Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 13 Vandamál í starfsumhverfi Júlíus B. Kristinsson er búinn að vera lengi í eldlínunni og hefur rek- ið sig á öll þau horn sem fyrir eru í starfsumhverfi greinarinnar. Þegar hann gaf út yfirlýsingu daginn sem óskað var gjaldþrotaskipta rakti hann helstu vandamál varðandi starfsumhverfi hafbeitarinnar. Hann telur núverandi aðferðir í haf- beit ekki duga til að ná endur- heimtuprósentu sem dugar. Rann- sóknir þurfí að vera skilvísari því sárlega skorti vitneskju um hvað verður um 94 til 98 prósent seiða sem skila sér ekki. Hann tínir fleira til, t.d. að þar sem ekki sé hægt að spá með vissu um endurheimtur sé erfitt að und- irbúa slátrun og vinnslu og gera sölusamninga fyrirfram. Það tor- veldi aftur hagræðingu í rekstri og geri markaðsstarf erfiðara en ella. Þá segir Júlíus að það komi illa niður á hafbeitarstöðvum að þrátt fyrir stór orð um að laxveiði í sjó sé bönnuð við ísland sé eigi að síður stundaður mikill veiðiþjófnaður, að ekki sé minnst á fimm bæi, tvo í Hvaifirði og þrjá á Mýrum, sem hafí lögiegar laxalagnir frá fornu fari. Bæði hafi tilkoma hafbeitar- stöðva hvatt veiðiþjófa til dáða vegna stóraukinna laxagangna og svo hefur veiði í löglegu lagnirnar margfaldast. Lög sem leyfðu lagn- irnar eru frá 1932 og gerðu ekki ráð fyrir starfsemi á borð við haf- beit. Það væri erfítt að sætta sig við að engu mætti breyta í þessum efnum því viðvarandi ástandi mætti líkja við að einhveijir sætu fyrir fénaði bónda á afréttinum og það í fullu leyfi. Þá telur Júlíus hafbeitarstöðina Silfurlax hafa tapað 39,5 tonnum af laxi til annarra hafbeitarstöðva vegna laxaflakks á árunum 1991 til 1994 og byggir það á skýrslu frá Veiðimálastofnun. Söluverð- mæti þessa lax væri um 17 milljón- ir króna miðað við markaðsverð á hafbeitarlaxi í dag. Segir Júlíus ójafnvægi í flakkinu þannig að sumar hafbeitarstöðvar hagnist á því á meðan aðrar tapi. Hafbeitar- stöðvarnar hafa leitað samkomu- lags um uppgjör vegna þessa frá árinu 1991, en ekki tekist og engin framtíðarskipan þessara máli ligg- ur fyrir. Síðan rekur Júlíus deilu Silfurlax og veiðiréttareigenda á svæðinu sem áður hefur verið getið um og tínir loks til erfiðleikana að fá afurðarlán út á hafbeitarlax. Segir Júlíus að veðlög leyfí ekki veðtöku í hafbeitar- laxi nema til eins árs í senn og það seti „óbærilegar skorður“ við töku afurðarlána í seiðaeldi og hafbeit þar sem allt að fjögur ár líði frá því að hrogn séu tekin til klaks og þar tii að laxar úr þeim skili sér úr hafbeit eftir tvö ár í sjó. Frum- varp um breytingar á veðlögum hafa legið óafgreidd á Alþingi í tvö ár. í því er kveðið á um úrbætur á ákvæðum um veðtöku í hafbeitar- laxi. Þegar Júlíus hefur dregið saman alla þessa erfiðu þætti í starfsum- hverfí hafbeitarinnar kemst hann að eftirfarandi niðurstöðu: „Af reynslu Silfurlax hf. má nokkuð læra. Þrátt fyrir mikla rannsókna- og þróunarstarfsemi félagsins, í samstarfí við aðra, er þekking í hafbeit enn of lítil og lög og reglur ekki við hæfí til þess að hafbeit geti vaxið og dafnað sem atvinnu- grein. Brýnt er að yfirvöld í landinu vinni skipulega að því að koma þess- um málum greinarinnar í lag áður en reynt er að laða fjárfesta, inn- lenda sem erlenda, til að leggja fé sitt í greinina á ný.“ Píslarganga hafbeitar á íslandi er orðin nokkuð löng og ríflega þymum stráð. Af orðum fram- kvæmdastjóra Silfurlax sáluga má hins vegar ráða að hann telji haf- beitina aðeins komna á annað hnéð og vinna beri að því að koma henni aftur á fót. Verði það er brýnt að minna aftur á þau orð Júlíusar, að „af reynslu Silfurlax hf. má nokkuð læra“. Hef flutt stofu mína í Reykjavík úr Læknastöðinni Mjódd í Domus Medica Egilsgötu 3. Tímapantanir í síma 5631000 Stofutímar mínir í Heilsugæslustöðinni í Keflavík eru óbreyttir á mánudögum, miðvikudögum og föstudögum. Tímapantanir í síma 422 0500 Úlfur Agnarsson, meltingarlæknir barna og almennur barnalæknir 21. október ERAMGAR ALSACE Sérstök kynning á Alsacehéraðinu í Frakklandi. Matreiðslumeistarinn Joseph Matter, frá Restaurant Les Vosges sem er einn af bestu veitinga- stöðunum í Ribeauville, hefur sett saman frábæran matseðil að hætti Alsace. með eðalvínum frá Alsace. Kaffi og koníak eða líkjör á eftir. Takmarkaður gestafjöldi hvert kvöld. Borðapantanir ísitna 552 5700 23. október til London frá 16.930 ^ któbev Við höfum nú fengið 8 viðbótarherbergi á Great Eastem nvá«u<*a^a 1 °K hótelinu á hreint ótrúlegu verði fyrir brottförina 23. október nanóvevober í 3 nætur. Einfalt hótel í gömlum stíl, staðsett í City, rétt við lestarstöð, sem gengur beint inn á Oxford stræti. Öll herbergi með sjónvarpi, síma og baði. Bókaðu meðan enn er laust og tryggðu þér síðustu sætin á tilboðsverði. Verð kr. 16.930 Aðeins flugsæti með sköttum. Verð kr. 19.930 Verð m.v. 2 í herbergi, 23. okt. Með sköttum. HEIMSFERÐIR Austurstræti 17,2. hæð. Sími 562 4600. S tarfsmenntaþing miðvikudaginn 18. október kl. 9, Borgartúni 6 • Starfsmenntaþing er stofnfundur Starfsmenntafélagsins, sem er samstarfsvettvangur stofnana, félaga, skóla, samtaka, fyrirtækja eða starfshópa sem vinna að starfs- menntamálum eða vilja láta starfsmenntamál sig varða. • Nánari upplýsingar um Starfsmenntafélagið og aðild að því veitir Sigurður Guðmundsson í síma 525 4900. • Starfsmenntaþing er opið fulltrúum þeirra sem ætla að gerast félagar í Starfsmenntafélaginu. • Ráðstefna um árangursríkt samstarf skóla og atvinnulífs hefst kl. 13 og er opin öllum sem áhuga hafa. Dagskrá Starfsmenntaþings Fundarstjóri: Margrét S. Björnsdóttir, Endurmenntunarstofnun Háskólans. 1. Setning Starfsmenntaþings kl. 9. Björn Bjarnason, menntamálaráðherra flytur ávarp. 2. Tillaga að lögum Starfsmenntafélagsins borin upp til samþykktar. 3. Stofnsamningur undirritaður. Fulltrúar í fulltrúaráð tilnefndir. (Kaffihlé). 4. Kosning formanns og stjórnar. 5. Ákvörðun um félagsgjald. 6. Kynning á hugmyndum um fyrstu verkefni. 7. Umræður og önnur mál. (Matarhlé kl. 12-13). Ráðstefna kl. 13 (opin öllum) Árangursrík samskipti skóla og atvinnulífs Páll Pétursson félags'málaráðherra flytur ávarp. Stutt framsöguerindi: Kristján Roth, ísal. Gerður G. Óskarsdóttir, Háskóla íslands. Ágúst H. Ingþórsson, Sammennt. Ásmundur Hilmarsson, fræðslufulltrúi MFA. Brynjar Ingi Skaptason, Verkmenntaskólanum á Akureyri. Pailborðsumræður og fyrirspurnir. Ráðstefnuslit kl. 17. Finnur Ingólfsson iðnaðarráðherra flytur ávarp. p Itfptttl - Marni málsins!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.