Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 15.10.1995, Blaðsíða 28
28 SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 MORGUNBLAÐIÐ MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 15. OKTÓBER 1995 29*- STOFNAÐ 1913 ÚTGEFANDI FRAMKVÆMDASTJÓRI RITSTJÓRAR UNDANFÖRNUM áratug- um hefur því margsinnis verið spáð, að lestur blaða og bóka mundi dragast mjög saman eftir því, sem sjónvarpsstarfsemi yrði víðtækari og margþættari. Sumir hafa gengið svo langt að halda því fram, að bókaútgáfa mundi leggjast af og blaðaútgáfa dragast verulega saman. Margt bendir til, að þessi þróun sé á allt annan veg. í menningarblaði Morgun- blaðsins á laugardag fyrir viku var frá því sagt, að bókin væri í sókn í Bandaríkjunum. Þar eyða menn meiri peningum í bækur en í nokkra aðra fjölmiðlun. Á síð- asta ári varði hver Bandaríkja- maður að meðaltali tæpum sex þúsund krónum til bókakaupa en rúmlega fimm þúsund krónum í sjónvarp. Sú upphæð, sem Bandaríkjamenn veija til bóka- kaupa, fer ört vaxandi með hveiju ári. Þetta er forvitnilegt ekki sízt í ljósi þess, að framboð á sjón- varpsefni verður stöðugt meira. Fólk á nú kost á að kaupa að- gang að mörgum tugum sjón- varpsrása a.m.k. En svo virðist sem fólk horfi minna á sjónvarp eftir því sem sjónvarpsrásum fjölgar. Á síðasta ári vörðu Bandaríkjamenn tæplega sextán hundruð milljörðum króna til bókakaupa og því er spáð að þessi Árvakur hf., Reykjavík. Hallgrímur B. Geirsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson: upphæð muni hækka um 7% á ári næstu árin. Þessi þróun hefur orðið m.a. vegna þess, að bókaútgefendur og bóksalar hafa gripið til nýrra aðgerða til þess að auka sölu bóka. Forlög hafa sameinast. Bækur hafa lækkað í verði. Bók- sala fer nú fram með ýmsum hætti bæði í gegnum bókaklúbba og í bókaverzlunum, sem eru þannig úr garði gerðar, að þær eru að verða með vinsælustu verzlunum í stórborgum, opnar fram á kvöld og um helgar. Við- skiptavinir geta komið þangað, þegar þeir sjálfir hafa góðan tíma, skoðað bækur, drukkið kaffi og haft það gott á meðan þeir íhuga bókakaup. Þessi þróun er einnig að verða í bókabúðum hér og hefur gefizt vel. Með sama hætti hefur athygl- isverð þróun orðið á dagblaða- markaðnum. Á undanförnum ára- tugum hafa dagblöð, sem byggt hafa á uppsláttarefni, léttmeti og margvíslegri afþreyingu sótt mjög sterkt fram og skákað dag- blöðum, sem byggja á alvarlegri efnismeðferð,- Nú er þessi þróun að snúast við. Erling Zanchetta, framkvæmdastjóri danska dag- blaðsins Aarhus Stiftstidende, lýsir þessari þróun með eftirfar- andi hætti í viðtali við Morgun- blaðið í gær: „Af línuriti, sem Erling Zanc- hetta dregur fram, má sjá að blöð eins og Politiken og Jyllandspost- en halda sínu og vel það en veru- lega hallar undan fæti hjá Extra- bladet til að mynda. Hann rekur þá þróun til þess að Extrabladet sé fyrst og fremst að keppa við aðra afþreyingu, sjónvarp, útvarp og tölvúr og geti ekki sigrað í þeim slag. Það hafi náð verulegri útbreiðslu á sínum tíma vegna þess, að ritstjórnarstefna blaðsins byggðist að mestu á skemmtiefni frekar en alvarlegri frétta- mennsku. Fyrir vikið standi það höllum fæti því þeir lesendur, sem það hefur höfðað til í gegnum árin, hafi æ minni áhuga á að lesa og snúa sér frekar að skemmtiefni í útvarpi og sjón- varpi í kjölfar verulega aukins framboðs á sliku. Vandaðri biöð til að mynda Jyllandsposten hafi aftur á móti sótt í sig veðrið . . .“ Þetta er ánægjuleg þróun. Það er áreiðanlega rétt, sem haft var eftir erlendum fjölmiðiafræðingi í brezka tímaritinu The Econom- ist fyrir skömmu, að bækur eru enn bezti miðillinn til þess að koma á framfæri nýrri hugmynd eða góðri sögu. Með sama hætti er það rétt, sem fram kemur hjá Erling Zanchetta, að „frétta- flutningur útvarps og sjónvarps byggist á upphrópunum og aðeins það helzta er dregið fram í dags- ljósið en á dagblöðum er öll um- fjöllun ítarlegri“. Vel menntuð og upplýst þjóð verður að hafa aðgang að alvöru upplýsingum og vettvangi fyrir almenn skoðanaskipti. Vel menntuð og upplýst þjóð þarf að hafa aðgang að hugverkum og hugmyndum í aðgengilegu formi. Fólk gerir sér betur grein fyrir þessu eftir því, sem yfirborðs- mennskan í sjónvarpsheimi nú- tímans verður augljósari. Og skal þá ekki gert lítið úr því, sem vel er gert í sjónvarpi og kvikmynd- um. Það sem er bezt gert á þeim vettvangi stendur fyrir sínu og vel það. BÆKUR OG BLÖÐ UNGUM • biaðamanni fannst mér ég stundum vera að skrifa smásög- ur, þegar ég taláði við fólk sem snerti kvik- una. Jafnvel kom fyrir ég þættist vera að skrifa ljóðrænan texta. Sum samtölin voru mér því mikil áskorun. En að því kom þessi brunnur svalaði mér ekki lengur. Ég vildi ekki að endurtekning blaða- mennskunnar yrði að kæk í lífi mínu. Hægt og sígandi leitaði ég þvf inn fyrir eigin skel. Einsog fuglar á heimaslóðir. ÞEGAR VIÐ TÖLUM UM • ævisögur af ýmsum tegund- um, en þó einkum samtalsbækur svo- nefndar, og hvemig með þær hefur verið farið verða bókagagnrýnendur að taka á sig sína ábyrgð, svo kæru- ieysislega sem þeir hafa fjallað um þessi verk. Þeir skrifa jafnvel um samtalsbækur án þess höfundur komi þar við sögu. Engu líkara en þeir telji að bækurnar skrifi sig sjálfar. Allur dómurinn fjaliar um þann sem um er skrifað þótt ábyrgðin hvíii vit- anlega fyrstogsíðast á spyrlinum. Engu líkara en gagnrýnendur telji nokkurn veginn fullvíst að metnaður hans sé enginn. Það er rétt, oft er hann sáralítill. Verkið virðist renna einsog uppkast af segulbandi eða úr einhverri töivunni líkast því sem þessi tæki séu almáttug og lítið þurfi að huga að þessum texta. En þá eru iíka hinir sem leggja sál sína í verkið, vinna það af alúð og jafnvel af löng- un til listrænna átaka - eiga þeir ekki rétt á metnaðarfyllri umfjöllun? Um það virðist enginn hugsa. Alit lagt að jöfnu og þá einkum í skjóli þess að metnaðurinn sé yfirleitt svo iítill að verkin skipti í raun og vera engu máli, þetta sé hvort eð er ekk- ert nema bísness. Verkin séu úthugs- aðar dægurflugur, guloi og úreldist einsog dagblöð. En þá vandast málið, því dagblöð eru yfirleitt heljarmiklar heimildir. Og svona bækur geta haft heim- ildagildi þótt óvandað- ar séu að öðru leyti. Satt er það, oftast er ástæða til að líta á þessi verk einsog hvern annan söluvarning sem endist vart jólin út. En gagnrýnendum ber þá að skilja á miili sauða og hafra. Þeir eiga að sýna fram á með rökum hvemig höfundur hefur staðið að verki, hvort hann hefur leyst það vel eða illa af hendi og þá ekkisízt hvort ætla megi að það sé einhver marktæk viðbót við ritlist í landinu. Spyrillinn vinnur úr hfaefni sem honum er feng- ið í hendur og skrifar það inní andrúm bókarinnar. Menn þurfa að gefa mik- ið af sér til að vel takist til og bak- við vei gerða samtalsbók er óhemju- mikil vinna. Umfram allt þarf að tak- ast gott samstarf milli spyrils og spyrðils. Þetta á við allar bækur af þessu tagi þótt ritdæmendur leiði sjaidnast að því hugann eitt andar- tak. Sjaldnast hafa þeir hugmynd um hvernig svona verk verða til. Bókin um séra Rögnvald Finn- bogason er ekkisízt merkileg vegna aðildar Guðbergs Bergssonar að henni, svo sérstæður rithöfundur sem hann er. Framlag Guðbergs hlýtur að vera þáttur í rithöfundarferli hans, hvemigsem til hefur tekizt og hvað- sem séra Rögnvaldi líður. Hið sama á við um ævisögur og samtalsbækur annarra alvöruhöfunda, tilaðmynda Gyifa Gröndals sem hefur getið sér gott orð fyrir ijóðiist. í RITDÓMI í MORGUN- • blaðinu um bók Einars Sand- ens um Eðvald Hinriksson var höf- undur ekki svo mikið sem nefndur á nafn enda þótt hann hefði streðað við það úti í Bretlandi mánuðum sam- an' að bókfæra þennan umdeilda flóttamann sem setti allt á annan endann hér og erlendis misserum saman, en er nú látinn. Sandens setti þó bókina saman og ber ábyrgð á því hvort hún hefur heppnazt eða ekki, hvort hún er sönn eða login; allur sannleikurinn eða hvít lygi. Án hans hefði bókin ekki verið skrifuð en kannski einhver önnur bók. Þetta er helzta málsvörn Edvalds og Sand- en er vel kunnur og virtur af öðrum verkum. Hann ber einsog aðir ábyrgð á ritverki sínu og hvernig til hefur tekizt. HRÁEFNIÐ í SAM- •talsbækur er frásögn spyrð- ilsins en spyrillinn ber ábyrgð á list og hönnun. Þegar við sjáum bíl dett- ur okkur ekki í hug jámgrýti, heldur listilegt útlit, hugvit og árangur hönnuða; erfiði. Og þegar við sjáum flugvél, hvarflar hugurinn ekki að áli né kerum og Straumsvík, heldur úrvinnslu flugverkfræðinga og list- rænna tæknihönnuða. Hið sama gildir um samtalsbækur. Og ævisögur. Það þætti saga til næsta bæjar ef Karls ábóta væri ekki getið í umfjöll- un um Sverris sögu, né Þórbergs í úttekt á Árna sögu Þórarinssonar né Hagalíns ef rætt væri um Virka daga, svo nefnd séu þrjú öndvegisrit í þess- ari grein bókmennta fyrrogsíðar. Mörg rit sem sprottin eru úr sam- tölum eru mikilvæg bókmenntaafrek, listræn að stíl og formi og kliða af smitandi andrúmi og samtíma sem verður sígildur í mikilvægu ritverki. Énginn skyldi halda að slíkar bækur hafi skrifað sig sjálfar. Samtalsbækur eiga að vera annað og meira en tómarúm innan í jóia- pappír. Þær eiga að rísa af miklum metnaðj og um þær á að fjalla af þekkingu og ábyrgð. Þá fyrst mun þessi grein ritlistar njóta þeirrar virð- ingar sem efni standa til, En þá dug- ar ekki he|dur að rubba þessum verk- um upp af segulböndum. Listræn afrek kosta blóð og svita, kvíða og þónokkurn lífsháska. Samtaisbækur eiga að vera unnar og upplifaðar; helzt einsog góður skáldskapur; helzt með listrænu ívafi. HELGI spjall w REYKJAVÍKURBRÉF Laugardagur 14. október BÚVÖRUSAMNINGUR- inn nýi kostar skatt- greiðendur um 11 millj- arða króna. Kostnaður við hann er talinn um 1.200 milljónum króna meiri en ef gamli bú- vörusamningurinn hefði verið áfram í gildi. Ef eingöngu ér horft á tölurnar er því ekki stigið nýtt skref með nýjum búvörusamningi til þess að draga úr þeim kostnaði, sem aimenningur hefur af þessari atvinnugrein, heldur er þessi kostnaður aukinn. Um þetta er samið við bændur á sama tíma og þjóðin er að sigla út úr djúpum öldudal kreppu og samdráttar, sem hefur leitt til umtalsverðrar skerðingar á lífskjör- um á undanförnum árum. Um þetta er samið á sama tím'a og stöðugt stríð stend- ur um önnur útgjöld ríkissjóðs svo sem til heilbrigðismála og annarra velferðarmála. Sjúkradeildum er lokað á spítölum, þjón- ustugjöld vegna sjúklinga eru hækkuð, tryggingagjöld eru tekjutengd og svo mætti lengi telja. Almúgamaðurinn í þéttbýlinu spyr, hvers vegna ekki er gengið jafnhart að bændum og velferðarkerfinu. Hið sann- gjarna svar við þeirri spurningu er að sjálf- sögðu, að á undanförnum árum hefur ver- ið gengið hart að bændum og þá fyrst og fremst sauðfjárbændum, framleiðsla þeirra hefur verið skorin niður og tekjuskerðing þeirra er mikil. Því verður þess vegna ekki haldið fram með rökum, að þeir hafi sloppið við allar afleiðingar eigin umfram- framleiðslu á lambakjöti. Þótt hins vegar megi spyija, eins óg áður hefur verið bent á í Reykjavíkurbréfi, hvers vegna annað eigi við um bændur, sem standa frammi fyrir því, að þeir eru að framleiða vöru, sem markaðurinn vill ekki kaupa í sama mæli og áður heldur en t.d. smáiðnrekend- ur, sem hafa lent í því sama og engum hefur dottið í hug að styrkja. Þeir urðu að taka afleiðingum gerða sinna. Mælikvarðinn, sem nota verður, þegar nýi búvörusamningurinn er metinn, hlýtur að vera sá, hvort skattgreiðendur eru að borga þessa miklu íjármuni fram til alda- móta til þess að taka á og leysa helztu vandamál landbúnaðarins. A undanförnum árum hefur offramleiðsla á lambakjöti verið einn helzti vandi atvinnugreinarinn- ar. Eru íslenzkir skattgreiðendur að greiða 11 milljarða fram til aldamóta til þess að leysa þennan vanda í eitt skipti fyrir öll? Tryggir búvörusamningurinn nýi, að um aldamót verði ekki fyrir hendi meiri fram- leiðsla á dilkakjöti en innanlandsmarkaður tekur við? Er hægt að ganga út frá því sem vísu, að fulltrúar bænda komi ekki síðustu misserin fyrir aldamót til stjórn- valda og segi: búvörusamningurinn hefur því miður haft svo alvarlegar afleiðingar fyrir bændur, að það er óhjákvæmilegt að ríkisvaldið hlaupi undir bagga með þeim? Fá skattgreiðendur fyrir 11 milljarða króna tryggingu fyrir því, að þingmenn Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og að einhveiju leyti Alþýðubandalags taki ekki höndum saman á nýjan leik um alda- mót til þess að tryggja bændum áfram- haldandi stórfé úr ríkissjóði? Svarið við þessum spurningum er að búvörusamningurinn nýi veitir skattgreið- endum enga slíka tryggingu. En í honum felst ákveðin viðleitni til þess að draga úr framleiðslu dilkakjöts og ákveðin viðleitni til þess að leggja fjárhagslega ábyrgð á offramleiðslu á herðar bænda sjálfra en skattgreiðendur hafa enga tryggingu fyrir því, að þeir fái ekki nýjan reikning um aldamót. Í þessu felst veikleiki búvörusamnings- ins. Það var hægt að færa rök fyrir því, að eina ferðina enn ætti að greiða veruleg- ar fjárhæðir úr almannasjóðum til þess að gera sauðfjárræktinni kleift að komast út úr framleiðsluvandanum, ef um leið var lögð á borðið af hálfu bænda trygging fyrir því, að ekki yrði komið aftur að fimm árum liðnum með nýjan reikning. Að þessu leyti hafa fulltrúar ríkisvalds- ins ekki staðið sig sem skyldi i samninga- viðræðunum við bændasamtökin. En auð- vitað er Ijóst, að hér er um pólitíska ákvörð- un að ræða. Ríkisstjórnin hefur einfaldlega komizt að þeirri niðurstöðu, að hún gæti ekki gengið harðar að bændum af pólitísk- um ástæðum og getur að sjálfsögðu vísað til þess, að meðal bænda sjálfra er bull- andi óánægja með þennan samning, þótt hann tryggi þeim meira fé úr ríkissjóði heldur en þeir hefðu fengið að óbreyttu. Fyrir bændur sjálfa, talsmenn bænda- samtakanna og þá alþingismenn, sem ganga erinda bænda hlýtur það á hinn bóginn að vera mikið umhugsunarefni, hversu mikið vit er í því fyrir þessa at- vinnugrein að ofbjóða ár eftir ár og áratug eftir áratug skattgreiðendum og neytend- um í þéttbýli með fjárkröfum á hendur hinu opinbera í stað þess að framkvæma róttækan uppskurð á atvinnugreininni. Stærsti hluti þeirra ellefu milljarða, sem búvörusamningurinn kostar skattgreið- endur eru hinar svonefndu beingreiðslur. Bændur geta auðvitað sagt, að með þeim sé ekki verið að styrkja þá heldur greiða niður matvælaverð til neytenda. Á móti geta neytendur sagt sem svo: við borgum markaðsverð fyrir nánast alla aðra mat- vöru, hveiju nafni sem nefnist, hvort sem það er fiskur, kjúklingar eða svínakjöt og hvers vegna ekki líka fyrir lambakjöt? Á móti má þá segja, að framleiðslukostnaður við lambakjöt sé svo mikill, að sala á því hrynji ef lögmál markaðarins ræður verð- lagningu. Það er ekki endilega víst. Það er að rísa hér upp umtaisverður frjáls markaður með lambakjöt, þar sem mark- aðslögmálin’ráða ferðinni og þar er átt við hina svonefndu heimasiátrun. Á þeim markaði er sagt, að kílóið af lambakjöti kosti um 300 krónur. Þar er um fijálsa sölu að ræða en auðvitað fer hún fram í skjóli þeirra styrkja, sem bændur fá úr hinu opinbera kerfi að öðru leyti. En með sama hætti og sú stefnubreyt- ing varð fyrir nokkrum árum að láta þá fjármuni ganga beint til bænda, sem áður fóru til þess að niðurgreiða lambakjöt á öðru framleiðslustigi má spyija, hvort þessum fjúrmunum sé þá ekki bezt varið með því að láta þá ganga beint til þeirra neytenda, sem vegna lágra launa þurfa á því að halda og þeir geti þá sjálfir ákveð- ið, hvort þeir noti peningana tii þess að kaupa lambakjöt eða eitthvað annað. Er ekki hin umtalaða forsjárhyggja í fullum blóma í landbúnaðinum, þegar fjármunir skattborgara eru notaðir beint og óbeint til þess að beina neytendum að einni ákveð- inni matvöru umfram aðra? Nýi búvörusamningurinn kallar á um- ræður af þessu tagi vegna þess, að hann veitir því miður enga tryggingu fyrir því að skattborgarar séu að greiða 11 millj- arða til þess að komast út úr gömlu og úreltu kerfi. Þá greiðslu var hægt að veija með því en sú ótvíræða trygging er ekki fyrir hendi. Iátttil markaðsbú- skapar ÞOTT SLÍK trygging felist ekki í búvörusamningn- um nýja er ljóst, að með . honum er stefnt markvisst að því að draga úr framleiðslu á dilkakjöti. Það er gert fyrst og fremst með því að leggja fjárhagslega ábyrgð á herðar bænda sjálfra, ef þeir'framleiða svo mikið að umtalsvert magn verði flutt út fyrir lágt verð. Þeir fá þá einfaldlega mun minna í sinn hlut. Reynslan á eftir að leiða í ljós, hvort þessi aðferð dugar að einhveiju ráði. I annan stað er í búvörusamningnum hvatning fyrir bændur til þess ýmist að hætta alveg framleiðslu á dilkakjöti eða draga verulega saman seglin. Þeim er með samningnum gert tilboð um að hætta framleiðslu alveg, sem hlýtur að vera freistandi fyrir marga þeirra. Þeir geta llka losnað undan þeirri kvöð að taka þátt í sameiginlegri ábyrgð á útflutningi með því að draga verulega saman seglin. Með sama hætti er dregið úr þejrri hættu að þeir auki framleiðslu sína að ráði með því að refsa þeim sérstaklega fyrir það. Þá verður öll framleiðsla þeirra umfram ákveðið mark gerð upp á útflutningsverði auk þess, sem þeir taka þátt í sameigin- legri ábyrgð bænda á útflutningi. Loks eru þeir hvattir til þess að draga úr framleiðslu með því að fá í staðinn greiðslur fyrir önnur störf á sviði skóg- ræktar, landgræðslu og umhverfisverndar almennt. Ákvæði búvörusamningsins nýja í þess- um efnum eru það stíf að fyrirfram a.m.k. er ástæða til að ætla, að þau skili einhveij- um árangri. Það hlýtur að verða einhveij- um hópi bænda hvatning til að koma sér út úr atvinnugrein, sem augljóslega er lít- il framtíð í, þegar þeir eiga kost á því gegn umtalsverðri greiðslu. Þeir fá vænt- anlega meira fyrir eignir sínar með því að selja þær skv. ákvæðum búvörusamn- ingsins heldur en að selja þær á hinum frjálsa markaði. Það hlýtur líka að vera veruleg hvatning fyrir bændur að draga úr framleiðslu, ef þeir geta á þann háttað losnað undan þeirri kvöð að standa undir kostnaði við útflutning á umframframleiðslu annarra bænda, sem kunna að sýna af sér það ábyrgðarleysi að auka framleiðsluna í stað þess að minnka hana. Með sama hætti er ljóst, að það er skv. ákvæðum búvörusamningsins dýrt spaug fyrir bændur að auka framleiðslu sína svo mjög, að hún lendi öli í útflutningsverði. Þessi ákvæði búvörusamningsins eru athyglisverð í ljósi annarra umræðna, sem m.a. hafa farið fram á þessum vettvangi. Með búvörusamningnum er verið að hverfa frá kvótakerfí í landbúnaði. Þess í stað er gerð tilraun til þess að takmarka fram- leiðsluna með fjárhagslega hvetjandi og letjandi aðgerðum. Það getur borgað sig fyrir bændur að draga úr framleiðslu þann- ig að hún verði um þriðjungi undir greiðslu- marki þeirra. Það getur verið mjög dýrt spaug fyrir þá að framleiða of mikið. Hér er verið að gera tilraun til þess að láta fijáls markaðsöfl ráða ferðinni. Gary S. Becker, Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði sem gerður var að umtalsefni hér í Reykjavíkurbréfi fyrir viku, hefur hvatt til þess að höfð verði stjórn á of- veiði með skattlagningu. Það verði svo dýrt að veiða fisk umfram ákveðin mörk, að það sé einfaldlega ekkert vit í því. Búvörusamningurinn er skref í þessa átt. Það er hins vegar spurning, hvort það verður svo dýrt fyrir bændur að framleiða meira en innanlandsmarkaður þarf á að halda skv. þessum ákvæðum að það stöðvi þá af. Og það er líka spurning, hvort það er svo hagkvæmt að framleiða minna en núverandi greiðslumark þeirra segir til um, að það verði þeim nægileg hvatning. En hugsunin á bak við þessi ákvæði er skyn- samleg og forvitnileg og ætti að vera þeim að skapi, sem aðhyllast hinn frjálsa mark- að. Önnur ákvæði þessa samnings eru einn- ig skref í átt til markaðsbúskápar. Nú ber bónda að semja við sláturhús um slátrun ‘Og það verð sem hann fær fyrir innlagða idilka. Sláturhúsinu er ekki lengur skylt ;að staðgreiða innan tiltekins tíma heldur <eru greiðslukjör samningsatriði á milli Iframleiðanda og sláturhúss. Þetta eykur imöguleika söluaðila á að laga verðlag á idilkakjöti að verðþróun á markaðnum. Á íundanförnum árum hefur þéim verið skylt ;að greiða bændum ákveðið verð innan til- itekins tíma. Það gerði það að verkum, að isöluaðilar höfðu ekkert svigrúm til að breyta verði hvorki til hækkunar né lækk- unar eftir markaðsaðstæðum. Þetta breyt- ist skv. hinum nýja búvörusamningi og ætla verður, að söiuaðilar vilji frekar reyna að auka sölu á lambakjöti innanlands með því að lækka verð þess eitthvað heldur en að selja það fyrir enn lægra verð til út- landa. Þessi ákvæði ásamt þeirri sameigin- legu fjárhagslegu ábyrgð, sem bændur taka á útflutningi gætu stuðlað að lækk- andi verði heima fyrir, þótt það sé engan veginn víst. Morgunblaðið/RAX Byggða- stefna og byggða- styrkir Á UNDANFÖRN- um áratugum hefur sú afstaða verið ríkjandi, að þjóðin ætti að leggja veru- lega fjármuni til þess að halda öllu landinu í byggð. í krafti þeirrar stefnu hefur gífurlegum fjár- munum verið varið til að halda uppi at- vinnustarfsemi víðs vegar um landið. Rík- isstjórnir og Alþingi hafa sett upp sjóði til þess að millifæra fé frá skattborgurum til atvinnufyrirtækja. Þetta var síðast gert í tíð ríkisstjórnar Steingríms Hermanns- sonar 1988 til 1991. Þessar millifærslur hafa alitaf endað sem kostnaður skatt- greiðenda, hvað svo sem hefur verið sagt í upphafi. Smátt og smátt hefur orðið grundvailar- breyting á viðhorfum manna til slíkra fjár- framlaga. Vestfj arðaaðstoðin svonefnda er vonandi síðasta dæmið um bein fjár- framlög úr ríkissjóði til einstakra atvinnu- fyrirtækja. Nú gerir fólk sér betri grein fyrir því en áður að aðstoð af þessu tagi er engin aðstoð. Hún er aðferð til þess að ýta vandamálum á undan sér og skilar engum raunverulegum árangri. Fólkið þéttbýlinu á landsbyggðinni vill líka standa á eigin fótum og finnur, að það er engum tii heilia að hafa stöðugt uppi kröfugerð á hendur ríkisvaldinu um fjárframlög til þess að halda uppi atvinnustarfsemi og byggð. Að þessu leyti hefur grundvallar- breyting orðið á afstöðu almennings til byggðamála. Þessi viðhorfsbreyting hefur ekki náð til sveitanna nema að mjög takmörkuðu leyti. Um sjö og hálfur milljarður af 11 milljörðum, sem búvörusamningurinn kostar fer í svonefndar beingreiðslur. Þær eru í raun og veru ekkert annað en fjar- framlög til þess að halda uppi byggð í sveitum landsins. Einu sinni var því trúað að ekki væri hægt að halda byggð í sjávar- plássunum nema með slíkum styrkveiting- um í einhveiju formi. Nú blómstra flest sjávarpláss á landinu vegna þess, að sjáv- arútvegurinn blómstrar. Það er ekkert vit í því til lengdar að borga mönnum fé til að búa á ákveðnum stöðum á landinu. Það er til lengdar niður- drepandi fyrir þá, sem slíkar greiðslur þiggja og stuðlar hvorki að líflegu atvinnu- lífí né hamingjuríku lífi þeirra einstakl- inga, sem hlut eiga að máli. Sjávarplássin almennt hafa ekki farið í eyði, þótt nánast allar millifærslur og sjóðasukk hafi verið þurrkuð út á þessum áratug. Vissulega eiga sum þeirra í erfið- leikum, en smátt' og smátt eru þau að komast út úr þeim eins og sum sjávarpláss- anna á Vestfjörðum. En yfirleitt blómstra sjávarplássin víðs vegar um landið. Hið sama mundi gerast með landbúnað- inn, ef hann fengi tækifæri til að standa á eigin fótum. íslenzkir bændur framleiða góðar vörur, svo góðar, að hér skal full- yrt, að þeim stafar engin raunveruleg hætta af innflutningi landbúnaðarafurða. Slíkur innflutningur eykur vöruúrval í verzlunum og veitir bændum aðhald um verðlagningu, sem allir þurfa á að halda en yfirgnæfandi meirihluti neytenda mundi halda áfram að kaupa íslenzkar búvörur. Bæði vegna þess að þær þykja góðar og þjóðin er vön þeim. I búvörusamningnum nýja eru ákveðnir jákvæðir þættir. og þó fyrst og fremst skynsamleg hugsun, sem ástæða er til að fagna. En sú hugsun hefur ekki verið út- færð nægilega vel. Það hefði átt að leggja meiri vinnu í þennan samning og umfram allt að veita skattgreiðendum tryggingu fyrir því, að ekki yrði haldið áfram á sömu braut fjárausturs í þessa atvinnugrein, sem ekki eru lengur nokkur rök fyrir, þegar horft er til þess, sem er að gerast á öðrum sviðum opinberra útgjalda. „Fyrir bændur sjálfa, talsmenn bændasamtak- anna og þá al- þingismenn, sem ganga erinda bænda hlýtur það á hinn bóginn að vera mikið um- hugsunarefni, hversu mikið vit er í því fyrir þessa atvinnugrein að ofbjóða ár eftir ár og áratug eftir áratug skatt- greiðendum og neytendum í þétt- býli með fjárkröf- um á hendur hinu opinbera í stað þess að fram- kvæma róttækan uppskurð á at- vinnugreininni. “
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.