að huga að skótaui sínu fyrir veturinn. Sjúkra- skósmíðin byijar venjulega á ára- mótum og stendur fram eftir vetri og er að mestu lokið á vordögum. Það er eins og fólk miði við áramót- in er það spekúlerer í því að end- urnýja skóna,“ segir Lárus. Sjúkraskósmíðin tekur mikinn tíma, því hver og einn viðskiptavinur fær persónulega þjónustu. Lárus tekur hús á fólki sínu og segist þekkja orðið alla með nafni. Fyrst er tekið gifsmót af fætinum, síðan er plastskór mátaður. Þá eiga nauð- synlegar upplýsingar að liggja fyrir og smíðin getur hafist. Ef Lárus vogar sér að fara í frí liggur sjúkra- skósmíðin niðri, en Gunnsteinn og nemarnir, bæði sænskir og íslenskir, veija virkið. En vogar Lárus sér ein- hvern tímann í frí? Það er nú ekki mikið um það, en ég er með veiðidellu og hún er þann- ig í eðli sínu að þú verður að sinna henni," segir Lárus, sem fer í lax eins oft og hann getur. „Ég vildi fara oftar, en það fer mikill tími, ekki síst þar sem mín veiðimiðstöð er við Vesturdalsá í Vopnafirði. Svo langa leið fer maður ekki fyrir minna en 4-5 daga veiði. Veiðiskap- urinn sameinar fjölskylduna, því hún fer saman í veiði og stundumn fer „stórfjölskyldan“ saman í Vest- urdalsána. Ef fáeinir veiðitúrar eru undan- skildir, þá reynist Lárus Gunnsteins- son vera einn af fjölmörgum viðmæl- endum Morgunblaðsins í „Við- skipti/atvinnulíf á sunnudegi" sem gera varla annað daginn á enda, og oft á nóttunni, en að vinna. SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 23 Ný sending Kjólar - Blússur - Pils Kynning á þessari vinsælu litalínu fer fram á eftirtöldum stöðum: MiðviUudaginn 4/10 Iðunnar Apótek, Domus Medica, kl. I 4:00 Fimmtudaginn 5/10 Kópavogs Apótek, kl. 14:00 - 18:00 Föstudaginn 6/1 0 Breiðholts Apótek, kl. 14:00- 18:00 testo mælitæki og búnaður mælar fyrir: . hita . raka . hávaðastig . lofthraða . sýrustig . brennslugas . Gagnaskráningartœki til stöðugs eftirlits með hita-og/ eöa rakastigi . Vatnshœðar- og hitamœlar Prentarar, tölvutengi og hugbúnaður til greiningar á gögnum og uppsetn- ningar á töflu- og grafiskuformi. VERKFRÆÐINGAR Stangarhyl la, 110 Reykjavik Sími: 567-8030, Fax: 567-8015 • Greitt reikninga. NYJUNG « SPARISJÓÐUR KÓPAVOGS Digranesvegi 10 •5 SPARISJÓÐUR MÝRARSÝSLU Borgarbraut 1‘4, Borgarnesi Brúartorgi 1 (Hyrnan), Borgarnesi « SPARISJÓÐUR VÉLSTJÓRA Borgartúni 18 Síðumúla 1 Rofabæ 39

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.