Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 25

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ „Þetta er engin gullnáma og mik- il vinna. Það má kannski segja að það sem ég haf i haft upp úr þessu basli sé að eignast fyrir- tækið. .. .“ hann það að mörgu leyti frábrugðið því sem menn þekki á íslandi. Allt sé í mun fastari skorðum, strangar reglur gildi um flesta hluti og þeim verði að fylgja út í ystu æsar. Þá sé allt eftirlit strangara og aðrar reglur gildi um t.d. starfsmanna- hald, auglýsingar, skatta og opnun- artíma verslana. „Það hefur tekið okkur þó nokkurn tíma að setja okkur inn í þetta allt saman. Ef maður er ekki innfæddur verður maður sífellt að setja sig inn í regl- ur sem aðrir telja sjálfsagðar.“ Einu erfiðleikarnir sem hann hef- ur lent í segir hann vera varðandi auglýsingar. Þýsku reglurnar byggi á því að ekki megi lokka viðskipta- vininn í verslunina heldur einungis koma skilaboðum á framfæri til hans. Hann hafi til dæmis gert þau mistök í upphafi að gefa úttektar- miða við opnunina en slíkt er stranglega bannað. Þá má einungis auglýsa afslátt á vöruverði tvisvar á ári á vetrar- og sumarútsölum. Að auki er bannað að veita við- skiptavinum meira en 3% afslátt af verði. „Auðvitað heftir þetta mann nokkuð og leiðir inn á ákveðn- ar brautir í auglýsingum og mark- aðssetningu. Menn geta bara veitt afslátt á lögbundnum útsölum, sem er tímaskekkja. Mörg fyrirtæki eru búin að finna leiðir fram hjá þessum reglum. Til að mynda er bakaríum bannað að selja brauð á sunnudög- um. Hér í borginni hefur hins vegar frönsk keðja opnað verslun þar sem hægt er að kaupa nýbökuð brauð alla daga og öll kvöld undir því yfirskyni að þetta sé ekki bakarí heldur kaffihús. Það er alltaf troð- fullt þar um helgar og sunnudags- velta þeirra er meiri en alla aðra daga til samans. Það er engum til góðs að hafa höft af þessu tagi. Það verður að ráðast af eftirspurn- inni hvenær t.d. útsölur eru haldn- ar.“ Hann segir verslanir í Lúxem- borg til dæmis óbundnar af þessum regium öllum og missi því þýskir verslunareigendur mikla sölu þang- að. Þegar Kristinn Már er spurður að því hvernig gengið hafi að yfir- færa fræðilegt háskólaverkefni yfir á hinn raunverulega markað segir hann lygilega margt hafa gengið eftir. Tölur um kostnað verið lægri en hann bjóst við en sölutölur hærri. Alltaf sé erfitt að taka inn óvissu- þætti í fræðilegum verkefnum. „Ég er hins vegar ánægður með hvernig þetta hefur gengið upp. Framhaldið er hins vegar óljóst. Það segir sig sjálft að þegar fyrirtæki er stofnað með litlu fjármagni þá eru fyrstu árin erfið. Ef maður ætlar að færa út kvíarnar verður það að gerast með nýju fjármagni eða með því að taka fé úr rekstrinum. Ég hef undanfarið verið að vinna að stækk- unaráformum í samráði við prófess- or minn í háskólanum en það er ljóst að ef nýtt fjármagn kemur ekki til þá er mikil áhætta tekin með hverri nýrri búð. Auðvitað verður stækkað en það verður að undirbúa það mjög vel. Ég hef gert markaðsrannsókn í íjórum öðrum borgum enda hefur stefnan verið sú að stækka allt frá upphafi.“ Mikið púl Fyrir skömmu keypti Kristinn Már hlut meðeigenda sinna og seg- ir hann þá hafa fengið góða ávöxt- un á fjármagn sitt. „Þetta er engin gullnáma og mikil vinna. Það má kannski segja að það sem ég hafi haft upp úr þessu basli sé að eign- ast fyrirtækið sjálfur. Þetta er erfiður rekstur og mikið púl. Við erum á nýjum markaði og önnur verslun myndi tvöfalda álagið. Maður verður að fylgjast mjög náið með rekstrinum og hafa dag- lega yfirsýn yfir hann. Stefna fyrir- tækisins er að vera með vörur fyr- ir ákveðna markhópa á besta verði. Búðirnar eiga að vera aðlaðandi og þjónustan góð og brosmild. Við- skiptavinurinn á að finna að hugs- að sé um hann.“ Þrír fastir starfsmenn eru í búð- inni og að auki 7-8 sem skiptast á í hlutastarfí. Alls er um fimm heil stöðugildi að ræða. Að mörgu leyti sé aftur á móti erfiðara að finna inn á markaðinn t.d. hvað varðar kvenmannsföt. Straumarnir séu allt öðruvísi en heima á íslandi. Kristinn Már var ekki alveg ókunnugur verslunarrekstri er hann opnaði Vero Moda-búðina í Þýska- landi þar sem að hann tengdist einnig undirbúningi fyrirtækisins Skrifstofuvörur ári áður. Hann seg- ir margt sameiginlegt þar sem að sú verslun hafi einnig upphaflega verið hugmynd námsmanns í Bandaríkjunum. „Hugmynd okkar var sú að bjóða fyrirtækjum upp á ákveðna þjónustu á lægsta verði. Gæðavörur með lágri álagningu. Það skipti mestu máli að koma vör- unni til neytandans og má segja að þetta hafi verið ákveðin hugsjón að koma inn á markaðinn úr allt annari átt.“ ' Fyrirmyndirnar voru Stables og Maxi-Papier og heimsótti Kristinn Már síðarnefnda fyrirtækið í Þýska- landi á meðan á undirbúningnum stóð. „Markmiðið var að halda kostnaði og umgjörð allri í lág- marki. Sem minnst var lagt í allar innréttingar því slíkum útgjöldum verður óhjákvæmilega að hleypa út í verðlagið. Framkvæmdastjórinn notaði til að mynda gamla ferming- arskrifborðið sitt á skrifstofunni. Markhópurinn var og er sjálfstæðir atvinnurekendur en sá hópur ætti best að skilja að þegar sparað er í rekstrinum er verið að spara fyrir viðskiptavininn. Þó að við værum að selja skrifstofuvörur áttum við ekki að vera leggja mikið í okkar skrifstofu. Fólk verður að vera á jörðinni. Það sem er sameiginlegt með Vero Moda hjá mér er að bæði fyrirtækin eru stofnuð af þeirri hugsjón að styðjast við eigið fé og eigið púl en ekki bankalán,“ segir Kristinn Már. Hann segist helst sjá eftir því að sökum þess hve vel reksturinn gekk strax frá upphafi hafi hann' ráðist út í fjár- festingar í kringum verslunarrekst- urinn er voru ekki brýnar. Nauðsyn- legt sé að átta sig á því að rekstur af þessu tagi sé sveiflukenndur og því mikilvægt að halda sér á jörð- inni og gera sér grein fyrir að þó vei gangi geti komið tímabundin lægð í söluna. Því megi menn ekki spenna bogann of hátt til að geta mætt þessum lægðum. Fyrstu mánuðina segir hann skrifstofu Vero Moda-verslunarinn- ar hafa verið í þeirri 45 fermetra stúdentaíbúð sem hann bjó í þá og hafi öðrum húsmunum verið ýtt til hliðar. „Þetta var vissulega hálfgert stríðsástand. I tvennu spara ég hins vegar aldrei og það er þegar kemur að innkaupum og sölukostnaði, þ.e. auglýsingum og starfsfólki. Ég legg líka mikla áherslu og vinnu í að vita hvað er að gerast í fyrirtækinu og veit upp á hár hvað ég seldi á hvaða degi sem er frá því rekstur- inn hófst. Ég veit því nákvæmlega hveijar eru mínar bestu vörur, bestu litir og stærðir.“ Kristinn segir að lokum að það sé besta ákvörðun sem hann hafi nokkurn tímann tekið að vera í samstarfi við Vero Moda. „Þeir eru um margt frábrugðnir öðrum fyrir- tækjum og snillingar á sínu sviði. Að mínu mati hafa þeir hitt nagl- ann nákvæmlega á höfuðið varð- andi það sem þeir eru að gera.“ | SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 25 ■ SersrdH verðhlÐoo: Slærð G7 x 130 cm. fiá hr. 3.127 BHxisn Em 3.9 9 Ssni v/Faxafen Cf'Q aqog J>OÖ 0777 iftlltfStÍ - " ■SSl i | ", • J íýýSí.ifvÆ'í 1 Eitt blab fyrir alla! - kjarni málsins! Funahöfði 19 Sínn 587 5680 Heppnir viðskiptavinir taka við verðlaunum í verðlaunaleik Eldltúss & baðs. Ef þú kemur til okkar og kaupir eldhúsinnréttingu, baðinnréttingu, fataskápa, innihurðir, heimilis- tæki eða annað fyrir 1. desember n.k. lendir nafn þitt í lukkupotti Eldhúss og baðs. Ef þitt nafn er dregið úr pottinum færðu i vinning, ferð fyrir tvo með Flugleiðum að andvirði 85.000 kr. Eldhús og bað er íslenskt fyrirtæki sem einbeitir sér að hönnun, smíði og ráðgjöf á sviði innréttinga. Við höfum langa reynslu af að leiðbeina fólki við val á innréttingum. Við leggjum áherslu á faglega ráðgjöf sem hentar hverjum og einum, hagstætt verð og góða þjónustu. Komdu við í verslun okkar að Funahöfða 19, það borgar sig.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.