Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 22
22 SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 ~\ MORGUNBLAÐIÐ AÐLÁTAFÓLKI LÍÐAVEL Eftir Guömund Guöjónsson Lárus þreytti hefðbundna grunnskólagöngu í Val- húsaskóla, lauk 9. bekk og skráði sig þegar í Iðn- skólann þar sem hann lagði stund á skósmíðar. Hann útskrifaðist með sveinspróf árið 1981 og meistara- tignin var í höfn 1983. Þá bar það til að Eiríkur Ferdinandsson, sem starfaði á skóstofu sonar síns í Hafnarfirði, hvatti þá feðga, Lárus og Gunnstein, tii að yfirtaka rekstur stofu sonar síns sem heilsu vegna gat ekki staðið lengur í brúnni. VmSHPTLfflVINNUIÍF Á SUNNUDEGI ►Lárus Gunnsteinsson er fæddur í Reykjavík 7. mars 1962 og meira og minna alinn upp í Skerjafirðinum og á Selljarnarnesi. Fyrir fáum árum tók hann við rekstri Skóstofunnar á Dunhaga ásamt Gunnsteini Lárussyni sem stofnaði hana fyrir um 30 árum. Þar er sjaldan dauð stund og starfsemin hefur teygt anga sína í ótal áttir í seinni tíð. Þarna fóru m.a. fram svokall- aðar sjúkraskósmíðar, „orthope- dískar“-skósmíðar sem sumir hafa ef til vill fremur heyrt nefnd- ar. „Upp úr þessu stússi tókst samstarf við Óssur hf., sem er stoðtækjar og gervilimasmiðja. Þeir hjá Össuri hvöttu mig ákaft til að fara til Svíþjóðar og læra sjúkraskósmíðar. Það varð úr árið 1990 og tveimur árum síðar kom ég heim menntaður sjúkraskó- smiður frá Munksjöskolen í Jönköping," segir Lárus. Hæsta einkunn Óhætt er að segja að Lárusi hafi farnast vel í náminu, því hann fékk þá hæstu einkunn sem gefin hafði verið við skólann, ásamt Svía nokkr- um sem batt trúss sitt við Lárus og freistaði þess að læra af honum sam- hliða hefðbundnu kennslunni. Hvernig útskýrir Lárus þennan gang mála? „Reynslan gaf mér þetta. Til að geta sest á skólabekk í þessu fagi þurfa menn annaðhvort að vera með stúdentspróf eða að hafa unnið við skósmíðar í minnst þijú ár. Ég var því orðinn ansi reyndur skósmiður. Smíðin sem slík lá því vel fyrir mér. Annað sem þarna var kennt var t.d. beina- og útlimabygging, hreyfi- fræði og dálítil sálarfræði. Og líf- færafræði, nánast það sama og læknisfræðinemar læra fyrstu 1-2 árin. Hreinn páfagaukalærdómur um bein, vöðva, sinar og líffæri. Verklega kennslan er einnig veiga- mikil, en á sama tíma og hinir nem- endurnir voru að smíða 'h til 3 pör af skóm á meðan á náminu stóð, lauk ég við 39 pör. Það gekk svo langt að eftir sex vikur var ég beðinn um að fara bara heim aftur, safna saman verkefnum og koma svo aftur út og vinna að þeim í samvinnu við kennarann. Það var mikill lærdómur að takast á við þetta nám, þarna skildi ég í fyrsta skipti hvers vegna ég væri í raun- inni að búa til skó,“ segir Lárus. Og hvers vegna ertu að því? „Það er til þess að fólki líði bet- ur. Laga göngulag. Fjölmargir eru með sykursýki, liðagigt, eða hafa fengið lömunarveiki og berkla á yngri árum. Þjáningar þessa fólks geta verið miklar og meiri heldur en fólk gerir sér grein fyrir, því það lætur á engu bera. Það er mikilsvert að geta hjálpað þessu fólki, hvort heidur er með því að smíða á það skó, smíða eða slípa til innlegg eða að gera þær breytingar á skóm sem nauðsynlegar eru,“ svarar Lárus. Stígvélin hans Helga Björns Skóstofan á Dunhaga er þijátíu ára gamalt fyrirtæki stofnað af Gunnsteini, föður Lárusar, en Lárus varð sjálfkrafa meðeigandi er hann náði meistaragráðu og rekur hana nú ásamt föður sínum. Frá upphafi hefur Skóstofan séð um allar al- mennar skóviðgerðir- og breytingar. Sjúkraskósmíðinni hefur Lárus hald- ið nokkuð aðskildri frá Skóstofunni og það sama má segja um lögreglu- stígvélagerðina sem hann rekur og hófst árið 1982 er hann hóf sam- starf við Alfreð Rasmusen sem þá var rúmlega áttræður og hafði smíð- að lögreglustígvél upp á „gamla Nú getur þú lagt inn og greitt reikninga Millifært á reikninga. s Peningaúltektir. • Fcngið yfirlit. • Þú getur lagt inn á innlánsreikninga í sparisjóðnum. nýjung SPARISJÓÐUR HAFNARFJARÐAR Reykjavíkurvegi 66 Strandgötu 8-10 SPARISJÓÐURINN í KEFLAVÍK Tjarnargötu 12, Keflavík

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.