Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 1
88 SIÐUR B/C tfttunUfi^ti^ STOFNAÐ 1913 223. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 1. OKTOBER1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Hvika ekki frá myntein- ingul999 FJÁRMÁLARÁÐHERRAR Evrópusam- bandsins (ESB), sem komu saman til helgarfundar í Valencia á Spáni, sögðu í gær að hvergi yrði hvikað frá því marki að koma á mynteiningu innan sambands- ins árið 1999. Talsmaður ESB sagði að ráðherrarnir hefðu mælt einni röddu. Mynteiningin hefur verið mjög til umræðu eftir að Theo Waigel, fjármála- ráðherra Þýskalands, sagði að ítalar væru ekki tilbúnir og Lamberto Dini, forsætisráðherra ítalíu, lagði til á fundi Evrópuleiðtoga á Majorca að myntein- ingunni yrði frestað um eitt ár. Óvissa myndaðist á gjaldeyrismörkuð- um vegna þessara yfirlýsinga og gjald- miðlar féllu gagnvart þýska markinu. Litið er á yfirlýsingu ráðherrana á Spáni sem tilraun til að koma á ró í fjármála- heiminum. Dagblaðið International Herald Tribune leyfði evrópskum leiðtogum að tgá. sig um mynteininguna í skjóli nafnleyndar á föstudag. Kváðust þeir aðeins telja helmings líkur á því að mynteining kæm- ist á 1999 og voru flestir þeirrar hyggju að málið myndi stranda á Frökkum. Oflug sprenging í Algeirsborg OFLUG sprenging varð í Algeirsborg í gær með þeim afleiðingum að tveggja ára gamalt barn Iét lifið og 11 slösuð- ust. Sprengingin var rakin til gasleka. Haft var eftir vitnum að sprengingin hefði orðið í Seðlabanka Alsír og fjöldi manns væri fastur undir rústum. Skelf- ing greip um sig við sprenginguna skömmu fyrir hádegi. Hreinsað til í CIA JOHN Deutch, ýfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar CIA, tilkynnti á föstu- dag að hann hefði rekið tvo háttsetta starfsmenn og vítt níu eftir rannsókn á starfsemi leyniþjónustunnar í Guate- mala. Mennirnir, sem voru reknir, stjórnuðu báðir aðgerðum CIA í Guatemala. Annar þeirra er nú yfirmaður aðgerða CIA í Sviss, að því er greint var frá í dagblað- inu The New York Times. Leyniþjónust- an var gagnrýnd harkalega fyrr á árinu þegar því vár haldið fram að foringi úr her Guatemala, sem var á launaskrá hjá CIA, hefði einnig verið valdur að morði á bandarískum ríkisborgara, Michael DeVine, og hvarfi Effrains Bamacas, skæruliða, sem var kvæntur bandarískri konu, Jane Harbury. Deutch sagði að ekkert renndi stoðum undir það að mað- ur á launum hjá CIA væri viðriðinn þessi mál. Morgunblaðið/RAX FJALLSJÖKULL SKRIÐUR FRAM Skriður kemst á friðar- viðræður um Bosníu Brussel, Sarajevo, Washington. Reuter. RICHARD Holbrooke, friðarerindreki Bandaríkjanna í Bosníu, sagði í gær að hann hefði haldið sinn árangursríkasta fund með Bosníustjórn á föstudag og hélt af stað frá Sarajevo til Belgrad og Zagreb til að nýta sér það að skriður er kominn á friðarviðræðurnar. Bjartsýni Holbrookes endurspeglast hins vegar ekki á vígstöðvunum þar sem ekkert lát er á átökum. Her Bosníustjórnar hóf nýja sókn á hendur Bosníu-Serbum í vestur- hluta Bosníu á föstudag og í gær var því haldið fram að hann hefði sótt fram um þrjá km í átt að bænum Mrkonic Grad og náð mikilvægri hæð á sitt vald. Bosníu-Ser- bar lýstu hins vegar yfir því að þeir hefðu hrundið sókn stjórnarhersins. Holbrooke á ferð og flugi Qert er ráð fyrir að Holbrooke ræði í dag við Slobodan -Milosevic, leiðtoga Serb- íu/Svartfjallalands, sem semur fyrir hönd Hörð átök í vestur- Wuta Bosníu endur- spegla ekki bjartsýni ráðamanna Bosníu-Serba, haldi því næst til Króatíu til viðræðná við Franjo Tudjman forseta og snúi til Bosníu á ný á morgun. Múslimar gagnrýndir Milan Milutinovic, utanríkisráðherra Serbíu, sagði Tan/ug'-fréttastofunni að friðarlíkur væru „miklar og raunverulegar" og sakaði stjórn Bosníu undir forystu músl- ima um að tefja fyrir. „Múslimarnir vilja ekki að þessu stríði ljúki," sagði Milut- inovic. Samkomulag hefur náðst um skiptingu Bosníu og fyrirkomulag stjórnarskrár og nú hyggst Holbrooke knýja fram vopnahlé. „Ég get sagt ykkur að nú er ræðst við af alvöru og líkur eru á vopnahléi, sem ég vona að náist til þess áð hægt verði að framfylgja öðrum ákvæðum samkomulags- ins," sagði Bill Clinton Bandaríkjaforseti á föstudag. Dole gegn Clinton Clinton hyggst nú leita samþykkis Bandaríkjaþings fyrir því að senda herlið til eftirlits með friðarsamkomulagi í Bosníu. Það gæti orðið torsótt því að Bob Dole, forseti oldungadeildar þingsins, sem talinn er líklegastur til að verða forseta- frambjóðandi repúblikana, kvaðst ekki geta stuttslíkt enn um sinn. Sendiherrar aðildarríkja Atlantshafs- bandalagsins samþykktu hins vegar í megindráttum áætlun um að senda nokkur þúsund manna herlið NATO og annarra ríkja til Bosníu til að taka við af friðar- gæsluliði Sameinuðu þjóðanna. TALAR MÁLI BARNA © Æska í ánauð 20 AÐ LATA FOLKI LÍÐA VEL VJÐSKDTIAIVINNUIÍF A SUNNUDEGI

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.