Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C STOFNAÐ 1913 235. TBL. 83. ARG. SUNNUDAGUR 15. OKTOBER 1995 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Ákvörðun í máli Berlusconis Dreginn fyrir rétt í janúar Mílanó. Reuter. DÓMARI í Mílanó skipaði í gær Silvio Berlusconi, helsta leiðtoga hægrimanna á ítalíu og fyrrverandi forsætisráðherra, að mæta fyrir rétti 17. janúar'nk.'og svara til saka vegna ákæru um spillingu, að sögn sak- sóknara í borg- inni. Berlusconi er einn af auð- ugustu mönn- um ítalíu og rekur sam- steypuna Fin- invest er m.a. á sjónvarps- stöðvar og dagblöð. Hann hefur ávallt vísað því á bug að hann hafi sjálfur átt þátt í að beitt var mútugreiðsl- um, alls um 15 milljónum króna, fyrir skattalögreglu sem fór í staðinn mjúkum höndum um bókhald fyrirtækisins 1989- 1991. Berlusconi var ekki sjálfur viðstaddur er dómarinn, Fabio Paparella, skýrði frá ákvörðun sinni við réttarhöld er fram fóru fyrir luktum dyrum. Gherardo Colombo saksóknari skýrði fréttamönn- um, er biðu fyrir utan réttarsalinn, frá niðurstöðunni. Paparella ákvað ennfrem- ur að 10 aðrir menn sem tengjast málinu yrðu dregnir fyrir rétt, þ. á m. Paolo Berlusconi, bróðir auðkýfingsins, Salva- tore Sciascia, helsti ráðgjafí Fininvest í skattamálum, og háttsettir embættis- menn hjá skattalögreglunni, að sögn Colombos. Stjórnmálaí'ranii á enda? Talið er líklegt að ákvörðun dómarans geri út um vonir Berlusconis um að kom- ast aftur til valda í ítölskum stjórnmálum. Hann sagði af sér embætti forsætisráð- herra í desember sl. þegar sámsteypu- stjórn hans féll eftir sjö erfiðá mánuði. Hann hefur síðan þrýst á um að hlutlaus sérfræðingastjórn Lambertos Dinis, sem sett var á laggirnar til bráðabirgða, efndi til kosninga við fyrsta tækifæri. Silvio Berlusconi Reuter Tíbetar krefjast sjálfstæðis TIBETSKIR flóttamenn í Indlandi fara með bænir sínar fyrir utan skrifstofu Sameinuðu þjóðanna í Nýju Delhí í gær. Fólkið undirbjó mótmælasvelti til að leggja áherslu á kröf ur um að SÞ sæi til þess að Tíbet fengi sjálfstæði frá Kína sem hernam landið og innlimaði 1951. Veraldlegur og trúarlegur leiðtogi Tí- beta, Dalai Lama, flúði land árið 1959 ásamt þúsundum stuðningsmanna sinna eftir misheppnaða uppreisn gegn komm- únistastjórniimi í Peking. Útlægir Tíbetar undirbúa nú mótmælasvelti víða um heim til að vekja athygli á málstað þjóðar sinnar. Þingnefnd samþykkir að Willy Claes skuli dreginn fyrir rétt Framkvæmdastj ór inn íhugar að segja af sér Brussel. Reuter. SÉRSTÖK rannsóknarnéfnd allra flokka belg- íska þingsins ákvað í gær að draga bæri Willy Claes, framkvæmdastjóra Atlantshafsbanda- lagsins (NATO), fyrir hæstarétt landsins vegna meintrar aðildar að Agusta-mútu- hneykslinu er hann gegndi ráðherraembætti 1988. Talið er að þegar verði byrjað að huga að eftirmanni Claes þótt hann hafni því að segja af sér strax. Italska fyrirtækið Agusta er sagt hafa greitt belgískum stjórnmálaflokkum mútur til að tryggja sér sölu á þyrlum til hersins. Atkvæða- greiðsla nefndarinnar var leynileg en meiri- hluti taldi að vísbendingar væru um að Claes hefði gerst sekur um svik og falsanir í tengsl- um við Agusta-málið. Þingið verður að stað- festa niðurstöðu nefndarinnar og er búist við að það fjalli um málið á fímmtudag. Claes gaf í skyn að hann myndi ekki ákveða fyrr en eftir þingfundinn hvort hann segði af sér. Ellemann-Jensen til umræðu Bandaríkjastjórn átti mikinn þátt í því að Claes hreppti embætti framkvæmdastjóra gg á fimmtudag varði sendiherra þeirra hjá bandalaginu, Robert Hunter, hann ákaft í út- varpsviðtali. „Þessi maður hefur sannað að hann er verðugur framkvæmdastjóri," sagði Hunter. Segi Claes af sér mun staðgengill hans, ítalinn Silvio Balanzino, taka við emb- ættinu til bráðabirgða. Bandalagið þarf að takast á við óvenju erf- ið og flókin mál um þessar mundir. Nefna má að fyrirhugað er að það sendi tugþúsund- ir hermanna til að gæta friðar ef um hann semst í Bosníu. Verða það umfangsmestu hernaðaraðgerðir í Evrópu eftir síðari heims- styrjöld. Samskiptin við Rússa eru afar við- kvæm, ekki síst vegna umræðna um að taka nýfrjáls ríki í Mið- og Austur-Evrópu inn í bandalagið. Ljóst þykir því að ráðamenn NATO vilji án tafar láta pólitískan þungaviktarmann taka við af Claes. Er helst rætt um þá Uffe EI!e- mann-Jensen, fyrrverandi utanríkisráðherra Dana, og tvo fyrrverandi forsætisráðherra, Hollendinginn Ruud Lubbers og Portúgalann Anibal Cavaco Silva. Hafbeit á heljarþröm Stofnun Verzlunar- skðla íslands 20 ICK1 «1 TC/AMNNUIÍF A SUNNUDEGI VERKEFNIÐ VARDAÐ VERULEIKA 24 FÓLKIÐ í
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.