Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 51
I 1 '1 I I I ) í > i ■ I I * 3 ; o morgunblaðið ur hins vegar alltaf hentað best að æfa einn og við Kalli hlaupum raunar sárasjaldan saman. Lang- hlaup er einstaklingsíþrótt og hluti af þessu hjá mér er að komast í snertingu við óspillta náttúru.“ „Ég byijaði að æfa með hóp en óx frá því,“ sagði Karl. „Leiðir okkar Sigga lágu saman þegar hann bauð mér með sér í Látra- strandarhlaupið. Það er eins með mig, náttúran togar í mig og tært útiloftið endurnærir mann eftir kyrrsetur og inniveru.“ Sameinar útivistarþörf og líkamsrækt Þá erum við ef til vill komin að kjarna málsins, leyndardóminum sem vikið var að hér í upphafi. Svo virðist sem íslensk náttúra búi yfir kynngikrafti sem seiðir til sín þéttbýlissálir og gefur þeim orku. Þetta þekkir útvistarfólk, göngu- garpar sem fara á fjöll, halda á vit uppsprettu andlegrar næring- ar. En hvers vegna leggja menn það á sig að fara þessar ferðir hlaupandi? Sigurður: „Það er ólýsanleg til- finning að vera einn með sjálfum sér úti í óspilltri náttúrunni. Ég saméina útivistarþörf og líkams- rækt með fjallaskokkinu því það er líka afskaplega gefandi að finna að maður þolir að hlaupa klukku- stundum saman.“ Karl: „Já, maður er að full- nægja ákveðinni óbyggðaþörf og hörmungar og mannraunir. Grös- ugar sveitir og gjöful fískimið gátu ekki hamlað gegn vetrar- hörkum og erfiðum samgöngum til langframa. Sveitin lagðist í eyði. Svo kvað Látra-Björg: Fagurt er í Fjörðum, þá frelsarinn gefur veðrið blítt, hey er grænt í görðum, grös og heilagfiskið nýtt. En þá veturinn: að þeim tekur sveigja, veit ég enga vém sveit um veraldar reit:, Menn og dýr þá deyja. Ýmsar heimildir éru til um lífið á Látraströnd^ og í Fjörðum og má þar nefna í verum eftir Theód- ór Friðriksson. Það er þessi saga sem togar svo sterkt í hlaupagarp- ana Sigurð Bjarklind og Karl Hall- dórsson. Þess vegna fara þeir sömu leiðina ár eftir ár. Þeir drag- ast inn í söguna, samsamast nátt- úrunni og upplifa eitthvað sem þéttbýlisfólki almennt hlýtur að vera hulin ráðgáta. Sigurður byijaði á því að fara þessa leið eins og hver annar göngúgarpur með bakpoka og gaf sér góðan tíma. Þegar hann frétti að nafni hans Aðalsteináson hefði hlaupið þessa leið á ákveðnum tima ákvað hann að reyna að bæta um betur. Síðan hafa þeir Karl hlaupið leiðina sex ár í röð, alltaf tveir nema í eitt skipti þegar þeir tóku lærlinga með sér. SIGURÐUR Bjarklind kominn upp bratt og grýtt Uxaskarðið. um leið að prófa þrekið. Ég hef aldrei reynt neitt jafn stórkostlegt og Látrastrandarhlaupið. Reykja- víkurmaraþonið er ekkert í saman- burði við það. Þá er betra að hlaupa sömu vegalengd í óbyggð- unum í fjölbreytilegu landslagi og njóta náttúrunnar í leiðinni. Ég vil hvetja fólk til að prófa.“ Sigurður: „Það væri ekki úr vegi að skora á Sunnlendinga að koma í Látrastrandarhlaupið eða alla þá sem hafa verið að fara Laugaveginn svokallaða milli Þórsmerkur og Landmannalauga. Þar er svo mikil örtröð að ekki er lengur hægt að tala um óspillta náttúru. Öðru máli gegnir um Látraströndina en á þessari hlaupaleið kemur maður á staði þar sem hvergi sjást raflínustaur- ar, sælgætisbréf eða önnur merki mannvistar.“ Fagurt er í Fjörðum Frá Grenivík við austanverðan Eyjafjörð teygir Látraströndin sig út Eyjafjörðinn og austur í Fjörð- urnar. Um þennan eyðikjálka milli Eyjafjarðar og Skjálfandaflóa er gönguleið sem nýtur vaxandi vin- sælda. Þarna eru mörg eyðibýli °g saga þeirra iðulega sveipuð dulúð og frumstæðum krafti for- feðranna. Sagan geymir líka Frumskógur í hnéhæð Látum nú félagana lýsa þessari spennandi hlaupaleið. Ævintýrið hefst við eyðibýlið Svínámes, 7 km norðan Grenivíkur. Þangað er hægt að komast á bíl en síðan taka tveir jafnfljótir við. „Við erum léttklæddir og með litla bakgoka sem við reimum á okkur. í þeim geymum við lágmarks skjólfatnað, 6 banana á mann og Isostar-duft með appelsínubragði. Það er hægt að borða banana á hlaupum. Við veljum veður af kostgæfni, bíðum eftir góðri sunnan átt og blíðu á haustin. Þegar þetta veður kemur hendum við öllu frá okkur og förum. Síðsumarið er besti tíminn. Við skiptum leiðinni í þijá leggi. Sá fyrsti er frá Svínárnesi í Látur. Þetta er tveggja tíma hlaup og við hlaupum stöðugt fyrir utan örstutt stopp á hálftíma fresti til að drekka og sporðrenna hálfum banana. Reyndar er ómögulegt að hlaupa upp Látrakleifamar. Þar er bæði bratt og svo mikill og þéttur gróður að það má kalla hann frumskóg í ríflega hnéhæð. í Látrum stoppum við í fimm mínútur eða svo til að skrifa í gestabók í Slysavarnafélags skýlinu, sem stendur á rústum gamla stórbýlisins, og anda að okkur sögunni. Næst förum við upp Fossdal og Uxaskarðið og þar komum við að fyrsta vandamálinu. Skarðið er svo bratt að það er vonlaust að hlaupa þar upp, maður verður að klifra og svitinn pípir af manni við þessar aðfarir. Við leyfum okkur að staldra við uppi hjá vörðunni og njóta útsýnisins. Þarna er eins og maður sé kominn í. annan heim eða hundrað ár aftur í tímann. Það er ekkert sem minnir á mannabyggðir.“ Snarbratt skarð og rennblautur dalur „Það er mjög bratt að fara niður Uxaskarðið hinum megin og þá tekur við Keflavíkurdalur sem er alveg rennandi blautur. Við erum hálftíma að hlaupa í þessu mýrlendi og manni líður eins og hesti. Næst stoppum við í sæluhúsinu í Keflavík og skráum okkur þar en við erum um það bil eina klukkustund og þijá stundarfjórðunga að hlaupa þennan legg. Úr Keflavík þurfum við að fara yfir á og upp á Messuklett á Hnjáfjalli. Þar er farið upp tiltölulega bratt einstigi. Við höfum skyldustopp á Messukletti en þarna eru rúmir 4 tímar að baki og rúmlega einn og hálfur eftir. A þessum síðasta legg fer að reyna á þrekið fyrir alvöru. Leiðin liggur eftir BlæjUkambi og er allhrikaleg, bæði grýtt og snarbrött skriða niður í sjó. Við komum loks niður í Þorgeirsfjörð og þar er þriðja skýlið. Þetta er afar skemmtilegur staður og má nefna gamla prestsetrið á Þönglabakka og fjöruna sem er þakin rekaviði. Nú er aðeins eftir Smá háls yfir í Hvalvatnsfjörð. Við komum niður hjá eyðibýlinu Tindriðastöðum. Síðasta skylduverkið er að vaða Dalsána og þvo af sér mýrardrulluna. Þetta gerum við þótt búið sé að setja upp göngubrú. Þar með_ er hlaupinu lokið og Ingimar Árnason bíður okkar við jeppann.“ Kókið svolgrað á leiðinni heim Flestir venjulegir menn eiga erfítt með skilja hvernig það er hægt að hlaupa erfiða 50 km leið á innan við sex tímum. Þetta hlýtur að vera geggjun eða ofurmannleg þrekraun. Nær væri að taka tvo sólarhringa í það að ganga út í Fjörður en þetta átak styrkir Sigurð og Karl í trúnni á eigin getu og veitir þeim andlega fyllingu. Nú geta þeir heilsað vetrinum með bros á vör. „Menn verða að hlaupa 50-60 kílómetra á viku að jafnaði til að vera í stakk búnir til að reyna Látrastrandarhlaupið. Leiðin er víða mjög varasöm en hlaupið hefur gengið slysalaust hjá okkur til þessa. Fyrir þrekmikla hlaupara er þetta ógleymanleg lífsreynsla," sagði Sigurður. „Lokakaflinn er erfíður, svo erfíður að maður verður að hugsa um það sem bíður okkar í bílnum þegar við komum á leiðarenda," sagði Karl. Nú? hváði blaðamaður ísmeygilega og fór að gruna ýmislegt sem reyndist ekki eiga sér stoð í veruleikanum. „Já, það er allt kókið og súkkulaðið," sagði Karl. „Við drekkum alveg hikstalaust tvo og hálfan lítra á mann á bakaleiðinni og mígum því ekki einu sinni,“ sagði Sigurður. „Toppurinn á öllu er síðan að komast heim í heitt bað,“ bætti hann við. Látrastrandarhlaupinu haustið 1995 er lokið. Þátttakendur voru tveir að vanda og þeir komust báðir í mark. Meira er ekki hægt að fara fram á. Séu einhveijir í vafa um að þetta sé eins erfítt og hér er gefíð í skyn er þeim velkomið að prófa að ári. SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 51 Itr Skíðaskálinn í Hveradölum Skfðaskálinn í Hveradölum 60 ára í tilefni af 60 ára afmæli Skíðaskálans bjóðum við gestum okkar sérstakt afmœlis- tilboð nœstu sunnudaga: Kaffihlaðborð á sunnudögum kl. 14-17. 1 kaffihlaðborðinu er mikið úrval af gómsætum kökum og brauði. ■ 93 5 -------- Verð kr. Matarhlaðborð á sunnudögum frá kl. 19-22. í matarhlaðborðinu er yfir 20 heitir og kaldir réttir sem njóta vin- sælda sælkerans. imch 1.935 Lifandi tónlist Píanó- og harmónikuleikur: Ólafur Beinteinn Ólafsson í Skíðaskálanum er opið allar helgar. Aðra vikudaga fyrir hópa Veislur - árshátfðir - ráðslefnur - brúðkaup - afmæli Skíðaskálinn er í 20 mínútna fjarlægð frá borginni, staður, sem býður upp á stórkostlegt umhverfi, góða þjónustu og góðan mat. í Skíðaskálanum tökum við vel á móti gestum okkar; Þú velur matseðilinn með okkur. Pantanasími 567 2020 Skíðaskálinn í Hveradölum Ykkar fólk ífjöllunum! meö borgarstjóra Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri heldur fund með íbúum Lauganes- Lækja- Teiga- Langholts- Sunda- og Vogahverfis ásamt Skeifunni í Langholtsskóla mánudaginn 16. október kl. 20.00 Á fundinum mun borgarstjóri m.a. ræða um áætlanir og framkvæmdir í hverfunum. Síðan verða opnar umræður og fyrirspurnir með þátttöku fundar- manna og embættismanna borgarinnar. Jafnframt verða settar upp teikningar af fyrirhuguðum framkvæmdum í hverfunum ásamt öðru fróðlegu efni. Allir velkomnir. Skrifstofa borgarstjóra.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.