Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 12
12 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ Hafbeit á heljarþröm Framtíð hafbeitar á Islandi er mjög óljós. Síðustu hremmingar greinarinnar, kýlaveiki í Kollafirði og gjaldþrot í Hraunsfirði hafa undirstrikað að mistekist hefur að gera hafbeit að arðbærri atvinnugrein. Guðmundur Guðjónsson þreifaði á málefnum hafbeitarinnar frá ýmsum hliðum. EFTIR AÐ þrotabú Silfurlax hafnaði tilboði frá norsku fyrirtæki á dögunum dró verulega úr líkum á því að hafbeit verði viðhaldið í Hrauns- firði á Snæfellsnesi. Árni ísaksson veiðimálastjóri sagði í samtali við Morgunblaðið, að starfsleyfíð fylgdi ekki sjálfkrafa ef nýir eigendur tækju við stöðinni. Gerist það verða nýir eigendur að sækja um starfs- leyfí og þarf þá að meta umsóknina. Það eru að ýmsu leyti breyttar forsendur nú, ekki síst þær, að um þessar mundir eru að líta dagsins ljós fyrstu niðurstöður úr merking- um laxaseiða sem stofnað var til vegna deilna síðustu ára milli for- ráðamanna Silfurlax og veiðiréttar- eigenda við laxveiðiár í Dölunum. Þeir hafa haldið því fram að hafbeit- arstöðin hafi tekið mikið magn af laxi sem hefði ella gengið í ámar á svæðinu. Hnignun ánna á þessu svæði hófst um líkt leyti og hafbeit- arstöðin tók í notkun nýjan og afar skilvirkan gildrubúnað. Veiðitölur benda til þess. Úr þessu varð að fá skorið og var mikið magn seiða frá Silfurlaxi merkt, einnig mikið af seiðum í ám í nágrenninu: Haukadalsá, Laxá í Dölum, Krossá, Staðarhólsá og Hvolsá, Flekkudalsá, Glerá og Blank, sem er hliðará Laxár á Skóg- arströnd. Þessi merkingarhrina hófst í fyrra og var fyrstu heimta að vænta í sumar. Um þessar mund- ir er Sigurður Már Einarsson, fiski- fræðingur Veiðimálastofnunnar, að leggja síðustu hönd á úrvinnsluna. „Eg vil ekki láta frá mér neinar tölur fyrr en ég hef lokið verkefn- inu,“ sagði Sigurður Már, en þó lét hann hafa eftir sér þetta: „Úrvinnsl- an er á lokastigi og það hafa komið fram merki frá Silfurlaxi frá flestum þeim stöðum þar sem merkt var.“ Sigurður Már sagði enn fremur: „Niðurstöðurnar eru þannig, að ég sé fyrir mér að rétt væri að breyta fyrirkomulaginu við móttöku á laxi í Hraunsfírði. Auka friðunina." Varðandi væntanlegar niðurstöð- ur Sigurðar og afgreiðslu starfs- leyfa sagði Árni ísaksson að þessar rannsóknir hefðu verið settar í gang til þess að reyna að taka af allan vafa um hver hefði rétt fyrir sér. „Ef vísindalegar rannsóknir gefa til kynna að vandamál sé hér á ferð- inni verða gögn þar að lútandi að sjálfsögðu höfð til hliðsjónar er framtíð starfsemi í Hraunsfirði verður metin.“ Ekki búið enn Því var Sigurður Már spurður út í þetta með fyrirkomulagið, að næstu sumur verður mikil laxa- gengd eftir sem áður í Hraunsfjörð. Síðastliðið vor var á þriðju milljón seiða sleppt í hafbeit og úr þeirri sleppingu á að koma smálax í stöð- ina næsta sumar, 1996. Þá á einnig að koma tveggja ára stórlax úr sleppingu vorið 1994. Árið 1997 kemur síðan tveggja ára stórlax úr sleppingunni í vor og afrakstur sleppingar þeirrar sem Landsbank- inn hefur ákveðið næsta vor. Lands- bandinn er stærsti kröfuhafí í þrotabú Silfurlax og með veð í seið- um eftir er að sleppa. Árið 1998 ætti því að koma tveggja ára fiskur úr Landsbankasleppingunni. Það er því ljóst að móttaka á laxi í ein- hverri mynd hlýtur að verða í Hraunsfirði næstu tvö til þijú sumur að minnsta kosti. Veiðiréttareigendur við laxveiðiár fyrir innan Hraunsfjörð og á Skóg- arströnd grétu ekki er þeir fréttu af gjaldþroti Silfurlax. Veiðiréttar- eigendur og leigutakar laxveiðiánna fyrir vestan eru fyrir nokkuð löngu farnir að líta á Silfurlax sem óvin- inn. Jóhann Sæmundsson í Ási, einn forsvarsmanna Veiðifélags Lax- dæla, orðaði það að vísu ekki svo, en hann sagði að þeir bændur hafi e.t.v. gert þau afdrifaríku mistök þegar í upphafi, að krefjast þess ekki að gert yrði umhverfismat áður en starfsjeyfi væri veitt til stöðvar- innar. „Á hitt ber að líta, að við töldum það sjálfsögð og eðlileg vinnubrögð að slíkt yrði gert," sagði Jóhann. Hann sagði enn fremur, að bændum hafi fallið allur ketill í eld við þau tíðindi að Landsbankinn, einn stærsti kröfuhafínn í þrotabú- inu hefði greint frá fyrirætlun sinni að sturta á fjórðu milljón seiða í sjóinn í Hraunsfírði. „Við létum í okkur heyra og gerðum þá kröfu að þetta yrði ekki gert og niðurstað- an var sú að bankinn fékk leyfi til að setja um eina milljón seiða í kvíar þarna, fóðra seiðin og sleppa þeim út næsta vor.“ Áhrif á sölu og framtíðin Jóhann Sæmundsson sagði að á næstu dögum yrði fundur með veiðiréttareigendum og leigutökum og þangað myndi Sigurður Már Einarsson fiskifræðingur koma og gera grein fyrir niðurstöðum rann- sókna sinna. Þótt Sigurður hafi ekki enn látið tölur frá sér fara er orðið ljóst að grunsemdir veiðirétt- areigenda um veiði Silfurlax á laxi úr ám í nágrenninu eiga við rök að styðjast. Jóhann var því spurður hvað fundarmenn muni taka til bragðs. „Fyrst vil ég segja, að allt umtal- ið og sú staðreynd að veiði hefur hnignað í ánum á þessum slóðum hefur haft alvarlegar afleiðingar. Sala á veiðileyfum hefur dregist mjög saman og því er fjárhagslegt tjón margra hérna tilfinnanlegt. Það er því ekkert óeðlilegt að við látum í okkur heyra. En okkur er orðið ljóst að við kunnum að þurfa að samþykkja og sætta okkur við að móttaka á laxi haldi áfram í Hrauns- fírði næstu sumur. Ríkið á veð í seiðum sem sleppt var í vor og tengist það 50 milljóna króna láni sem Silfurlax fékk frá ríkinu. Landsbankinn ætlar að reyna að ná inn einhverju upp í skuldir með því að sleppa seiðum í haf- beit. Það hafa því fleiri tapað en við og við hljótum að reyna að meta okkar tjón. Spurningin er sú hvort við leggjum fram kröfur á þrotabúið eða þá að Veiði- málastofnun eða jafnvel landbúnað- arráðuneytið verði dregin til ábyrgð- ar fyrir að láta ekki gera umhverfis- mat áður en starfsleyfí var veitt Silfurlaxi á sínum tíma,“ sagði Jó- hann. Hvað gert verður á eftir að ræða segir Jóhann, en hann viðurkennir að það sé erfitt í stöðunni að gera stlfar kröfur umfram þær að samið verði um stóraukið eftirlit með starf- seminni á meðan móttaka á fiski er í gangi og að ekki verði látið undir höfuð leggjast að gera umhverfis- mat ef sú staða kemur upp að leitað verði eftir nýju starfsleyfí. Vandamálin... Það vakti talsverða athygli fyrir rúmum áratug þegar sænskir iðju- höldar, með Curt Nicolin, einn af helstu forsvarsmönnum Wallen- berg-samsteypunnar í broddi fylk- ingar, ákváðu að leggja fé í fiskeldi og fyrirtækið Silfurlax var stofnað. Fyrirtækið lagði upp með mikið fé milli handanna, ef svo má að orði komast. Það gat einnig miðað við afar góðan árangur Hafbeitarstöðv- ar ríkisins í Koliafirði sem hafði náð allt að sjö prósent heimtum úr hafí, en þær heimtur hafa verið taldar geta tryggt arðsemi hafbeitarstöðv- ar. Hvað sagði Júlíus B. Kristins- son, fyrrverandi framkvæmdastjóri Silfurlax, er óskað var eftir gjald- þrotaskiptum? „Silfurlax hf. hefur nú starfað á sviði seiðaeldis_ og hafbeitar hér á landi í 11 ár. Á þessum tíma hefur félagið unnið að umfangsmiklum rannsókna- og þróunarstörfum í samstarfi við íslenska og erlenda aðila. Forsendur fyrir upphafi á starfsemi félagsins og áframhaldi hennar voru upplýsingar frá yfír- völdum og öðrum íslenskum aðilum um seiðaeldi og hafbeit hér við land. Það sem mestu máli skipti var í fyrsta lagi að laxveiði f sjó er bönn- uð með lögum sem á að tryggja að laxar komi óáreittir aftur heim úr hafi. I öðru lagi þá lá fyrir sú vitn- eskja á árunum 1984-1988, þegar ákvörðun var tekin um að hefja hafbeit í stórum stíl, að Laxeldisstöð ríkisins í Kollafírði náði tökum á framleiðslu eins árs sjógönguseiða um 1972. Eftir það voru endurheimtur hjá stöðinni að meðaltali um sjö prósent. End- urheimtur Vogalax hf. og Láróss frá árinu 1980 voru sambæri- legar, en slíkar endur- heimtur nægja til að hafbeit beri sig. Við þetta má bæta, að rannsókn- arniðurstöður gáfu til kynna að auka mætti endurheimtur og að aðstæður til seiðaeldis á íslandi eru góðar.“ Júlíus bætir við að reynslan nú sýni að forsendur þessar hafí engan veginn staðist. Mestu máli skipti að bæði hjá Silfurlaxi svo og öðrum hafbeitarstöðvum hafi heimtur að- eins verið um þrjú prósent frá árinu 1989. „Engu er líkara en að nýir áhrifaþættir hafi komið til sögunnar á seinustu árum og lækkað endur- heimturnar um helming frá því sem áður var þrátt fyrir endurbætur í aðferðum við hafbeitina. Engar ör- uggar vísbendingar eru um að end- urheimtur aukist á ný þótt líklegt megi telja að slíkt gerist með auk- inni þekkingu sem fæst með rann- sóknurn," bætti Júlíus við. Engar öruggar vísbendingar eru um að endurheimtur aukist á ný
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.