Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 38
38 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Dýraglens Ferdinand 5URE, MARCIE..ANP I SUPPOSE YOU ALREAPY KNOU) WHICH C0LLE6E YOU'RE 60IN6T0! AND IVE ENROLLEP MY THREE KIP5 IN PRE-5CH00L/ ^Zr Heyrðu, Magga ... förum Ég gerði það fyr- Auðvitað, Magga ... og ég Og ég hef innritað börn- og kaupum skóladót... ir mánuði, herra býst við að þú vitir nú þegar in mín þrjú í forskóla! í hvaða menntaskóla þú ferð! BREF TIL BLAÐSINS Kringlan 1103 Reykjavík • Sími 569 1100 • Símbréf 569 1329 Vetrarstarfið í Askirkju Frá Árna Bergi Sigurbjömssyni: í DAG, 1. október hefst vetrarstarf Áskirkju. Breytist þá messutíminn frá því sem var í sumar og verða guðsþjónustur kl. 14 hvern sunnu- dag í vetur en bamaguðsþjónustur alla sunnudaga kl. 11. í guðsþjónustunni á sunnudaginn syngur Ingibjörg Marteinsdóttir einsöng og Kirkjukór Áskirkju, sem í ár hefur starfað i þijátíu ár, flytur „Þitt lof, ó, Drottinn vor“ eftir Beet- hoven. Organisti er Kristján Sig- tryggsson. Barnaguðsþjónustur verða á sunnudagsmorgnum með áþekku sniði og undanfarin ár. Barnasálm- ar og hreyfisöngvar eru sungnir og bömunum kenndar bænir og vers og þeim sagðar sögur. Einnig er stuðst við við nýtt bamaefni, Biblíu- myndir með texta, sem bömin eign- ast og smám saman mynda sam- fellda myndskreytta sögu. Auk þess fá afmælisbörn litla gjöf. Eins og áður gat verða almennar guðsþjónustur í Áskirkju hvern sunnudag kl. 14. Fyrsta sunnudag mánaðarins hefur Safnaðarfélag Ásprestakalls kaffisölu eftir guðs- þjónustuna en alla aðra sunnudaga er kirkjugestum boðið upp á kaffi eftir messu, en þær samverustundir stuðla að auknum kynnum. Líkt og undanfarin ár mun safn- aðarfélagið gefa íbúum dvalarheim- ila og annarra íbúa stærstu bygg- inga í sókninni kost á akstri til og frá kirkju annan hvorn sunnudag frá og með næsta sunnudegi. Félagsfundir Safnaðarfélags Ásprestakalls verða mánaðarlega í vetur og dagskrá fjölbreytt. Fyrsti fundurinn verður þriðjudaginn 10. október kl. 20.30. Meðal annars verða sýndar myndir frá sumarferð félagsins. Æskulýðsfélagið Ásmegin heldur fundi á mánudagskvöldum kl. 20. Þeim samkomum stjórna guðfræðinemarnir Hildur M. Ein- arsdóttir og Hans G. Alfreðsson. Starf með tíu til tólf ára börn- um er hvern miðvikudag kl. ,17 og stjórna guðfræðinemarnir Guð- munda Inga Gunnarsdóttir og Unn- ur Ýr Kristjánsdóttir því starfi. „Opið hús“ er í Safnaðarheimili Áskirkju alla mánudaga, þriðjudaga og fimmtudaga kl. 14-17. Þangað er allir velkomnir, jafnt yngri sem eldri, en böm og unglingar eru þar aufúsugestir, engu síður en þeir sem komnir eru til ára sinna. Heitt er jafnan á könnunni og starfsfólk kirkjunnar til viðtals og aðstoðar. í „Opnu húsi“ á þriðjudögum er söngvastund, en ljóða- og sögulest- ur á fimmtudögum. Samverustundir foreldra ungra barna eru á miðvikudögum kl. 13.30-15.30. Umsjón með því starfi og „Opnu húsi“ hefur Guðrún M. Birnir. Biblíulestrar verða í Safnaðar- heimili Áskirkju á fimmtudags- kvöldum kl. 20.30 í vetur, í fyrsta sinn 12. október. Fram að jólum mun sóknarprestur kynna og fræða um nokkur lítt þekkt rit Biblíunnar en eftir jól verða Davíðssálmar lesn- ir og skýrðir. Aðrir þættir safnaðarstarfsins, svo sem tónleikar kirkjukórs og fræðslukvöld, verða auglýstir síðar. SR. ÁRNIBERGUR SIGURB J ÖRN S SON. Stuðnings- yfirlýsing Frá Helga Seljan o.fl.: ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur um allangt skeið átt í innbyrðis eijum af ýmsum toga, sem vissulega hafa staðið því fyrir þrifum. Þessvegna var það mörgu Al- þýðubandalagsfólki mikið gleðiefni þegar Steingrímur J. Sigfússon, alþi.ngismaður, lýsti því yfír á síð- astliðnu ári, að hann myndi bjóða sig fram til formanns bandalagsins í því kjöri sem nú stendur fyrir dyrum. Það sem Alþýðubandalagið þurfti öðru fremur var samstaða og friður og það var almenn skoðun að þarna væri kominn frambjóðandi, sem hægt væri að sameinast um, átaka- laust. Það er hins vegar staðreynd, sem ekki verður umflúin að strax og fleiri frambjóðendur koma fram á sjónarsviðið, skapast togstreita og metingur. Steingrímur hefur sýnt það og sannað á stjómmálaferli sínum að hann er stefnufastur og fylginn sér, víðsýnn og afburða verkmaður, sem meðal annars kom fram í störf- um hans sem ráðherra. Sá málaflokkur sem okkur liggur þyngst á hjarta eru trygginga- og hagsmunamál öryrkja. Hvergi er niðurskurðarhnífnum beitt af meiri óbilgirni en á þeim vettvangi. Al- þýðubandalaginu treystum við þar best til varnar og nýrrar sóknar. Við styðjum Steingrím til for- mannssetu í Alþýðubandalaginu. HELGI SELJAN, Reykjavík, SIGURRÓS SIGURJÓNSDÓTTIR, Reykjavík, ÓLÖF RÍKARÐSDÓTTIR, Reykjavík, BRAGIHALLDÓRSSON, Akureyri. Allt efni sem birtist í Morgunblaðinu og Lesbók verður framvegis varðveitt í upplýsingasafni þess. Morgunblaðið áskilur sér rétt til að ráðstafa efninu það- an, hvort sem er með endurbirtingu eða á annan hátt. Þeir sem afhenda blaðinu efni til birtingar teljast samþykkja þetta, ef ekki fylgir fyrirvari hér að lútandi.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.