Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 01.10.1995, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 1. OKTÓBER 1995 39 BREF TIL BLAÐSINS Ríkissjóður taki skuld- irnar á sig Frá Eggerti E. Laxdal: FYRIR nokkru kom það fram í sjón- varpinu, að til stæði að yfirvöld tækju sér það bessaleyfi, að fara í launaumslög manna, sem skulda skatta og barnsmeðlög, og taka þar alltað 75% af launum. Það er ekki um það spurt, hvort þolandinn geti lifað af því, sem eftir er, en það er með öllu ómögulegt. Þeirra bíður gatan með alla sína hörmungar göngu. Ríkissjóður verður a taka þetta á sig og gefa upp þessar skuldir og ekki íþyngja þessum mönnum þannig, svo að þeir geti lifað áhyggjulausu lífí og stofnað til hjúskapar, eins og hveijum manni er eiginlegt. Þessir menn eiga enga að í þjóð- félaginu, sem tekur málstað þeirra, og það er víst fyrir neðan virðingu Alþingis, að sinna smælingjum þjóðfélagsins. Þeir mega deyja Drottni sínum vegna hungurs og lélegs aðbúnaðar. Það er enginn vafi á því, að margir grípa til sjálfs- vígs, sem þannig er ástatt um. Þeir eiga enga framtíð fyrir sér og er útskúfað ævilangt, því að það er ómögulegt að velta af sér þesum bagga, þannig að gagni komi. Þjóð- in hefur vel efni á að hygla þessum ógæfusömu mönnum, aðeins ef vilji er fyrir hendi, en það virðist ekki vera til staðar. Það á að spara, en þó geta toppar þjóðfélagsins ausið út fjármagni í allskonar óþarfa og lúxus fyrir sjálfa sig, eins og dæm- in sanan. Ég ætla ekki að telja það allt upp, en flestir vita að þetta er rétt. Forkólfarnir geta hækkað laun sín að vild og tryggt sig í ellinni, þannig að þeir geti lifað góðu lífi og hyggja ekki að hinum, sem ráfa allslausir á götunni og sofa í skúr- um, sem eru alls ekki mannsæm- andi, með skuldabaggann á bakinu sem þeir geta ekki undir nokkrum kringumstæðum velt af sér. Drott- inn sagði, „eins og þér mælið öðrum mun yður mælt verða“. EGGERT E. LAXDAL, Hveragerði. -----♦ ♦ ♦----- Textaðar eða tal- settar myndir? Sólrún Birna Snæbjörnsdóttir Frá Sólrúnu Birnu Snæbjörnsdóttir: MIG HEFUR lengi langað til að skrifa þér og láta álit mitt í ljós um talsettar myndir. Ég er nem- andi í Vesturhlíðaskóla sem áður hét Heyrnleys- ingjaskólinn og er því mjög illa heyrandi. Ég hef mjög gaman af því að horfa á sjónvarpið en vandamálið er að margar góðar myndir eru tal- settar með ís- lensku tali og gengur mér mjög illa að skilja þær. Þetta eru bæði barna- og unglingamyndir og líka ýmsar fræðslu og dýralífsmyndir, sem allir hafa gaman af, en við nemend- ur í Vesturhlíðaskóla skiljum ekki. Mig langar til að vita hvort ekki sé hægt að hafa líka texta á þess- um myndum. Ég get nefnt dæmi um myndir sem okkur, krakkana í skólanum og eflaust fleiri, langar til að fá texta á; T.d. þættirnir Nonni og Manni, Áramótaskaupið, Imbakassinn, Úr ríki náttúrunnar og myndirnar sem nú er verið að sýna um slysahættur. Mig langar að lýsa fyrir ykkur þegar allir á heimilinu eru að horfa á Imbakass- ann eða Hemma Gunn. Þá eru all- ir hlæjandi nema við krakkarnir. Við sitjum alein út í horni og höf- um enga hugmynd um hvað er að gerast. Ég hugsa að enginn hafi gaman að horfa á þessa þætti ef búið er að skrúfa alveg niður í hljóðinu í sjónvarpinu. Gaman væri að fá svar um hvort ekki sé hægt að hafa líka texta á einhveij- um af þessum myndum. SÓLRÚN B. SNÆBJÖRNSDÓTTIR, nemi í Vesturhlíðaskóla. BÓKHALDSKERFI gl KERFISÞRÖUN HF. Fákafeni 11 - Sími 568 8055 Tradarberg 23, Hf. - 4ra OPIÐ HÚS í DAG MILLIKL. 13-16 Glæsileg 108 fm ib. ó 1. hæó í litlu nýl. fjölb. Suðursv. Parket. Þvherb. Áhv. bsj. rík. til 40 ára ca 5,2 millj. m. 4,9% vöxtum. Grbyrði per. mán. 25.000,-. Verð 9,4 millj. Verið velkomnin til Bertu. 31263. Dvergholt 5 og 9, Hf • Nýtt parh. og einb. - f ráb. veró OPIÐ HÚS í DAG MILLIKL. 13-15 Glæsilegt einlyft parhús 195 fm m. innb. tvöf. bílskúr og hins vegar einlyft einb. m. bílskúr samtals 190 fm. Afh. strax fullb. að utan, fokh. að innan, lóð frágengin, hellulagt bílaplan m. hita. Áhv. húsbr. Fráb. verð. Parhús 8,5 millj. Einbýli 9,6 millj. Teikning: Kjartan Sveinsson. Tradarberg 3, Hf • - 4ra 0PIÐ HÚS í DAG MILLIKL. 13-16 Glæsileg ca 130 fm íb. á 2. hæó í nýlegu litlu fjölb. 3 rúmg. svefn- herb. Suðursvalir. Sérþvherb. Skipti möguleg á 2ja-3ja Verð 9,9 millj. Verið velkomin til Huldu. 17304. Nánari upplýsingar gefur: Hraunhamar f asteigna- og skipasala, Bæjarhrauni 22, Haf narfirói, simi 565 4511. Reiðhjól - góður kostur Frá Pétri Magnússyni: ÉG ER einn af þeim sem kjósa að nota reiðhjól til að fara minna dag- legu ferða. Á þessum daglegu ferðum mínum hef ég stundum orðið ýmist reiður yfir tillitsleysi bílstjóra í minn garð eða þá pirraður yfir því aðstöðu- leysi sem mætir hjólreiðafólki hér í borg. En það sem rekur mig til að kveikja á tölvunni í þetta sinn er hvorki reiði né pirringur heldur já- kvæðari kenndir. Ég er að skirfa til að hrósa borgar- yfirvöldum fyrir þær góðu fram- kvæmdir sem þau hafa staðið fyrir í sumar. Þegar ég segi framkvæmdir þá á ég t.d. við alla þá kanta á gang- stéttum sem lagfærðir hafa verið. Og nú sýnist mér á öllu að fram- kvæmdir séu hafnar á brú yfir Kringlumýrarbrautina. Þá getur maður farið að hjóla vestur úr bæ og alla leið upp í Heiðmörk án þess að vera í hættu í bílaumferðinni, frá- bært! Ég hvet borgaryfirvöld til að halda áfram á sömu braut, þetta sumar lofar góðu. Einnig fmnst mér ég hafa orðið var við aukna tillits- semi bílstjóra í garð hjóireiðamanna í umferðinni núna í sumar. Reiðhjól er mjög vænlegur farkostur innan- bæjar sem utan, bæði hoilur og umhverfisvænn. En til þess að fólk noti þennan farkost þarf að bæta aðstöðu fyrir hann. Höldum áfram á þessari jákvæðu braut. Vinnum sam- an að því að gera Reykjavík að mann- eskjulegri og lífvænlegri borg. PÉTUR MAGNÚSSON, Bakkavör 20,,170 Seltjarnarnesi. Fasteipasala lltvkjavíkur SuðurlaDdsbraut 46,2. hæð, 108 RviL / Sigurbjörn Skarphéðinssou lgJs. Þórður Ingvarsson Sími - 588-5700 Opið í dag sunnudag frá kl. 11.00-14.00 FÉIAG I^ASTEIGNASAIA Hrísrimi - húsnæðis- ián. Glæsil. 3ja herb. 75 fm íb. ó 3. hæð og efstu hæð í fjölb. Fráb. útsýni til suðvest- urs yfir Reykjavík. Áhv. 5,3 i 40 ára byggsj. Verð 7,6 millj. Drápuhlíð. Góð 3ja herb. íb. í kj. Sérinng. Parket o.fl. Áhv. byggsj. 3 millj. Verð 5,9 millj. Einbýli og raðhús Skerjafjörður - einb. Sérlega fallegt og vandað einb. á góðum stað. Húsið er tæpl. 250 fm m. innb. tvöf. bílskúr, Vandaðar innr. Falleg- ur garður. Teikn. á skrifst. Verð 21,0 mlllj. Þingás. Ca 170 fm einb. ásamt 44 fm bílsk. Ekki alveg fullb. Skipti á minni eign. Verð 13,5 millj. Áhv. 6 millj. Suðurás - raðh. Ca 137 fm raðh. með innb. bílsk. fullb. að utan en fokh. að innan. Áhv. 5 millj. húsbr. Verð 8,6 millj. Garðhús - raðhús í smíðum. Vel skipul/ raðh. á tveimur hæðum ca 145 fm ásamt 24 fm bílsk. Lóð og stæði frág. Húsin eru til afh. nú þegar fokh. að innan, fullb. að utan. Verð 7,4 millj. Eða tilb. til innr. Verð 9,2 millj. Teikn. og nánari uppl. á skrifst. Traustur byggaðili. Orrahólar. Mjög góð og vel skipul. 3ja herb. íb. rúml. 87 fm í nýviðg. lyftuh. Parket. Nýtt flísalagt baðh. Glæsil. útsýni. Áhv. 2,8 millj. Verð 6,2 millj. 2ja herb. Víkurás - útb. 2,3 m. Mjög falleg 2ja herb. Ib. á 2. hæð. Parket, flisar o.fl. Gervi- hnattadiskur. Öll sameign og lóð fullfrág. Áhv. 3,9 millj. Verð 5,2 millj. Parhús Garðabæ. Mjög gott ca 200 fm parh. á tveim- ur hæðum ásamt 34 fm bilsk. 4 svefnherb., 3 stofur, gott fyrirkomulag. Áhv. tæpl. 2,0 m. Ath. skipti á ód. Áhv. 3,2 millj. Garðabær - Flatir. Hlýlegt 163 fm einbhús á einni hæð ásamt 42 fm innb. bílsk. á eftirsóttum stað í Garðabæ. Hæðirog 4-5herb. Efstasund - hæð og ris. Ca 140 fm sérhæð, 26 fm ris ásamt 49 fm bílsk. á góðum stað í steinst. tvíbhúsi. Kjíb. í húsinu einnig til sölu og er hún augl. hér undir 3ja herb. Verð 10,2 millj. Ath. skipti á 3ja herb. íb. Lindasmári. 5-6 herb. „penth." íb. á tveimur hæðum ca 150 fm. 4 svefnh. til afh. nú tilb. til innr. Verð aðeins 8,3 millj. Teikn. og uppl. á skrifst. Skipti á ódýrari eign. Reykás - 5 herb. + bflskúr. Sérl. skemmtil. og rúmg. íb. ca 150 fm á 2. hæð ásamt 26 fm bílsk. 4 stór svefnherb., stórar stofur. Suð- ursv. Áhv. 3,0 millj. veðdeild. Verð 11,8 miilj. Traðarberg - 2 íb. Rúmg. ca 126 fm 4ra herb. íb. á 1. hæð ásamt ca 55 fm rými í kj. sem er mögul. að gera að séríb. íb. er til afh. nú þegar tilb. til innr. Verð 9,8 millj. Dunhagi m/bflsk. Mjög falleg og vel skipul. 4ra herb. íb. á 3. hæð í húsi sem allt er nýkl. að utan. íb. er öll ný- uppg. að innan. Bflsk fylgir. Áhv. 5,0 millj. Verð 8,5 millj. Lindasmári. 2ja herb. íb. á 2. hæð ca 52 fm. íb. er til afh. strax með uppsettum milliveggjum og gifspússuð að innan. Verð 4,9 millj. Skógarás. 2ja herb. íbúð á jarðh. ca 66 fm ásamt 25 fm bílsk. Laus strax. Verð 6,4 millj. Hlíðarhjalli. Séri. vönduð og falleg efri sérh. ca 130 fm með sérh. innr., glæsil. út- sýni, bílskýli. Eign í sérflokki. Áhv. 2,6 millj. hagst. langtl. Hraunbær. vei skipuiögð 4ra herb. íbúð ca 98 fm á 2. hæð ásamt aukaherb. í kjall- ara. Vélaþvhús. Laus strax. Áhv. 5 millj. Verð 7,4 millj. Greiðslukjör. Alfhólsvegur - allt sér. 3ja herb. jarðh. (ekkert niðurgr.) ca 66 fm. Gott skipulag. Parket, flísar. Sérinng_. Húsið að utan nýtekið í gegn. Áhv. 3,1 millj. byggsj. o.fl. Verð 5,9 millj. Engihjalli. Rúmg. og björt 3ja herb. íb. ca 90 fm. Suður- og aust- ursv. Parket. Útsýni. Þvottah. á hæð. Áhv. ca 2,0 millj. V. 6,2 m. Álfholt - Hf. Rúmg. 90 fm íb. á 1. hæð í fjölb. Tilb. til innr. nú þegar. Verð 6,7 millj. Ath. skipti á ódýrari. Kaplaskjótsvegur. Fai- leg 2ja herb. (búð ca 55 fm á 1. hæð í fjölb. rétt við KR- völlinn. Parket, flísar, nýtt baðh. Verð 4.950 þús. Atvinnuhúsnæði o.fl. Hraunbær. Ca 100 fm húsn. á götuhæð í verslanamiðstöð. Hent- ar undir ýmsan rekstur. Laust fljótl. Verð 4,2 millj. 3ja herb. Vesturbær. 3ja herb. risíbúð tæpl. 70 fm í steinsteyptu þríbýli. íbúð í góðu standi. Laus strax. Verð 4,7 millj. Góð greiðslukjör. Efstasund - útb. 2,2 m. 3ja herb. kjíb. ca 90 fm í góðu steyptu tvíbýli. Sérinng. Parket, nýtt rafm. o.fl. Áhv. 4 millj. Verð 6,2 millj. Þarf ekk- ert greiðslumat. Óskum eftir atvinnu- húsn. Óskum eftir húsnæði sem nýta maetti sem iðnað- ar-, lager- og skrifstofuhúsn. alls 300-400 fm helst á einni hæð. Staðgr. fyrir rétta eign. Uppl. gefur Þóröur. Álfabakki. Ca 55 fm skrifsthús- næði á 2. hæð í Mjóddinni. Rýmið ertilb. u. trév. Næg bílast. Fullfrág. lóð. Verð 2,2 millj.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.